Morgunblaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 63 KIRKJUSTARF við kertaljós. Að samkomunni lok- inni verður boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur sem seldar verða til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar. Einnig munu ferming- arbörn selja friðarkerti Hjálp- arstarfsins. Aðventusamkomurnar hafa löngum verið miklar hátíðarstundir í safnaðarlífinu og mörgum til gleði og uppbyggingar við upphaf und- irbúnings jóla. Vona ég að svo verði einnig í ár. Vil ég því nota þetta tækifæri til að hvetja sóknarbúa og aðra þá sem áhuga hafa til að fjöl- menna við þessa athöfn og hefja þannig jólaundirbúninginn með góðri stund í húsi Drottins. Sr. Gísli Jónasson. Frú Vigdís Finnbogadóttir ræðumaður í Seltjarnarneskirkju Á FYRSTA sunnudegi í aðventu fyllist Seltjarneskirkja ætíð af bæj- arbúum á öllum aldri til að fagna upphafi jólamánaðarins.Þegar kirkjugestir hafa kveikt á jólakerti sínu má sjá barnið endurspeglast í augum hvers og eins, en aðventan merkir, „koma, konungurinn kem- ur“. Aðventan beinir sjónum okkar kristinna manna að fæðingarhátíð Jesúbarnsins. Aðventukvöld í Seltjarnar- neskirkju verður á sunnudag kl. 20 og verður vel vandað til dagskrár. Jólahugvekju flytur Frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands. Kammerkór Seltjarnar- neskirkju flytur Magnificat í D-dúr eftir J. S. Bach ásamt strengjasveit. Konsertmeistari er Zbigniew Du- bik. Stjórnandi er Viera Manasek. Barnakór Seltjarnarneskirkju syngur jólalög undir stjórn Vieru Manasek. Organisti er Pavel Mana- sek. Eftir hátíðlega stund er gest- um boðið inn í safnaðarheimili kirkjunnar í kaffi og konfekt. Allir velkomnir. Starfsfólk og sóknarnefnd Seltjarnarneskirkju. Æðruleysismessa í Fríkirkjunni í Hafnarfirði ÆÐRULEYSISMESSA verður í Fríkirkjunni í Hafnarfirði annað kvöld kl. 20. Æðruleysismessur eru haldnar mánaðarlega í Fríkirkjunni í Hafn- arfirði en þær hafa jafnan verið vel sóttar. Í æðruleysismessum eru sporin 12 lesin og flutt persónuleg hugleiðing frá einstaklingi sem unnið hefur með sporin 12. Prestar Fríkirkjunnar hafa leitt helgihaldið og hljómsveit kirkjunnar séð og hressilega tónlist. Að lokinni messu verður boðið upp á kaffi í safn- aðarheiminu. Aðventu fagnað í Hafnarfjarðarkirkju UPPHAFI aðventu verður vel fagn- að í messu kl. 11.00 í Hafnarfjarð- arkirkju á sunnudaginn kemur 27. nóvember. Sr. Gunnþór Þ. Ingason, sókn- arprestur messar og Gunnlaugur Sveinsson gjaldkeri sóknarnefndar les ritningarorð. Kveikt verður á spámannskerti aðventukrans og vandað vel til tónlistarflutnings: Antonía Hevesi leikur á orgel. Og kirkjukórinn flytur auk sálma valin kórverk. Unglingakór kirkjunnar syngur undir stjórn Helgu Lofts- dóttur við undirleik Önnu Magn- úsdóttur. Sigtryggur Óskar Hrafn- kelsson nemandi í píanóleik við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar leik- ur As-dúr impromtu eftir Fr. Schu- bert, en langt komnir nemendur Tónlistarskólans munu koma fram á næstunni í Guðsþjónustum og helgistundum í kirkjunni Aðventan í Laugarneskirkju Í FYRSTU viku aðventu gerist fernt mikilvægt í Laugarneskirkju: Fyrst er aðventukvöld safnaðar- ins á sunnudag kl. 20. Kór Laug- arneskirkju syngur, undir stjórn Gunnars Gunnarssonar. Börn úr Laugarnesskóla og Melaskóla koma fram ásamt bjöllukór Tón- stofu Valgerðar. Einsöng syngur Þorvaldur Þorvaldsson, Benedikt Brynleifsson leikur á slagverk og Árni Scheving á víbrafón. Ferming- arbörn flytja bænir og Björg Árna- dóttir forstöðumaður Námsflokka Reykjavíkur flytur ræðu kvöldsins. Þriðjudagskvöldið 29. nóvember er kvöldsöngur kl. 20 og í beinu framhaldi kl. 20.30 mun heimspek- ingurinn og mannvinurinn Gunnar Hersveinn Sigursteinsson fjalla um nýútkomna bók sína Gæfuspor. Fimmtudaginn 1. desember kl. 14 mun presturinn og baráttu- konan Auður Eir Vilhjálmsdóttir, ásamt Eddu Andrésdóttur rithöf- undi og fréttakonu, kynna nýút- komna metsölubók á jólafundi eldri borgara. Ungt efnisfólk frá Tón- skóla Sigursveins flytur tónlist. Fimmtudagskvöldið 1. desember kl. 20 mun söngkonan og trúkonan Erna Blöndal halda tónleika sem hún nefnir Sorgin og jólin. Þar flyt- ur hún ýmsa sálma og lög sem orð- ið hafa henni til styrktar við ást- vinamissi. Eiginmaður hennar, Örn Arnarson, leikur á gítar, Jón Rafnsson leikur á bassa og Gunnar Gunnarsson á píanó. Að tónleikum loknum er boðið upp á kleinur og kaffi í safnaðarheimilinu þar sem Bjarni Karlsson sóknarprestur fjallar um sorgina og stýrir um- ræðum. Gefinn verður kostur á þátttöku í nýjum sorgarhópi sem kemur saman tvisvar fyrir jól og tvisvar eftir jól. Íslenski þjóðbúning- urinn í Garðakirkju FYRSTI sunnudagur í aðventu er hinn formlegi upphafsdagur jóla- undirbúnings og jólahalds á Ís- landi. Hefðir jólahalds eru sterkar í landinu. Nú hafa konur í kvenfélagi Garðasóknar ákveðið að ítreka hina íslensku hefð og ætla sér að mæta í íslenskum þjóðbúningi til guðsþjónustu í Garðakirkju á sunnudag. „Það er gott að fá ánægjulegt tilefni til að klæðast hinum fallega íslenska þjóðbún- ingi,“ sagði ein úr hópnum, sem ætlar að mæta. Dagmar Sigurð- ardóttir, formaður kvenfélagsins, segir að þær kvenfélagskonur geri sér vonir um að konur í sókninni muni almennt nota þetta tækifæri til þess að skarta íslenska bún- ingnum. Lilja Hallgrímsdóttir djákni mun predika, en konur ann- ast ritningarlestra og tendra ljós á aðventukertum. Rútubíll mun fara um hverfið frá Vídalínskirkju kl. 13:30 og um Hleinar ca 13:40 og þaðan til kirkjunnar. Prestarnir. Kópavogskirkja - Aðventusamvera HIN árlega aðventusamvera Kópa- vogskirkju verður sunnudaginn 27. nóvember kl. 17, fyrsta sunnudag í jólaföstu. Að venju verður efnis- skráin fjölbreytt og lögð verður áhersla á helgi og nærandi sam- veru. Kór Kópavoskirkju syngur aðventu- og jólalög og leiðir al- mennan söng undir stjórn Sigrúnar Steingrímsdóttur organista. Hertha W. Jónsdóttir flytur aðvent- uræðu. Linda Brá Hafsteinsdóttir les jólasögu og Guðrún S. Birg- isdóttir leikur á flautu. Barnakór úr Kársnesskóla syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson annast ritningarlestur, bæn og blessun. Samverunni lýkur með almennum söng og samleik á orgel og flautu. Allir velkomnir. Upphaf aðventu í Hallgrímskirkju Í DAG, laugardaginn 26. nóv. kl. 17, verður opnuð sýning í fork- irkjunni á verkum Kristínar Gunn- laugsdóttur og Margrétar Jóns- dóttur og kl. 18 verður aðventan hringd inn með klukkum Hall- grímskirkju. Á fyrsta sunnudegi í aðventu 27. nóv. hefst dagskráin á Fræðslu- morgni kl. 10, en þar ræðir dr. juris Herdís Þorgeirsdóttir um „Frelsi og ábyrgð fjölmiðla.“ Kl. 11 hefst hátíðarmessa. Messan er tileinkuð aðventuboðskapnum og söfnun Hjálparstarfs kirkjunnar sem hefst um allt land nú um helgina. Biskup Íslands Karl Sigurbjörnsson pré- dikar en með honum þjóna fyrir altari prestar og djákni Hallgríms- kirkju ásamt messuþjónum. Mót- ettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar. Drengjakór Reykjavíkur í Hall- grímskirkju, Barnakór Austurbæj- arskóla og Hallgrímskirkju og Unglingakór Hallgrímskirkju syngja undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Organisti verður Björn Steinar Sólbergsson. Kl. 14 verður ensk messa í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar og sr. Jóns Hagbarðs Knútssonar. Org- anisti: Lára Bryndís Eggertsdóttir og forsöngvari Jónína Guðrún Kristinsdóttir. Tónlistarhátíð á jólaföstu hefst þriðjudaginn 29. nóv. n.k. kl. 20 með tónleikum Mótettukórs Hall- grímskirkju, sem verða end- urteknir 3. og 4. des. Tónlistarhá- tíðin stendur til 11. des. Margir kórar í Neskirkju Í MESSU sunnudagsins verður óvenjulega mikið um að vera því margir kórar og hljóðfæraleikarar koma þar fram. Tónlistarfólkið er á öllum aldri. Barna- og unglinga- kórar Neskirkju syngja nokkur lög undir stjórn organista kirkjunnar, Steingríms Þórhallssonar og fé- lagar úr Kór Neskirkju leiða safn- aðarsöng. Einnig koma fram Hringur Gretarsson á trompet, kvartett úr Ungfóníu og Dua Gio- coso, sem er skipaður þverflautu og hörpu. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari auk sr. Kjartans Jónssonar og sr. Tos- hiki Toma. Eins og venjulega byrja börnin í kirkjunni en fara síðan í safn- aðarheimilið. Eftir messu verður boðið kaffi, kakó og piparkökur. Fjórðu tónleikarnir á tónlist- arhátíðinni Tónað inn í aðventu verða í kirkjunni kl. 17. Þar spila Duo Giocoso hópurinn, en hann skipar þær Pamela de Sensi, þver- flauta og Sophie Marie Schoojans, harpa. Flutt verða verk eftir franska meistara á borð við Ibert og B. André. Aðventukvöld og hátíðamessa í Langholtskirkju FYRSTA sunnudag í aðventu held- ur Langholtssöfnuður hátíðlegan með messu kl. 11 og kvöldstund kl. 20. Báðar stundirnar eru ætlaðar allri fjölskyldunni. Í messunni syngur Gradualekór Langholts- kirkju en um kvöldið flytja börn úr Kórskólanum Lúsíuhelgileik og Kór Langholtskirkju syngur að- ventu- og jólalög. Herdís Egils- dóttir les jólasögu og sr. Halldór Reynisson flytur hugvekju. Boðið er upp á kaffi og kleinur eftir stundina. Sænsk aðventu- guðsþjónusta í Dómkirkjunni SUNNUDAGINN 27. nóvember, fyrsta sunnudag í aðventu, kl. 11 stendur Svenska Föreningen sam- kvæmt venju fyrir aðventuguðs- þjónustu í Dómkirkjunni. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson leiðir guðsþjónustuna, en Made- leine Ströje-Wilkens, sendiherra og félagsmenn annast lestra. Maria Cederborg, Marteinn H. Frið- riksson, Guðmundur Hafsteinsson og Lúsíukórinn annast tónlistina. Á eftir býður sendiherrann og Svenska Föreningen kirkjugestum til aðventukaffis í sendiherrabú- staðnum. Allir velkomnir. 1: a Advent SÖNDAGEN den 27 november är det 1:a advent och Svenska Fören- ingen firar traditionsenligt detta med en svensk gudstjänst i Dom- kyrkan kl. 14.00. Gudstjänsten leds av Sera Jakob Agust Hjalmarsson. I övrigt med- verkar Maria Cederborg som spel- ar flöjt och leder föreningens Luciakör och Guðmundur Haf- steinsson på trumpet. Ambassadör Madeleine Ströje- Wilkens och andra medlemmar i fö- reningen, läser bibeltexterna. Nat- urligtvis sjunger vi även flera av våra välbekanta, och kära, advents- och julpsalmer. Efter gudstjänsten inbjuder Am- bassadör Madeleine Ströje-Wilkens alla kyrkodeltagare till det sedv- anliga adventskaffet på Residenset. Alla varmt välkomna. Fjölskylduguðs- þjónusta í Fríkirkj- unni í Reykjavík FJÖLSKYLDUGUÐSÞJÓNUSTA kl. 140 á fyrsta sunnudegi í að- ventu. Fermingarbörn munu taka virkann þátt í guðsþjónustunni á þessum upphafsdegi nýs kirkjuárs m.a. með því að flytja ritning- arlestra og bænir. Hjörtur Magni Jóhannsson Fríkirkjuprestur pre- dikar og þjónar fyrir altari. Tón- listin er í höndum Önnu Sigríðar Helgadóttur og Carls Möller auk Fríkirkjukórsins. Barn verður bor- ið til skírnar. Andabrauðið verður á sínum stað að lokinni stundinni en það er ómissandi þáttur í barna- starfi safnaðarins að börnin sjái til þess að fuglarnir við Tjörnina fái sína líkamlegu næringu eftir að þau hafa sjálf fengið sína andlegu næringu í kirkjunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.