Morgunblaðið - 26.11.2005, Síða 6

Morgunblaðið - 26.11.2005, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FALLEGT SVÍNARÍ! - amazon.de Svínsleg saga um ást handa þeim yngstu og elstu. Og öllum hinum líka ... Tvær bækur í einni! Fyndin, ljúf og hlý! ÉG tek hiklaust og djarflega þátt í þjóðmálaumræðum á Íslandi, ég segi minn hug og geng að því vísu að ég búi hér við réttaröryggi, að ég megi segja hug minn. Ég hlýt að vera bundinn af velsæmi og meiðyrðalöggjöf á Íslandi þegar ég læt orð falla,“ sagði Hannes Hólmsteinn Gissurarson á blaða- mannafundi í gær þar sem hann kynnti greinargerð sem lögð hefur verið fram í héraðsdómi vegna kröfu Hannesar um endurupptöku meið- yrðamáls Jóns Ólafssonar á hendur honum. Málið var dæmt í Bretlandi í haust og var Hannes dæmdur til að greiða Jóni 12 milljónir króna í skaða- bætur. Lögmaður Jóns Ólafssonar hefur nú tveggja vikna frest til að skila greinargerð sinni í málinu. Á fundinum í gær sagðist Hannes reyna að vera löghlýðinn borgari en hins vegar væri vegið að sér úr laun- sátri mörgum árum seinna í öðru landi þar sem væru allt aðrar leikregl- ur en á Íslandi. „Ég get sagt hér og nú að ég hef enga löngun til að spilla fyrir Jóni Ólafssyni í hans fjárfestingum eða umsvifum erlendis,“ sagði hann. „Ég segi bara: Verði honum að góðu. Það sem ég gerði eingöngu var að lýsa efasemdum mínum á Íslandi um það að maður sem væri jafnumdeildur og bæri jafnmikinn skugga og Jón, svo ég vitni í það sem segir í öllum þessum blöðum [Morgunpóstinum, Helgar- póstinum og fleiri blöðum], væri jafn áhrifamikill og hann var á Íslandi á sínum tíma.“ Á að svipta menn aleigunni? Hannes spurði í þessu tilliti hvort svipta ætti íslenska ríkisborgara aleigunni fyrir að taka á skorinorðan hátt þátt í íslenskri þjóðmálaumræðu á íslenskum forsendum haldandi að þeir væru að hlýða íslenskum lögum. Hannes rakti tildrög málsins eins og segir í greinargerð hans, til ársins 1999 þegar hann í ræðu á blaða- mannaþingi í Reykholti lýsti áhyggj- um af því að hér ættu umdeildir menn með óþægilega fortíð stóra fjölmiðla. Umræddur maður var Jón Ólafsson sem Hannes lýsti á fundinum í gær sem einum voldugasta og áhrifamesta manni landsins. „Það liggur fyrir að hann hafði þá jafnvel verið að reyna að hafa áhrif á stjórnarmyndanir og átti stærsta fjölmiðlafyrirtækið. Auð- vitað grunaði mig þá ekki að hann myndi nokkrum árum síðar flytjast til Bretlands og höfða meiðyrðamál gegn mér í Bretlandi. Ég hagaði orðum mínum þannig að ég væri ekki að brjóta íslensk lög á sama hátt og væri ég í Bretlandi myndi ég reyna að haga orðum mínum þannig að ég væri að brjóta bresk lög. Það kom mér því fullkomlega á óvart, og ég held að það sé hægt að jafna því við lögsókn úr launsátri, þegar ég var árið 2004 dreg- inn fyrir dóm í Bretlandi fyrir orð sem ég hafði látið falla á Íslandi um ís- lenskar aðstæður árið 1999.“ Úrdráttur úr ræðu Hannesar birt- ist á vefsíðu hans hjá Háskóla Íslands og sagðist hann hafa beðið vefstjóra HÍ að taka niður síðuna þegar bresk lögmannsstofa bað hann í júní 2004 um að taka ummælin af heimasíðunni. Sagðist hann engan áhuga hafa haft á að troða illsakir við Jón Ólafsson. „Ég ákvað hins vegar að biðjast ekki af- sökunar á þessum ummælum vegna þess að ég taldi að þau væru sönn og eðlileg í því samhengi sem þau voru sett fram í. Ég óskaði eftir því við há- skólann 3. júlí 2004 að heimasíðan yrði tekin niður og ætlaði síðan að kanna málið í betra tómi. Fyrir einhverja handvömm vefstjóra háskólans var heimasíðan ekki tekin niður þannig að lögmenn Jóns stefndu mér í septem- ber 2004 og þá lokaði ég umsvifalaust heimasíðunni.“ Eitt af því sem Hannes leggur áherslu á í greinargerð sinni til hér- aðsdóms er blátt bann við því að um- mælin verði þýdd yfir á ensku og þeim dreift á svæðum sem lögsaga breskra dómstóla nær til enda bannar breski dómurinn að ummælin verði höfð eft- ir. Snýst um hvort íslensk lög gildi hér eða lög annarra þjóða Hannes sagði málið nú snúast um það hvort íslensk lög eigi að gilda á Ís- landi eða lög annarra þjóða. „Það snýst líka um það hvort lög séu aft- urvirk,“ sagði Hannes. „Það virðist vera mikil réttaróvissa um Netið. Bandarískir dómstólar eru hættir að fullnusta meiðyrðadóma frá Bretlandi því þeir segja að meiðyrðalöggjöfin í Bretlandi stríði gegn stjórnarskrár- ákvæðinu um mál- og hugsunarfrelsi sem er ríkulega verndað í Bandaríkj- unum. Í rauninni má segja að þetta mál hér verði um það hvort tjáning- arfrelsið njóti ekki jafnríkrar verndar og í Bandaríkjunum.“ Í greinargerð Hannesar segir að al- gerlega sé ljóst að hann yrði aldrei dæmdur fyrir meiðyrði á Íslandi vegna ummæla sinna um Jón, „vegna þess að þau eru annars vegar gild- ismat sem ég er frjáls að því að hafa, og hins vegar óvéfengjanlegar stað- reyndir.“ Aðspurður sagðist Hannes hafa selt húseign sína til að eiga fyrir mála- rekstrinum og vonaðist hann til að geta keypt hana aftur síðar ef hún stæði honum til boða og hann ætti fyr- ir henni. Aðspurður hvort vefstjóri HÍ hefði lofað að heimasíða hans yrði tek- in niður að hans beiðni, sagðist hann hafa sent vefstjóranum tölvupóst áður en hann fór til Bandaríkjanna. Hann hefði ekki athugað málið aftur fyrr en um haustið og hefði það komið flatt upp á hann þegar það var ekki gert. Aðspurður hvort hann ætti þá end- urkröfu á HÍ sagði Hannes að það gæti vel komið til greina. „Mér finnst það mjög miður að þetta skuli hafa farið svona. Ég held alls ekki að það hafi verið viljaverk,“ sagði hann. Að- spurður um hvort hann hefði sjálfur sett inn efnið á heimasíðu sína sagði hann aðstoðarmann sinn á þeim tíma hafa sett upp síðuna en að hann hefði sjálfur tekið hana niður þegar málið var komið af stað ytra. Hannes birti ummæli sín um Jón á ensku á vefsíðu sinni en það er helsta ástæða þess að Jón ákvað að höfða meiðyrðamál gegn honum. „Enska er alþjóðlegt mál,“ sagði Hannes. „Og þess vegna væri hægt að höfða mál gegn manni sem birtir ummæli á ensku í Zimbabwe þar sem hún er einnig töluð þar,“ sagði hann og benti á, að mál sitt gæti orðið prófmál hvað varðar birtingu ummæla á alþjóðlegu máli á Netinu. „Geng að því vísu að ég búi í réttarríki“ Morgunblaðið/RAX Ég hlýt að vera bundinn af velsæmi og meiðyrðalöggjöf á Íslandi þegar ég læt orð falla,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is  Aðilaskýrsla | 18 RÚMLEGA 750 umsóknir bárust vegna byggingarréttar á lóðum við Kópavogstún í Kópavogi en af- greiðslu þeirra var frestað á fundi bæjarstjórnar Kópavogs í fyrradag. Birgir H. Sigurðsson, skipulags- stjóri Kópavogs, segir hafa verið viðbúið að svo margir sæktu um. „Það er mjög mikil ásókn í þetta, enda er þetta frábær staður niðri við sjóinn,“ segir Birgir. Þetta snýr í suður og er frábært bygging- arland í góðum tengslum við þjón- ustu. Svona svæði eru vandfundin.“ Alls er um að ræða 13 einbýlis- húsalóðir, 10 parhúsalóðir, þar sem verða 20 íbúðir, 83 íbúðir í fjölbýli og 57 þjónustuíbúðir. Samtals er því hér um að ræða 173 íbúðir. Flosi Eiríksson, fulltrúi Samfylk- ingar í bæjarstjórn Kópavogs, sagði sig frá umfjöllun og afgreiðslu á umsóknunum þar sem hann og fjöl- skylda hans eru meðal umsækj- enda. Yfir 750 sóttu um 173 íbúðir HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur dæmt karlmann á fertugsaldri í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að bera eld að lyftara sem stóð við Smáratorg í Kópavogi, með þeim afleiðingum að ökumanns- sæti og klæðning brann. Maðurinn starfaði sem öryggisvörður hjá ör- yggisþjónustu og var í eftirlitsferð. Öryggisvörðurinn tilkynnti sjálf- ur um brunann nótt eina í desember á síðasta ári en þegar lögregla kom á staðinn hafði maðurinn slökkt eld- inn með handslökkvitæki. Grunur féll síðan á hann þegar upptökur úr eftirlitsmyndavélakerfi voru skoð- aðar. Maðurinn neitaði alfarið sök en dómarinn segir í niðurstöðum sínum, að hafið sé yfir skyn- samlegan vafa að hann hafi kveikt í lyftaranum. Er manninum virt það til refsiþyngingar, að hann var að gegna mikilsverðu trúnaðarstarfi við öryggiseftirlit þegar hann framdi brot sitt. Á hinn bóginn var litið til þess að tjón af brotinu varð lítið. Dómari var Finnbogi Alexand- ersson héraðsdómari, verjandi Jón Höskuldsson hdl. og sækjandi Karl Ingi Vilbergsson, fulltrúi lög- reglustjórans í Kópavogi. Dæmdur fyrir að kveikja í lyftara Í DAG verður Laugavegurinn í Reykjavík formlega opnaður á ný eftir framkvæmdir milli Snorra- brautar og Barónsstígs og nýtt bílahús tekið í notkun. Athöfnin fer fram við nýja bílahúsið á Laugavegi 86–94 og hefst hún kl. 12. Alfreð Þorsteinsson, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, mun formlega taka hið nýja bílahús í notkun. Hið nýja bílahús rúmar 193 bíla í kjallara hússins og verða stæðin gjaldfrjáls fyrst um sinn. Fram- kvæmdir við efri hæðir bygging- arinnar, sem eru í eigu Ístaks hf., munu standa fram á mitt ár 2006. Þar verður um 950 fermetra versl- unarrými á götuhæð og 31 íbúð á 2.–4. hæð. Ýmis skemmtiatriði Boðið verður upp á kaffiveiting- ar við harmónikkuundirleik í bíla- húsinu að athöfn lokinni og þá verður skemmtidagskrá á vegum verslunareigenda á Laugavegi. Jólasveinar verða á ferð og flugi, sýnt verður atriði úr nýju barna- leikriti Þjóðleikhússins Leitin að jólunum, Guðjón Friðriksson sagn- fræðingur mun segja frá gamla Laugaveginum, Davíð Ólafsson og Valgerður Gunnarsdóttir syngja revíulög og leikhópur frá Hinu húsinu mun koma fram. Á laugardag verður einnig árleg hundaganga niður Laugaveginn og er hún áætluð kl. 13. Að lokinni hundagöngu verður Laugavegur- inn allur opinn fyrir bílaumferð og þá verður bílahúsið opið fyrir al- menna notendur. Efnt verður til samkeppni um nafn á bílahúsið. Tillögum um nafn má skila til og með 23. desember 2005. Bílastæðasjóður leggur til- lögurnar fyrir Framkvæmdaráð á fyrsta fundi ráðsins í janúar 2006 þar sem niðurstaða samkeppninn- ar ræðst. Ef fleiri en einn hafa lagt fram sömu tillögu og valin verður, verður dregið um nafn vinningshafa. Nýtt hús fyrir um 200 bíla tekið í notkun Morgunblaðið/Þorkell Eiríkur Ásmundsson og Grétar Einarsson kepptust í gær við að leggja síð- ustu hönd á merkingar í nýja bílastæðahúsinu sem opnað verður í dag.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.