Morgunblaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 25 ERLENT Kinshasa. AFP. | Farsímar breiðast nú hratt út meðal Afríkumanna og fyrirtæki á því sviði sýna stöðugt meiri hugkvæmni þegar þau laga tæki sína að afrískum aðstæðum. Farsímaeigendur í álfunni er nú rösklega tíu sinnum fleiri en fyrir fimm árum og voru orðnir 75 millj- ónir í árslok 2004. Enn er hlutfallið samt mun lægra en í auðugu ríkj- unum, aðeins 6,2% Afríkumanna eiga farsíma. Í Senegal geta bændur og neyt- endur notað farsímann til að fá smáskilaboð um verðlag í landinu öllu, þannig geta báðir aðilar reynt að tryggja sig gagnvart svikum. Geta bændur þá tekið tillit til fram- boðs og eftirspurnar þegar þeir ákveða hvort fara skuli með fram- leiðsluvöruna á markað. Tvöfalt fleiri eiga nú farsíma í Afríku en fastlínusíma, að sögn Al- þjóðafjarskiptamálastofnunar- innar. Það sem meðal annars ýtir undir farsímavæðinguna er að stjórnvöld í flestum Afríkulöndum hafa lítil fjárráð og eiga því erfitt með að halda við og auka umfang fastlínukerfanna. Þau hafa því ver- ið óspör á að veita leyfi til reksturs farsímakerfa. Eitt fyrsta verk stjórnar Oluseg- un Obasanjo, forseta Nígeríu, þeg- ar hún tók við 1999 var að veita farsímaleyfi en Nígería er lang- fjölmennasta ríki Afríku, með á að giska 130 milljónir íbúa. Hafa er- lend fyrirtæki á borð við Vodacom í Suður-Afríku, MTN og Celtel í Hol- landi gripið tækifærið og haslað sér völl í landinu. Sama þróun hefur orðið í Afríku og annars staðar í heiminum. Fyrst í stað var farsíminn ekki síst rán- dýrt stöðutákn en nú er hann að verða almenningseign. Fyrir fimm árum kostaði ein gerðin 275 doll- ara í Kenýa en svipaður sími kostar nú aðeins 14 dollara. Víða stór svæði án þjónustu Ekki virðist breyta miklu þótt fastlínukerfið virki þokkalega eins og reyndin er í Marokkó. Þar varð veltan í farsímum þegar í fyrra meiri en í fastlínusímum. En víða eru stór svæði þó utan seilingar farsímanna vegna skorts á peningum og þeim innviðum sem reisa þarf. Hafa farsímafyrirtækin því einbeitt sér að stærstu borg- unum og viðskiptamiðstöðvunum. Sérstakt einkenni á farsímavæð- ingunni í Afríku er að langflestir eða um 95% kaupa sér frelsiskort, sem Vodacom kynnti fyrir Afríku- mönnum, fremur en áskrift. Frels- iskortin þykja hættuminni en áskriftin sem getur orðið til að fólk steypi sér í skuldir sem fáir þola í fátækustu álfu heims. Kortin verða auk þess æ ódýrari vegna harðrar samkeppni á markaðnum. Ódýr- asta kortið í Kongó kostar nú að- eins 30 sent eða sem svarar 19 krónum. Samstarf við fjármálafyrirtæki Celpay-fyrirtækið í Kongó, sem er í eigu First Rand-bankasam- steypunnar suður-afrísku, hefur þróað hugbúnað sem gerir við- skiptavinum kleift að nota farsím- ann til að fylgjast með bankareikn- ingum sínum, taka út peninga og jafnvel borga reikninga. Geta við- skiptavinir nú tekið út fé hjá skrif- stofum Celtel-símafyrirtækisins sem skipta þúsundum í Afríku, einnig geta þeir skipta frelsis- kortum fyrir peninga. Mörg hótel, veitingastaðir og önnur þjónustu- fyrirtæki taka nú þátt í þessu sam- starfi. Celpay tekur þóknun fyrir vikið er nemur á bilinu 0,5–1% en ekki er þjónustan enn farin að skila hagnaði. Hröð farsímavæðing breytir lífskjörum íbúa Afríkulanda Bændur fylgjast með mörkuðum með aðstoð smáskilaboða til að fá rétt verð Reuters Dumisani Mntambo (t.v.), markaðsstjóri hjá fjármálafyrirtæki sem býður farsímaþjónustu í Jóhannesarborg í Suður-Afríku, ræðir við viðskiptavin, Mphikeleli Ngwenya. Hinn síðarnefndi rekur rakarastofu í borginni. ’Farsímaeigendur í álf-unni er nú rösklega tíu sinnum fleiri en fyrir fimm árum og voru orðnir 75 milljónir í árs- lok 2004.‘ Kampala. AFP. | Herdómstóll í Afrík- inu Úganda hefur úrskurðað að helsta leiðtoga stjórnarandstöðunn- ar í landinu skuli haldið í varðhaldi til 19. desember. Stjórnarandstaðan segir að frelsissviptingin sé af póli- tískum rótum runnin. Kizza Besigye neitaði að tjá sig, er hann var leidd- ur fyrir herrétt- inn, á þeim for- sendum að hann væri óbreyttur borgari. Besigye er m.a. ákærður fyrir að tengjast hópum uppreisnarmanna í landinu og af þeirri ákæru leiðir önn- ur sem varðar hryðjuverkastarf- semi, ólögmæta vopnaeign og land- ráð. Þá er hann og sakaður um nauðgun. Hann neitar sök og lög- maður hans hefur krafist þess að máli hans verði vísað frá herdóm- stólnum. Stuðningsmenn Besigye segja ákæruna fram komna sökum póli- tískra hagsmuna Yoweri Museveni forseta. Forsetakosningar verða í Úganda á næsta ári en Besigye verð- ur í fangelsi þegar framboðsfrestur- inn rennur út. Museveni hefur verið forseti landsins frá 1986 og þykir hafa fylgt hægfara umbótastefnu en hroðaleg grimmdarverk og mannréttindabrot voru unnin í landinu á áttunda ára- tug liðinnar aldar. Íslendingar hafa veitt Úganda þróunaraðstoð frá árinu 2001. Pólitísk réttarhöld í Úganda? Kizza Besigye
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.