Morgunblaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Sigríður Jóns-dóttir fæddist á
Stóruvöllum í Bárð-
ardal í S-Þingeyjar-
sýslu 1. janúar 1920.
Hún lést á hjúkrun-
arheimilinu Ási í
Hveragerði 2. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Guð-
björg Sigurðardótt-
ir, f. 11. mars 1891,
d. 29. október 1971,
frá Ystafelli í Ljósa-
vatnshreppi í
S-Þingeyjarsýslu, og Jón Pálsson,
f. 13. ágúst 1889, d. 25. febrúar
1964, frá Stóruvöllum í Bárðardal.
Systkini Sigríðar eru: Páll Her-
mann, f. 7. apríl 1914, d. 31. októ-
ber 1997, Kristbjörg, f. 1. febrúar
1918, og Kristín Þuríður, f. 14.
október 1924.
Sigríður giftist 28. september
1939 Páli Sveinssyni frá Stóru-
tungu í Bárðardal, f. 24. desember
1911, d. 15. júní 1994, bónda í
Sandvík í Bárðardal og í Saltvík í
Reykjahverfi, síðar verkamaður í
Hveragerði. Sigríður og Páll eiga
þrjú börn, þau eru: 1) Birgir, f. 1.
des. 1939, kvæntur Sigurbjörgu
Ólafsdóttur, f. 29. maí 1943. Þau
eiga fjögur börn: a) Sævar, f. 31.
þeirra er Gyða Lóa, f. 22. jan.
1994. 2) Geirþrúður, f. 8. maí 1941.
Giftist Haraldi Jónssyni. Þau
skildu. Sonur þeirra er Jón Páll, f.
3. nóv. 1958. Kvæntist Ragnheiði
Regínu Hansen. Þau skildu. Sonur
þeirra er Hans Jörgen, f. 27. sept.
1982, kvæntur Björk Ragnarsdótt-
ur, börn þeirra eru Sigríður, f. 7.
maí 1997, og Halldór, f. 7. maí
1997. Geirþrúður giftist Garðari
Sigurðssyni, þau skildu. 3) Sveinn,
f. 17. maí 1953, kvæntur Sigrúnu
G.S. Arndal, f. 30. ágúst 1955.
Börn þeirra eru: a) Páll, f. 3. júlí
1974, kvæntur Arndísi Mogensen.
Synir þeirra eru Matthías Hlífar, f.
12. nóv. 1997, og Pétur Sigurdór, f.
8. janúar 2002. b) Hjörtur, f. 17.
júní 1980, sambýliskona Jónína
Bjarney Ágústsdóttir. Dóttir
þeirra er Lilja Rún, f. 23. mars
2003. c) Helga, f. 22. ágúst 1981,
sambýlismaður Jón Heiðar Er-
lendsson. d) Hjalti f. 12. okt. 1989.
Sigríður hóf búskap með eigin-
manni sínum á Stóruvöllum í Bárð-
ardal. Árið 1945 fluttu þau í Sand-
vík í Bárðardal þar sem þau
bjuggu til ársins 1960 en þá fluttu
þau í Saltvík í Reykjahverfi. Árið
1966 fluttu þau í Hveragerði. Í
Hveragerði starfaði Sigríður m.a.
á Dvalarheimilinu Ási og hjá Garð-
yrkjuskóla ríkisins á Reykjum í
Ölfusi þar sem þau Sigríður og
Páll eiginmaður hennar bjuggu
um árabil.
Sigríður verður jarðsungin frá
Hveragerðiskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
júlí 1965. Kona hans
var Aldís Pála Arth-
ursdóttir. Þau skildu.
Dætur þeirra eru
Elísabet Björk, f. 3.
maí 1994, og Petrea
Björt, f. 2. ágúst
1997. Áður átti Sæv-
ar Eygló Alexöndru,
f. 31. júlí 1990, og
Hilmar Núma, f. 24.
júní 1992. b) Brynja,
f. 7. mars 1968. Sam-
býlismaður I Sumar-
liði Þorvaldsson.
Börn þeirra eru Guð-
finna Ýr, f. 24. júní 1986, og Birgir
Freyr, f. 8. mars 1988. Sambýlis-
maður II var Óttar Bragi Þráins-
son. Börn þeirra eru Þorsteinn
Ægir, f. 9. ágúst 1995, og Elísabet
Eir, f. 12. apríl 2000. c) Árni, f. 6.
mars 1972. Sambýliskona Ásta
Hólm Birgisdóttir. d) Sigurbjörg,
f. 13. sept. 1981, sambýlismaður
Jóhannes Jósepsson. Dóttir þeirra
er Svava Dís, f. 18. jan. 2001. Áður
átti Birgir Guðbjörgu, f. 22. júlí
1958. Sambýlismaður var Knútur
Finnbogason. Börn þeirra eru: 1)
Lína Súsanna, f. 3. ágúst 1985.
Sonur hennar er Hallgrímur Loki,
f. 17. apríl 2004. 2) Kristján Árni, f.
8. ágúst 1986. Sambýlismaður II er
Guðmundur G. Norðdahl. Barn
Elsku Sigga mín. Þá er komið að
kveðjustundinni. Minningarnar
streyma í gegnum hugann og nota-
legt er að ylja sér við þær.
Þau eru víst orðin þrjátíu og fjög-
ur árin sem líf okkar hefur verið
samtvinnað.
Ég var aðeins sextán ára stelpu-
kjáni sem þóttist vera fullorðin þeg-
ar ég kom fyrst inn á heimili þitt og
Palla. Þar var mér strax tekið sem
einni af fjölskyldunni og þannig hef-
ur það verið síðan.
Mér er efst í huga þakklæti fyrir
að hafa kynnst þér og fyrir að fá að
vera vinkona þín. Í kringum þig var
aldrei leiðinlegt, alltaf líf og fjör og
nóg að starfa. Þú hafðir samt alltaf
tíma til að rétta öðrum hjálparhönd,
ekki síst mér og mínum.
Ég kveð þig með fallegu vísunni
eftir Vatnsenda-Rósu sem þú gafst
mér innrammaða og hangir uppi á
vegg í eldhúsinu hjá mér.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt, hvað er
aldrei skal ég gleyma þér.
Sigrún Guðný.
Elsku amma mín.
Sem ljósgeisli lífsins,
svo undurfagur og ljúfur.
Hamingju og harma reyndir,
heldur þú nú heim á leið.
(Helga Sv.)
Þá er komið að kveðjustund. Af
því tilefni langar mig að rifja upp
ýmsar góðar minningar.
Þegar amma og afi bjuggu á Heið-
mörkinni kom ég oft við hjá þeim á
leiðinni heim úr skólanum. Alltaf var
hægt að finna eitthvað skemmtilegt
að gera, sama hvort það var að baka
með ömmu, hlusta á afa segja sögur,
spila við afa og ömmu, fá að fara upp
á háaloft, máta þjóðbúninga hjá
ömmu eða bara fá að sulla í eldhús-
inu hjá henni. Ég á svo margar góðar
minningar og fyrir það er ég þakklát.
Einnig er ég óendanlega þakklát fyr-
ir allar myndirnar, púðana og sjölin
sem amma gerði svo listilega vel.
Amma var sannkölluð listakona og á
ég eftir að sakna að fara til hennar
fyrir jólin til að aðstoða hana við að
skera út og ramma myndirnar henn-
ar inn og skrifa jólakortin.
Amma var alltaf með næmt auga
fyrir fallegum hlutum og alltaf þegar
maður kom til hennar hafði hún eitt-
hvað að segja um nýju gleraugun,
nýju buxurnar eða jafnvel nýju
klippinguna.
Allt mitt líf hef ég dáðst að hörk-
unni og dugnaðinum í ömmu. Oftar
en ekki sá maður ömmu þramma um
bæinn í alls konar veðrum og á ég
seint eftir að gleyma því þegar ég og
Hjörtur bróðir vorum á leiðinni heim
úr partýi. Klukkan að verða þrjú um
nótt þegar við löbbuðum upp Blá-
skógana og sáum ömmu vera að
koma heim. Við vorum ekkert smá-
hissa. Amma að fara heim klukkan
þrjú um nóttina! Við spurðum ömmu
svo að þessu og þá hafði hún verið
farin upp í þegar vinkona hennar
hringdi í hana og bað hana að koma
að spila og auðvitað dreif amma sig
aftur á fætur.
Einnig verð ég að nefna að amma
labbaði alltaf „á ská“ yfir götur. Svo
fór ég í umferðarskóla og eftir það
sagði ég alltaf við ömmu þegar hún
byrjaði að labba á ská yfir götuna:
„Amma, veistu ekki að stysta leiðin
milli tveggja punkta er bein lína?“
Lengi á eftir gátum við hlegið að
þessu.
Vinir mínir tala alltaf um ömmu
sem ömmu Siggu eins og hún væri
amma þeirra. Mér finnst það segja
allt sem segja þarf um hjartahlýju
ömmu. Enda vorum við barnabörnin
ekki aðeins alltaf velkomin til hennar
og afa, heldur voru vinir okkar líka
alltaf velkomnir.
Elsku amma, takk fyrir allt sam-
an, takk fyrir að vera amma mín. Ég
veit að ég á eftir að sakna þín sárt, en
þó verður gleðin og væntumþykjan
ætíð yfirsterkari. Þú lifir í hjörtum
okkar allra. Sjáumst síðar.
Þín
Helga Sveinsdóttir.
Nú er hún amma farin og þegar ég
sit hér og reyni að finna þau orð sem
ég vil skrifa um hana þá verða þau
svo ótrúlega mörg að það er erfitt að
vita hvar ég á að byrja og hvar á ég
að enda. Það má kannski hugsa um
ömmu eins og boðorðin 10. Þau eru
jú 10, en ef maður hugsar um þau í
hnotskurn þá eru þau kannski út-
skýring á grundvallarboðorðinu sem
útskýrir hin 10 boðorðin sem er að
gera aldrei öðrum það sem maður
vill ekki að sér sé gert. Þannig var
amma. Hún gerði aldrei neinum það
sem hún vildi ekki að sér eða sínum
væri gert. Já, „eða sínum“. Amma
átti í raun margar fjölskyldur. Sína
eigin fjölskyldu og síðan þær fjöl-
skyldur sem hún hafði gert, hverja
fyrir sig, að sinni. Fólk sem henni
þótti vænt um var eins fast í huga
hennar og hennar eigin fjölskylda.
Aldrei mætti amma mínum gömlu
bekkjarsystkinum á götu án þess að
stoppa og tala við þau og spyrja um
hag þeirra og þeirra fjölskyldna og
hún gerði það vegna þess að það
skipti hana máli.
Amma var ætíð lítið fyrir ketti en
kettir voru hins vegar mikið fyrir
hana. Við höfum stundum upp á síð-
kastið grínast með það að kettirnir
væru svo hrifnir af henni þar sem
þeim fannst ekki mikið um sín níu líf
og hennar vanþóknun á þeim var af
sama toga.
Amma var ótrúlega sterk í öllum
sínum veikindum og einhvern veginn
reis hún alltaf upp þrátt fyrir að við
héldum oft að núna væri stundin
komin. Eitt sinn fór ég austur í
Hveragerði til að kveðja ömmu þeg-
ar við héldum að nú væri lokastundin
komin. Hún svaf þegar ég kom þann-
ig að ég skrapp aðeins frá og kom
síðan aftur klukkutíma seinna og
mér var talsvert brugðið þegar ég
kom að tómu rúmi hennar. Ég fór
áhyggjufullur til einnar hjúkrunar-
konunnar til að spyrja um hana og þá
var mér sagt að amma væri frammi í
mat!
Amma var mjög stolt af sveitinni
sinni í Bárðardal og henni þótti svo
vænt um allt og alla þar. Hún fór að
minnsta kosti einu sinni á ári til þess
að heimsækja ættingja og vini. Mér
finnst ég hafa erft þetta frá henni því
ég er ekki í rónni fyrr en ég er búinn
að fara norður.
Blessuð sértu sveitin mín!
Sumar, vetur, ár og daga
Engið, fjöllin, áin þín
– yndislega sveitin mín! –
heilla mig og heim til sín
huga minn úr fjarlægð draga
Blessuð sértu sveitin mín!
Sumar, vetur, ár og daga.
(Sig. Jónsson.)
Ég vil þakka þér, kæra amma, fyr-
ir allar góðar stundir sem ég hef átt
með þér og einnig fyrir að vera alltaf
til staðar hvort sem mig vantaði eða
ekki þinn stuðning. Þótt þú værir
ekki há í loftinu þá varstu ætíð risi af
manneskju í mínum huga.
Ef þú ert búin að hitta afa þá
þarftu að hafa í huga að hann er núna
búinn að ráða sér sjálfur í rúm 11 ár,
þannig að þú mátt ekki ráðskast of
mikið með hann strax.
Megi Guð geyma þig um alla tíð.
Jón Páll Haraldsson.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Já, margs er að minnast þegar
stundin er komin. Hún amma Sigga
var ekki amma mín en eftir að ég
kynntist Jón Páli dóttursyni hennar
þá var hún fljót að gera mig að sinni
og meira að segja eftir að við gift-
umst fann ég að ég átti í raun „auka“
tengdamóður. Henni var einstaklega
annt um alla í kringum sig og gerði
allt sem í hennar valdi stóð til þess að
gera okkur öllum lífið léttara og
skemmtilegra. Það var svo gott að
tala við hana um alla heima og
geima, ótal stundir sátum við og
spjölluðum. Stundum var eins og
hún vissi meira en sagt var, sérstak-
lega þegar einhver átti erfitt og oft
þurfti þá ekki að koma orðum að
hlutunum, það var bara ákveðinn
skilningur á málunum.
Amma Sigga var ótrúlega þraut-
seig og fór sínu fram í rólegheitum.
Hún hafði unun af því að ferðast og
ein af mörgum minningum mínum er
þegar hún kom í heimsókn til okkar
þegar við bjuggum í Þýskalandi.
Hún var eins og lítil stelpa í ævin-
týraferð, sérstaklega þegar við fór-
um til Sviss og Austurríkis. Hún var
iðin hannyrðakona og vann mikla
handavinnu, þess bera merki ótal
margir hlutir sem hún gaf okkur og
okkur hefur alltaf þótt svo vænt um.
Svoleiðis hlutir eru dýrmætari en
nokkuð annað. Síðustu tvö árin hefur
Sigga verið lasin og að mestu rúm-
liggjandi, það þótti henni ekki gott
því hún hefði kosið að geta verið á
ferðinni. Þess vegna leituðu ótal
hlutir á hugann þegar ég keyrði, í
dásamlega fallegu vetrarveðri, aust-
ur í Hveragerði til að kveðja hana í
síðasta sinn. Þá var verið að spila lag
í útvarpinu sem var svo fallegt og
textinn fjallaði um frelsi. Þá óskaði
ég þess heitast að hún fengi frelsi,
frelsi til að fljúga burt því að auðséð
var að hverju stefndi.
Núna er hún farin í sína síðustu
ævintýraferð og það ber að þakka
þrátt fyrir tregann og söknuðinn
sem óneitanlega setur að okkur því
auðvitað hefðum við viljað hafa hana
hjá okkur um alla tíð. Það var erfitt
að útskýra fyrir börnunum okkar,
þeim Halldóri og Sigríði, að hún
amma Sigga væri farin í löngu ferð-
ina sína. En samt ekki, þau tóku
þessu með sinni barnslegu einlægni
og ég er viss um að við hittumst aft-
ur, því eins og Halldór sagði kvöldið
eftir að hún fór: „Ég veit alveg hvar
hún amma er – sjáðu bara stjörnuna
þarna, hún er í himnaríki hjá Guði.“
Hjartans kveðjur og takk fyrir
allt.
Björk Ragnarsdóttir.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson.)
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesú, þér ég sendi
bæn frá mínu hjarta, sjáðu,
blíði Jesú, að mér gáðu.
(Ásmundur Eir.)
Sigríður Jónsdóttir
og Halldór Jónsson.
Hún Sigga amma er farin. Ég var
svo heppin fyrir rúmum þrjátíu ár-
um að eignast þá albestu vinkonu
sem hægt er að hugsa sér og þegar
börnin mín fæddust, þá munaði hana
ekkert um að bæta þeim við ömmu-
barnahópinn sinn. Hún var frábær
amma og Stefán Ingimar varð veru-
lega sár og móðgaður ef Palli vinur
hans svo mikið sem orðaði það, að
hún væri ekki amma hans í alvör-
unni. „Hún er sko líka amma mín!“
Í minni fjölskyldu gekk hún ætíð
undir nafninu Sigga amma og hún
varð ein af fjölskyldunni. Ef veisla
var í aðsigi var Sigga amma komin.
Ég sé hana fyrir mér sitja á bekkn-
um við eldhúsborðið og brytja eitt-
hvað. Berjatínsla, sultugerð, slátur
og laufabrauð – við unnum saman
eins og einn maður. Og ekki má
gleyma öllum hekl- og prjónaupp-
skriftunum eða bæjarferðunum þar
sem kíkt var í búðir og sest inn á
kaffihús.
Margt fleira var brallað, því Sigga
amma var einstaklega skemmtileg
og hugmyndarík kona. Það var engin
helgislepja kringum hana, hún var
hrein og bein og sagði sína meiningu
enda einstaklega orðheppin. Það var
glettnisglampi í augunum þegar hún
hringdi bjöllunni á laugardags- eða
sunnudagsmorgnum og ég kom til
dyra í sloppnum: „Ha, ha, þar náði
ég þér!“
Þú sagðir alla hluti á þinn eigin hátt
og aldrei man ég að þér yrði svarafátt.
Hreinskilni þín hryggði ekki nokkurn mann,
hrjúf þótt væri, varð hún til að kæta hann.
Þú skildir eftir margar glaðar minningar,
minningar um það sem stundum brallað var.
Enda þótt þú farin sért á annað stig,
eru allir ríkari sem þekktu þig.
(Þórhallur Hróðmarsson.)
Við sendum „alvöru“ fjölskyldu
Siggu ömmu innilegar samúðar-
kveðjur. Við höfum öll misst mikið.
Anna Jórunn, Þórhallur,
Stefán Ingimar
og Vilborg Una.
SIGRÍÐUR
JÓNSDÓTTIR
Elsku amma.
Það er svo skrýtið
að þú skulir ekki vera
hérna hjá okkur lengur. Allt er orð-
ið frekar tómlegt þar sem svo marg-
ir hafa fallið frá í okkar fjölskyldu.
Þú varst alltaf mjög dugleg og sterk
þegar á reyndi, bæði þegar Egill
pabbi og Kristján afi féllu frá. Þeg-
ar veikindin byrjuðu svo að hrjá þig
nú í seinni tíð þá brástu við á sama
hátt, alltaf sterk. Þú hefur líklega
verið veikari en margir héldu. Við
systurnar eigum margar góðar
minningar, bæði um þig og afa. Oft
komum við systurnar í heimsókn á
Fornuströndina og lékum okkur um
allt hús.
Skemmtilegast þótti okkur þó að
MARGRÉT INGIBJÖRG
EGILSDÓTTIR
✝ Margrét Ingi-björg Egilsdótt-
ir fæddist á Siglu-
firði 14. júlí 1923.
Hún lést á Hjúkrun-
arheimilinu Skjóli
miðvikudaginn 5.
október síðastliðinn
og var útför hennar
gerð frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík 13.
október.
fá að busla í bað-
kerinu. Þú varst alltaf
með ýmislegt góðgæti
á borðum og var það
mjög eftirsóknarvert
að komast inn í búrið
og skoða sig um. En
þú bjóst lengi ein á
Þorragötunni nú síð-
ustu árin. Þú undir
þér vel þar og tókst
alltaf vel á móti
manni. Þér fannst
gaman að spjalla og
þú hafðir gaman af
því að fá barnabörnin
í heimsókn. Þú áttir marga góða að,
sem reyndust þér sérstaklega vel í
veikindum þínum. Oft hugsaði mað-
ur þá hve maður saknaði þeirra
tíma þegar þú varst frískari og lík-
ari sjálfri þér.
Það er gott að vita að þú ert kom-
in á betri stað, þar sem afi og pabbi
hafa örugglega tekið á móti þér
opnum örmum og hugsa vel um þig.
Við söknum þín öll.
Ástarkveðja. Þínar sonardætur
og fjölskyldur,
Greta Björg Egilsdóttir
og Olga Perla Níelsen
Egilsdóttir.