Morgunblaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Í Reykjavíkurbréfi Morgun-blaðsins 6. nóvember erfjallað um viðhorfin í ís-lensku viðskiptalífi og þá viðsjárverðu stefnu sem þar sé tekið að gæta. Frelsi til athafna er nú meira hér á landi en það hefur verið frá því í upphafi síðustu ald- ar og hlutur opinberra aðila í við- skiptalífinu minni en um langt skeið. Jafnframt hafa frjálsir flutningar fjármagns til og frá landinu, ásamt ötulli starfsemi einkavæddra banka, skapað færi til stórbrotnari viðskipta en menn gátu áður gert sér í hugarlund. Þetta hefur stuðlað að örari hag- vexti og meiri velmegun en dæmi voru um áður. Allt hefur þó sínar skuggahliðar, og það er að þeim sem Morgunblaðið hefur iðulega beint athygli sinni og gerir enn á eftirminnilegan hátt í umræddu Reykjavíkurbréfi. Er frelsi við- skiptanna að leiða til þess að eign- ir og áhrif þjappist saman hjá fáum fyrirtækjum og ein- staklingum sem hika ekki við að misbeita aðstöðu sinni, ekki að- eins í atvinnulífinu sjálfu heldur jafnvel einnig í stjórnmálum og í þjóðlífinu öllu? Eru útrásarfyr- irtækin, studd af íslenskum bönk- um, að ráðast í ævintýraleg við- skipti sem ekki eiga stoð í heilbrigðum rekstri? Eru eig- endur og stjórnendur þessara fyr- irtækja að draga sjálfum sér stórfé úr rekstrinum? Í stuttu máli sagt, er íslenskt viðskiptalíf komið á refilstigu? Erum við ef til vill að ganga í gegnum svipað ribbaldaskeið ungs kapítalisma sem Bandaríkin gerðu í byrjun tuttugustu aldar, Svíar nokkru seinna, og Rússar og aðrar þjóðir sem brotist hafa undan áþján kommúnismans hafa mátt þola undanfarin ár? Ef í þetta stefnir, hva þá til ráða? grípa til str ar, umfangs illar löggjaf einbeittrar, vel harkaleg framkvæmd þeirrar lög- gjafar? Við þessar línur um höfum v þeirrar skoð að mikillar v úðar ætti að gæta í þeim efn Við höfum efast um að víðtæ gjöf gæti náð tilgangi sínum óttast að hún yrði hemill á e legri framþróun. Við höfum þess að ný fyrirtæki myndu spretta upp og skáka þeim s ætluðu að misnota aðstöðu s að ævintýramennsku lyktaði skellum og brot á trúnaðartr hefndu sín. Við höfum talið o vita að tré yxu ekki upp í him ininn. Frá þessum grundvall arsjónarmiðum höfum við ek horfið. Á hinn bóginn höfum vissulega áhyggjur af því að sjálfslækning geti tekið lang tíma og sé síður en svo þrau laus. Þess vegna sé rétt að íh Á refilstigum? Eftir Jóhann J. Ólafsson og Jónas H. Haralz Jóhann J. Ólafsson Jónas H. Haralz Of snemmt er að segja til umhvort einhver hús þurfi aðrífa til að koma fyrir tenginguSundabrautar við Sæbraut, en eftir úrskurð umhverfisráðherra á miðvikudag er ljóst að vinna við skipu- lag mun miðast við hina svokölluðu innri leið, segir Dagur B. Eggertsson, for- maður skipulagsráðs Reykjavíkurborg- ar. Væntanlega verður fjallað um Sunda- brautina á fundi skipulagsráðs í næstu viku, og í framhaldi af því hefjist vinna við skipulag tenginga við brautina beggja vegna Kleppsvíkur. Mun sú vinna miðast við forsendur sem settar voru af borgarstjórn um góð tengsl við miðborgina og að haft verði víðtækt samráð við íbúa í nærliggjandi hverfum, sem Dagur segir hafa verið skilyrði borgaryfirvalda fyrir því að íhuga að fara innri leiðina. Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar mun svo standa fyrir opnum fundi um Sundabrautina 17. október, og segir Dagur að hugmyndir sem þar muni koma fram verði nýttar í vinnunni, og eru allir áhugasamir velkomnir á fund- inn. Vonir standa til þess að vinnu við skipulagið verði lokið í vor, þótt ljóst sé að breyta þurfi aðalskipulagi borgarinn- ar, en það gerir ráð fyrir því að ytri leiðin verði farin. Iðnaðarhúsnæði víkur Dagur segir ekki ljóst á þessari stundu hvort rífa þurfi einhver hús til að koma umferðarmannvirkjum fyrir, þótt ljóst sé að gamalt iðnaðarhúsnæði í eigu eins af olíufélögunum standi í veg- stæði Sundabrautarinnar þar sem hún kemur á land, og þurfi því að líkindum að víkja. Víðtækt samráð verður haft víð íbúa báðum megin við Kleppsvíkina, eins og lögbundið er í málum sem þessu, segir Dagur. „Um leið er ljóst að ef brautin liggur þarna þá felst verkefnið í því að útfæra hana þannig að sæmilega fari. Það er kannski ekki hægt að fullyrða fyrirfram að allir verði sáttir við nið- urstöðuna, sumir hafa jú sett fram þau sjónarmið að brautin eigi alls ekki að vera þarna.“ Tvær mögulegar lausnir hafa verið ræddar á hinni svokölluðu innri leið; eyjalausn og lágbrú. Dagur segir að eyjalausnin, sem gerir ráð fyrir landfyll- ingu í miðri víkinni og tveimur brúm Vinna Reykjavíkurborgar við skipul Ekki ljóst hvort Loftmynd af Sæbrautinni þar sem Sundabrautin mun að l Sundabrautin mun koma frá hægri þar sem Kleppsmýrar Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is VAXTAHÆKKUN LANDSBANKANS Það verður fróðlegt að sjá, hvaðgerist í framhaldi af vaxtahækk-un Landsbanka Íslands á íbúða- lánum í gær en bankinn hækkaði vexti af þessum lánum úr 4,15% í 4,45%, rúmu ári eftir að Kaupþing banki stóð fyrir byltingu á húsnæðislánamarkaðn- um með lánum til 40 ára með 4,15% vöxtum. Ef horft er á þessa ákvörðun Lands- bankans út frá efnislegum forsendum er hún áreiðanlega rétt. Staða efna- hagsmála þjóðarinnar er slík um þess- ar mundir að skýr efnisleg rök eru fyr- ir ákvörðun bankans. En til þess að taka slíka ákvörðun þarf töluverðan kjark. Fylgja keppi- nautarnir í kjölfarið eða hefur Lands- bankinn verðlagt sig út af markaðnum? Hver tekur lán með 4,45% vöxtum í Landsbanka ef aðrir bankar og spari- sjóðir og Íbúðalánasjóður lána með 4,15% vöxtum? Ef keppinautar Landsbankans hins vegar hækka vexti innan hæfilegs tíma hefur Landsbankinn sýnt að hann hef- ur afl til þess að leiða markaðinn og þá er það umhugsunarefni fyrir keppi- nautana. Auðvitað er það rétt hugsun hjá for- ráðamönnum Landsbankans að takist með vaxtahækkunum og öðrum ráð- stöfunum að draga verulega úr verð- bólgunni kemur það sér vel fyrir við- skiptavini bankans vegna þess að lánin hækka minna en ella vegna verðtrygg- ingarinnar. Heildarniðurstaða gæti orðið jákvæð fyrir landsmenn ef allir aðilar fjármálamarkaðarins tækju höndum saman um aðgerðir til þess að draga úr verðbólgu. Fyrstu viðbrögð fjármálamarkaðar- ins hér bentu til þess að markaðurinn mundi fylgja í kjölfarið á Landsbank- anum. En þetta á eftir að koma betur í ljós. Hvað gerir Íbúðalánasjóður? Það hafa verið uppi stífar kröfur á hendur stjórnvöldum um róttæka uppstokkun á starfsemi Íbúðalánasjóðs. Sumir ganga svo langt að halda því fram, að sú aðgerð ein og sér gæti haft víðtæk áhrif. Stærsti banki þjóðarinnar, Kaup- þing banki, ætlar greinilega að flýta sér hægt í að hækka vexti ef bankinn þá hækkar vexti af íbúðalánum yfir- leitt. Kannski gerir Kaupþing banki þetta mál að prófsteini á það, hver bankanna hafi mestan styrk til þess að leiða markaðinn. Hvort metur Kaup- þing banki meir, mikilvægi þess að taka þátt í að ná tökum á efnahagsþró- uninni eða þýðingu þess fyrir bankann að ná auknum viðskiptum til sín frá Landsbanka og hugsanlega öðrum lánastofnunum, sem kynnu að fylgja fordæmi Landsbankamanna? Svo er auðvitað spurning, hvort bankarnir fá eitthvað fyrir sinn snúð um þessar mundir með lánveitingum á þessum kjörum. Eru peningar ekki að verða dýrari? Þetta mál snýst um viðskipti, pólitík og sálfræði. En það verður ekki annað sagt um Landsbankamenn en að þeir þora. SKÓLAGJÖLD Í LEIKSKÓLUM Umræða um skólagjöld hefurlöngum tekið á sig undarlegar myndir á Íslandi. Í leikskólum lands- ins hafa alla tíð verið innheimt skóla- gjöld og er það ekki fyrr en nýlega að vaknað hefur umræða um að það væri óeðlilegt og komið fram hugmyndir og sums staðar áform um að leggja þau niður. Ingimundur Sigurpálsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, gagnrýndi sveitarfélögin fyrir ábyrgðarleysi í ræðu á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga á fimmtudag. Ingimundur beindi þar spjótum sínum sérstaklega að leikskólum: „Yfirfærsla verkefna frá ríki til sveitarfélaga og návígi sveitarstjórnarmanna við íbúana hefur á hinn bóginn á sér aðra hlið, sem nauðsynlegt er að huga að. Hún kemur fram í því, að sveitarfélög- in eiga jafnvel enn erfiðara en ríkið með að standa gegn kröfum um aukna opinbera þjónustu og launahækkanir, sem ekki eru í samræmi við fjárhags- legt bolmagn sveitarfélaganna. Sem dæmi um þetta má nefna vafasöm ný- leg yfirboð tiltekinna sveitarfélaga um gjaldfrjálsan leikskóla, á sama tíma og fjárhagsstaðan hefur verið veik …“ Það vill svo til að þessi „vafasömu“ yfirboð eiga við um stofnanir, sem eru hluti af námskrá menntamálaráðu- neytisins. Nánast öll börn á Íslandi fara í gegnum leikskólana og þeir eru taldir nauðsynlegur undirbúningur barna undir grunnskóla. Engum dett- ur í hug að krefjast tugþúsunda króna á mánuði í skólagjöld í grunnskólum landsins. Engum dettur í hug að leggja til að sveitarfélögin bjargi nú fjár- hagnum með því að krefjast skóla- gjalda af grunnskólabörnum. Litið yrði á slíkar tillögur sem fullkomlega frá- leitar og sveitarstjórnarmenn, sem reyndu slíkt, gætu litlar vonir gert sér um endurkjör. Slíkar tillögur heyrast ekki einu sinni úr ranni Samtaka at- vinnulífsins. Hvað er þá svona „vafa- samt“ við það að tala um gjaldfrjálsa leikskóla? Hvers vegna á að greiða nokkur hundruð þúsund krónur á ári fyrir skólagöngu fimm ára barna, en ekki sex ára barna? Vissulega er hægt að líta einfaldlega á leikskólana, sem spurningu um kostnað og tekjur, en er þá ekki verið að horfa fram hjá kjarna málsins. Leikskólar eru ekki geymslur fyrir börnin á meðan foreldrarnir fara í vinnuna. Börn læra á leikskólum. Þau læra að bera virðingu hvert fyrir öðru og umhverfi sínu, ekkert síður en á heimilinu. Góðir leikskólar veita börn- um ómetanlegt veganesti. Spurningin um skólagjöld í leikskólum snýst ekki um fjárhagsstöðu sveitarfélaganna. Hún snýst um grundvallaratriði í ís- lensku skólakerfi. Af hverju í ósköp- unum er það ofurviðkvæmt mál að tala um skólagjöld í ríkisháskólum á Ís- landi þar sem fullorðið fólk stundar nám og getur fengið til þess námslán á meðan sjálfsagt þykir að innheimta skólagjöld, sem jafnast á við einka- skóla í leikskólum landsins? Það er ekkert „vafasamt“ við tillögur um gjaldfrjálsan leikskóla, þær snúast um samkvæmni og sanngirni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.