Morgunblaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 27 MINNSTAÐUR STARFSSTÖÐ Orkuseturs sem og vettvangs fyrir vist- vænt eldsneyti hefur formlega verið opnuð við Akureyr- arsetur Orkustofnunar. Evr- ópusambandið mun á næstu þremur árum greiða 5–6 millj- ónir króna árlega til setursins og þá hafa þau Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, Benedikt Sig- urðarson, stjórnarformaður KEA, og Þorkell Helgason orkumálastjóri ritað undir viljayfirlýsingu um samstarf KEA og Orkustofnunar um fjármögnun Orkuseturs og aukin verkefni á Akureyri. KEA mun veita 5 milljónir króna árlega næstu þrjú ár til að styrkja nýja starfsemi set- ursins. Valgerður sagði að verkefnið um vistvænt elds- neyti hefði verið flutt norður fyrir tilstuðlan KEA, en félagið hefði lýst yfir vilja til að taka þátt í flutningi opinberra starfa á félagssvæði sitt. Hún sagði fólk almennt ekki gefa orkusparnaði mikinn gaum, en verkefnið gengi m.a. út á að at- huga og benda mönnum á hvernig hægt er að nýta orkuna betur. „Við erum að leggja upp í lítið ferðalag, höf- um stigið skref í áttina að því að fjölga störfum,“ sagði Bene- dikt en Þorkell orkumálastjóri sagði að starfsfólki hefði fjölg- að tvöfalt, þeir voru tveir fyrir tveimur árum, eru nú fjórir. Hann sagði Akureyri greini- lega hafa aðdráttarafl, fjöldi umsókna barst um störfin fyrir norðan þegar þau voru auglýst en þeir sem voru ráðnir voru í Kaliforníu og Svíþjóð. Í bókun stjórnar KEA, sem fylgir vilja- yfirlýsingunni, kemur fram að þess sé vænst að unnið verði að frekara samstarfi sem leiði til verulegrar uppbyggingar verkefna og fjölgunar starfa á Akureyri og félagssvæði. Tak- ist það samstarf ekki á næstu 12–18 mánuðum áskilur stjórn KEA sér rétt til að fella niður fjárhagslegar skuldbindingar sínar við þau verkefni sem yf- irlýsingin tilgreinir. KEA og ESB styrkja starfsstöð Orkuseturs Liður í að fjölga störfum norðan heiða Morgunblaðið/Kristján Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður KEA, Valgerður Sverr- isdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Þorkell Helgason orku- málastjóri undirrituðu viljayfirlýsinguna. INGIBJÖRG Ösp Stefánsdóttir markaðs- og kynning- arfulltrúi KEA sagði að með Kaupdögum væri annars vegar verið að hrinda í framkvæmd ákvörðun stjórnar KEA um að ráðstafa til félagsmanna 50 milljónum króna vegna góðs gengis á árinu 2004 og hins vegar væri verið að útfæra eitt af meginmarkmiðunum úr samþykktum félagsins, sem snýr að öflun viðskipta- kjara til handa félagsmönnum. „Ég sé ekki að þetta framtak sé á nokkurn hátt ógnun við frjálsa samkeppni í verslun í bænum enda er það mat samstarfsaðila að hagsmunum þeirra sé betur borgið með þátttöku í verkefninu. Almenn ánægja ríkir um verkefnið meðal félagsmanna og samstarfsaðila og KEA hefur fengið jákvæð viðbrögð vegna þess,“ sagði Ingibjörg. Ragnar Sverrisson, formaður Kaupmannafélags Ak- ureyrar, gagnrýndi Kaupdaga KEA í Morgunblaðinu í gær. Hann sagði að margir kaupmenn væru óánægðir með afskipti KEA af verslun í bænum og að þetta trufl- aði frjálsa samkeppni. Alls taka sextán aðilar þátt í Kaupdögunum, sem standa yfir frá 22. nóvember til 18. desember nk. Sem fyrr segir setur KEA um 50 milljónir króna í verkefnið en félags-menn, sem eru á áttunda þúsund, hafa fengið sendar þrjár 2.000 króna ávísanir. Eina ávísunina er aðeins hægt að nota í verslunum Sam- kaupa og til kaupa á vörum frá Norðlenska. Ingibjörg sagði að KEA væri stór hluthafi í Norðlenska og að ákvörðun um að ein ávísunin væri sérmerkt til kaupa á vörum frá fyrirtækinu hefði verið tekin með heildar- hagsmuni félagsmanna að leiðarljósi. KEA stefnir að útgáfu Fríðindakorts í febrúar nk. og gagnrýndi formaður Kaupmannafélagsins þær fyrir- ætlanir einnig. Ingibjörg sagði að KEA væri ekkert að finna upp hjólið hvað þetta varðar. „Það eru margir að gefa út ýmis fríðindakort og búa til hagsmunahópa sem hafa það markmið að semja um afslætti og kjör. KEA hefur því enga sérstöðu hvað það varðar,“ sagði Ingi- björg. Markaðs- og kynningarfulltrúi KEA um gagnrýni á Kaupdaga félagsins Engin ógnun við frjálsa sam- keppni í verslun AKUREYRI UMHVERFISRÁÐ Akureyrarbæjar verður með opið hús í Amtsbókasafninu í dag, laug- ardag, milli kl. 13 og 16 vegna endurskoðunar aðalskipulags Akureyrar 2005-2018. Í tillög- unni er m.a. um að ræða umfangsmiklar breyt- ingar í miðbænum, í tengslum við verkefnið Akureyri í öndvegi. Þar er gert ráð fyrir íbúða- byggð, stórmarkaði og síki frá Pollinum að Skipagötu. Þá er gert ráð fyrir því að Akureyr- arvöllurinn fái nýtt hlutverk og þar verði íbúðabyggð og fjölskyldu- og skemmtigarður. Guðmundur Jóhannsson, formaður um- hverfisráðs, sagði þetta verkefni í miðbænum mjög spennandi og hann vonast til að þessar við Skipagötu. Guðmundur sagði að ef gefið yrði leyfi fyrir byggingu verslunarhúsnæðis á eða við Akureyrarvöllinn væri verið að ganga gegn verðlaunatillögunum þremur, því engin þeirra gerði ráð fyrir verslun þar. „Það er eins með hæð húsa, ef við myndum byggja hærra en 5-7 hæðir værum við einnig að ganga gegn þessum tillögum.“ Bæjarbúum gefst kostur á að kynna sér tillöguna að aðalskipulagi Akureyrar fram að næstu helgi í Amtsbókasafninu. Auk kynningar á breyttu skipulagi miðbæjarins má kynna sér önnur áhugaverð mál, eins og legu tengibrauta í Lundarhverfi, Síðubraut, aðra gatnagerð í bæn- um og þéttingu byggðar svo eitthvað sé nefnt. breytingar geti allar orðið að veruleika. „Bæj- aryfirvöld hafa hug á að hrinda verkefninu af stað strax í byrjun næsta árs. Þessi vinna stýrihópsins hefur gengið hratt og vel og hann er að skila mjög vandaðri vinnu. Miðbæj- arskipulagið endurspeglar líka algjörlega þessar þrjár verðlaunatillögur í hugmynda- samkeppninni og vilja þeirra 10% bæjarbúa sem mættu á íbúaþingið,“ sagði Guðmundur. Þyrping sótti um lóð við Akureyrarvöllinn, þar sem hugmyndin var að byggja versl- unarhús fyrir Hagkaup og fleiri verslanir. Ekki er gert ráð fyrir slíkri byggingu á því svæði, heldur á Sjallareitnum svokallaða eða Endurskoðun aðalskipulags Akureyrar 2005-2018 Kynning á opnu húsi í Amtsbókasafninu eftir Þorvald Þorsteinsson Tónlist: Árni Egilsson við Jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson Áhorfendur ferðast víða um Þjóðleikhúsið, inn í ævintýraveröld jólanna og sjá leikþætti um jólin í gamla daga og í nútímanum! Leikendur: Rúnar Freyr Gíslason Þórunn Erna Clausen Guðrún S. Gísladóttir Hrefna Hallgrímsdóttir Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir Hljóðfæraleikarar: Vadim Fedorov Darri Mikaelsson Búningar: Þórunn E. Sveinsdóttir Lýsing: Ásmundur Karlsson Leikmynd: Geir Óttar Geirsson Tónlistarstjórn/útsetningar: Davíð Þór Jónsson Grímugerð: Stefán Jörgen Ágústsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.