Morgunblaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 321. TBL. 93. ÁRG. LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Manndóms- raunir Potters Heiða Jóhannsdóttir skrifar um nýjustu mynd galdrastráksins | 81 Lesbók, Börn og Íþróttir í dag Lesbók | Með sjóðheitt hjarta og ískaldan haus  Margbrotnar Íslandsmyndir Börn | Umsögn um Kjúlla litla  Verðlaunasaga Arndísar Lóu Íþróttir | Bogi Ágústsson heldur með Tottenham  Íslendingar skelltu Norðmönnum 32:23 ÞYKKT mengunarský lá yfir höfuðborginni í gær en útblástur frá bílum og laust ryk sem þyrlaðist upp af götum olli því að skýið myndaðist, að sögn Einars Sveinbjörnssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Hann segir að í gær hafi verið hægur vindur í borginni, en klukkan 9 í gærmorgun hafi mælir Veðurstofunnar aðeins sýnt um eins metra vind á sekúndu. Þá var kalt í lofti í gær. Einar segir að kalda loftið sé þungt og blandist ekki við efri lög lofts meðan vindur sé hægur. „Til þess að koma blönduninni af stað þarf dálítinn vind,“ segir hann. Sigurður Finnsson, sérfræðingur hjá Um- hverfisstofnun, segir að magn svifryks í lofti sé nokkuð hátt þessa dagana og hafi farið yfir sett umhverfismörk. Stofnunin mælir reglulega magn svifryks á nokkrum stöðum í borginni í samvinnu við Umhverfissvið Reykjavíkurborgar. Sigurður segir að al- gengt sé að magnið aukist á þessum árstíma. „Á veturna ekur fólk um á nagladekkjum og þá geta veðuraðstæður valdið að mengun safnast fyrir í borginni,“ segir Sigurður. Óvenju hár loftþrýstingur Að sögn Einars Sveinbjörnssonar hefur verið óvenju hár loftþrýstingur á landinu síðasta sólarhringinn eða svo. Loftþrýstingur mældist 1.048 millibör í Bolungarvík í gærkvöldi. Þetta er hæsta staða loftvogar hérlendis frá því í apríl 1991, en þá sýndu loftvogir allt að 1.050 millibör. Einar segir að allajafna sé loftþrýstingur ekki fjarri 1.000 millibörum. „Flesta daga er hann á milli 990 og 1.020 millibör. Sjaldan nær hann því að fara yfir 1.040 og sárasjald- an yfir 1.045,“ segir Einar. „Þegar djúpar lægðir fara hjá á hann til að fara undir 950 millbör.“ Einar segir að það sem valdi háum loft- þrýstingi nú sé víðáttumikið og öflugt há- þrýstisvæði sem verið hafi fyrir vestan og suðvestan landið síðustu daga. „Angi þess náði inn á landið í gærkvöldi,“ segir hann. Hár loftþrýstingur myndist vegna svonefndrar fyrirstöðuhæðar sem í sé hlýtt loft af suðlægum uppruna ofan til en kalt loft sé í neðstu loftslögunum. Að sögn Einars er háþrýstisvæðið farið að gefa sig og eftir helgi er því spáð að öllu hefðbundn- ari lægðir verði búnar að leysa það af hólmi. Daglegar loftþrýstingsmælingar hafa ver- ið hér á landi frá 1820 og þar af nær sam- fellt og daglega í Stykkishólmi frá 1845. Loftvægið hefur sárasjaldan farið yfir 1.050 millibör á þeim 185 árum sem mælingarnar ná til. Hæsta gildið er 1.058,4 millibör en það mældist árið 1841 í Stykkishólmi. Morgunblaðið/RAX Mengunarský yfir borginni Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is Yfirheyrslur verða í Vín Damaskus. AP. | Stjórnvöld í Sýrlandi hafa samþykkt, að nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna, sem rannsakar morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líb- anons, fái að yfirheyra nokkra sýrlenska embættismenn í Vín. Walid Moallem, aðstoðarutanríkisráð- herra Sýrlands, sagði, að þetta hefði verið ákveðið eftir að „réttindi viðkomandi ein- staklinga hefðu verið tryggð“ og einnig ábyrgst, að fullveldi Sýrlands yrði virt. Hariri var ráðinn af dögum ásamt 20 öðr- um mönnum í sprengjutilræði í Beirút 14. febrúar síðastliðinn. Í bráðabirgðaskýrslu rannsóknarnefndarinnar eru leyniþjón- ustustarfsmenn í Líbanon og Sýrlandi bendlaðir við morðið. Sýrlandsstjórn þver- tekur fyrir aðild að málinu. Sagt er, að formaður nefndarinnar, Þjóð- verjinn Detlev Mehlis, fái að yfirheyra fimm sýrlenska embættismenn, þar á með- al yfirmann sýrlensku leyniþjónustunnar, Assef Shawkat, en hann er mágur Bashar Assads, forseta Sýrlands. Héldu föngum án ákæru París. AFP. | Bandaríski herinn var með fangelsi, sem minnti mest á Guantanamo, í Kosovo fyrir þremur árum. Kom það í gær fram hjá mannréttindafulltrúa Evrópuráðsins en rann- sókn á meintu fangaflugi á vegum CIA, banda- rísku leyniþjónustunn- ar, og leynilegum fangelsum fer nú fram í mörgum Evrópulandanna. Alvaro Gil-Robles sagði í viðtali við franska dagblaðið Le Monde, að hann hefði skoðað fangelsi í bandarísku herstöðinni Camp Bondsteel í Kosovo 2002 vegna frétta um, að friðargæsluliðar á vegum NATO hefðu handtekið menn án þess, að þeim væri birt ákæra. Segir hann, að honum hafi brugðið í brún er hann sá aðbúnað fang- anna, sem voru 15 til 20 saman í litlum skúr- um, umkringdum hárri gaddavírsgirðingu. Voru þeir í rauðgulum samfestingum eins og fangarnir í Guantanamo og sumir þeirra með kóraninn. Gil-Robles kvaðst ekki vita hvort Camp Bondsteel hefði tengst svokölluðum „svört- um stöðum“, þeim leynilegu fangelsum, sem CIA er sögð reka víða um heim, en hann krafðist þess, að fangelsinu yrði lokað. Segir hann, að hann hafi verið fullvissaður um, að það hafi verið gert. Viðurkenna mikinn þrýsting Evrópuráðið hefur hafið rannsókn á meintu fangaflugi CIA og hefur gefið aðild- arríkjunum ákveðinn frest til að skýra frá vitneskju sinni um málið. Dan Fried, að- stoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna í málefnum Evrópu, viðurkenndi á miðviku- dag, að Bandaríkjastjórn væri undir mikl- um þrýstingi frá Evrópusambandinu vegna þessa máls. Vildi hann ekki meira um það segja en lagði áherslu á rétt Bandaríkjanna til að berjast gegn hryðjuverkum. Alvaro Gil-Robles TVÆR flugvélar sem New York Times segir að tilheyri leppfyrir- tækjum CIA hafa lent á Keflavík- urflugvelli í þessum mánuði, sú fyrri kom hinn 17. nóvember en sú seinni 18. nóvember. Eins og rækilega hef- ur verið fjallað um í fjölmiðlum lenti meint CIA-flugvél í Reykjavík 6. nóvember. Mikið hefur verið fjallað um fangaflug bandarísku leyniþjónust- unnar CIA í fjölmiðlum austan hafs og vestan undanfarnar vikur og víða í Evrópu hafa stjórnvöld ákveðið að rannsaka ferðir meintra CIA-flug- véla. Fjöldi flugvéla hefur verið nefndur til sögunnar, t.d. bað danski þingmaðurinn Frank Aaen um upp- lýsingar um flugvélar með 44 mis- munandi kallnúmer sem eru taldar í þjónustu CIA, en grunur hefur beinst að fleiri flugvélum. Morgunblaðið fékk í gær upplýs- ingar frá íslenskum flugmálayfir- völdum um ferðir 16 af þessum flug- vélum sem eiga það sameiginlegt að tiltölulega miklar upplýsingar liggja fyrir um tengsl þeirra við CIA. Í ljós kom að 14 þessara flugvéla hafa lent hér í 41 skipti frá ársbyrjun 2001, þar af 10 sinnum á þessu ári. Tvær til viðbótar hafa farið samtals 11 sinnum um flugstjórnarsvæðið. Þrjár hafa lent hér í nóvember Ferðir meintra CIA-flugvéla Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is  Lentu | 4 KALT var í Evrópu í gær og snjóaði víða, allt frá Bretlandseyjum í vestri austur til Rúmeníu. Kom víða til vandræða á vegum og í Wales varð að loka 250 skólum vegna ófærðar. Spáð er meiri snjókomu þar og á meginlandinu, allt suður á Spán þar sem þessir ferðalangar ösluðu fönnina í bænum Alto Campo í norðurhluta landsins. AP Kuldi og snjóar í Evrópu ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.