Morgunblaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 41
UMRÆÐAN
h ö n n u n : w w w . p i x i l l . i s
BÆJARL IND 12 - S : 544 4420
201 KÓPAVOGUR
Opið: mán-fös 10:00-18:00 - lau 10:00-16:00 - sun 13:00-16:00
FOCUS sófasett
3+1+1
199.800.-
3+2
188.000.-
Sjónvarpsskenkur með ljósi (200cm)
Verð:
85.000.-
Vegghilla (240cm)
Verð:
19.800.-
Hillubox með spegli (90cm)
Verð:
13.900.-
Sjónvarpsskenkur
Fáanlegur í tveimur stærðum
240cm
Verð:
29.500.-
69.000.-
183cm
Verð:
65.000.-
Hilla með ljósi
Verð:
Sjónvarpsskenkur
200cm
Verð: 67.000.-
-20%
ROCCO sófasett
3+1+1
Verð áður: 232.000.-
Verð nú:
185.600.-
SEM betur fer geta flestir svarað
spurningunni hér að ofan játandi,
að þeir viti hverjir þeir séu og að
þeir muni eftir fortíð sinni. En fólk
getur lent í því að þurfa að stað-
festa eða sanna atriði í lífi sínu, svo
sem hvar og hvenær það er fætt,
nöfn barna sinna, menntun og eign-
ir. Í mörgum löndum er þetta alls
ekki einfalt, þar sem skjalasöfn op-
inberra aðila hafa tapast. Stundum
vantar kunnáttu í skjalavörslu í
löndunum, í öðrum tilfellum hafa
þau eyðst í eldsvoðum, flóðum eða
náttúruhamförum, en oft eru það
stríðsaðilar sem hafa eyðilagt
skjalasöfn. Í fyrrum lýðveldum
Júgóslavíu var það hluti af þjóðern-
ishreinsunum að eyðileggja skjala-
söfnin; sögu þjóðarinnar og minn-
ingar og í Írak er sagt að
Bandaríkjamenn hafi ekkert að-
hafst meðan hluta Þjóðskjalasafns
Íraks var stolið eða eytt. Afleið-
ingar þess að skjalasöfnin hafa tap-
ast geta verið svo víðtækar að við
hér á Íslandi getum varla gert okk-
ur þær í hugarlund. Fólk getur lent
í því að geta ekki sannað eignarrétt
sinn, t.d. á íbúðarhúsum, að hafa
ekki sönnun um háskólapróf eða
starfsréttindi, að geta ekki sýnt
fram á þjóðerni sitt og segja má að
skráð fortíð þess sé horfin.
Hér á Íslandi búum við við ör-
yggi og langar hefðir í skjalavörslu
og skjalasöfnin hafa að geyma ýt-
arlegar upplýsingar um líf hvers
einstaklings frá vöggu til grafar. Ég
veit ekki hvort fólk getur almennt
gert sér í hugarlund hvaða upplýs-
ingar um venjulegan einstakling er
að finna í opinberu skjalasöfnunum,
sem eru Þjóðskjalasafn Íslands,
Borgarskjalasafn Reykjavíkur og
héraðsskjalasöfn um land allt. Sé
stiklað á stóru má nefna skjöl frá
mæðraskoðun, skjöl um fæðinguna
og fæðingartíma, ungbarnaeftirlit
og bólusetningar, hverjir voru á
sömu deild á leikskólanum, skjöl
um skólagöngu hvers einstaklings,
einkunnir, skrár yfir bekkjarfélaga
og um kennslustefnu skólayfirvalda.
Ef fjallað var um viðkomandi ein-
stakling hjá barnaverndarnefnd eða
félagsmálayfirvöldum, má búast við
að þau skjöl hafi verið varðveitt.
Skjalasöfn framhaldsskóla og há-
skóla varðveita upplýsingar um
skólagöngu einstaklinga, próf og
einkunnir og gegnum skattframtöl
er hægt að rekja vinnustaði, eignir,
eignabreytingar og fleira. Skjala-
söfn byggingarfulltrúa rekja sögu
allra húsa, allt frá því sótt var um
byggingarleyfi og brunabótavirð-
ingar hafa oft að geyma ýtarlegar
lýsingar á byggingarefni húsa og
útliti. Íbúaskrár rekja hverjir
bjuggu í hverju húsi á hvaða tíma
og símaskrár varðveita meiri upp-
lýsingar en mann grunar. Mann-
talsspjöld rekja hvar einstakling-
urinn átti lögheimili á hvaða tíma,
maka, börn og fleira. Skjöl sýslu-
manna eru fjölbreytt og rekja m.a.
eignaréttindi og eignabreytingar,
skipti á búi við andlát eða skilnað
og dómsmál. Í skjölum dómstóla má
finna skjöl einstaklinga sem hafa
komist í kast við lögin eða þurft að
leita réttar síns. Kirkjubækur
presta og prófasta segja frá gleði
og sorgum í lífi fólks, svo sem
skírnum, fermingum, giftingum og
útförum. Skjalasöfn félagsmið-
stöðva unglinga lýsa félagsstarfi
þeirra og oft hvaða unglinga-
hljómsveitir voru heitastar á hvaða
tíma og skjöl félagsstarfs aldraðra
lýsa því starfi sem þar var unnið. Í
skjölum má rekja breytingar á
þjónustu við eldri borgara og þeim
stofnunum sem sjá um hana. Hag-
stofan heldur utan um upplýsingar
um búsetu allra landsmanna, hjú-
skaparstöðu þeirra, trúfélag og
fleira allt frá fæðingu til andláts.
Í raun er ótrúlegt hvað finnst af
skjölum um einstaklinga í opinber-
um skjalasöfnun. Ástæðan fyrir
varðveislu þeirra er að þau hafa oft
að geyma upplýsingar um réttindi
fólks eða fjalla um líf fólks. Það get-
ur skipt fólk miklu máli að geta
flett upp bekkjarfélögum sínum,
hvar það hafi búið eða þegar barna-
verndarnefnd fjallaði um mál þess
fyrir mörgum áratugum. Skatt-
framtöl þarf oft að nota vegna líf-
eyrisréttinda og skipshafnarskrár
sömuleiðis. Aðgangur að slíkum
skjölum er oftast takmarkaður og
vel skilgreindur í lögum. Þegar um
viðkvæm mál er að ræða, fær ein-
göngu viðkomandi einstaklingur að
skoða sín mál.
Skjalasöfnin varðveita líka mikið
af skjölum sem fjalla um ákvarðanir
stjórnvalda og aðdraganda þeirra,
allt frá minni til stærri mála. Má
þar til dæmis nefna skipulagsmál
og byggingu opinberra bygginga.
Til dæmis varðveitir Borgar-
skjalasafnið skjöl um flugvöllinn í
Vatnsmýri sem oft er spurt um.
Flest skjöl um ákvarðanir stjórn-
valda eru öllum opin.
Opinberu skjalasöfnin varðveita
ekki eingöngu eldri skjölin, heldur
hafa líka eftirlit með skjalastjórn
opinberra aðila og gæta þess að
ekki sé eytt skjölum sem ástæða er
að varðveita til frambúðar. Þau eru
í senn stjórnsýslu- og menning-
arstofnanir. Skjalasöfnin eru öllum
opin án endurgjalds.
Í dag, laugardaginn 12. nóvember
taka skjalasöfn á Íslandi þátt í nor-
rænum skjaladegi, til að minna á
mikilvægi skjalasafna fyrir þjóðfé-
lagið. Þema dagsins er „identitet“
og er sjónum beint að stöðu ein-
staklingsins í samfélaginu. Yf-
irskriftin á Íslandi er „Við“ og velt
upp spurningunum um einstak-
linginn eða okkur í umhverfinu í
víðasta skilningi. Skjalasöfn um
land allt minnast dagsins með
margvíslegu móti. Á sérstökum vef
www.skjaladagur.is er að finna
margvíslegar upplýsingar um starf-
semi safnanna og skjölin sem þau
varðveita. Þar er einnig getraun og
ýmislegt annað efni til skemmtunar
og fróðleiks.
Veist þú hver þú ert?
Svanhildur Bogadóttir fjallar
um skjalasöfn í tilefni af nor-
rænum skjaladegi ’Hér á Íslandi búum viðvið öryggi og langar
hefðir í skjalavörslu …‘
Höfundur er borgarskjalavörður
í Reykjavík.
Svanhildur Bogadóttir