Morgunblaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 21
„Hreinasti bravör“ Fréttablaðið Sýning í kvöld! Gautaborg. Morgunblaðið. | Enn eitt peningaránið var framið í Svíþjóð í gærmorgun þegar vopnaðir menn létu til sín taka í aðsetri Securitas og talningarmiðstöð í Jönköping. Þetta er er hið fimmta í röð óupp- lýstra rána af svipuðu tagi í Svíþjóð síðan í ágúst. Ræningjarnir höfðu reyndar lítið upp úr krafsinu að þessu sinni en þeirra var enn leitað seinnipartinn í gær. Rýma þurfti miðborg Jönköp- ing vegna þess að grunur lék á að tveir bílar sem talið var að þeir hefðu skilið eftir innihéldu sprengiefni. Fjórum öryggisvörðum var hótað með vélbyssum en þeim tókst að komast inn í flutningabíl og læsa sig þar inni. Talið er að fjórir til sjö menn hafi komið að ráninu. Tveir þeirra hurfu á mótorhjólum og hinir í tveimur bílum. Lögreglan hafði ekki náð þeim um miðjan dag í gær en hafði margar ábendingar frá al- menningi að styðjast við. Það veldur áhyggjum hve rán af þessu tagi eru algeng í Svíþjóð, þ.e. rán á bönkum, pósthúsum, peninga- geymslum eða peningaflutningabíl- um. Á lista ESTA – European Secur- ity Transport Association (samtaka evrópskra fyrirtækja er annast flutninga á verðmætum og fjármun- um) yfir verðmætaflutningarán í Evrópu á árunum 1998–2004 er Sví- þjóð í fjórða sæti yfir tíðni slíkra rána en þau voru 224 talsins á því tímabili. Fleiri rán voru framin í Bretlandi, Frakklandi og Póllandi. Í Finnlandi voru fjögur sambæri- leg rán framin á sama tíma, 93 í Dan- mörku og 42 í Noregi. Á vef dag- blaðsins Dagens Nyheter kemur fram að á tímabilinu frá janúar 2002 til september á þessu ári var framið slíkt rán eða ránstilraun þriðja hvern dag í Svíþjóð. Í ágúst voru tvö rán framin, ann- ars vegar á peningageymslu í Stokk- hólmi og hins vegar á peningaflutn- ingabíl suður af Stokkhólmi. Í báðum tilvikum voru þjófarnir með vélbyssur og talið er að ránsfengur- inn í fyrra tilvikinu hafi verið um 60 milljónir sænskra króna, þ.e. um 450 milljónir íslenskra króna. Í lok október var peningageymsla í Helsingborg rænd og notuðu þjóf- arnir gaffallyftara til verksins. Í byrjun nóvember rændu þrír menn peningaflutningabíl á vesturströnd Svíþjóðar. Segja lausnina vera aukin kortaviðskipti Það var kornið sem fyllti mælinn hjá starfsfólki Securitas og það lagði tímabundið niður vinnu. Seðlaþurrð skapaðist í hraðbönkum og upp spunnust umræður um að neytendur þyrftu að byrja að nota greiðslukort í auknum mæli. Johan Eriksson, forstjóri Secur- itas í Svíþjóð, segir í samtali við Svenska Dagbladet, að öryggisvið- búnaður Securitas hafi verið aukinn og verði enn aukinn eftir þetta. Eftir ránið í Jönköping leggja Samtök verslunarinnar áherslu á að kortaviðskipti og minna af reiðufé í umferð sé eina lausnin á ránunum Enn eitt vopnað rán í Svíþjóð Rán eða ránstilraunir af þessu tagi verða þriðja hvern dag í landinu Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@mbl.is Dubai. AFP. | Al-Qaeda-hryðjuverka- samtökin sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem frá því er skýrt að fjórir Írakar hafi framið sjálfsmorðsárás- irnar í Amman í Jórdaníu á miðviku- dag. Hjón voru að verki í einu tilfell- inu. Jórdanski hryðjuverkamaðurinn Abu Musab al-Zarqawi, sem sagður er stjórna aðgerðum al-Qaeda í Írak, hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum á þrjú hótel í Amman, sem kostuðu 57 manns lífið. Í yfirlýsingu, sem barst frá sam- tökunum í gær, segir að þrír menn hafi skipulagt og framkvæmt sjálfs- morðsárásirnar. Þar hafi rætt um þá Abu Khabib, Abu Muaz og Abu Omaira. Fjórði hryðjuverkamaður- inn hafi verið kona, Om Omaira, sem kosið hafi að fylgja eiginmanni sín- um í dauða píslarvættisins. „Þau hétu því að deyja og kusu stystu leið- ina til að hljóta blessun guðs,“ sagði m.a. í yfirlýsingunni. Áður hafði al-Qaeda-hryðjuverka- netið sent frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðunin að ráðast gegn óbreytt- um borgurum á hótelum í Amman var réttlætt. Þykir ýmsum það til tíð- inda heyra að samtökin skuli leitast við að réttlæta gjörðir flugumanna sinna og var þeirri skýringu velt upp m.a. á vefsíðum breska ríkisútvarps- ins, BBC, að hörð viðbrögð almenn- ings í Jórdaníu hefðu komið foringj- um al-Qaeda á óvart. Í yfirlýsingunni sagði meðal ann- ars að ráðist hefði verið á hótelin sökum þess að þau hefðu verið „mið- stöðvar“ þeirra, sem berðust gegn íslam. Hjón voru á meðal tilræðismannanna AP Þúsundir manna flykktust í gær út á götur og torg í Amman, höfuðborg Jórdaníu, til að mótmæla hryðjuverkum al-Qaeda-samtakanna. Hrópuðu menn ókvæðisorð um foringja þeirra og sögðu þá eiga skilið „að stikna í víti“. Jórdanir mótmæla al-Qaeda Bagdad. AFP. | Ezzat Ibrahim al-Duri, sem var næstráðandi Saddams Huss- eins, fyrrverandi Íraksforseta, er lát- inn. Kom það fram í yfirlýsingu frá Baath-flokkn- um, sem nú er bannaður. Í yfirlýsingunni sagði, að al-Duri hefði látist í gær en hann var einn af fáum, fyrrver- andi ráðamönn- um, sem ekki féllu í hendur Bandaríkjamanna. Hafði mikið fé, rúmlega 600 millj. ísl. kr., verið sett honum til höfuðs. Al-Duri sá um ýmis óþrifaverk fyr- ir Saddam og stýrði heilli herdeild þótt hann hefði enga menntun til þess eða annars. Al-Duri látinn Al-Duri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.