Morgunblaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigurbjörn Frí-mannsson fædd- ist í Steinhóli í Haganeshreppi í Skagafirði hinn 26. apríl 1917. Hann lést 16. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jósefína Jósepsdótt- ir, f. 18. janúar 1895 á Stóru Reykjum, d. 7. október 1957, og Frímann Guð- brandsson, f. 12. janúar 1892 á Stein- hóli, d. 5. maí 1972. Sigurbjörn var fjórði í röð sextán systkina. Hinn 17. september 1942 gekk Sigurbjörn gekk að eiga Ragn- heiði Pálínu Jónsdóttur, f. 5.12. 1919, d. 21.11. 1998, í Barðskirkju í Fljótum. Þau áttu saman fjögur börn. Þau heita: 1) Jósefína S. Sig- urbjörnsdóttir, f. 17.10. 1943, mað- ur hennar er Árni Th. Árnason, f. 5.11. 1940. Börn þeirra eru Björn Heiðar Guðmundsson, f. 2.10. 1960, kona hans er Freyja Þor- steinsdóttir og þau eiga fjögur börn; Adolf Árnason, f. 4.2. 1964, kona hans er Elín Birna Bjarnar- dóttir og þau eiga fimm börn; Mar- grét Dóra Árnadóttir, f. 17.2. 1967, maður hennar er Hörður Harðar- son og þau eiga fjögur börn; Linda Sveinsson og börn þeirra eru: Rak- el Anna Guðnadóttir, f. 20.12. 1973, maður hennar er Patrekur Jóhannesson og þau eiga þrjú börn; Sindri Þór Guðnason, f. 21.6. 1977, kona hans er Rut Hilmars- dóttir og þau eiga saman tvö börn; Ragnheiður Birna Guðnadóttir, f. 27.1. 1984, maður hennar er Tóm- as Helgason, þau eru barnlaus; Guðni Brynjar Guðnason, f. 4.7. 1994. Sigurbjörn ólst upp á Steinhóli fyrstu æviár sín, seinna flutti hann með fjölskyldu sinni að Austara- hóli í Fljótum. Sigurbjörn fór snemma að vinna við öll almenn sveitastörf þ.á m. hjá Jónmundi á Laugarlandi í þrjú ár og Hafliða í Neskoti í Fljótum. Hann flutti til Siglufjarðar rúmlega tvítugur, eða árið 1939. Hóf hann vinnu hjá Síldarverksmiðjum ríkisins, mjöl- húsinu og söng í mörg ár með Karlakórnum Vísi. Hann tók einn- ig meirapróf á vörubíl og vann á vörubílastöð Siglufjarðar, auk þess kenndi hann á bifreiðar. Sig- urbjörn og Ragnheiður unnu á Hólsbúinu í nokkur ár. Einnig vann Sigurbjörn í mörg ár í frysti- húsi SR og síðar frystihúsi Þor- móðs ramma. Síðustu æviár sín bjuggu þau hjónin hjá dóttur sinni Helgu og tengdasyni sínum Guðna Sveinssyni á Suðurgötu 54 á Siglu- firði. Útför Sigurbjörns verður gerð frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Jarð- sett verður að Barðskirkju í Fljót- um að athöfn lokinni. Björk Árnadóttir, f. 4.9. 1972, maður hennar er Ingimund- ur J. Bergsson og þau eiga fjögur börn. 2) Þórkatla Sigur- björnsdóttir f. 31.10. 1946, maður hennar var Kristján Péturs- son, f. 10.11. 1947, d. 15.1. 2005. Börn þeirra eru: Guðrún Heiða Kristjánsdótt- ir, f. 13.1. 1968, mað- ur hennar er Þor- steinn Kruger og þau eiga saman þrjú börn; Pétur Guð- jón Kristjánsson, f. 6.7. 1970 og hann á tvö börn; Helga Sóley Kristjánsdóttir, f. 24.4. 1976; Halla Björk Kristjánsdóttir, f. 20.8. 1977, hún á eitt barn; Kristín Mjöll Krist- jánsdóttir, f. 9.8. 1980, maður hennar er Atli S. Friðbjörnsson og þau eiga eitt barn. 3) Jón Heimir Sigubjörnsson, f. 31.10. 1946, kona hans er Nína Goncharova. Jón Heimir á tvö börn, Ragnheiður Jónsdóttir, f. 28.1. 1970, maður hennar er Stefan Möller og eiga þau eitt barn; Arnar Heimir Jóns- son, f. 14. nóvember 1973, kona hans er Auður María Þórhallsdótt- ir og eiga þau þrjú börn. 4) Helga S. Sigurbjörnsdóttir, f. 19.8. 1957, maður hennar er Guðni Þór Elsku pabbi minn. Nú hefur þú kvatt þetta líf saddur lífdaga. Og ég veit þú ert kominn til hennar mömmu og allra hinna, sem eru farnir á undan þér og þér þótti svo vænt um. Ég veit líka að kindurnar þínar hafa tekið á móti þér og þá sér- staklega hún Grána þín. Þú varst alltaf bóndi fram í fingurgóma og elskaðir að hugsa um kindurnar þínar. Ófáar sögurnar varst þú bú- inn að segja mér af henni Gránu og öðrum kindum. Einnig sagðir þú mér sögur af forystusauðunum sem voru svo gáfaðir að engu lagi var líkt. Ekki gat ég skilið það að þær væru gáfaðar né hvernig þú fórst að því að þekkja þær í sundur því mér fannst þær allar eins. Þú lofaðir þær í hástert og þakkaðir þeim að þegar þröngt var í búi í gamla daga hjá þér og mömmu þá hefði það ráðið miklu að hafa kind- urnar til að eiga mat handa fjöl- skyldunni. Ég veit líka að þú ert syngjandi sæll og glaður þar sem þú ert núna. Því að söngurinn og tónlistin voru þitt uppáhald og þú naust þess að syngja þegar vel lá á þér og einnig til að létta þér og öðrum lund. Einnig varst þú mikil eft- irherma og náðir svo vel svipbrigð- um fólks og röddum þess að með ólíkindum var. Allt var þetta til gamans gert og í mesta sakleysi. Þegar þú náðir þér vel upp var þetta einsog leiksýning og mömmu þótti þetta nú ekki leiðinlegt og hló hvað mest. Minningarbrotin hrannast upp, til dæmis þegar ég var stelpu- hnokki um sex eða sjö ára aldurinn og ætlaði að færa þér kaffi þar sem þú varst úti að slá með orfi og ljá við Hólsbrúna. Ég sá að þú hafðir snúið heim á leið og flýtti mér að- eins of mikið og steinlá í götunni. Þetta var á sólríkum degi og ég var í pilsi og hnésokkum og hrufl- aði mig heil ósköp og grét mikið þegar þú komst að mér. Þú minnt- ist oft á þetta við mig, hvort ég myndi ekki eftir þessu því að þú hafðir tekið þetta nærri þér og þú varst alltaf leiður þegar þú heyrðir börn gráta. Þú varst alltaf svo mik- il barnagæla. Ástríkari foreldrar voru ekki til. Þið vilduð allt fyrir okkur systkinin gera og síðar barnabörnin og barnabarnabörnin. Þið voruð stolt af hópnum ykkar. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upprunninn á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Takk fyrir allt, elsku pabbi minn, þú kyssir mömmu frá mér. Þín dóttir Helga. Í dag, laugardaginn 26. nóvem- ber, er kær afi minn kvaddur frá Siglufjarðarkirkju. Sigurbjörn Frí- mannsson var fæddur að Steinhól í Flókadal 26. apríl 1917 og var fjórði í röð sextán systkina. Hann byrjaði starfsferil sinn sem vinnu- maður á nokkrum bæjum í Fljót- um. Tuttugu og tveggja ára að aldri fluttist hann til Siglufjarðar. Ástæða þess að hann flutti sig úr sveitinni í iðandi mannlífið á Siglu- firði var að hann var beðinn um að ganga til liðs við Karlakórinn Vísi og samtímis var honum tryggð vinna hjá Síldarverksmiðjum rík- isins. Á þessum árum eða um 1939 var Siglufjörður mikill uppgangs- staður vegna síldarinnar sem þá veiddist í stórum stíl. Þar kynntist afi henni ömmu Ragnheiði. Ég minnist með hlýhug sumranna sem barn á Siglufirði. Amma og afi voru alltaf fremur lítið gefin fyrir veraldlega hluti, þau allavega söfn- uðu ekki auði. Það skipti meira máli að vera ánægður með það sem maður hafði og fara vel með það sem maður eignaðist. Afi var þeirr- ar náttúru gæddur að geta sungið einsog stórsöngvari. Hann söng oft fyrir okkur barnabörnin Sjá dagar koma eftir Davíð Stefánsson og fleiri góð lög. Ég man þegar ég var um fimm til sex ára aldur þá lang- aði marga jafnaldra mína að verða löggur eða annað í þeim dúr. En mig langaði að verða stórsöngvari einsog hann afi, Já, hann var ein af fyrirmyndum mínum í lífinu. Og ég tel að þau góðu og sönnu gildi sem ég lærði af þeim ömmu og afa hafa verið mér til góðs. Afi vann lengi sem vörubílstjóri á Siglufirði og sagði mér eitt sinn, að þegar verið var að byggja blokkirnar á Hvanneyrarbrautinni þá hefði öll möl og sandur sem var notaður í byggingarnar verið sótt í Haganesvík. Þá þurfti að keyra Skarðið og handmoka öllu efninu úr fjörunni upp á bílpallinn. Þetta er dæmi um hvernig fólk sem lifði og starfaði á þessum árum stritaði við vinnu, án þess endilega að upp- skera svo mikið. Þeir tímar sem hann lifði voru tímar mikilla breyt- inga. Á uppeldisárunum í Flóka- dalnum var oft þröngt í búi, en afi minntist þess oft hvernig fólkið hefði sýnt samhug og hjálpað hvert öðru. Þá voru heimilin saggafull torfhús og fólk bjó ekki við þau þægindi sem við teljum sjálfsögð nú einsog síma, rafmagn og heitt vatn. Afa var sönglistin í blóð borin og sá alltaf eftir því að hafa ekki haft tækifæri til að mennta sig í þeim efnum. Í Fljótunum var stöðugt sungið og ekki síst þegar erfiðleik- ar steðjuðu að og segja má að afi hafi sungið sig í gegnum lífið – ekki svo mikið opinberlega heldur fyrst og fremst fyrir sjálfan sig og sína nánustu. Og á gamals aldri hélt hann áfram að syngja og á sérstökum stundum var það fagur tvísöngur með Gesti bróður sínum, þá hljóm- aði oft Sólsetursljóð eftir séra Bjarna. Að lokum kemur hér eitt af uppáhalds ljóðum hans afa: Sjá, dagar koma, ár og aldir líða, og enginn stöðvar tímans þunga nið. Í djúpi andans duldir kraftar bíða. – Hin dýpsta speki boðar líf og frið. Í þúsund ár bjó þjóð við nyrstu voga. Mót þrautum sínum gekk hún, djörf og sterk, í hennar kirkjum helgar stjörnur loga, og hennar líf er eilíft kraftaverk. (Davíð Stef.) Arnar Heimir Jónsson. Elsku afi minn, nú ertu farinn frá okkur og þín er sárt saknað, en nú vitum við að þér líður vel hjá ömmu Ragnheiði, sem þú saknaðir svo mikið. Það er svo margt að minnast á … þetta söngst þú mjög oft, ásamt mörgu öðru, með þínum háu, kröftugu, hugljúfu tónum sem munu ætíð óma í hjarta mínu. Ég kveð þig nú, elsku afi, með minningum um góðan afa. Takk fyrir allt, elsku afi minn, og allar góðu stundirnar sem ég átti með þér og ömmu Ragnheiði. Guð geymi ykkur. Margrét Dóra. Nú hefur lífsbók vinar míns Sig- urbjörns Frímannssonar verið lok- að á 89. aldursári. Sigurbjörn ólst upp í stórum systkinahópi og lærði fljótt að vinna öll algeng sveita- störf en þau vann hann allt til þess er hann fluttist hingað til Siglu- fjarðar. Hér vann hann verka- mannastörf, átti vörubifreið, vann í SR verksmiðjunni, frystihúsi og á Hólsbúinu. Hér kynntist hann eig- inkonu sinni Ragnheiði Jónsdóttur og hér innan þessa fagra en þrönga fjallahrings bjuggu þau öll sín búskaparár. Sigurbjörn var mikil félagsvera, glaður í góðra vina hópi enda söngmaður góður svo eftir var tekið í Karlakórnum Vísi. Einnig átti hann kindur sér og sínum til búbótar. Leiðir okkar lágu mikið saman í gegnum þenn- an félagsskap og margan greiðann gerði hann mér er ég gat ekki sinnt því að sinna um og gefa kind- um einhverra hluta vegna. Þau hjónin eignuðust fjögur börn, þrjár dætur og einn son, sem hafa stofnað sín eigin heimili. Ég ætlaði ekki að gera þessi kveðju- orð að neinni langloku eða oflofi heldur að færa þessum trygga vini góðar kveðjur og þakkir fyrir sam- fylgdina í gegnum árin. Eftir að hann missti eiginkonu sína árið 1998 var hann í skjóli yngri dóttur sinnar Helgu og tengdasonar Guðna Sveinssonar, þar til fyrir nokkrum árum að hann fluttist á Sjúkrastofnun Siglufjarðar. Undi hann hag sínum þar nokkuð vel enda eins og áður er getið var hann glaðvær og gott að gera hon- um til hæfis. Nú í lokin kveð ég hann með eft- irmælum sem Þórarinn Hjálmars- son orti til eins af félaga okkar í Fjáreigendafélaginu: Ég þakka okkar löng og liðin kynni, sem lifa, þó maðurinn sé dáinn. Og ég mun alltaf bera mér í minni, þá mynd sem nú er liðin út í bláinn. Und lífsins oki lengur enginn stynur, sem leystur er frá sinnar æviþrautum. Svo bið ég Guð að vera hjá þér, vinur, og vernda þig á nýjum ævibrautum. Ég sendi börnum hans, tengda- börnum, barnabörnum og öðrum vandamönnum innilegustu samúð- arkveðjur. Ég veit að það hafa beðið vinir í varpa til að taka á móti þessum góða dreng sem er genginn á vit feðra sinna. Guðs blessun fylgi þér og hvíldu í friði. Ólafur Jóhannsson. SIGURBJÖRN FRÍMANNSSON ✝ Jóna Bjarna-dóttir fæddist á Skálmarnesmúla, Múlahreppi, Aust- ur-Barðastrandar- sýslu, hinn 3. sept- ember 1911. Hún lést á öldrunardeild Fjórðungssjúkra- hússins á Ísafirði 19. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Bjarni Einar Kristjánsson frá Kambi í Reyk- hólasveit, járnsmið- ur og landpóstur, f. 8. mars 1873, d. 26. ágúst 1960, og Ólína Salóme Guðmundsdóttir, ljósmóðir frá Krossi, Barðastrandarhreppi, f. 9. maí 1880, d. 24. ágúst 1970. Systk- ini Jónu voru: Kristmundur Breið- fjörð, f. 24. janúar 1914, d. 17. júní 2001, Þorsteinn Torfi, f. 2. ágúst 1916, d. 16. febrúar 1986, Anna Sólveig, f. 9. ágúst 1918, d. 23. febrúar 2003, og Kristján, f. 9. ágúst 1918, d. 15. desember 1957. Jóna giftist árið 1942 Gesti Oddleifs Loftssyni frá Dynj- anda í Grunnavíkur- hreppi, f. 2. apríl 1911, d. 21. janúar 2000. Þau bjuggu alla tíð á Ísafirði. Börn Jónu og Gests eru: Bjarni Líndal, f. 30. maí 1940, kvænt- ur Ágústu R. Benediktsdóttur og eiga þau fjögur börn og fimm barnabörn; Sævar Kristinn, f. 6. desember 1947, kvæntur Rögnu Arnaldsdóttur og eiga þau tvo syni og eitt barnabarn. Útför Jónu verður gerð frá Ísa- fjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Látin er amma okkar Jóna Bjarnadóttir, á 95. aldursári. Við bræðurnir urðum þeirrar gæfu að- njótandi að eiga heimsins bestu ömmu. Nú þegar hún er horfin er gott að eiga ljúfar minningar um hana. Við vorum báðir í burtu þegar þú veiktist, Arnaldur á sjó og Gestur Már í Bergen í Noregi, en við vildum óska að við hefðum ver- ið heima til að geta verið hjá þér og kvatt þig. Nú sitjum við bræð- urnir saman og rifjum upp ynd- islega tíma sem við áttum með þér. Sælla er að gefa en þiggja er það sem kemur okkur fyrst í hug þegar við hugsum til þín. Þú varst alltaf svo gjafmild og hlý kona. Þegar við komum í heimsókn þá bauðstu allt- af upp á kandísbrjóstsykur eða annað nammi sem gladdi litla stráka. Við komum líka oft til að spila við þig og afa, bæði heima og niðri í dagvist á Hlíf. Þá var nú alltaf gaman. Stundum þegar við komum í heimsókn þá varstu að hnýta tauma fyrir línu og þá sett- umst við oft með þér og hnýttum nokkra króka. Þessar minningar og ótal marg- ar aðrar munu hlýja okkur um ald- ur og ævi. Við kveðjum þig með söknuði og við vitum að þú ert komin til afa. Guð geymi þig, elsku amma. Arnaldur og Gestur Már Sævarssynir. Í örfáum orðum langar okkur að kveðja hana ömmu okkar. Margar góðar minningar eigum við um ömmu og afa í Turninum eins og við kölluðum þau. Minningar um jól og áramót með ömmu og afa og allar heimsóknirnar til þeirra í Turninn og síðar á Hlíf. Þar var ævinlega tekið vel á móti okkur með umhyggju, hlýju og góðum veitingum. Það er ekki ofsögum sagt að amma sé sérstök ham- ingjugjöf hverju barni. Við teljum okkur lánsöm að hafa átt mann- eskju eins og ömmu af því amma hafði stórt hjarta. Alltaf var hún að hugsa um okkur, spurði okkur hvort okkur vanhagaði um eitt- hvað, alltaf tilbúin að hjálpa. Gott dæmi um það var þegar við hlup- um til hennar í frímínútum, þá var hún búin að fara í bakaríið og kaupa snúða og eitthvað annað sem okkur þótti gott. Amma var alltaf með einhverja handavinnu, s.s. að sauma út púða, mála dúka o.fl. sem hún gaf okkur barnabörn- unum og síðar langömmubörnun- um og við metum mikils. Elsku amma, við þökkum þér fyrir alla þá umhyggju og blíðu sem þú gafst okkur. Minning þín lifir áfram í hjörtum okkar. Þín barnabörn Kristján Þór, Auður, Jóna Símonía og Guðný Kristín. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Elsku langamma, nú ert þú farin frá okkur og við söknum þín mikið. En nú ertu uppi hjá guði og við vit- um að þar líður þér vel hjá langafa. Þú varst alltaf svo góð við okkur og prjónaðir marga fallega bangsa og brúður handa okkur. Takk, elsku langamma, fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Þín langömmubörn Júlíana Lind og Daníel Örn. JÓNA BJARNADÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.