Morgunblaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 57 MINNINGAR ✝ Kristín Steina-dóttir fæddist á Valdastöðum í Kjós 2. mars 1913. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Grund að kvöldi 19. nóvem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Steini Guðmundsson bóndi á Valdastöð- um og kona hans Elín Friðfinnsdótt- ir. Systir Kristínar var Ásdís Steina- dóttir, f. 28. júlí 1911, d. árið 2000, húsfreyja á Valdastöðum. Kristín giftist 3. febrúar 1934 Grími Jóni Gestssyni frá Hjarð- arholti, f. 2. janúar 1905, d. 17. maí 1994. Bjuggu þau á Valda- stöðum frá 1934 til 1937, þá byggðu þau nýbýli úr Valdastöð- um og nefndu það Grímsstaði. Þar bjuggu þau til ársins 1966 er þau brugðu búi og fluttu til Reykjavíkur. Börn Kristínar og Gríms eru: 1) Gylfi, f. 30. maí 1934, d. 17. september 1994, sambýliskona Ragnheiður Kjartansdóttir. 2) Hreiðar, f. 9. desember 1936, bóndi á Grímsstöð- um, maki Ásta Sig- rún Einarsdóttir. 3) Ester, f. 24. nóvem- ber 1937, maki Þorsteinn Einars- son, búsett á Sel- fossi. 4) Aðalsteinn, f. 7. júlí 1941, bóndi í Eilífsdal, maki Hulda Þor- steinsdóttir. 5) Gestur Rúnar, f. 5. nóvember 1948, maki Kristjana Birna Kjartans- dóttir, búsett í Reykjavík. 6) Eygló, f. 1951, dó ungbarn. 7) Eygló, f. 30. júní 1955, maki Björn H. Björnsson, búsett í Reykjavík. Barnabörn Kristínar eru 15 og barnabarnabörn 14. Eftir að Kristín og Grímur fluttu til Reykjavíkur starfaði hún á saumastofu hjá Anderson & Lauth í allmörg ár. Hún var félagi í Kvenfélagi Kjósarhrepps frá stofnun þess og starfaði með því þar til hún flutti til Reykja- víkur er hún gerðist ævifélagi. Útför Kristínar verður gerð frá Reynivallakirkju í Kjós í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Það voru blendnar tilfinningar innra með mér þegar ég fór vestur á Grund eftir að Kristín tengda- móðir mín andaðist þar hinn 12. nóv. Söknuður við missi náins ást- vinar en um leið þakklæti fyrir hennar hönd að hafa fengið þá hvíld sem hún svo mjög þráði. Hún hafði dvalið á Grund í nokkur ár og naut verunnar þar meðan hún gat tekið þátt í spilamennsku og handavinnu en eftir að kraftar hennar leyfðu það ekki varð hún leið og átti mjög erfitt með að þiggja þá aðstoð sem hún þurfti enda hafði líf hennar meira snúist um að veita aðstoð en þiggja. Hún sýndi ótrúlegt æðru- leysi og þolinmæði í veikindum Gríms manns hennar. Kvartaði aldrei þó hún kæmist ekki frá. Lét hag annarra ganga fyrir. Skyndilegt fráfall Gylfa sonar hennar tók mjög á hana en hún bar sorg sína í hljóði. Kristín dvaldi oft hjá okkur um tíma á sumrin. Ræddum við þá ýmislegt og fann ég hversu sterkar skoðanir hún hafði á mörgum þeim hlutum sem rætt var um. Þótti t.d. hlutur kvenna alltaf hafa verið lítils met- inn hér áður og var því hlynnt kvennabaráttunni. Kristín var mikil handavinnu- kona, saumaði ótal púða og myndir auk þess að prjóna lopapeysur í fjölda ára og þóttu peysur frá henni bera af hvað frágang varðar. Þessi hagleikur hennar kom sér vel þegar þau Grímur urðu að bregða búi. Fékk hún þá vinnu á saumastofu og var fljótlega sett á vasavélina sem var mikil nákvæmnisvinna. Sú hefð skapaðist eftir að Grímur lést að Kristín var með okkur á að- fangadagskvöld og fór með okkur í kirkju og kirkjugarðinn á jóladag. Þetta voru dýrmætar stundir sem við þökkum fyrir. Vegna heilsu- brests varð hún þó að dvelja á Grund yfir seinustu jól. Starfsfólki þar færi ég þakklæti fyrir góða umönnun og hlýlegt viðmót í henn- ar garð. Þeirrar hlýju naut ég einn- ig þegar ég kom niðurbrotin eftir að hafa setið hjá þér, Kristín mín, og gat enga hjálp veitt. Hafðu þökk fyrir allt. Þú kenndir mér margt og mér þótti svo vænt um þig. Vildi bara að ég hefði verið duglegri að spila Marías við þig en þar fannst þér ég óttalegur klaufi. Þín tengdadóttir Hulda. Við fráfall Kristínar tengdamóð- ur minnar er mér efst í huga þakk- læti fyrir áratuga kynni sem aldrei bar skugga á. Vorið 1966 tókum við Hreiðar við búskap á Grímsstöðum. Flutti þá Kristín til Esterar dóttur sinnar í Reykjavík, en Grímur var um sumarið hjá okkur. Hafði hann þá búið við lélega heilsu í 11 ár. Þetta sumar unnu þær mæðgur við það á kvöldin að mála og standsetja íbúð sem Kristín og Grímur höfðu fest kaup á í Hraunbæ 30. Kom Kristín hverja helgi til okkar allt sumarið, tók þá gjarnan rútu upp eftir eða kom með Ester. Um haustið var flutt í nýju íbúðina. Geta má nærri að það hefur verið mikið átak og breyting fyrir konu komna yfir fimmtugt og hafa búið alla ævi á sama stað, að fara úr þessu sveitasamfélagi sem Kjósin var og er og út á vinnumarkaðinn, en þetta stóðst hún allt með reisn. Kristín kenndi mér fákunnandi stelpunni að gera slátur, baka hveitikökur, baka brúntertu með hvítu kremi, gera frómas og margt fleira sem þótti nauðsynlegt að bú- andi Kjósarkona kynni. Kristín var mikil hannyrðakona alveg fram á síðasta ár. Henni féll aldrei verk úr hendi, prjónaði á virkum dögum en bjó sig upp í sunnudagakjólinn og saumaði púða, klukkustrengi og myndir á sunnudögum. Mann sinn Grím missti Kristín vorið 1994 eftir 60 ára hjónaband og Gylfa elsta son sinn um haustið sama ár. Sýndi hún mikið æðruleysi í þeirri þungu raun og bar harm sinn í hljóði. Okkur Hreiðari var hún ómetanleg, tók við búsforráð- um þegar börnin fæddust eins og hún hefði aldrei farið. Sat með í bílnum á leið á fæðingardeildina, Hreiðari til styrks og mér til að- stoðar ef á þyrfti að halda. Kristín átti heimili á hjúkrunar- heimilinu Grund síðustu árin og naut þar góðrar umönnunar starfs- fólks, sem þakkað er af alhug. Að leiðarlokum þakka ég henni samfylgdina og fyrir alla hjálp og aðstoð gegnum árin. Hafðu þökk fyrir allt, tengdamóðir mín. Þín Ásta Sigrún. Elsku amma. Manstu þegar við sátum saman og saumuðum eða prjónuðum? Manstu þegar við sát- um í Hraunbænum og spiluðum marías og afi sendi mig svo oft út í búð að kaupa handa okkur öllum ís? Og þegar við sátum þrjú saman, ég, þú og afi og þú sagðir mér frá prakkarastrikunum hans pabba? Og þegar við sátum saman í stof- unni og hlógum að öllu mögulegu og ómögulegu og afi átti ekki til orð yf- ir vitleysunni í okkur. Og svo þegar þið buðuð mér í Austurbæjarbíó á Atómstöðina og Laugardalshöllina á sérstaka fimleikasýningu með er- lendum sýningarhópi. Mörg voru líka myndakvöldin okkar þegar við skoðuðum slides-myndirnar hans afa. Alltaf áttir þú konfekt eða eitt- hvað gómsætt uppi í skáp og ekki má gleyma smákökunum þínum og hveitikökunum með hangikjötinu. Ég man þetta allt svo vel og þetta var yndislegur tími þegar ég bjó hjá ykkur í Hraunbænum, tími sem ég gleymi aldrei og mun alltaf geyma í hjarta mínu. Ég sakna þess að sitja með þér, amma mín, við handavinnuna okkar og ég var svo heppin að hafa fengið útsaums- og prjónaáhugann frá þér eða á ég að segja hæfileikann. Þú kenndir mér margt sem ég bý enn að í dag og kem til með að gera um aldur og ævi. En að leiðarlokum er komið og ég get haldið áfram að rifja upp góðar minningar frá þessum góða og skemmtilega tíma sem ég átti með ykkur. Ég samgleðst þér, amma mín, þó það sé erfitt að kveðja þig en nú ert þú komin til afa, Gylfa og Eyglóar litlu. Njóttu þess að eyða tíma með þeim, þinn tími var kom- inn og við hin búin að fá að njóta þín svo lengi, krafta þinna og hæfileika. Eins og Kristbjörg mín sagði: „Loksins eru þau saman aftur, langamma og langafi.“ Skilaðu kveðju til hans. Manstu? Amma og afi, þið eigið sess í hjarta mínu. Manstu amma, við hlógum, og hlógum, spiluðum, og saumuðum. Minningarnar ég geymi sem gull í hjarta mínu. Aldrei mun ég gleyma, því sem við gerðum saman. Bless, amma mín. Kveðja. Kristín litla. Nú hefur hún amma, Kristín Steinadóttir, kvatt okkur níutíu og tveggja ára að aldri. Margar góðar minningar tengdar henni hrannast upp og kalla fram bros í hjörtum okkar. Við urðum þeirrar gæfu að- njótandi að umgangast ömmu mikið þar sem hún var mjög dugleg að koma upp í Eilífsdal og dvaldi þá jafnvel um lengri tíma, sérstaklega á sumrin. Það var notalegt að vita af henni sitjandi við stofugluggann með prjónana sína og góða tónlist í bakgrunninum, ávallt reiðubúin að spjalla og spila Marías. Þegar spilin voru dregin fram var ekki að spyrja að því hver vann, markmið mótspil- arans var einungis að tapa með sem minnstum mun. Á menntaskólaárum okkar nut- um við þess einnig að búa í nálægð við hana. Á matartíma bauð hún iðulega upp á margréttaðar máltíð- ir og átti ætíð Bismark-brjóstsykur á vísum stað. Í þessum heimsókn- um var spjallað um allt milli himins og jarðar því henni var hægt að treysta fyrir öllu og ekkert málefni var henni óviðkomandi. Amma var með eindæmum létt á fæti og minnumst við hennar í göngutúr á níræðisaldri þar sem hún vippaði sér yfir girðingu eins og ekkert væri. „Amma, viltu ekki fá lánaðar buxur?“ spurðum við hana. „Nei, ég held nú ekki. Svo- leiðis lagað hef ég aldrei notað,“ svaraði hún þá að bragði. Við minnumst þess einnig þegar hún sagði okkur fyrir nokkru síðan hversu mikið hún saknaði Gríms afa og hversu góður hann var henni alltaf. Nú er amma komin í öruggt skjól hjá honum. Við systurnar biðjum góðan Guð að varðveita minningu þeirra og þökkum það veganesti sem þau hafa veitt okkur í gegnum tíðina. Erla, Lilja og Heiða. KRISTÍN STEINADÓTTIR Stapahrauni 5 Sími 565 9775 Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, EYGLÓ GUÐMUNDA STEINSDÓTTIR, Stararima 18, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 19. nóvember. Útförin fer fram frá Langholtskirkju mánudaginn 28. nóvember kl. 15.00. Jón Auðunn Viggósson, Steinn Auðunn Jónsson, Ásgerður Sverrisdóttir, Dagbjört Nanna Jónsdóttir, Sigurberg Jónsson, Þórunn Jónsdóttir, Haraldur Helgason og barnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur, STEFÁN ÁRNASON frá Sauðárkróki, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 28. nóvember kl. 13.00. Ingibjörg Stefánsdóttir, Viktor Elvar Viktorsson, Brynhildur Stefánsdóttir, Haukur Stefánsson, Helga Árnadóttir, Helgi Baldursson, Páll Sigurðsson, Sigríður Ólafsdóttir, Guðjón H. Árnason, Ingibjörg Ottósdóttir og barnabarn. Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, BJÖRN KARLSSON, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, lést miðvikudaginn 16. nóvember. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey. Innilegar þakkir til starfsfólks á Hlíð fyrir góða umönnun. Jónína Bjarnadóttir, Erlingur Björnsson, Helga Haraldsdóttir, Ingvar Björnsson, Hrönn Sigurðardóttir, afa- og langafabörn. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÓLAFUR EGGERTSSON, Grandavegi 47, Reykjavík lést á heimili sínu miðvikudaginn 23. nóvember. Erla Þorsteinsdóttir, Guðrún Ástdís Ólafsdóttir, Ragnhildur U. Ólafsdóttir, Þorsteinn B. Gíslason, Erla Þórunn Ólafsdóttir, Kári Knútsson, Eggert Ólafsson, Hólmfríður Sigurðardóttir, Þóra Hrönn Ólafsdóttir, Magnús Guðmundsson. afabörn og langafabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HILMIR HINRIKSSON, Bláskógum 11, Hveragerði, lést á hjúkrunarheimilinu Ási fimmtudaginn 24. nóvember. Erlendur Hilmisson, Hólmfríður K. Hilmisdóttir, Björg Hilmisdóttir, Hjörtur Már Benediktsson, Brynjólfur Hilmisson, Anna Viktoría Högnadóttir, Júlíana Hilmisdóttir, Viktor Sigurbjörnsson, Harpa Hilmisdóttir barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.