Morgunblaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR nafnkunnu Engeyjarsystra. Fyrir miðri mynd er Ólöf Benedikts- dóttir, sem ein lifir af börnum Guð- rúnar og Benedikts Sveinssonar. Hún er umkringd 35 frænkum sín- um af tveimur kynslóðum, sem sumar komu sérstaklega til lands- ins til að taka þátt í fagnaðinum. ÞESSAR glöðu frænkur komu sam- an 19. nóvember til að heiðra minn- ingu ættmóður sinnar, Guðrúnar Pétursdóttur, sem var ein hinna Morgunblaðið/Árni Torfason Minntust ættmóður af Engeyjarætt MEÐFERÐ bókhaldsgagna hjá stofnunum ríkisins hefur batnað mikið á undanförnum árum og gerir Ríkisendurskoðun nú sífellt færri at- hugasemdir við umhirðu ríkisfjár. Enn skortir hins vegar á að staðið sé að framkvæmd fjárlaga eins og best væri á kosið. Þá eru óraunhæfar áætlanir í skattkerfinu til baga. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar er nefnist „Endurskoðun ríkisreiknings 2004“. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er lýst afrakstri stofnunarinnar af fjár- hagsendurskoðun ársins 2004. Alls voru 432 ársreikningar stofnana og fyrirtækja ríkisins með áritun end- urskoðanda það ár og er það nú orð- inn fastur liður að gefa út endur- skoðaða ársreikninga fyrir allar stofnanir í A-hluta ríkisreiknings, auk stofnana og fyrirtækja í B-, C-, D- og E-hluta hans, að því er segir í fréttatilkynningu. Ríkissjóður rekinn með 2 milljarða tekjuafgangi Í skýrslunni kemur fram að á árinu 2004 var ríkissjóður rekinn með 2 milljarða króna tekjuafgangi miðað við 6,1 milljarða. kr. halla á árinu 2003. Tekjur jukust enda hlut- fallslega meira en gjöld eða um 10% á móti 7%. „Helstu breytingar á efnahagsreikningi fólust í því að skuldir minnkuðu um 11,3 ma.kr. en eignir um 3,2 ma.kr. Eiginfjárstaða ríkissjóðs batnaði því um 8,1 ma.kr. Á árinu 2003 versnaði hún hins vegar um 12,6 ma.kr. Þrátt fyrir að skuldir ríkissjóðs hafi lækkað verulega á undanförnum árum hafa lífeyris- skuldbindingar stöðugt aukist og námu þær 191 ma.kr. í árslok 2004. Hækkun milli ára nemur 3,5%,“ eins og segir í fréttatilkynningu. Ríkisendurskoðun bendir á að í ársbyrjun 2004 voru fluttar tæpar 19,5 milljarða fjárheimildir frá árinu 2003. Ýmist voru þetta ónýttar fjár- heimildir (15 milljarðar) eða ráðstöf- un umfram fjárheimildir (4,5 millj- arðar). Þessi flutningur svarar til um 7,5% af fjárlögum ársins. „Af þessu tilefni ítrekar stofnunin þá skoðun sína að flutningur fjárheimilda um- fram þau 4% viðmiðunarmörk sem nefnd eru í reglugerð um fram- kvæmd fjárlaga sé óheppilegur og veiki mjög framkvæmd fjárlaga,“ segir í tilkynningunni, en alls fóru 179 fjárlagaliðir af 459 (39%) fram úr heimildum árið 2004. Ríkisendurskoðun bendir í skýrsl- unni einnig á að óraunhæfar áætl- anir í virðisaukaskatti eru verulegar og við uppgjör virðisaukaskatts fyrir árið 2004 var ákveðið að tekjufæra einungis 2% af áætlun skattyfir- valda. Samsvarandi leiðréttingar voru gerðar á álagi og dráttarvöxt- um. Þá eru umtalsverðar áætlanir í öðrum skattstofnum. Ríkisendur- skoðun telur að skattyfirvöld verði að taka til hendi í þessum málum. Við fjárhagsendurskoðun ársins 2004 kannaði Ríkisendurskoðun sér- staklega nokkur atriði sem varða húsnæðismál stofnana, tölvumál, símamál og aðkeypta þjónustu vegna upplýsingamála. Fram kom að í um 59% tilvika töldu stjórnendur að húsnæði stofnunar þeirra væri full- nægjandi. Almennt komu stofnanir heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytis verst út í þessu samhengi. Kallar eftir reglum um heimatengingu starfsmanna Fram kom að í um helmingi allra stofnana ríkisins gátu einhverjir starfsmenn tengst tölvukerfi stofn- unar sinnar utan vinnustaðar og oft höfðu þeir óheftan aðgang að sömu gögnum og á vinnustað. Árið 2004 greiddi hver stofnun heimatengingu fyrir að meðaltali 3 starfsmenn, oft- ast yfirmenn og kerfisstjóra. Í þessu samhengi bendir Ríkisendurskoðun á nauðsyn þess að stofnanir setji sér reglur um þessi mál og haldi heima- tengingum í lágmarki vegna örygg- ismála. Í umfjöllun sinni um að- keypta þjónustu vegna upplýsinga- mála bendir Ríkisendurskoðun á hve óskýr skil eru á milli þeirra kostn- aðarliða í rekstrarsamningum á þessu sviði sem ríkisstofnanir geta fengið endurgreiddan virðisauka- skatt af og þeirra kostnaðarliða sem slíkur skattur fæst ekki endur- greiddur af. Stofnunin telur að setja þurfi skýrari ákvæði í reglugerðir um þessi mál. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um ríkisreikning 2004 Óraunhæfar áætlanir í skattkerfinu til baga KARLARÁÐSTEFNA um jafnrétt- ismál verður haldin í Salnum í Kópavogi fimmtudaginn 1. desem- ber næstkomandi frá kl. 9–12. Árni Magnússon félagsmálaráðherra boðar til ráðstefnunnar og í tilkynn- ingu frá félagsmálaráðuneytinu seg- ir að ráðstefnan sé eingöngu ætluð körlum, með þeirri undantekningu að frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrr- verandi forseti Íslands, muni ávarpa ráðstefnuna og sitja hana sem verndari og heiðursgestur. Þá eru karlar hvattir til að sækja ráðstefn- una og er aðgangur ókeypis á með- an húsrúm leyfir. Að undirbúningi hennar með ráð- herra hefur komið hópur manna, þeir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Bjarni Ár- mannsson, forstjóri Íslandsbanka, Gunnar Páll Pálsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur, Ingólfur V. Gíslason, sviðsstjóri á Jafnréttisstofu, Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, og Runólfur Ágústsson, rektor Við- skiptaháskólans á Bifröst. Allir munu þeir flytja framsöguerindi á ráðstefnunni og einnig mun Þráinn Bertelsson rithöfundur flytja erindi. Þá mun Egill Helgason sjón- varpsmaður stýra tveimur pall- borðsumræðum. Á öðru pallborðinu munu sitja ungir karlmenn úr stjórnmálaflokkum og á hinu pall- borðinu munu sitja menn sem unnið hafa að ýmsum þáttum sem snúa að jafnréttismálum frá sjónarhóli karla. Þórhallur Gunnarsson sjónvarps- maður verður ráðstefnustjóri. Karlar eru hvattir til að mæta Karlaráðstefna um jafnréttismál 1. desember Baráttan um börnin Bragi Guðbrandsson á erfitt með að taka við fyrirmælum ef þau byggjast á spilltum ákvörðunum. Í kvöld lau. 26/11, mið. 30/11 uppselt, fim. 1/12 uppselt, fös. 2/12, lau. 3/12. Allra síðustu sýningar! á morgun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.