Morgunblaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 35
UMRÆÐAN
VONANDI er orðabelgur ekki al-
veg fullur enn um kvennadaginn
mikla fyrir 30 árum og nýafstaðna
ítrekun á honum. Það er til dæmis
ekki úr vegi að láta nýútkomna bók
sem Hildur Hákonardóttir tók sam-
an vekja upp nokkrar hugleiðingar
um það, hvað þær konur sem fyrir
þrem áratugum sögðu hátt og skýrt
„Já, ég þori, get og vil“ helst vildu og
hvað um það varð. En bókin ber ein-
mitt nafn ágæts söngs sem á orðum
þessum hófst.
Eitt af því sem hefur mjög breyst
í umræðunni á 30 árum er mat á því
hvað talið er pólitískt verkefni í sam-
félaginu og hvað er látið heita eins-
konar óbreytanlegt náttúrulögmál.
Fyrir 30 árum töldu þeir sem höfðu
áhyggjur af misrétti og mismunun í
samfélagi að kjaramunur væri póli-
tísk staðreynd og að það væri raun-
hæft verkefni í stjórnmálum að
vinna gegn honum með sam-
stöðustefnu sem legði höfuðáherslu
á að bæta kjör láglaunafólks. Aftur á
móti var það ofarlega, ef ekki í hug-
um manna þá í raunverulegri
breytni, að munur á körlum og kon-
um í samfélagi væri einskonar nátt-
úrulögmál sem seint yrði við ráðið
(þótt svo allir skrifuðu undir „sömu
laun fyrir sömu vinnu“ eða þættust
gera það).
Nú finnst þeim sem leggur eyra
við umræðunni sem þetta dæmi hafi
snúist við. Sá munur sem er á kjör-
um fólks, kaupi og tekjum, er talinn
einskonar náttúrulögmál. Ríkjandi
tekjuskipting er því eitthvað sem
telst sjálfsagt og eðlilegt – og mun-
urinn ætti helst að vera enn meiri til
að markaðsöflin njóti sín betur. Aft-
ur á móti er sá munur sem enn er á
körlum og konum innan hvers tekju-
og valdahóps í samfélaginu talinn
verkefni sem unnt sé að leysa með
pólitískum aðgerðum og innrætingu.
Þessi þróun á sér fleiri rætur en
eina en hún er m.a. tengd því hverju
sú hreyfing fékk áorkað, sem rudd-
ist fram á kvennadaginn mikla – og
hverju hún fékk ekki breytt. Eins og
glöggt kemur fram í bók Hildar Há-
konardóttur, sem byggist mest á
textum þess tíma, réðust konur fyrir
30 árum af miklum krafti og hugviti
gegn ríkjandi hugmyndum um
„náttúrulega“ skiptingu hlutverka
milli kynja. Og konum hefur síðan
um margt tekist að breyta bæði við-
horfum og praxís í samfélaginu,
styrkja áræði og sjálfstraust kvenna
og bæta stöðu þeirra í raun, þótt enn
sé margt ógert eins og oft hefur ver-
ið tíundað á síðastliðnum vikum. En
konur sem gerðu garðinn frægan
fyrir 30 árum, fóru um leið af stað
með víðtækari og viðfelldnari hug-
myndir um jafnrétti en felast í
áherslum okkar tíma á að sjá verði
til þess að ríkar konur séu jafn-
margar og ríkir karlar, jafnmargir
stórforstjórar af báðum kynjum – og
svo áfram niður allan tekjustigann.
Á þetta minnir bókin „Já, ég þori,
get og vil“ ágætlega. Þar er m.a.
vitnað til orða Vilborgar Harð-
ardóttur, sem vel og mikið kom við
sögu kvennadagsins, en hún sagði á
afmælisfundi um kvennaárið 25 ár-
um síðar:
„Við vildum að konur kæmust í
áhrifastöður í þjóðfélaginu til að
færa með sér breytingu en ekki bara
til að komast við hlið karla, breyt-
ingu sem þýddi ekki einungis að yf-
irstéttarkonur fengju sömu stöðu og
karlar og verkakonur sömu laun og
verkakarlar.“
„Ekki bara til að komast við hlið
karla“ – þetta er afstaða sem flest-
um virðist gleymd. Fyrir 30 árum
fylgdu konur henni eftir með því að
leggja höfuðáherslu á að ræða um og
við láglaunafólk og hvetja konur af
þeim vettvangi til orða og dáða. Nú
eru breyttir tímar. Sú umræða sem
heyrist tekur mestöll mið af því að
það sé kauðalegt, hallærislegt og úr-
elt að fjasa mikið um þá og þær sem
neðst standa í kjarastiganum. Gott
ef það er ekki bara hugsað heldur
sagt upphátt að „það er eitthvað að
hjá þessu fólki“ – og þar með er
fundin réttlæting fyrir því að þau
sem eru á sinni prívatuppleið, hvort
heldur karlar eða konur, tefji ekki
fyrir sér með því að tengja sig við
óspennandi og nafnlausa lúsera. Síð-
an er haldið áfram þindarlausu fjöl-
miðlasmjaðri um ofurkonur og of-
urstráka í rekstri og frægð –
kannski með nokkrum harmatölum
stundum um að því miður séu það
enn bara strákar sem hafa aðstöðu
til að taka sér nokkur hundruð milj-
ónir í kaupréttarsvartagaldri í bönk-
um.
Gáum að þessu.
Hvers konar jafnrétti og réttlæti?
Árni Bergmann skrifar um
kjara- og jafnréttismál ’Sú umræða sem heyr-ist tekur mestöll mið af
því að það sé kauðalegt,
hallærislegt og úrelt að
fjasa mikið um þá og
þær sem neðst standa í
kjarastiganum.‘
Árni Bergmann
Höfundur er rithöfundur.
ER NEFIÐ STÍFLAÐ?
Fæst í apótekum
og lyfjaverslunum
STERIMAR
Skemmir ekki slímhimnu
er náttúrulegur
nefúði sem losar stíflur
og léttir öndun.
Fyrir 0-99 ára.
Voces Thules:
Eggert Pálsson, Einar Jóhannesson,
Eiríkur Hreinn Helgason, Guðlaugur Viktorsson,
Sigurður Halldórsson og Sverrir Guðjónsson
Miðnæturtónleikar í Hallgrímskirkju,
laugardaginn 12.nóvember kl. 22:30,
í tilefni af hátíðarútgáfu Þorlákstíða.
12 ára vinnuferli er nú lokið og fylla Þorlákstíðir
3 geisladiska auk eins dvd-disks í 1200 tölusettum
viðhafnarumbúðum.
Á tónleikunum verður flutt úrval söngva
í tilefni af heildarhljóðritun Þorlákstíða.
Aðeins þessir einu tónleikar,
vegna ferðar Voces Thules um 15 borgir í Japan,
þar sem hópurinn tekur þátt í sýningunni
"Goðsagnir í íslenskri tónlist"
Útgáfudagur er:
Þorláksmessa, 23.desember 2005.
Þeir sem vilja tryggja sér eintak
vinsamlega hafið samband við 12 Tóna
Voces Thules vilja nota tækifærið
og þakka öllum sem lagt hafa
hönd á plóginn í þessari umfangsmiklu
tónlistarferð í gegnum aldirnar.
Þorlákstíðir
Officium Sancti Thorlaci
Voces Thules