Morgunblaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 29
MINNSTAÐUR
LANDIÐ
Landsveit | „Ég er að gera mér þetta
til dundurs. Hef verið að því í fimm
ár og gengur rólega enda geri ég
ekki meira en peningarnir hrökkva
til á hverju ári,“ segir Sveinn Sigur-
jónsson á Galtalæk II í Landsveit en
hann og fjölskylda hans eru að útbúa
nýtt stöðuvatn í svokölluðum Lónum
í nágrenni Galtalækjar. Í framtíðinni
á þetta að verða veiðivatn og útivist-
arparadís, með gróðri og fuglalífi.
Sveinn segir að í Lónum hafi verið
tjarnir í upphafi síðustu aldar sem
hurfu 1912 þegar sprunga myndaðist
í jarðskjálftum. Hann segir að botn
sprungunnar hafi þést á þremur ár-
um og eftir það hafi önnur kvísl
Galtalækjar runnið þar um, þó þann-
ig að í þurrum árum hafi farvegurinn
þornað upp. „Við erum að end-
urheimta þessar tjarnir,“ segir
Sveinn.
Veiðivatn og útivistarparadís
Vatnið sem hann er að útbúa verð-
ur 7,5 til 8 hektarar að stærð. Hann
og fjölskyldan hefur mokað upp 13
þúsund rúmmetrum af lausu efni og
hann telur að eftir sé að moka upp
um 5 þúsund rúmmetrum til viðbótar
til að ná öllu vatninu niður fyrir einn
metra að dýpt sem hann telur nauð-
synlegt til að það botnfrjósi ekki í
hörðum vetrum. Í haust óku þau 600
rúmmetrum af hrauni í varnargarða.
Úti á vatninu verða fimm eyjar og í
vatninu verða víkur og vogar. „Við
gerum eyjarnar til að fá fjölbreyttara
fuglalíf og gera þetta fallegra. Jafn-
framt er unnið að því að klæða það
skógi. Ég er viss um að svæðið verð-
ur fallegt, þegar það nær að gróa
upp,“ segir Sveinn.
Litlum hluta af Galtalæknum verð-
ur veitt í vatnið þegar búið verður að
gera það nógu djúpt. „Það þarf að
hleypa vatninu á hægt og rólega,
þannig að slím myndist og botninn
þéttist. Ætli það taki ekki þrjú til
fimm ár. Þá verður meira vatni veitt
inn og síðan aftur út í lækinn.“
Hugmyndin með þessari fram-
kvæmd er að gera veiðivatn og úti-
vistaraðstöðu enda er ætlun Sveins
að hafa tekjur af aðstöðunni í fram-
tíðinni. Hann vonast til að hægt verði
að sleppa stórum seiðum og að þau
nái að vaxa þannig að ekki þurfi að
sleppa silungi í veiðanlegri stærð.
Það dragi mikið úr kostnaði. Þá von-
ast hann til að náttúruleg framleiðsla
á seiðum í vatninu muni smám saman
taka við af sleppingum. Loks má
nefna að hugmyndin er að vera með
báta við vatnið. Skapar það útivist-
armöguleika fyrir gesti í ferðaþjón-
ustunni sem fjölskyldan er að koma
upp á Galtalæk.
Hitastig Ytri-Rangár hækkar
Vatnið í Galtalæk og Ytri-Rangá
er kalt. Vonast Sveinn til að þegar
lækurinn fer að renna í gegn um
vatnið muni hitastig hans hækka úr
um 10 gráðum og upp í 14 og jafnvel
að hitastig Ytri-Rangár hækki um
eina gráðu. Það segir að hann muni
hafa góð áhrif á lífríkið í læknum og
ánni, auka möguleika á náttúrulegu
klaki og sérstaklega auka veiðanleika
fisksins.
Hann vísar í reynsluna af sleppit-
jörninni Tangavatni sem hann útbjó
á sínum tíma og Galtalækur rennur
úr. Með tilkomu hennar hækkaði
hitastig lækjarins úr 7 gráðum í 10
gráður að meðaltali.
Þrjóskast við að ljúka verkinu
Sveinn vann við fiskeldisstöð í
mörg ár en hefur orðið að hætta
vinnu vegna veikinda sem leiddu til
örorku. „Ég var byrjaður á þessu
verkefni og er að þrjóskast við að
ljúka því. Það kvelur mann að horfa á
eitthvað sem maður er byrjaður á en
getur kannski ekki lokið,“ segir
Sveinn þegar hann er spurður að því
hvað drífi hann áfram við þessar
framkvæmdir. Hann segir að vissu-
lega taki allt lengri tíma en hjá full-
frískum mönnum, það taki hann
kannski tvö til þrjú ár að vinna verk
sem aðrir ljúki á ári. „Ef ég lýk fram-
kvæmdum á næsta ári verður svæðið
tilbúið á svipuðum tíma og búið verð-
ur að laga mesta sandfokið við Galta-
læk. Með landgræðsluskógum og
fyrirhuguðum Hekluskógum hverfur
mesta fokið í lækinn og þetta allt
mun gjörbreyta svæðinu,“ segir
Sveinn.
Hann segist líta svo á að hann sé
að hjálpa náttúrunni en ekki grípa
fram fyrir hendurnar á henni. Vissu-
lega felist í framkvæmdinni töluverð-
ar breytingar á landi en að hluta til sé
verið að endurheimta landgæði sem
áður voru. Svo geti nýir jarðskjálftar
tæmt vatnið á einni nóttu en náttúr-
an jafni sig aftur. „Ég sé ekkert ljótt
við þetta, ekki frekar en við land-
græðslu og skógrækt sem eru tæki
til að aðstoða náttúruna við að vinna
sitt verk,“ segir Sveinn Sigurjónsson.
Nýtt átta hektara veiðivatn í landi Galtalækjar gæti hækkað hitastig Galtalækjar og Ytri-Rangár
Er að hjálpa
náttúrunni við að
vinna sitt verk
Morgunblaðið/Óli Már Aronsson
Lónin Sveinn Sigurjónsson við framkvæmdasvæðið hjá Galtalæk. Jarðframkvæmdum gæti lokið á næsta ári.
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
NÝTT MEISTARAVERK- LEXUS IS 250
The pursuit of perfection
Nýr Lexus IS 250 er lúxusbíll sem vekur aðdáun vandlátra sérfræð-
inga og bílunnenda um allan heim.
Nýr Lexus IS 250 er algjört eðaltæki, einstök listasmíði þar sem
háþróuð tækni, þægindi og öryggi eru í öndvegi. Hann bíður þeirra
sem gera kröfur um framúrskarandi gæði.
Verð frá 3.800.000 kr.
Nýbýlavegur 6 • 200 Kópavogur • 570 5400 • www.lexus.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
30
32
3
11
/2
00
5