Morgunblaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Það fer ekki framhjá þeimsem fylgjast með gangimála hér í Þýskalandi umþessar mundir, að nú blása nýir og ferskir vindar í þýsk- um stjórnmálum. Eftir að ríkisstjórn Angelu Mer- kel tók við völdum hefur almenning- ur í landinu átt fullt í fangi með að átta sig á því, hver er hvað í nýju rík- isstjórninni. Ástæðan er fyrst og fremst sú að sumir þeirra sem nú verma ráðherrastóla í ríkisstjórn nýju „kanslaraynjunnar“ (eins og ónefndur málfarsspekingur vildi kalla fyrsta kvenkanslara Þýska- lands) hafa lítið sem ekkert verið í sviðsljósinu eða haft sig opinberlega í frammi. Nýi utanríkisráðherrann Þetta gildir t.d. um nýja utanrík- isráðherrann, jafnaðarmanninn Frank-Walter Steinmeier. Fáeinum dögum áður en Steinmeier tók við þessu valdamikla embætti af Joschka Fischer höfðu fæstir al- mennir borgarar hugmynd um hver maðurinn var. Enda hafði hann ár- um saman verið einn af „mönnunum á bak við tjöldin“ í þýskum stjórn- málum. Ferill Steinmeiers, sem er 49 ára að aldri, hófst eftir að hann hafði lokið doktorsprófi í lögum árið 1991. Sama ár sótti hann um starf í for- sætisráðuneyti Neðra-Saxlands. Þáverandi fosrætisráðherra fylkis- ins, Gerhard Schröder, réð hann til starfa og innan tíðar tókst góð vin- átta með þeim tveimur. Þegar Schröder tók við embætti kanslara og myndaði stjórn með græningjum árið 1998 fylgdi Steinmeier vini sín- um og yfirmanni til Berlínar. Þar var hannfyrst settur yfir þýsku leyniþjónustuna. Ári síðar varð hann svo skrifstofustjóri kanslar- ans. Þar með var Steinmeier orðinn hægri hönd valdamesta stjórnmála- manns Þýskalands, auk þess sem umrætt starf er í raun ráðherra- embætti, án sérstaks ráðuneytis. Í þessu hlutverki þjónaði Stein- meier herra sínum dyggilega í heil sjö ár. Það er haft fyrir satt að hann hafi ekki aðeins verið húsbóndaholl- ur, heldur hafi hann líka haft mikið persónulegt dálæti á Schröder og stjórnmálaviðhorfum hans. Ýmsir telja því að það geti orðið Stein- meier þungt í skauti að þurfa nú að þjóna Angelu Merkel, sem er á önd- verðum meiði við Schröder í ýmsum mikilvægum untaríkismálum. Þann- ig töldu þeir sem fylgdust með blaðamannafundi Merkel í höfuð- stöðvum NATO í Brussel síðastlið- inn miðvikudag að það hefði vakið litla hrifningu nýja utanríkisráð- herrans, þegar Merkel fór að rétt- læta einleik Bandaríkjamanna í ut- anríkismálum og sendi þar með Schröder, fyrrverandi húsbónda Steinmeiers, augljósa sneið. Nýi ráðherrann lét þó ekki á neinu bera, enda á löngum ferli búinn að læra þá list embættismannsins að láta hvorki vanþóknun né neinar aðrar tilfinningar í ljósi. Og kannski á það eftir að verða honum heilladrjúgt að kunna að setja upp svipbrigðalausa grímu embættismannsins, því nú er talið fullvíst að Angela Merkel stefni að því að fara sínar eigin leiðir í ut- anríkismálum. Nýjar áherslur í menningarmálum Þegar Frank-Walter Steinmeier var spurður að því í viðtali fyrir fá- einum dögum, hvað honum þætti vænst um af því sem hann átti þátt í að koma til leiðar sem einn nánasti samverkamaður Schröders kansl- ara, hafði hann orð á því að skipan sérstaks menningarmálaráðgjafa stjórnarinnar hefði blásið nýju lífi í æðstu valdastofnanir landsins. Fyrstur manna til að gegna því starfi var góðvinur Gerhards Schröders, úgefandinn og jafnaðar- maðurinn Michael Naumann. Því- næst fylgdu tveir aðrir í kjölfarið. Nú hefur Bernd Neumann, forystu- maður kristilegra demókrata í Brimum, verið skipaður í þetta emb- ætti. Það hefur farið lítið fyrir Neu- mann á opinberum vettvangi síð- ustu árin, en hann var á sínum tíma einn af nánustu samverkamönnum og fylgisveinum Helmuts Kohls. Eftir að menningarmálin hafa síð- ustu sjö árin verið í höndum félaga Schröders og Joschka Fischers af ’68-kynslóðinni er það tímanna tákn að þau skuli nú vera komin í hendur manns sem á árum áður hvatti til þess að það yrði bannað að láta lesa verk eftir róttæka höfunda á borð við Erich Fried í skólum landsins og ljóð þessa byltingarsinnaða skálds yrðu brennd á báli. Auðvitað hafa mörg vötn runnið til sjávar frá því að Neumann setti fram þessar kröfur sem ungur mað- ur í lok áttunda áratugarins, og eng- inn vafi að hann hefur breyst og þroskast til muna síðan. En þrátt fyrir að hann sé ekki jafn öfgafullur í skoðunum og áður er hann engu að síður af allt öðrum pólitískum meiði en þeir sem verið hafa menningar- ráðgjafar þýsku stjórnarinnar til þessa. Og hann mun tvímælalaust beita sér fyrir nýjum áherslum, enda hafa viðhorf jafnaðarmanna og kristilegra til listsköpunar og menn- ingarmála löngum verið býsna ólík. Það má hins vegar vel vera að jafnaðarmenn í ríkisstjórninni verði honum enginn sérstakur þrándur í götu. Ástæðan er sú að þeir eru margir af allt öðru sauðahúsi en hin- ir sem sátu á ráðherrastólum fyrir flokkinn í síðustu stjórn. Ný kynslóð jafnaðarmanna Þegar þýski jafnaðarmannaflokk- urinn, SPD, hélt sögulegan aðalfund sinn í borginni Karlsruhe fyrir skömmu varð ljóst að viss kynslóða- skipti voru að eiga sér stað í flokkn- um. Þetta birtist ekki aðeins í því að Franz Münterfering, formanni flokksins, var „óviljandi“ steypt af stóli, heldur fór fram rau „hallarbylting“ í flokknum. Það má segja að á þes burðaríka fundi hafi ný fólks á aldrinum 30–50 ár sér völl í forystu flokksin fer fjarri að þetta hafi veri sjálfsprottin hreyfing sem þessum eina fundi. Þver mun umræddur hópur le búinn að róa að því öllum losa sig við „gamla ’68-ge forystunni og „yngja“ „upp“, bæði með tillti til al toganna, sem og í pólitísku ingi. Áhrifamestir í þessum h menn eins og Kurt Beck Gabriel, Martin Schulz, H Heil og Matthias Platzeck. segja að hafi verið kjarnin um sem gerði síðan áhlaup stilluna“ á flokksfundinum einn úr þessum hópi, Matth zeck, orðinn leiðtogi jafnað og annar úr hópnum, H Heil, var um leið kosinn a eða framkvæmdastjóri flok Þrátt fyrir að þessi harð hreyfing“ hafi náð umta völdum í flokknum er „g gengið“ ekki dautt úr öllum Þannig er Franz Mün eftir sem áður áhrifamesti flokksins sem varakans „gamla brýnið“ Peter Str var ráðherra varnarmála stjórn Schröders, náði kjör maður þingflokksins. St reyndar þau orð falla opi fyrir skömmu að hann og h herjar ættu eftir að sýn ungu félögum sínum „hv keypti ölið“. Og þó að hann þessi orð falla með bros á vö engum sem til heyrði að u fúlasta alvara. Flokkur á breytingas En hvað skyldi það vera kennir hina nýju forystusve hvaða leyti á hún eftir að b hlutverki sem jafnaðarmen þessa gegnt í þýskum stjór Þessar spurningar hafa v ir mörgum stjórnmálaský Ein af ástæðunum er án það er erfitt að koma auga heillega „pólitíska“ línu í ingi þessa hóps. Nýju fory Vatnaskil í þ um stjórnm Fréttaskýring| Nýir menn hafa hafist til valda í Þýskalandi og greina má skörp kyn- slóðaskipti, ekki síst innan Jafnaðarmanna- flokksins. Arthúr Björgvin Bollason skrifar frá Þýskalandi. Angela Merkel lagði land undir fót strax á öðrum degi sínum í em Frakklands þar sem hún fundaði með Jacques Chirac forseta en ræður við Tony Blair forsætisráðherra Bretlands í London. ’Eftir að hafa upphrun kommúnism hafa þeir litla trú að hefðbundin jafn aðarstefna geti or þjóðinni til fram- dráttar.‘ LESTUR DAGBLAÐA Á undanförnum árum hefurlestur dagblaða breytzt tölu-vert mikið víða um heim og þó alveg sérstaklega á Vesturlöndum. Þróunin hefur í stórum dráttum ver- ið sú, að lestur á áskriftarblöðum og lausasölublöðum hefur minnkað en fríblöð, þ.e. ókeypis blöð hafa komið inn á markaðinn og náð umtalsverð- um lestri. Sums staðar er lestur seldra blaða og fríblaða ekki borin saman á þeirri forsendu, að ekki sé um sambærileg blöð að ræða. Jafnframt þessum breytingum á blaðamarkaðnum hafa nýir fjöl- miðlar komið til sögunnar og þá ekki sízt netmiðlar. Víða hafa dagblöð hafið slíka netstarfsemi og í raun dreift því efni, sem unnið er á rit- stjórnarskrifstofum þeirra annars vegar í formi hins hefðbundna dag- blaðs og hins vegar með netmiðli. Jafnframt er mjög ör þróun á ljós- vakamarkaðnum og þá alveg sér- staklega í sjónvarpi. Margir eru þeirrar skoðunar að hefðbundin dag- skrársjónvörp eins og RÚV, Stöð 2 og Skjár 1 muni láta undan síga á næstu árum. Ný tækni muni auð- velda fólki að byggja upp sína eigin dagskrá í stað þess að taka við tilbú- inni dagskrá frá sjónvarpsfyrirtækj- um. Það sé því lítið vit í fjárfestingu í slíkum miðlum. Netmiðlar eru harðsnúnir keppi- nautar allra þessara miðla. Fólk get- ur setzt við mbl.is, netútgáfu Morg- unblaðsins, hvenær sem því hentar og lesið fréttir netmiðilsins og blaðs- ins sjálfs á netinu. Mikilvægi út- varpsfrétta er því ekki hið sama og áður og enn síður sjónvarpsfrétta. Blaðamarkaðurinn hér á Íslandi hefur tekið miklum breytingum, ekk- ert síður en í nálægum löndum. Nú er 180 þúsund eintökum af tveimur ókeypis dagblöðum dreift hér dag hvern frá mánudegi til laugardags og 100 þúsund eintökum á sunnudögum, þar sem Blaðið kemur ekki út þann dag, alla vega ekki enn sem komið er. Morgunblaðið kemur út í 50–55 þúsund eintökum og er aðallega selt í áskrift en að litlum hluta í lausasölu. Það gefur auga leið að þessi mikla dreifing á fríblöðum hefur haft áhrif á lestur dagblaða og þar með Morg- unblaðsins, þótt færa megi rök að því að þau áhrif hafi verið minni en ætla hefði mátt. Miðað við að Fréttablaðinu er dreift ókeypis í tvöfalt stærra upp- lagi en Morgunblaðinu ætti munur- inn á lestri þessara tveggja blaða að vera mun meiri en hann mælist í lestrarkönnunum, sem bendir til þess, að nýtingin á upplagi Frétta- blaðsins sé takmörkuð og býsna stór hluti af hinu dreifða upplagi nýtist ekki. Hið sama má segja um hitt frí- blaðið, Blaðið. Því er dreift í 80 þús- und eintökum á höfuðborgarsvæðinu og ætti miðað við upplagstölur að mælast með meiri lestur en Morg- unblaðið, sem bendir líka til þess, að upplag þess nýtist ekki nema að hluta til. Hvað sem slíkum vangaveltum líð- ur er ljóst að fríblöð eru orðin hluti af dagblaðamarkaðnum hér eins og í nálægum löndum og telja má víst að svo verði í framtíðinni. Þótt lestur Morgunblaðsins hafi minnkað samkvæmt mælingum á það ekki við um það ritstjórnarefni, sem unnið er dag hvern á ritstjórn Morg- unblaðsins. Lestur þess hefur þvert á móti stóraukizt. Á mbl.is eru birtar fréttir, sem unnar eru af sérstakri netritstjórn, þar sem fréttir eru skrifaðar frá því snemma að morgni og þar til seint að kvöldi. Jafnframt er töluverður hluti frétta, sem skrifaðar eru fyrir Morg- unblaðið sjálft einnig birtar á net- útgáfu þess og loks er hægt að kaupa áskrift að Morgunblaðinu á netinu, sem fjölmargir Íslendingar gera, bæði þeir, sem búsettir eru í öðrum löndum og þeir sem búa í dreifbýli. Þegar horft er til þeirra, sem lesa Morgunblaðið og þeirra sem lesa fréttir ritstjórnar Morgunblaðsins á netinu er ljóst að þeir tveir frétta- miðlar, sem Árvakur hf. starfrækir ná til um 84% þjóðarinnar. Auðvitað er einhver skörun þarna á milli, sem breytir ekki þeirri meginniðurstöðu að fréttir Morgunblaðsins ná til svo stórs hóps þjóðarinnar eftir þessum tveimur dreifileiðum. Á ritstjórnarskrifstofum Morgun- blaðsins fer fram víðtækari frétta- öflun og fréttavinnsla en á nokkrum öðrum fjölmiðli á Íslandi. Á því hefur engin breyting orðið. Með nýrri tækni er hægt að dreifa þessum fréttum með margvíslegri hætti en nú er gert. Það er hægt að gera í hefðbundnu útvarpi og það er hægt að gera í sjónvarpssendingum á mbl.is eins og sumir andstæðingar fjölmiðlalaganna voru óþreytandi að benda á í umræðum á síðasta ári og reyndar ráð fyrir því gert í nýrri byggingu blaðsins. Það er líka hægt að gera í farsímum. Þegar rætt er um lestur dagblaða er nauðsynlegt að hafa þetta í huga. Þær tölur segja ekki nema hálfa sög- una. Á nokkrum árum hefur Árvakur hf. byggt upp öflugasta netmiðil landsins og lagað útgáfu Morgun- blaðsins að breyttum aðstæðum. Í öllu því umfangsmikla starfi, sem fer fram á ritstjórnarskrifstofum Morgunblaðsins á nánast hverjum einasta degi allan ársins hring er lögð megináherzla á gæði. Þar skilur á milli seldra blaða og fríblaða. Hin fyrrnefndu leggja áherzlu á gæði efnis og eðlilegt hlutfall á milli efnis og auglýsinga. Í Morgunblaðinu er hlutfall auglýsinga af efni blaðsins um 37%. Í fríblöðunum er af eðlilegum ástæðum lögð megináherzla á aug- lýsingar, sem geta jafnvel verið yfir 75% af efni blaðanna. Fréttir og ann- að ritstjórnarefni er frekar til upp- fyllingar, þótt ekki skuli gert lítið úr því. Þvert á móti eru bæði fríblöðin hér myndarlega út gefin frá rit- stjórnarlegu sjónarmiði og á margan hátt betri blöð en víða í öðrum lönd- um. Sérstaða Morgunblaðsins í sam- keppni við fríblöðin er meira efni og gæði. Staða Árvakurs hf. á fjölmiðla- markaðnum er sú, að það efni, sem unnið er á vegum félagsins, bæði fréttir og annað efni, nær til yfir- gnæfandi meirihluta þjóðarinnar eft- ir tveimur dreifileiðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.