Morgunblaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Þingið hefur verið heldur rólegt það
sem af er þessu haustþingi. Sumir
þingmenn segja að það sé vegna
þess hve fá stjórnarfrumvörp hafa
litið dagsins ljós. Aðrir segja að
þetta kunni að vera lognið á undan
storminum. Hver veit?
En þótt þingið hafi verið nokkuð
rólegt, á yfirborðinu að minnsta
kosti, er ekki þar með sagt að ekki
hafi verið deilt. Frumvarp iðn-
aðarráðherra, Valgerðar Sverr-
isdóttur, til vatnalaga hefur til að
mynda verið harðlega gagnrýnt af
þingmönnum stjórnarandstöðunnar.
Þingmenn hafa einkum gagnrýnt
fjórðu grein frumvarpsins en þar
segir að „fasteign hverri, þar með
talið þjóðlendu, fylgir eignarréttur
að því vatni sem á henni eða undir
henni er eða um hana rennur“. Þing-
mennirnir hafa sagt að þar með sé
verið að gefa landeigendum eftir
eignarréttinn á vatni. En það sé ekki
hægt.
Kolbrún Halldórsdóttir, þingmað-
ur Vinstri grænna, orðaði þetta á
eftirfarandi hátt.: „Í mínum huga er
það svo að eðli vatns gerir okkur
ekki kleift að slá á það eign okkar
því að dropinn sem fellur í hafið við
Ísland dúkkar upp í Miðjarðarhafinu
innan skamms og svo rignir honum
kannski einhvern tíma síðar niður í
höfuðin á Afríkubúum sem verða svo
heppnir að fá regn eftir þurrkatíma.
Eignarréttur á vatni er því öfug-
mæli.“ Iðnaðaráðherra hefur m.a.
svarað því til í þessari umræðu að
þetta snúist ekki um grunnvatn
heldur yfirborðsvatn.
+++
Þingmenn Vinstri grænna hafa
einnig gagnrýnt önnur frumvörp
iðnaðarráðherra. Þar á meðal frum-
varp hennar sem tekur til rannsókna
á vatnsafli til raforkuframleiðslu.
Steingrími J. Sigfússyni, formanni
Vinstri grænna, þótti ekki mikið til
frumvarpsins koma í umræðum í
vikunni. Kallaði hann frumvarpið
„kálf“ en bætti stuttu síðar um betur
og nefndi það „kálfs- eða kvígu-
frumvarp“. Þegar þessi orð féllu,
heyrðist kallað utan úr sal: „Af
hverju sagðirðu kvígu?“ Stein-
grímur svaraði um hæl: „Þetta er nú
sama dýrategundin, nautkálfar og
kvígur eru hvort tveggja kálfar, ég
var að tala um kálf. Hefur háttvirtur
þingmaður ekki heyrt þá málvenju
að kalla litla útgáfu af einhverju
kálf? Lítil rúta er gjarnan kölluð
kálfur.“ Aftur heyrðist kallað utan
úr sal: „Karlremba“ og eru þau
frammíköll eignuð iðnaðarráðherra.
Steingrímur svaraði aftur og sagði:
„Já, já, hafið það eins og þið viljið.“
+++
Ekki er vitað til þess að Árni M.
Mathiesen fjármálaráðherra hafi
verið viðstaddur umræðuna en hann
er eins og margir vita dýralæknir að
mennt. Hann vék hins vegar að
þeirri þekkingu í umræðum um olíu-
verðssamráð á Alþingi í gær. Stjórn-
arandstæðingar gagnrýndu í þeirri
umræðu hve langan tíma það hefði
tekið embættismenn og ráðherra að
skoða hvort ríkið ætlaði að höfða mál
á hendur olíufélögunum vegna olíu-
verðssamráðs. Þeir sögðu að athug-
unin hefði tekið níu mánuði eða jafn
langan tíma og það tæki venjulegt
fólk að eignast „heilt barn“, eins og
Mörður Árnason, þingmaður Sam-
fylkingarinnar, orðaði það.
Árni Mathiesen minnti hins vegar
á að meðgöngutíminn væri mismun-
andi hjá dýrategundum og kvaðst
vilja hjálpa þingmönnum í líkinga-
málinu: „Ef þá vantar að vita með-
göngutíma einhverra annarra dýra-
tegunda [...] þá gætu þeir leitað til
mín til að fá þær upplýsingar.“
+++
Þingmenn, þá aðallega stjórnar-
andstæðingar, vekja stundum at-
hygli á því að ráðherrar séu ekki við-
staddir einstakar umræður. Þannig
gagnrýndu stjórnarandstæðingar
fjarvistir m.a. Þorgerðar K. Gunn-
arsdóttur menntamálaráðherra við
fjárlagaumræðuna í vikunni. Össur
Skarphéðinsson, þingmaður Sam-
fylkingar, kvaðst hafa upplýsingar
um að ráðherrann væri á ráðstefnu í
Senegal, og sagðist undrandi á því
að hún skyldi flatmaga þar, þegar
ræða ætti menntamál.
Eftir umræðurnar samdi Jón
Kristjánsson heilbrigðisráðherra
eftirfarandi limru sem Össur hefur
birt á vef sínum.
Dömur þær sjást í Senegal.
Þar sannarlega er kvennaval,
og sólríka daga,
sjást þær flatmaga,
þó Össur hann spyrji alveg
spinnegal!
Af kálfum, meðgöngu og limrum ráðherra
EFTIR ÖRNU SCHRAM
ÞINGFRÉTTAMANN
arna@mbl.is
FJÁRLAGAFRUMVARPINU var
vísað til þriðju og síðustu umræðu á
Alþingi í gær og er stefnt að því að sú
umræða fari fram í byrjun desem-
ber. Áður höfðu allar breytingartil-
lögur meirihluta fjárlaganefndar
þingsins við frumvarpið verið sam-
þykktar. Samkvæmt þeim aukast
tekjur ríkissjóðs um 7,2 milljarða frá
því sem gert var ráð fyrir í upphaf-
legu fjárlagafrumvarpi og útgjöld
aukast um tæpa tvo milljarða.
Tekjuafgangur ríkissjóðs verður
skv. þessu um 19,6 milljarðar á
næsta ári. Breytingartillögur stjórn-
arandstöðuþingmanna voru ýmist
felldar eða dregnar til baka. Þær
sem voru dregnar til baka verða
lagðar fram að nýju við síðustu um-
ræðu frumvarpsins.
Atkvæðagreiðslur um breytingar-
tillögur við frumvarpið stóðu yfir í
um það bil einn og hálfan tíma. At-
kvæði féllu á nær einn veg, þ.e.
stjórnarliðar greiddu t.d. atkvæði
gegn tillögum stjórnarandstöðunnar
en stjórnarandstaðan sat oftast hjá
þegar greidd voru atkvæði um til-
lögur stjórnarmeirihlutans.
Skjálfti og órói í salnum
Pétur H. Blöndal, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, greiddi, einn þing-
manna, atkvæði gegn tillögu
menntamálanefndar þingsins um
heiðurslaun til 27 listamanna á
næsta ári.
Þegar greiða átti atkvæði um það
hvort vísa ætti fjárlagafrumvarpinu
til síðustu umræðu kvaddi Árni M.
Mathiesen fjármálaráðherra sér
hljóðs. Hann tók þar m.a. fram að
tekjuafgangur ríkissjóðs hefði aukist
milli fyrstu og annarrar umræðu.
Það væri mikilvægt innlegg í hag-
stjórnina. Hann gagnrýndi jafn-
framt breytingartillögur Samfylk-
ingarinnar og Vinstri grænna og
sagði þær auka útgjöld og vera
þensluhvetjandi.
Steingrímur J. Sigfússon, formað-
ur Vinstri grænna, kom næstur í
pontu og kvaðst kunna heldur illa við
þessa gagnrýni ráðherra. Hann hefði
notað ræðutíma sinn, í atkvæðaskýr-
ingum, til að ráðast á stjórnarand-
stöðuna með ómálefnalegum útúr-
snúningum. Steingrímur mótmælti
síðan orðum ráðherra og sagði:
„Breytingartillögur Vinstri grænna
eru ekki þenslubreytingar, heldur
þvert á móti.“ Og bætti við að fjár-
málaráðherra ætti að skammast sín.
„Það er greinilegt að það er bæði
skjálfti og órói í salnum,“ sagði Sól-
veig Pétursdóttir, forseti þingsins,
eftir þessa orðasennu. Hún benti
þingmönnum á að ekki ætti að halda
uppi efnislegri umræðu þegar verið
væri að greiða atkvæði um mál.
Þingmenn ættu að halda sig við það
að gera grein fyrir atkvæði sínu.
Helgi Hjörvar, þingmaður Sam-
fylkingarinnar, tók næstur til máls
og sagði m.a. að í fjárlagafrumvarp-
inu væri verið að ýta undir enn frek-
ari misskiptingu í samfélaginu. Af
þeim sökum væri eðlilegt að fjár-
málaráðherra sæti á „ráðherra-
bekknum og öskraði frammí hjá
hverjum ræðumanninum á fætur
öðrum“. Helgi sagði að ráðherra
gæti ekki haldið stillingu sinni, því
hann vissi að engin ástæða væri til að
vera stoltur af fjárlagafrumvarpinu.
Fjárlagafrumvarpi vísað til þriðju og síðustu umræðu eftir atkvæðagreiðslu á Alþingi í gær
Skjálfti og órói í
atkvæðagreiðslunni
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is
ÁRNI M. Mathiesen fjármálaráð-
herra sagði á Alþingi í gær að það
væri enn í skoðun hjá viðkomandi
ráðuneytum og stofnunum hvort
ástæða væri til að höfða skaðabóta-
mál gegn þremur olíufélögum vegna
samráðs þeirra í útboðum ríkisstofn-
ana við olíukaup. Hann sagði að þess
væri fljótlega að vænta að ráðuneytið
fengi niðurstöður þeirrar vinnu.
„Þegar þær niðurstöður eru allar
komnar í hús skapast grundvöllur til
þess að taka afstöðu til málsins í heild
og ákvarða hvort efni standa til að
höfða mál eða hvort mál eru þannig
vaxin að það séu minni líkur en meiri
á því að niðurstaða náist.“
Þingmenn stjórnarandstöðunnar
bentu hins vegar á að þessi mál hefðu
einnig verið til skoðunar hjá viðkom-
andi stofnunum fyrir níu mánuðum og
undruðust hve athugunin tæki langan
tíma. Níu mánuðir dygðu venjulegu
fólki til að eignast heilt barn, svo vitn-
að sé til orða Marðar Árnasonar,
þingmanns Samfylkingarinnar, en
ekki ráðherra og ráðuneytunum til að
komast að því hvert stefna skuli í
þessu máli. Helgi Hjörvar, þingmað-
ur Samfylkingarinnar, kvaðst votta
fyrir sitt leyti að þessa níu mánuði
hefði mátt nota til heillar meðgöngu,
enda nýbúinn að eignast barn.
Lúðvík Bergvinsson, þingmaður
Samfylkingarinnar, var málshefjandi
umræðunnar. Hann sagði: „Í febrúar
á þessu ári spurði ég þáverandi hæst-
virtan fjármálaráðherra [Geir H.
Haarde] hvernig hann hygðist standa
að hagsmunagæslu fyrir hönd ríkisins
vegna þess að í a.m.k. sex tilvikum,
þ.e. varðandi dómsmálaráðuneytið,
Landssímann, Íslandspóst, lögregl-
una í Borgarnesi, Landhelgisgæsluna
og Vegagerðina, er ljóst að verðsam-
ráð olíufélaganna olli ríkinu miklu
tjóni. Sennilega nemur það tjón tug-
um ef ekki hundruðum milljóna
króna.“ Lúðvík sagði að Geir hefði
tjáð þinginu að málið væri til skoð-
unar. Síðan væru liðnir níu mánuðir
og ekkert hefði spurst til málsins.
Lúðvík spurði því núverandi fjár-
málaráðherra m.a. að því hvort ríkið
hygðist höfða mál til að gæta réttar
síns í þessum efnum.
Árni svaraði því m.a. til að innan
tíðar væri að vænta niðurstaðna, en
hann gæti þó ekki nefnt dagsetningu í
því sambandi. Mörður Árnason gagn-
rýndi hve seint gengi og sagði: „Þessi
maður hér og forveri hans og félagar
eru sérstaklega kjörnir til að gæta
hagsmuna almennings á Íslandi gegn
svikurum, gegn svindlurum og gegn
pakki sem fer þannig með peninga
fólksins að það ætti fyrir löngu að
vera búið að koma þeim öllum saman
fyrir á ónefndum stað.“
Jón Gunnarsson, þingmaður Sam-
fylkingarinnar, sagði að í sínum huga
væri málið afskaplega einfalt: Olíufé-
lögin hefðu játað að hafa brotið á rík-
inu. Því væri óboðlegt af ráðherra að
lýsa því yfir að embættismenn hefðu
verið að skoða hvort ástæða væri til
að bregðast við og ennfremur að eng-
in niðurstaða skyldi vera komin í þá
skoðun.
Ríkissjóður gæti réttar síns
Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri
grænna, sagði að ríkissjóður ætti að
sjálfsögðu að gæta réttar síns í þessu
máli, ef brotið hefði verið á honum. Og
Jóhann Ársælsson, þingmaður Sam-
fylkingarinnar, spurði hvernig stæði á
því að ríkið hefði ekki tekið afstöðu
þegar Reykjavíkurborg hefði tekið
hana. Helgi Hjörvar bætti því við að
þegar Reykjavíkurborg hefði ákveðið
að höfða mál hefðu olíufélögin óskað
eftir viðræðum við borgina um það
hvernig þau gætu bætt fyrir mis-
gjörðir sínar.
Lúðvík Bergvinsson sagði undir
lok umræðunnar að svör fjármálaráð-
herra hefðu ekki lýst miklum krafti
og djörfung en ráðherra svaraði því til
að stjórnarandstaðan gerði alla jafna
þá kröfu til ríkisstjórnarinnar að hún
vandaði til verka sinna. Það væri ná-
kvæmlega það sem stjórnvöld væru
að gera í þessu máli. „Það er verið að
fara vel yfir þetta mál. Það er verið að
vanda til undirbúningsins, til þess að
þegar og ef sú niðurstaða verður í
málinu að höfða skuli mál að vel at-
huguðu máli þá gangi það eftir.“
Stjórnarandstaðan spyr hvort ríkisstjórnin ætli að höfða mál gegn olíufélögunum
Ráðherra segir niður-
stöðu fást innan tíðar
Morgunblaðið/Júlíus
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is
MEIRIHLUTI fjárlaganefndar
lagði til breytingu á fjárlaga-
frumvarpinu um 26 milljóna kr.
framlag til að mæta kostnaði við
að fjölga einingum læknisverka í
samningi sjálfstætt starfandi sér-
greinalækna milli Trygginga-
stofnunar og Læknafélags
Reykjavíkur. Fjöldi eininga í nú-
verandi samningi er byggður á
áætlun um fjölda læknisverka á
árinu 2004 nú er gert ráð fyrir
að raunverulegur fjöldi eininga
2004 verði lagður til grundvallar.
Þá er gert ráð fyrir að bæta
við einingum vegna svæf-
ingalækna í kjölfar ákvörðunar
um fjölgun læknisverka við bækl-
unarlækningar. Alls verða 64
m.kr. millifærðar af fjárheim-
ildum Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss yfir á lyfjakostnað
sjúkratrygginga vegna breytinga
á greiðslufyrirkomulagi lyfja til
tæknifrjóvgunar sem áður voru
S-merkt, þ.e. til notkunar á
sjúkrahúsi.
Þjónustusamningur hefur verið
í gildi milli LSH og verksala um
tæknifrjóvganir og er áformað að
framlengja samninginn þegar
hann rennur út í nóvember með
þeim breytingum að lyfin verða
ekki lengur greidd af LSH heldur
af Tryggingastofnun. Með vísan
til þessa er lagt til að millifærð
verði fjárveiting af LSH sem
nemur raunkostnaði spítalans
vegna S-merktra og óskráðra
lyfja til tæknifrjóvgunar sem
greitt hefur verið fyrir sam-
kvæmt samningnum. Áformað er
að endurmeta millifærsluna í ljósi
endanlegs uppgjörs á lyfjakostn-
aði.
26 milljónir í
samning sérfræði-
lækna og TR