Morgunblaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 33
DAGLEGT LÍF | FERÐALÖG
„VIÐ vitum nú að með því að venja
okkur á heilsusamlegar daglegar
athafnir og hagræða lífsstílnum í
takt við nýfengna þekkingu um
þarfir líkamans náum við að byggja
upp og styrkja heilunarmátt líkama
okkar. Með þessu móti er mögulegt
að búa sig undir orkumikil og
skemmtileg eftirlaunaár,“ segir
Susan Martin þegar hún er spurð
út í dvölina á heilsuhæli í Golubie í
Kashubian-héraði í norðurhluta
Póllands.
Susan hélt í lok maímánaðar til
Póllands ásamt móður sinni þar
sem þær dvöldu í hálfan mánuð og
urðu svo sannarlega ekki fyrir von-
brigðum enda eru þær búnar að
ákveða að gera þetta að árvissum
viðburði. „Okkur mömmu þótti ekki
tiltökumál að heyra um rist-
ilhreinsanir, föstur og sogæðanudd
enda vorum við staðráðnar í að fara
í gegnum öll stig afeitrunarinnar
með bros á vor. Hinn stórmerkilegi
læknir dr. Ewa Dabrowska hefur
þróað meðferðina út frá kenningum
svissnesks læknis og leggur
áherslu á hreinsandi áhrif ávaxta-
og grænmetisfæðis, hvíld, daglega
hreyfingu úti í náttúrunni og
fræðslu. Heilsupakkinn kostaði
sem svarar tæpum 80 þúsund krón-
um og þá er í því ferðir til og frá
flugvelli, gisting, þar með talið gist-
ing í Gdansk fyrstu nóttina, allur
matur, fjórir nuddtímar, sauna,
tvær skoðunarferðir auk þjónustu.
Kaupa þarf ristilhreinsunina sér-
staklega en hún er nauðsynleg, að
sögn Susan, enda hafi ristilskolun
verið hampað sem nauðsynlegri
heilsubót í gegnum öll menningar-
tímabil mannkynssögunnar. Boðið
er upp á snyrtimeðferðir af öllu
tagi sem konurnar lögðust auðvitað
í. „Hægt var að fá tannlæknaþjón-
ustu og aðra læknisþjónustu á nær-
liggjandi spítala. Og allt í kring eru
lítil þorp og dásamlegar gönguleið-
ir sem við notfærðum okkur
óspart.“
Stuttur heilunartími
Í vikulegum fyrirlestrum, sem
dr. Dabrowska heldur fyrir nýliða,
fylltust þeir undrun við að upp-
götva hve stuttan tíma líkaminn
þarf til að heila sjálfan sig ef hon-
um er aðeins gefið svigrúm og er
laus við truflanir á borð við streitu
og grunna öndun. „Skilaboð lækn-
isins voru skýr. Lykillinn að heil-
brigði liggur í daglegu, meðvituðu
mataræði. Líkamsrækt á að vera
lífsstíll og þörf líkama og sálar fyrir
hvíld og ró skal taka alvarlega með
föstu og hugleiðslu. Vatn og jurtir
eru notaðar til úthreinsunar á smá-
þörmum og ristli og mælt er með
einum „föstu“-degi á viku og nokk-
urra daga föstu með reglulegu
millibili.“
Sjaldgæf vellíðan
„Við mamma fengum báðar að
sannprófa árangur meðferðarinnar
og fundum fljótlega fyrir sjald-
gæfri vellíðan, líkamlegri jafnt sem
andlegri, sem hélst út dvölina. Við
sannfærðumst um að rétt jafnvægi
í lífsmynstri manna er undirstaða
góðrar heilsu og að skortur á slíku
jafnvægi dregur smám saman úr
heilunargetu líkamans. Við upp-
lifðum ferlið sem líkaminn fer í
gegnum þegar hann fær full umráð
til að heila sig sjálfan og við þurft-
um að horfast í augu við hvernig
lífsstíll okkar og daglegt val hefur
hindrað þessa náttúrulegu krafta-
verkagetu líkamans. Þá fundum við
sorgina sem óhjákvæmilega fylgir
játningunni um að hafa skort virð-
ingu fyrir eigin kroppi. Í stað þess
að hlusta höfum við brugðist við
skilaboðum líkamans með ofáti,
verkjalyfjatöku og ýmsu öðru birt-
ingarformi afneitunar þar til sárs-
aukinn verður of mikill og eitthvað
gefur sig,“ segir Susan og bætir að
lokum við að í afeitrunarmeðferð-
inni á pólska heilsuhælinu hafi hún
notað tækifærið og hreinsað
skrokkinn af afleiðingum nikótíns
og slökkt í síðustu sígarettunni.
PÓLLAND | Mæðgur komu endurnýjaðar til baka eftir dvöl á pólsku heilsuhæli
Fasta, sogæðanudd
og ristilhreinsun
Heilsuhælið er í fallegu umhverfi og stendur við stórt stöðuvatn með fullt af gönguleiðum.
Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson
Susan Martin lagði ýmsa ýmsa ósiði á hilluna í Póllandi.
Mæðgurnar Susan
Martin og Agnes Gests-
dóttir eru skýjum ofar
eftir hálfsmánaðar
heilsudvöl í Póllandi. Jó-
hanna Ingvarsdóttir
spurði m.a. út í rist-
ilhreinsanir og föstur.
join@mbl.is
TENGLAR
..............................................
www.detoxholiday.com
SÁ þáttur í meðferðinni, sem þær
mæðgur hræddust mest, var fastan
og tilhugsunin um að fá ekkert að
borða allan daginn var skelfileg. En
þegar á hólminn var komið reyndist
sex daga fasta ekki nógu löng í
huga þeirra. Fastan fól í sér volgt
sítrónuvatn í morgunmat, tært
grænmetissoð í hádeginu og fersk-
an ávaxta- og grænmetissafa í
kvöldmat. Fastir matmálstímar á
hælinu voru þrír og allan tímann
mátti fólk svo gæða sér á jurtatei.
Mælt var með því að setja hnífsodd
af þurrkuðu engiferi og sítrónu í
hvert teglas.
Mataræðið fyrir og eftir föstuna
var einfalt og það er gott að styðj-
ast við það í viðleitni við að endur-
skoða matarvenjurnar.
Allir dagar hefjast með glasi af
volgu sítrónuvatni sem „núll-
stillir“ meltingar- og hreinsikerfi
líkamans.
Glas af ferskum grænmetis- og
ávaxtasafa er drukkið í smásop-
um, anda þarf á milli og leyfa
huganum að vakna..
Ferskir ávextir og grænmeti af
öllu tagi sneitt niður..
Soðið grænmeti og bakaðir
ávextir fyrir þá, sem vilja stóran
morgunverð.
Sýrt grænmeti, kál, laukur, hvít-
laukur, piparrót og sítróna er
daglega á borðum til að viðhalda
heilbrigði meltingarinnar.
Vatn, vatn og meira vatn er und-
irstaðan í heilbrigðu hreinsikerfi
líkamans.
Í fyrstu var
fastan skelfi-
leg tilhugsun
ÞRIÐJUDAGINN 15. nóvember
hefur Iceland Express sölu á
páskaflugi til Alicante á Spáni.
Fyrsta flugið verður laugardag-
inn 8. apríl, viku fyrir páska.
Flogið verður alla laugardaga
til 16. maí en þá tekur sum-
aráætlunin við með flugi tvisvar
í viku, á mánudögum og laug-
ardögum.
Lægsta verð á flugmiðum til
Alicante er hið sama og á öðr-
um leiðum félagsins, 7.995 kr.
Aukaferðir til Kaupmanna-
hafnar og London
Vegna aukinnar eftirspurnar
eftir ferðum til Kaupmanna-
hafnar og London næsta vor
hefur aukaferðum á þessa staði
verið bætt inn í áætlun Iceland
Express í apríl og maí 2006.
ICELAND EXPRESS
Flug til Alicante um páskana
frá 8.800
3 dagar í Frakklandi
Opel Corsa eða sambærilegur
kr. - ótakmarkaður akstur,
kaskó, þjófavörn, flugvallargjald
og skattar.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
ER
3
00
09
10
/2
00
5
Sími: 50 50 600
www.hertz.is
Bókaðu bílinn heima
- og fáðu 500 Vildarpunkta
Skóverslun - Kringlunni
Sími 553 2888
www.skor.is
Teg. 45573
Stærð 35-42
Litir: Svartur og brúnn
Verð 16.950
Teg. 163662
Stærð 36-41
Litur: Svartur og brúnn
Verð 16.950
Teg. 26811
Stærð 36-41
Litur: Svartur
Verð 14.950
Teg. 2211
Stærð 35-42
Litir: Svartur og brúnn
Verð 17.950
Loðfóðraðir
kuldaskór
Mikið úrval
Nýtt kortatímabil
Teg. 69228
Stærð: 36-42
Litur: Brúnn
Verð 17.950
www.gisting.dk
sími: 0045 3694 6700
Ódýr og góð gisting
í hjarta Kaupmannahafnar