Morgunblaðið - 12.11.2005, Page 21

Morgunblaðið - 12.11.2005, Page 21
„Hreinasti bravör“ Fréttablaðið Sýning í kvöld! Gautaborg. Morgunblaðið. | Enn eitt peningaránið var framið í Svíþjóð í gærmorgun þegar vopnaðir menn létu til sín taka í aðsetri Securitas og talningarmiðstöð í Jönköping. Þetta er er hið fimmta í röð óupp- lýstra rána af svipuðu tagi í Svíþjóð síðan í ágúst. Ræningjarnir höfðu reyndar lítið upp úr krafsinu að þessu sinni en þeirra var enn leitað seinnipartinn í gær. Rýma þurfti miðborg Jönköp- ing vegna þess að grunur lék á að tveir bílar sem talið var að þeir hefðu skilið eftir innihéldu sprengiefni. Fjórum öryggisvörðum var hótað með vélbyssum en þeim tókst að komast inn í flutningabíl og læsa sig þar inni. Talið er að fjórir til sjö menn hafi komið að ráninu. Tveir þeirra hurfu á mótorhjólum og hinir í tveimur bílum. Lögreglan hafði ekki náð þeim um miðjan dag í gær en hafði margar ábendingar frá al- menningi að styðjast við. Það veldur áhyggjum hve rán af þessu tagi eru algeng í Svíþjóð, þ.e. rán á bönkum, pósthúsum, peninga- geymslum eða peningaflutningabíl- um. Á lista ESTA – European Secur- ity Transport Association (samtaka evrópskra fyrirtækja er annast flutninga á verðmætum og fjármun- um) yfir verðmætaflutningarán í Evrópu á árunum 1998–2004 er Sví- þjóð í fjórða sæti yfir tíðni slíkra rána en þau voru 224 talsins á því tímabili. Fleiri rán voru framin í Bretlandi, Frakklandi og Póllandi. Í Finnlandi voru fjögur sambæri- leg rán framin á sama tíma, 93 í Dan- mörku og 42 í Noregi. Á vef dag- blaðsins Dagens Nyheter kemur fram að á tímabilinu frá janúar 2002 til september á þessu ári var framið slíkt rán eða ránstilraun þriðja hvern dag í Svíþjóð. Í ágúst voru tvö rán framin, ann- ars vegar á peningageymslu í Stokk- hólmi og hins vegar á peningaflutn- ingabíl suður af Stokkhólmi. Í báðum tilvikum voru þjófarnir með vélbyssur og talið er að ránsfengur- inn í fyrra tilvikinu hafi verið um 60 milljónir sænskra króna, þ.e. um 450 milljónir íslenskra króna. Í lok október var peningageymsla í Helsingborg rænd og notuðu þjóf- arnir gaffallyftara til verksins. Í byrjun nóvember rændu þrír menn peningaflutningabíl á vesturströnd Svíþjóðar. Segja lausnina vera aukin kortaviðskipti Það var kornið sem fyllti mælinn hjá starfsfólki Securitas og það lagði tímabundið niður vinnu. Seðlaþurrð skapaðist í hraðbönkum og upp spunnust umræður um að neytendur þyrftu að byrja að nota greiðslukort í auknum mæli. Johan Eriksson, forstjóri Secur- itas í Svíþjóð, segir í samtali við Svenska Dagbladet, að öryggisvið- búnaður Securitas hafi verið aukinn og verði enn aukinn eftir þetta. Eftir ránið í Jönköping leggja Samtök verslunarinnar áherslu á að kortaviðskipti og minna af reiðufé í umferð sé eina lausnin á ránunum Enn eitt vopnað rán í Svíþjóð Rán eða ránstilraunir af þessu tagi verða þriðja hvern dag í landinu Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@mbl.is Dubai. AFP. | Al-Qaeda-hryðjuverka- samtökin sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem frá því er skýrt að fjórir Írakar hafi framið sjálfsmorðsárás- irnar í Amman í Jórdaníu á miðviku- dag. Hjón voru að verki í einu tilfell- inu. Jórdanski hryðjuverkamaðurinn Abu Musab al-Zarqawi, sem sagður er stjórna aðgerðum al-Qaeda í Írak, hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum á þrjú hótel í Amman, sem kostuðu 57 manns lífið. Í yfirlýsingu, sem barst frá sam- tökunum í gær, segir að þrír menn hafi skipulagt og framkvæmt sjálfs- morðsárásirnar. Þar hafi rætt um þá Abu Khabib, Abu Muaz og Abu Omaira. Fjórði hryðjuverkamaður- inn hafi verið kona, Om Omaira, sem kosið hafi að fylgja eiginmanni sín- um í dauða píslarvættisins. „Þau hétu því að deyja og kusu stystu leið- ina til að hljóta blessun guðs,“ sagði m.a. í yfirlýsingunni. Áður hafði al-Qaeda-hryðjuverka- netið sent frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðunin að ráðast gegn óbreytt- um borgurum á hótelum í Amman var réttlætt. Þykir ýmsum það til tíð- inda heyra að samtökin skuli leitast við að réttlæta gjörðir flugumanna sinna og var þeirri skýringu velt upp m.a. á vefsíðum breska ríkisútvarps- ins, BBC, að hörð viðbrögð almenn- ings í Jórdaníu hefðu komið foringj- um al-Qaeda á óvart. Í yfirlýsingunni sagði meðal ann- ars að ráðist hefði verið á hótelin sökum þess að þau hefðu verið „mið- stöðvar“ þeirra, sem berðust gegn íslam. Hjón voru á meðal tilræðismannanna AP Þúsundir manna flykktust í gær út á götur og torg í Amman, höfuðborg Jórdaníu, til að mótmæla hryðjuverkum al-Qaeda-samtakanna. Hrópuðu menn ókvæðisorð um foringja þeirra og sögðu þá eiga skilið „að stikna í víti“. Jórdanir mótmæla al-Qaeda Bagdad. AFP. | Ezzat Ibrahim al-Duri, sem var næstráðandi Saddams Huss- eins, fyrrverandi Íraksforseta, er lát- inn. Kom það fram í yfirlýsingu frá Baath-flokkn- um, sem nú er bannaður. Í yfirlýsingunni sagði, að al-Duri hefði látist í gær en hann var einn af fáum, fyrrver- andi ráðamönn- um, sem ekki féllu í hendur Bandaríkjamanna. Hafði mikið fé, rúmlega 600 millj. ísl. kr., verið sett honum til höfuðs. Al-Duri sá um ýmis óþrifaverk fyr- ir Saddam og stýrði heilli herdeild þótt hann hefði enga menntun til þess eða annars. Al-Duri látinn Al-Duri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.