Morgunblaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Af sérstökum ástæðum er til sölu einn skemmtilegasti veitingastaðurinn í bænum, grillstaður og pizzastaður. Reksturinn byggist á grillmat, borgurum, samlokum, alvöru stórsteikum, fiskréttum, hlaðborðum, eldbökuðum pizzum, léttvínsleyfi, og heimsendingum. Veislur á staðnum og sendar út, partý, matarsendingar í fyrirtæki o.fl. Allar frekari upplýsingar veitir Leifur Aðalsteinsson á skrifstofu. TÆKIFÆRI Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG Sérhæð, 97,7 fm, ásamt bílskúr í litlu fjölbýli á mjög góðum stað miðsvæðis í Garðabænum. Mjög gott útsýni til suðurs og góð bílastæði. Þarna er stutt í alla þjónustu. Íbúðin er rúmgóð 3ja herbergja og góðar svalir. Bílskúr er með öllum lögnum. Verð 28,0 millj. kr. FYRIR ELDRI BORGARA GARÐATORG - GARÐABÆ Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG Til sölu mjög fallegt 165 fm einbýlishús með innbyggðum tvöföld- um bílskúr. Húsið er byggt 1990 og er allt hið vandaðasta. Þrjú góð svefnherbergi. Húsið er mjög vel skipulagt og rúmgott. Getur losnað mjög fljótt. Verð 42,0 millj. kr. STAKKHAMRAR – GRAFARVOGI EINBÝLI Á EINNI HÆÐ MARGIR Íslendingar eru þegar farnir að undirbúa jólin þó að enn sé alllangt í þau. Þegar er búið að spá því að þjóðin muni slá nýtt eyðslumet í des- ember eða eyða 36 og hálfum milljarði; fjór- um milljörðum meira en í fyrra. Dagblöð og tímarit eru undirlögð af jólaauglýsingum, hillur kjörbúðanna svigna undan ham- borgarhryggjum, jóla- öli og smákökum. Á sama tíma og neysla fer vaxandi í samfélaginu er átak- anlegt að vita til þess að umtalsverður hóp- ur fólks er heim- ilislaus á Íslandi. Mið- að við þrengstu skilgreiningu eru um það bil 50 heim- ilislausir einstaklingar á höfuðborgarsvæð- inu, þ.e. fólk sem á hvergi höfði sínu að halla. Inni í þessari tölu eru þó ekki allir sem telja má heim- ilislausa. Hún miðast við þrönga skilgrein- ingu og á í raun aðeins við um þá sem eiga ekki í nein hús að venda. Langflestir þeirra sem eru heim- ilislausir halda til í Reykjavík og gista ýmist á götunni, jafnvel í dag- blaðagámum eða öðru slíku, eða þá í gistiskýlum eða á meðferðarstofn- unum. Félagsmálaráðherra upplýsti það í umræðum á Alþingi fyrir skömmu að fyrir lægju tillögur um að stofna í áföngum tvö heimili fyrir átta hús- næðislausa einstaklinga, og myndi rekstur fyrra heimilisins hefjast 2006 en hins seinna ári síðar – að því gefnu að rekstur hins gengi vel. Þetta á að gera í samvinnu félags- málaráðuneytis, heilbrigðisráðu- neytis og Reykjavíkurborgar. Núna er eitt gistiskýli fyrir heim- ilislausa karla og konur í Reykjavík og eitt sérstakt gistiskýli fyrir kon- ur, Konukot. Gistiskýlið er rekið af Reykjavík- urborg og opið allan sólarhringinn allt árið. Nýlega ákvað svo velferð- arráð Reykjavíkurborgar að veita fjármunum til þess að Konukot gæti einnig verið opið allan sólarhringinn og er það sérstakt fagnaðarefni. Þess eru einhver dæmi að fólki undir áhrifum sé vísað frá skýlunum þó að samkvæmt reglum eigi það ekki að koma að sök. Neysla innandyra er þó ekki leyfð í Gistiskýlinu. En það er lykilatriði að eng- um sé vísað frá í þessum skýlum og engar reglur eiga að útiloka neinn. Þó að Reykjavík- urborg, Rauði krossinn og yfirvöld félags- og heilbrigðismála hafi lagt sitt af mörkum í mál- efnum heimilislausra er engan veginn nóg að gert og miklu skiptir að félagsmálayfirvöld í landinu geri sérstakt átak í þessum efnum. Það er einfaldlega ekki nóg að stofna tvö heimili fyrir sextán heim- ilislausa, annað eftir ár og hitt í óskilgreindri framtíð. Ekki þegar vit- að er að það eru a.m.k. fimmtíu manns, og þá miðað við þrengstu skilgreiningu, sem eru heimilislausir á höfuðborg- arsvæðinu einmitt núna. Eiga heimilislausir að sofa úti í kuldanum næstu tvö árin á meðan þjóðin eyðir á fjórða tug milljarða í þriggja daga jólahátíð? Það er auð- velt að gleyma þessum fámenna hóp þegar jólaljósin lýsa upp skamm- degið, en það má einfaldlega ekki gerast. Það er ríkri þjóð til skammar þegar fólk þarf að gista á götum úti í kulda og vosbúð. Allir þeir sem ekki eiga í nein hús að venda eiga í það minnsta að fá rúm yfir nóttina. Stofna verður fleiri skýli samhliða varanlegri úrræðum. Og það skiptir máli að forgangsraða fjármunum í þetta núna. Okkur er það ekki sæm- andi að hér á Íslandi eigi fólk hvergi höfði sínu að halla. Jól á götunni? Katrín Jakobsdóttir skrifar um heimilisleysi Katrín Jakobsdóttir ’Eiga heim-ilislausir að sofa úti í kuldanum næstu tvö árin á meðan þjóðin eyðir á fjórða tug milljarða í þriggja daga jólahátíð?‘ Höfundur er varaformaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs. ÞAÐ virðist fara óskaplega í taug- arnar á þingmönnum Samfylking- arinnar þegar á það er bent að flokk- urinn og forystumenn hans hafi ekki skýra stefnu í mikilvægum málum. Hin kaldi raunveru- leiki er hins vegar sá að forystumenn Samfylk- ingarinnar hafa á und- anförnum árum og misserum talað út og suður í umræðum um mál sem skipta okkur Íslendinga miklu máli. Evrópumálin Á dögunum voru ut- anríkismál til umræðu á Alþingi og létu þing- menn Samfylking- arinnar þar nokkuð að sér kveða. Einn þeirra, Össur Skarphéðinsson, skugg- aráðherra Samfylkingarinnar í utan- ríkismálum, fjallaði þar af mikilli innlifun og sannfæringu um mik- ilvægi þess að Ísland gerðist aðili að Evrópusambandinu. Eins og kunnugt er höfum við, sem ekki teljum það þjóna hags- munum Íslendinga að gerast aðilar að Evrópusambandinu, bent á að það sem einkum standi í vegi aðildar Ís- lands að sambandinu sé sú stað- reynd að með slíkri aðild færðist yf- irstjórn fiskveiða frá Íslandi til Brussel. Rétt er þó að halda því til haga að ókostir aðildar fyrir Ísland eru mun fleiri. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem skuggaráðherrann lætur til sín taka í umræðunni um Evrópumál. Fram til þessa hefur Össur þó í trúboði sínu og Samfylkingarinnar fyrir aðild Ís- lands að Evrópusambandinu við- urkennt mikilvægi þess að Íslend- ingar héldu tryggum yfirráðum sínum yfir stjórn fiskveiða. Þannig sagði Össur í Morgunblaðsgrein þann 26. júní 2002, um þetta mál: ,,Án tryggra yfirráða yfir auðlindinni kemur aðild að ESB að mínu mati ekki til greina.“ Í sömu grein sagði Össur: ,,Það er einfaldlega ekki í kortunum að við samþykkjum aðild- arsamning sem felur í sér framsal á yfirráðum yfir auðlind Íslandsmiða.“ Samfylkingin slær nýjan tón Þetta eru orð að sönnu hjá skuggaráðherra Samfylkingarinnar í utanríkismálum. En í umræðunum um utanríkismál sem áður var getið kvað við nýjan tón hjá fyrrverandi formanni Samfylking- arinnar. Þá sagði Öss- ur: ,,Hins vegar vil ég segja það alveg klárt og kvitt að ég er líka reiðubúinn að ganga í Evrópusambandið jafnvel þó yfirstjórnin yrði í Brussel“, og átti þar við yfirstjórn fisk- veiða hér við land. Er nema von að á það sé bent að Sam- fylkingin sé stefnulaus stjórnmálaflokkur þeg- ar forystumenn hans tala með þessum hætti? Afsal fiskveiðistjórnunar Ef svo færi að Ísland gerðist aðili að Evrópusambandinu er ljóst að yf- irstjórn yfir mikilvægustu auðlind Íslendinga, fiskimiðunum, myndi færast frá Íslandi til Brussel. Sú full- yrðing er ekki úr lausu lofti gripin, enda hafa m.a. Franz Fischler, fyrr- verandi yfirmaður sjávarútvegsmála hjá sambandinu, og Ben Bradshaw, sjávarútvegsráðherra Bretlands, staðfest að slíkt afsal yrði fylgifiskur aðildar Íslendinga að Evrópusam- bandinu. Þá kemur skýr vilji Evr- ópusambandsins í þessum efnum fram í fyrirhugaðri stjórnarskrá þess, þar sem sjávarútvegurinn er eina atvinnugreinin sem sérstaklega er tekið fram að skuli í raun alger- lega vera undir yfirráðum sam- bandsins, en um þetta ákvæði stjórn- arskrárinnar voru engar deilur milli aðildarríkjanna. Það þarf varla að rifja það upp hversu harða baráttu forfeður okkar háðu fyrir sjálfstæði og fullveldi ís- lensku þjóðarinnar. Enn síður þarf að rifja það upp hversu hart Íslend- ingar þurftu berjast fyrir yfirráðum yfir auðlindinni við Íslandsstrendur og dugði þar ekkert minna til en stríð, það eina sem við Íslendingar höfum nokkru sinni háð. Málflutningur forystumanna Sam- fylkingarinnar er móðgun við þá sem þessa baráttu háðu. Út og suður Sigurður Kári Kristjánsson fjallar um stefnu Samfylkingar í Evrópumálum ’Ef svo færi að Íslandgerðist aðili að Evrópu- sambandinu er ljóst að yfirstjórn yfir mikilvæg- ustu auðlind Íslendinga, fiskimiðunum, myndi færast frá Íslandi til Brussel.‘ Sigurður Kári Kristjánsson Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.