Morgunblaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR steinunn ólína áritar bók sína kl. 14 laugardag í bókabúð máls og menningar, laugavegi 18 aðeins þetta eina sinn „Blússandi húmor … fín saga … langt síðan ég hef lesið jafn fallega frásögn af samskiptum mæðgna.“ Sigríður Albertsdóttir / DV „Sterkur rithöfundur með tæran texta og einstaklega skemmtilegan frásagnarmáta, húmor og gáfur. Ég er stórhrifin.“ Sirrý Arnardóttir / FÓLK „Það er kraftur í þessari frásögn, sterk löngun til að segja frá sem smitar lesandann og heldur honum við efnið, dirfska til að takast á við erfiða hluti.“ Halldór Guðmundsson / FRÉTTABLAÐIÐ [ [ [ [ www.jpv.is FJÁRFRAMLÖG til hafrannsókna verða aukin verulega strax á næsta ári, eða um 50 milljónir. Er það um 10% aukning miðað við fjárlög þessa árs. Jafnframt verða lagðar til 25 milljónir króna til að greiða leið vís- indamanna utan Hafrannsóknastofn- unarinnar til að stunda hafrannsóknir við Ísland. Einar Kristinn Guðfinnsson sjávar- útvegsráðherra kynnti á blaðamanna- fundi í gær ráðstöfun fjár úr Verk- efnasjóði sjávarútvegsins. Í fjár- lögum næsta árs er lagt til að framlög til Hafrannsóknastofnunar verði auk- in um 50 milljónir króna og síðan um 100 milljónir króna frá og með fjár- lögum ársins 2007. Jafnframt er út- hlutunarreglum Verkefnasjóðs sjáv- arútvegsins breytt þannig að á næsta ári fari að minnsta kosti 25 milljónir króna, af því fé sem sjóðurinn hefur til úthlutunar, til hafrannsókna á sam- keppnisgrundvelli. Auglýst verður eftir umsóknum og mun faghópur meta þær út frá vísindalegu gildi verkefnanna. Sjávarútvegsráðherra segir að með þessu vinnist tvennt; hafrannsóknir á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar verða auknar í kjölfar hærri fjárveit- inga og þeim sem starfa utan stofn- unarinnar og hafa haft takmarkaðan aðgang að styrkjum gefst færi á að sækja um til Verkefnasjóðs til að stunda hafrannsóknir. Gert er ráð fyrir að ýmsir aðilar komi til greina við þessar styrkveit- ingar, svo sem háskólar landsins, fyr- irtæki í sjávarútvegi og tengd fyrir- tæki, vísindamenn og stofnanir. Jóhann Sigurjónsson forstjóri Haf- rannsóknastofnunar segir ánægju- legt að verið sé að styrkja fjárramma stofnunarinnar í framtíðinni. Haf- rannsóknastofnunin hyggist á næsta ári efla rannsóknir á vistkerfi Íslands- hafs, frá Grænlandssundi norður og austur um land og leggja sérstaka áherslu á loðnurannsóknir. Þetta séu brýnar rannsóknir meðal annars í ljósi breytinga á umhverfi sjávar und- anfarin ár. Þá geri aukið fé kleift að nýta betur rannsóknarskip stofnun- arinnar, þó reyndar þurfi meira fé til að fullnýta möguleika þeirra. Þessari ráðstöfun fjár til hafrann- sókna til frambúðar fylgir að Verk- efnasjóður sjávarútvegsins leggur 660 milljónir króna, sem upprunnar voru í Þróunarsjóði, í ríkissjóð. Unnið er að uppgjöri sjóðsins en eignir hans í lok starfstíma hans byggðust á greiðslu sjávarútvegsfyrirtækja til sjóðsins. Framlög til hafrannsókna aukin um 50 milljónir 25 milljónir að auki lagðar til rannsókna aðila utan Hafrann- sóknastofnunarinnar Morgunblaðið/Ásdís Sjávarútvegsráðherra kynnir auknar fjárveitingar til hafrannsókna. Á myndinni eru Guðrún Eyjólfsdóttir, sérfræð- ingur í sjávarútvegsráðuneytinu, Arndís Steinþórsdóttir deildarstjóri, Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra, Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, og Vignir Thoroddsen, fjármálastjóri stofnunarinnar. ADRENALÍN.IS hlaut í gær nýsköp- unarverðlaun Samtaka ferðaþjón- ustunnar fyrir adrenalíngarðinn á Nesjavöllum en garðurinn var tek- inn í notkun í júlí síðastliðnum. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra afhenti verðlaunin á Grand Hótel í gær og tók Karl Ing- ólfsson, eigandi ferðaskrifstofunnar Ultima Thule, sem á garðinn, við verðlaununum en þau hljóðuðu upp á 250 þúsund krónur auk þess sem Karli var afhentur skjöldur í verð- laun. Fjord Fishing og VEG Guesthouse á Suðureyri hlutu einnig sérstakar viðurkenningar SAF. Verkefnið Fjord Fishing gengur út á sjóstang- veiði á Vestfjörðum og þrátt fyrir að verkefnið sé enn á byrjunarreit hafa hátt á þriðja hundrað Þjóðverjar bókað sig vestur á firði næsta sum- ar. Verkefnið er unnið í samstarfi við Island ProTravel, GmbH og Vögler’s Angel Reisen, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Samtökum ferðaþjónustunnar. Ólaf- ur Jóhannesson framkvæmdastjóri tók við viðurkenningu fyrir hönd Fjord Fishing. Gistihúsið VEG Guesthouse hlaut einnig viðurkenningu en eigendur þess hafa kortlagt gönguferðir og í samstarfi við útgerðina á Suðureyri boðið ferðamönnum í veiðiferðir. Þá hefur verið staðið fyrir kynning- arferðum fyrir ferðamenn í frysti- hús á svæðinu. Jóhanna Þorvarð- ardóttir og Elías Guðmundsson reka gistihúsið og tóku þau hjónin við við- urkenningunni í gær. Nýsköpunarverðlaun SAF voru veitt í fyrsta sinn í fyrra og fékk Mý- vatn ehf. þá verðlaunin fyrir marg- víslegar nýjungar á sviði ferðaþjón- ustu. Morgunblaðið/Þorkell Sturla Böðvarsson samgönguráðherra afhenti nýsköpunarverðlaunin. Adrenalín.is hlaut nýsköpunarverðlaun SAF STÖÐUGILDUM í grunnskólum fjölgaði um 45% á árunum 1997– 2004, að því er fram kemur í skýrslu hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga. Stöðugildum kennara fjölgaði um 835 eða 34% á árunum og öðrum stöðugildum fjölg- aði um 1.123 eða 65%. Á sama tíma fjölgaði nemendum einungis um 5%. Þetta ásamt launahækkunum hef- ur leitt til aukins rekstrarkostnaðar grunnskólans, enda eru stærstu kostnaðarliðir vegna hans laun og launatengd gjöld. Þannig kemur fram að útgjöld vegna grunnskóla jukust um rúma sjö milljarða króna eða 48% á árun- um 1997–2001. Hlutfallsleg aukning er misjöfn eftir landshlutum, mest er hún á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur eða 71% og á Suður- nesjum er hún 60%. Minnst er hlut- fallsleg hækkun rekstrargjalda á Vestfjörðum, 22%, og á Norðurlandi vestra, 29%. Vegna breyttra reikningsskilaað- ferða frá og með rekstrarárinu 2002 er tímabilinu 1997–2004 skipt í tvennt þegar útgjöld vegna grunn- skólans eru skoðuð. Á tímabilinu 2002–2004 hækkuðu útgjöld sveitarfélaganna um 4% eða um 1,3 milljarða króna. Hlutfallslega var hækkunin mest á Austurlandi, eða 8%, og á höfuðborgarsvæðinu ut- an Reykjavíkur var hún 7%. Einn landshluti sker sig þó úr, því á Vestfjörðum lækkuðu útgjöld til grunnskóla á tímabilinu 2002–2004 um 5%. Stöðugildum í grunnskólum fjölgaði um 45% HÆSTIRÉTTUR hefur vísað tveimur dómum aftur heim í hérað, annars vegar eins árs óskilorðs- bundnum fangelsisdómi yfir manni sem sakfelldur hafði verið fyrir inn- brot, vopnalagabrot o.fl., hins vegar dómi vegna vinnuslyss um borð í tog- ara. Annar dómurinn var kveðinn upp af fjölskipuðum dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra. Karlmaður sem á alllangan brotaferil að baki var ákærður fyrir ýmis brot samkvæmt tveimur ákærum. Þegar málið var tekið fyrir í héraði játaði hann brot samkvæmt einum lið annarrar ákær- unnar en neitaði sakargiftum að öðru leyti án þess að honum gæfist færi á að ráðfæra sig við verjanda sinn. Við aðalmeðferð málsins mætti verjandi hans en ekki hann sjálfur. Hann var síðan sakfelldur fyrir brot samkvæmt annarri ákærunni en sýknaður að öðru leyti. Hæstiréttur taldi að við fyrirtöku málsins hefði dómari átt að vekja athygli mannsins á því að hann þyrfti ekki að tjá sig um sakarefnin í því þinghaldi þar sem verjandi hans var ekki viðstadd- ur. Þá hefði dómurum borið að fresta aðalmeðferð og hlutast til um að ákærði yrði færður fyrir dóminn til skýrslugjafar enda hafði hann ekki átt þess áður kost að tjá sig um sak- arefnin fyrir dómi. Dómurinn var þess vegna ómerktur að því er varð- aði umrædda ákæru. Hinn dómurinn var kveðinn upp af Héraðsdómi Reykjavíkur og varðaði vinnuslys sem varð um borð í togara í eigu Granda hf. Sjómaðurinn sem varð fyrir slysinu höfðaði mál og krafði útgerðarfélagið um rúmlega 61 milljón í skaða- og miskabætur vegna þess líkamstjóns sem hann varð fyrir. Héraðsdómur Reykjavík- ur dæmdi félagið til að greiða rúm- lega eina milljón króna en þeim dómi áfrýjaði sjómaðurinn. Í dómi Hæsta- réttar í gær segir að ekki verði séð að héraðsdómari hafi tekið rök- studda afstöðu til allra málsástæðna sjómannsins. Dómurinn var því ómerktur og vísað aftur heim í hér- að. Tveir dómar ómerktir og vísað heim í hérað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.