Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 2005næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Morgunblaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 11 FRÉTTIR ADELINE Keil er franskur ljós- myndari sem er stödd hérlendis til að vinna að verkefni sínu um þróun kvenlíkamans. Verkefni hennar hef- ur vakið ómælda athygli þar sem um er að ræða ljósmyndir sem teknar eru af nöktum kvenlíkömum í sund- laugum Reykjavíkur. Fyrir stuttu birtist grein um verkefni Adeline í DV þar sem auglýsing hennar úr Vesturbæjarlauginni er birt. Vakin er athygli á því í greininni að list- formið sé óvanalegt fyrir listamenn á Íslandi og er greinin myndskreytt með myndum úr safni þeirra DV- manna. Í samtali við Morgunblaðið segist Adeline vera ósátt við að auglýsing hennar hafi verið birt í DV án henn- ar samþykkis. „Verkefnið mitt miðar að því að fylgjast með þróun mannslíkamans frá unglinsárum og fram á efri ár. Ég hafði þegar fundið nokkrar kon- ur á aldrinum 15 til 25 ára en vantaði fyrirsætur á aldrinum 30–99 ára og ákvað því að hengja upp auglýsingu í Vesturbæjarlauginni. Þetta getur verið viðkvæmt málefni, í Frakk- landi eru konur til dæmis mjög ósáttar við eigin líkama en ég heill- aðist af sundmenningunni sem þið hafið hér á Íslandi. Hér hittast konur á öllum aldri, af öllum stærðum og gerðum saman í sundi og það þykir ekkert tiltökumál. Það virðist ekki vera almenn feimni og óánægja hjá konum vegna líkama síns. En vegna viðkvæmninnar og nálgunarinnar við fyrirsæturnar þá var það með ráði gert að birta ekki auglýsingar á síðum dagblaðanna. Greinin í DV hefur frekar valdið mér vandræðum en annað, þar sem hún kom ekki til- gangi verkefnisins rétt til skila og myndirnar sem með henni birtust eiga ekkert sameiginlegt með mín- um myndum,“ segir Adeline. Hún segist hafa fengið óskemmtileg sím- töl í kjölfar greinarinnar og að engin hafi fengist til að sitja fyrir vegna misskilnings um að hér væru óeðli- legar eða klámfengnar myndir á ferð. Mikilvægt að fyrirsæturnar séu sáttar „Í rauninni er tilgangurinn að sýna eðlilega þróun kvenlíkamans og eru ljósmyndirnar teknar í venju- legu umhverfi, þær eru ekki upp- stilltar heldur lýsa andrúmsloftinu þegar konur hittast á leið ofan í laug- ina. Ætlun mín er að koma til Íslands aftur í janúar og hitta fyrirsæturnar til þess að sýna þeim afraksturinn og fá samþykki þeirra til að sýna mynd- irnar á ljósmyndasýningu í Frakk- landi í apríl. Það er mjög mikilvægt fyrir mig að fyrirsæturnar séu sátt- ar. Engar myndir verða sýndar nema með þeirra samþykki.“ Adeline er á þrítugsaldri en hefur þegar unnið til nokkurra verðlauna. Hún fékk meðal annars hæstu ein- kunn í ljósmyndun þegar hún út- skrifaðist úr virta listaháskólanum „École Nationale Supérieure de la Photographie d’Arles“ og vann evr- ópsk ljósmyndaverðlaun árið 2004 fyrir myndaþátt um daglegt líf á Balkanskaga. Verkefnið sem hún vinnur hér á landi er styrkt af lista- safninu „ L’Ardi – Photographie en Basse-Normandie“ þar sem sýningin verður sett upp næsta vor. Adeline er sjálfstæður ljósmyndari en hefur meðal annars unnið verkefni á veg- um virtra dagblaða eins og Le Monde og Courrier International. Kannar grundvöll fyrir kæru á hendur DV Í samtali við fréttastjóra DV, Ósk- ar Þorvaldsson, fengust þau svör að engu hefði verið logið í greininni, að um væri að ræða nektarmyndir og að ekki hefði náðst í Adeline í tæka tíð til að fá myndir frá henni. Því hefðu verið notaðar myndir úr þeirra eigin ljósmyndasafni. Adeline segir að mestu skipti fyrir hana að einbeita sér að verkefninu þá daga sem hún eigi eftir á Íslandi og enn eigi hún eftir að finna nokkr- ar fyrirsætur. „Ég geri þó ráð fyrir því að tala við lögfræðing minn þeg- ar ég kem aftur til Frakklands til að athuga hvort það sé grundvöllur fyr- ir því að kæra DV. Mér finnst ekki rétt að greinin sé unnin upp úr aug- lýsingu minni sem var birt án míns samþykkis og hefur umfjöllunin skaðað ímynd mína sem faglegs ljós- myndara á Íslandi þar sem óbeint var gefið í skyn að myndirnar sem fylgdu greininni væru eftir mig. Hún hefur haft neikvæð áhrif á verkefnið en ég undirbjó mig í tæpt ár áður en ég kom hingað til þess að koma í veg fyrir misskilning. Ég bjóst hins veg- ar ekki við svona útreið. “ Áhugasömum er bent á heimasíðu Adeline þar sem sjá má verk hennar og feril: www.adelinekeil.com. Franskur ljósmyndari myndar íslenskar konur Kvenlíkaminn í sinni eðlilegustu mynd Eftir Söru Kolka Sara@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Franski ljósmyndarinn Adeline Keil myndar íslenskar konur. TILVIKUM þar sem ungir ökumenn eiga aðild að umferðarslysum hefur fækkað mjög mikið á undanförnum árum samkvæmt athugun Umferðar- stofu. Ungum ökumönnum í slysum hefur fækkað um 12% frá 1999–2004 á meðan heildarfjöldi ökumanna sem eiga aðild að slysum hefur aukist um 8,3%. Meðal annars er um að ræða 17–18 ára stráka en hlutdeild þeirra í slys- um hefur lækkað um 26,8% frá 1999– 2004 með tilliti til heildarfjölgunar ökumanna og kynjamunar. Hlutur kvenna á sama aldri helst hins vegar óbreyttur. Svipaða þróun má sjá þeg- ar ökumenn sem fengið hafa refsi- punkta í ökuferilsskrá eru greindir eftir aldri og kyni. Heildarfækkun til- vika 17–18 ára ökumanna 2000–2004 nemur rúmum 25%, þar af eru karlar 29,3% og konur 11,4%. Þessar upp- lýsingar voru kynntar á málþingi Umferðarstofu, Ungir ökumenn, þann 23. nóvember sl. Þar kom fram að þótt ökumenn í aldursflokknum 17–18 ára hefðu bætt sig verulega í umferðinni teljist þeir enn í áhættu- hópi. Eru þeir í 2 til 2,5 sinnum meiri hættu en ökumenn á miðjum aldri. Kannanir hafa sýnt að áróður og aug- lýsingar Umferðarstofu og trygg- ingafélaga sem beint er að ungum ökumönnum hafa vakið þá til um- hugsunar um ábyrgð sína í umferð- inni og eflt vitund þeirra um hættur. Einnig kom fram að eldri ökumenn eru í áhættuhópi, einkum eldri kon- ur. Í máli Sigurðar Helgasonar, verk- efnisstjóra hjá Umferðarstofu, komu fram vangaveltur um hvort ekki þyrfti að taka tillit til viðhorfa öku- nema og andlegs þroska við ákvörð- un um hvort þeir væru hæfir til að öðlast ökuréttindi. Ungir ökumenn að taka sig á ATHUGIÐ! BREYTTUR OPNUNARTÍMI LAUGARDAGUR 11-18 SUNNUDAGUR 14-18 H Æ Ð A S M Á R A 4 • S Í M I 5 4 4 5 9 5 9 • Í I NÝJA R VÖ RUR Laugavegi 42 • sími 551 8448 Gullsmiðja Hansínu Jens Skart smíðað af Hansínu og Jens Guðjónssyni N æ st LEYNDARMÁL AFHJÚPAÐ! Hér varpa einstakar frásagnir Kanadamanna og Íslendinga nýju ljósi á björgunar- og hermálasögu Íslands með lýsingu á einum örlagaríkasta atburði stríðsins hér á landi. Fjallað er um aðferðir sem gera konum kleift að grennast og gjörbreyta líkamlegu ásigkomulagi sínu. Pamela útskýrir hvernig jafnvægið milli æfinga og næringar skiptir mestu. Á öllum aldri. EIN ALLRA STÆRSTA BJÖRGUN ÍSLANDSSÖGUNNAR Sími 562 2600 KONU BÓKIN Útkallsbækur Óttars Sveinssonar hafa verið metsölubækur í áraraðir. Lítil hersveit undir stjórn Einars Sigurðssonar bjargaði hátt í tvö sjóliðum eftir að kanadíski tundur- spillirinn Skeena, strandaði við Viðey 25. október 1944. METSÖLU-LÍFSSTÍLSBÓK SNIÐIN AÐ ÞÖRFUM KVENNA Dr. Pamela Peeke lagaði aðferðirnar í Líkami fyrir lífið algjörlega að konum. Jarrahúsgögnin frá Suður-Afríku eru safngripir. Borð í öllum stærðum, stólar og margt fleira. Sérsmíði og pantanir. EINSTÖK HÚSGÖGN MEÐ HEILLANDI SÖGU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 321. tölublað (26.11.2005)
https://timarit.is/issue/262919

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

321. tölublað (26.11.2005)

Aðgerðir: