Morgunblaðið - 26.11.2005, Page 14

Morgunblaðið - 26.11.2005, Page 14
14 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR nafnkunnu Engeyjarsystra. Fyrir miðri mynd er Ólöf Benedikts- dóttir, sem ein lifir af börnum Guð- rúnar og Benedikts Sveinssonar. Hún er umkringd 35 frænkum sín- um af tveimur kynslóðum, sem sumar komu sérstaklega til lands- ins til að taka þátt í fagnaðinum. ÞESSAR glöðu frænkur komu sam- an 19. nóvember til að heiðra minn- ingu ættmóður sinnar, Guðrúnar Pétursdóttur, sem var ein hinna Morgunblaðið/Árni Torfason Minntust ættmóður af Engeyjarætt MEÐFERÐ bókhaldsgagna hjá stofnunum ríkisins hefur batnað mikið á undanförnum árum og gerir Ríkisendurskoðun nú sífellt færri at- hugasemdir við umhirðu ríkisfjár. Enn skortir hins vegar á að staðið sé að framkvæmd fjárlaga eins og best væri á kosið. Þá eru óraunhæfar áætlanir í skattkerfinu til baga. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar er nefnist „Endurskoðun ríkisreiknings 2004“. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er lýst afrakstri stofnunarinnar af fjár- hagsendurskoðun ársins 2004. Alls voru 432 ársreikningar stofnana og fyrirtækja ríkisins með áritun end- urskoðanda það ár og er það nú orð- inn fastur liður að gefa út endur- skoðaða ársreikninga fyrir allar stofnanir í A-hluta ríkisreiknings, auk stofnana og fyrirtækja í B-, C-, D- og E-hluta hans, að því er segir í fréttatilkynningu. Ríkissjóður rekinn með 2 milljarða tekjuafgangi Í skýrslunni kemur fram að á árinu 2004 var ríkissjóður rekinn með 2 milljarða króna tekjuafgangi miðað við 6,1 milljarða. kr. halla á árinu 2003. Tekjur jukust enda hlut- fallslega meira en gjöld eða um 10% á móti 7%. „Helstu breytingar á efnahagsreikningi fólust í því að skuldir minnkuðu um 11,3 ma.kr. en eignir um 3,2 ma.kr. Eiginfjárstaða ríkissjóðs batnaði því um 8,1 ma.kr. Á árinu 2003 versnaði hún hins vegar um 12,6 ma.kr. Þrátt fyrir að skuldir ríkissjóðs hafi lækkað verulega á undanförnum árum hafa lífeyris- skuldbindingar stöðugt aukist og námu þær 191 ma.kr. í árslok 2004. Hækkun milli ára nemur 3,5%,“ eins og segir í fréttatilkynningu. Ríkisendurskoðun bendir á að í ársbyrjun 2004 voru fluttar tæpar 19,5 milljarða fjárheimildir frá árinu 2003. Ýmist voru þetta ónýttar fjár- heimildir (15 milljarðar) eða ráðstöf- un umfram fjárheimildir (4,5 millj- arðar). Þessi flutningur svarar til um 7,5% af fjárlögum ársins. „Af þessu tilefni ítrekar stofnunin þá skoðun sína að flutningur fjárheimilda um- fram þau 4% viðmiðunarmörk sem nefnd eru í reglugerð um fram- kvæmd fjárlaga sé óheppilegur og veiki mjög framkvæmd fjárlaga,“ segir í tilkynningunni, en alls fóru 179 fjárlagaliðir af 459 (39%) fram úr heimildum árið 2004. Ríkisendurskoðun bendir í skýrsl- unni einnig á að óraunhæfar áætl- anir í virðisaukaskatti eru verulegar og við uppgjör virðisaukaskatts fyrir árið 2004 var ákveðið að tekjufæra einungis 2% af áætlun skattyfir- valda. Samsvarandi leiðréttingar voru gerðar á álagi og dráttarvöxt- um. Þá eru umtalsverðar áætlanir í öðrum skattstofnum. Ríkisendur- skoðun telur að skattyfirvöld verði að taka til hendi í þessum málum. Við fjárhagsendurskoðun ársins 2004 kannaði Ríkisendurskoðun sér- staklega nokkur atriði sem varða húsnæðismál stofnana, tölvumál, símamál og aðkeypta þjónustu vegna upplýsingamála. Fram kom að í um 59% tilvika töldu stjórnendur að húsnæði stofnunar þeirra væri full- nægjandi. Almennt komu stofnanir heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytis verst út í þessu samhengi. Kallar eftir reglum um heimatengingu starfsmanna Fram kom að í um helmingi allra stofnana ríkisins gátu einhverjir starfsmenn tengst tölvukerfi stofn- unar sinnar utan vinnustaðar og oft höfðu þeir óheftan aðgang að sömu gögnum og á vinnustað. Árið 2004 greiddi hver stofnun heimatengingu fyrir að meðaltali 3 starfsmenn, oft- ast yfirmenn og kerfisstjóra. Í þessu samhengi bendir Ríkisendurskoðun á nauðsyn þess að stofnanir setji sér reglur um þessi mál og haldi heima- tengingum í lágmarki vegna örygg- ismála. Í umfjöllun sinni um að- keypta þjónustu vegna upplýsinga- mála bendir Ríkisendurskoðun á hve óskýr skil eru á milli þeirra kostn- aðarliða í rekstrarsamningum á þessu sviði sem ríkisstofnanir geta fengið endurgreiddan virðisauka- skatt af og þeirra kostnaðarliða sem slíkur skattur fæst ekki endur- greiddur af. Stofnunin telur að setja þurfi skýrari ákvæði í reglugerðir um þessi mál. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um ríkisreikning 2004 Óraunhæfar áætlanir í skattkerfinu til baga KARLARÁÐSTEFNA um jafnrétt- ismál verður haldin í Salnum í Kópavogi fimmtudaginn 1. desem- ber næstkomandi frá kl. 9–12. Árni Magnússon félagsmálaráðherra boðar til ráðstefnunnar og í tilkynn- ingu frá félagsmálaráðuneytinu seg- ir að ráðstefnan sé eingöngu ætluð körlum, með þeirri undantekningu að frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrr- verandi forseti Íslands, muni ávarpa ráðstefnuna og sitja hana sem verndari og heiðursgestur. Þá eru karlar hvattir til að sækja ráðstefn- una og er aðgangur ókeypis á með- an húsrúm leyfir. Að undirbúningi hennar með ráð- herra hefur komið hópur manna, þeir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Bjarni Ár- mannsson, forstjóri Íslandsbanka, Gunnar Páll Pálsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur, Ingólfur V. Gíslason, sviðsstjóri á Jafnréttisstofu, Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, og Runólfur Ágústsson, rektor Við- skiptaháskólans á Bifröst. Allir munu þeir flytja framsöguerindi á ráðstefnunni og einnig mun Þráinn Bertelsson rithöfundur flytja erindi. Þá mun Egill Helgason sjón- varpsmaður stýra tveimur pall- borðsumræðum. Á öðru pallborðinu munu sitja ungir karlmenn úr stjórnmálaflokkum og á hinu pall- borðinu munu sitja menn sem unnið hafa að ýmsum þáttum sem snúa að jafnréttismálum frá sjónarhóli karla. Þórhallur Gunnarsson sjónvarps- maður verður ráðstefnustjóri. Karlar eru hvattir til að mæta Karlaráðstefna um jafnréttismál 1. desember Baráttan um börnin Bragi Guðbrandsson á erfitt með að taka við fyrirmælum ef þau byggjast á spilltum ákvörðunum. Í kvöld lau. 26/11, mið. 30/11 uppselt, fim. 1/12 uppselt, fös. 2/12, lau. 3/12. Allra síðustu sýningar! á morgun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.