Morgunblaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is UNDIRRITAÐAN rak í rogastans, er hann fletti Fréttablaðinu frá 7. nóvember, þar sem Heilsuvernd- arstöðin við Barónsstíg var auglýst til sölu. Heilsuverndarstöðin er ein af þeim byggingum, sem sett hafa sterkan svip á höfuðborgina og haldist nánast óbreytt í útliti, frá því hún var reist í byrjun 6. áratugar síðustu aldar. Hún er einstaklega stílhrein og falleg bygging með sínum turnum, sem gefa henni sérstakan svip. Heilsuverndarstöðin er sú bygging, sem sá, er þessi orð ritar, minnist einna gleggst, er hann lagði fyrst leið sína til höfuðborgarinnar fyrir tæpum 50 árum, og enn stendur hún á sínum stað óbreytt að útliti og gaman að virða hana fyrir sér frá Barónsstígnum. Trúað gæti ég því, að í hugum flestra Reykvíkinga og líklega landsmanna, a.m.k. þeirra sem eldri eru, sé Heilsuverndarstöðin tákn um þann sess, sem almennings- heilsugæsla hefur jafnan skipað í höfuðborginni, auk þess sem bygg- ingin sjálf er einstakt listaverk. En nú virðist semsagt ekki lengur þörf fyrir þessa byggingu fyrir heilsugæsluna í Reykjavík, og hún skal seld á markaðstorgi gróða- hyggjunnar. Hlýtur þá sú spurning að vakna, hvað verði um starfsemina, sem þar hefur verið til húsa, hvort hún verði flutt annað eða henni splundrað, en sem kunnugt er hefur verið þar miðstöð mæðraverndar og ung- barnaeftirlits, deild atvinnu- sjúkdóma og ónæmisvarna, auk margvíslegrar annarrar starfsemi á sviði heilsugæslunnar. Nýlega sá ég í blaði, að Landspít- alinn – háskólasjúkrahús ( LSH) væri að falast eftir Heilsuvernd- arstöðinni til afnota fyrir starfsemi sína, sem löngu er búin að sprengja utan af sér hin miklu húsakynni þeirrar stofnunar, þar sem aldraðir og sjúkir verða nú að liggja frammi á göngum sökum plássleysis. Væri ekki eðlilegast, að Landspít- alinn yfirtæki Heilsuverndarstöð- ina, svo hún yrði áfram nýtt í þágu hinna sjúku og vanheilu, sé ekki lengur talin þörf fyrir húsið á þeim vettvangi, sem það hefur þjónað í hálfa öld? Hvar er heilbrigð- isráðherrann eiginlega, veit hann ekki af þessu máli eða er hann ekki til? Eða til hvaða annarrar starfsemi ætti að nota þessa fögru byggingu? Í sölutilkynningunni segir: ,,Húsið er upphaflega sniðið að sérhæfðum þörfum heilsugæslu, en getur hentað til margvíslegra ann- arra nota.“ (Leturbr. mín) Til hvaða nota? Megum við kannski innan tíðar eiga von á að sjá í þessu húsi pen- ingastofnun, banka eða verðbréfa- fyrirtæki, kannski nektardansstað, þegar búið verður að breyta húsinu til þeirra nota? Þá verður gaman að ganga eftir Barónsstígnum á kvöldin og stutt að fara yfir göngubrúna inn í uppljóm- að húsið, sem eitt sinn var stolt Reykvíkinga og tákn hugsjóna um heilbrigði og betra mannlíf, þ.e.a.s. meðan menn áttu aðra hugsjón en peningagræðgina eina. Kannski er, þegar öllu er á botn- inn hvolft, ekki svo ýkja langt bil milli núverandi borgarstjóra Reykjavíkurborgar og heilbrigð- isráðherra Framsóknarflokksins, sem væntanlega bera mesta ábyrgð, verði þetta hús selt. ÓLAFUR HALLGRÍMSSON, sóknarprestur á Mælifelli í Skagafirði. Verður Heilsu- verndarstöðin seld? Frá Ólafi Þór Hallgrímssyni: KÆRU Íslendingar, nú söfnum við peningum til kaupa á jólamat til handa skjólstæðingum okkar. Eruð þið aflögufær fyrir þessi jól? Jólin koma til allra óháð efnahag, með yndislegan frið og kærleik. Að Fjölskylduhjálp Íslands stendur hópur kvenna sem vinnur í sjálfboðastarfi í þágu þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu og hefur margra áratuga reynslu að baki. Ég er ákaflega þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri sl. 10 ár til að létta undir með þeim sem lítið hafa handa á milli og eiga hvergi höfði sínu að halla. Þetta fólk leitar eftir aðstoð í sinni miklu neyð og allar bjargir þeim bannaðar. Það snertir, þegar maður les dánartilkynningu rúmlega fimmtugs skjólstæðings sem hafði fengið mataraðstoð vik- una áður, þá þjakaður á líkama og sál en bar höfuðið hátt. Því miður eru tilvik sem þessi allt of mörg. Enginn verður samur eftir slíka reynslu. Í dag eru 900 fjölskyldur á skrá hjá Fjölskylduhjálp Íslands sem munu leita eftir aðstoð fyrir þessi jól. Það eru ótrúlega margir sem eiga um sárt að binda, eiga ekki fyr- ir nauðþurftum og bera harm sinn í hljóði. Allt þetta fólk, einstaklingar og fjölskyldur með börn, eldri borg- arar, öryrkjar og fólk án atvinnu sem geta ekki haldið jólin hátíðleg á þann hátt sem flestir gera. Nú biðl- um við til allra þeirra sem eitthvað geta látið af hendi rakna í formi fjárframlags inn á reikning Fjölskylduhjálpar Íslands í Lands- banka Íslands 101-26-66090. kt. 660903-2590. Fyrir söfnunarféð munum við kaupa jólamat (hangikjöt og ham- borgarhryggi) fyrir skjólstæðinga okkar. Þiggjum allar gjafir í formi matvæla, fatnaðar og leikfanga. Við birtum bókhald okkar á hverju ári í Morgunblaðinu. Fjölskylduhjálp Íslands aðstoðaði um 16.000 einstaklinga allt árið 2004 með matvæli. Þá eru þeir ekki taldir sem nutu þess að fá nýjan og not- aðan fatnað. Það eru einstaklingar og fyrirtækin í landinu sem standa að baki þessu hjálparstarfi því án ykkar væri engin starfsemi. Sýnum samhug um jólin og gleðjum þá sem eru hjálparþurfi á Íslandi, því sælla er að gefa en þiggja. Tökum á móti gjöfum alla miðvikudaga frá kl. 13.00 til 17.00 í Eskihlíð 2–4 í Fjós- inu við Miklatorg. Keyrt upp að húsinu Eskihlíðarmegin. Fjölskylduhjálp Íslands þakkar landsmönum nær og fjær fyrir stuðninginn á árinu. Með jólakveðju, ÁSGERÐUR JÓNA FLOSADÓTTIR, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Fjölskylduhjálp Íslands biður um aðstoð Frá Ásgerði Jónu Flosadóttur: Ásgerður Jóna Flosadóttir Flestir munu þekkja orða-tiltækið vita/þekkjahvorki haus né sporð áe-m/e-u ‘þekkja e-n alls ekki, vita engin deili á e-m/e-u’ en það vísar til þess er menn vita ekki hvað snýr fram eða aftur á e- m/e-u, sbr. einnig hliðstæðuna skilja hvorki upp né niður í e-u, þ.e. ... hvað upp snýr eða niður. Umsjónarmaður þykist kannast við talmálsmyndina skilja hvorki haus né sporð í e-u og nýlega rak annað afbrigði á fjörur hans: Ég skildi hvorki haus né sporð á því hvernig þetta fyrirtæki gat ... (Frbl. 22.6.05). Það fer ekki á milli mála að hér er skellt saman tveimur ólíkum orðatiltækjum. Nafnorðið ávæningur, kk. (skylt von (ván), sbr. ávæni ‘lík- indi, von til e-s’), merkir oftast ‘lauslegur orðrómur’, t.d.: heyra ávæning af e-u. Umsjónarmaður kannast hins vegar ekki við að nafnorðið ávinning megi nota í sömu merkingu: Ég var búinn að heyra ávinning af þessu [hækkun vaxta] fyrir rúmum mánuði síðan (Blaðið 12.11.05). Menn geta hins vegar haft ávinning af ýmsu, t.d. vaxtahækkunum. Nafnorðið vonarpeningur vísar til fjár sem sett er á vetur upp á von og óvon (að það lifi af) og merkir því ‘e-ð sem lítils er að vænta af; e-ð sem brugðið getur til beggja vona um’. Merkingin ‘sá sem vonir eru bundnar við’ er ný af nálinni en býsna algeng í nú- tímamáli, t.d.: Vonarpeningurinn [þ.e. vonarpeningnum] ... mun fátt vera að vanbúnaði í slaginn (Blað- ið 12.11.05). Dæmið ber það með sér að vonarpeningur er ekki not- aður hér í hefðbundinni merk- ingu. Eins og sjá má hefur sam- beyging einnig farið úr böndum. Beyging sagnanna munu og skulu er um margt óregluleg. Í 2. pers. nútíðar eru myndirnar (þið) munuð og (þið) skuluð nánast ein- hafðar en þó bregður fyrir mynd- unum munið og skulið, t.d.: Ef þið eruð ekki ánægðir skulið þið bara fara (Blaðið 19.11.05). Slík mál- beiting er ekki í samræmi við málvenju en hana má rekja til áhrifa frá öðrum sögnum, t.d. (þið) komið, eigið, kaupið. Í pistlum sínum hefur umsjón- armaður nokkrum sinnum vikið að því að forsetningunum að og af er oft ruglað saman í nútímamáli. Í flestum tilvikum er þó skýr merkingarmunur á þessum for- setningum. Forsetningin að vísar til hreyfingar að stað (hvert) eða dvalar að stað (hvar) en forsetn- ingin af vísar til hreyfingar af stað (hvaðan). Dvalarmerk- ingin getur einnig vísað til þess sem kalla má tillitsmerk- ingu. Því segj- um við það er gaman að e-u og það er gagn að e-u eða það er ekkert gagn í e-u (fólgið). Með stofnorðunum gaman og gagn er algengt að nota aðrar forsetn- ingar en þá í öðrum orða- samböndum og í annarri merk- ingu, t.d. hafa gaman af e-u og hafa gagn af e-u. Hér virðist merkingarmunur blasa við og svo er einnig í flestum þeim tilvikum þar sem óvissu um greinarmun á að og af verður vart. Þannig er mikill munur á því að ganga að e-u (vísu) og ganga af e-m dauð- um. Eftirfarandi dæmi samræm- ist því ekki málvenju: Þessu þarf að gefa gaum til þess að þjóð- aratkvæðagreiðslur verði ekki að sjálfsmorði lýðræðisins og gangi að [þ.e. af] öllum grundvall- argildum þjóðfélagsins dauðum (Frbl. 18.9.05). Dæmi af svipuðum toga eru auðfundin í nútímamáli, t.d. (hefðbundin málnotkun er sýnd innan hornklofa): Lögreglan í Keflavík biður þá sem kunnu [kunna] að hafa orðið vitni af [að] atburðunum ... að gefa sig fram (Txt 6.8.05); Honum var áreið- anlega nokkur léttir af [að] því, að tímasetningar breyttust á þennan veg (Mbl.15.10.05) og Mikill missir af [að] NN (Frbl. 8.9.05). Segja má að óvissan um notkun að og af sé að nokkru leyti skilj- anleg með tilliti til þess að hljóð- fræðilegur munur er ekki mikill í mæltu máli. Þar við bætist að merkingarmunur er ekki ávallt mikill, t.d. gera e-ð af ásettu ráði og gera e-ð að yfirlögðu ráði. Í öðrum tilvikum er erfitt að koma auga á nokkra skynsamlega skýr- ingu, t.d.: afbrigði af veirunni sem veldur fuglaflensu hafi fundist í sýnishornum sem tekin voru af [úr] dauðum fuglum í Rúmeníu (Blaðið 14.10.05) og taka að sér [á sig] ábyrgðina á því að ... (Mbl .30.6.05). Úr handraðanum Flestir munu þekkja orða- sambandið út og suður. Atviks- orðið út merkir hér ‘norður’ og er því bein merking ‘norður og suð- ur; í andstæðar áttir’ en óbein ‘stefnulaust; að geðþótta’, t.d. aka stefnulaust, út og suður; túlka jafnræðisregluna út og suður og þær [bækur] voru út og suður í láni. Heimildir sýna að þannig hafa Íslendingar notað orða- sambandið og viljað hafa það í að minnsta kosti 300 ár. Nýlega rakst umsjónarmaður á nýtt af- brigði: Það opinberast fyrir fram- an [þ.e. fyrir] alþjóð að stjórn- arliðar tala í austur og vestur (Frbl 18.9.05). Hugsunin er vissu- lega söm en búningurinn annar. Um þetta leyfir umsjónarmaður sér að vitna í gamlan málshátt: Sjaldan fer betur þá breytt er. Í pistlum sínum hefur umsjón- armaður nokkrum sinn- um vikið að því að forsetning- unum að og af er oft ruglað saman í nú- tímamáli. jonf@hi.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 65. þáttur ÞESSI klúðurslega og illa orðaða fyrirsögn er skopstæling á orðalagi sem nú tíðkast í vax- andi mæli meðal lands- manna og það er ekki síst í frétta- og ljós- vakamiðlum. Athugum nú þetta örlítið nánar og setjum sem svo að t.a.m. ánægður og stoltur faðir segi að sonur hans sé að standa sig vel í stærð- fræði í skólanum. Merkir það ekki óhjá- kvæmilega að hann sé einmitt að gera það í þeim töluðu orðum annaðhvort að svara spurningum kennarans eða þá í miðju prófi. Ef svo hefði verið, hefði þá ekki verið eðlilegra að faðirinn hefði notað ein- falda nútíð en ekki samsett og sagt: sonur minn stendur sig vel í stærð- fræði í skólanum. Allir menn með óbrenglaðan málsmekk og „íslensk eyru“ eins og Vilmundur heitinn landlæknir orðaði það, skilja þennan merkingarmun. Tökum annað dæmi og segjum sem svo að barn svari í símann með þessum orðum. „Nei, mamma getur ekki talað við þig núna, hún er að elda matinn.“ Það er í þeim töluðu orðum. Annað barn sem þykir mikið til föður síns koma, segir ákaflega stolt við skólasystkini sín „Heima hjá mér eldar mamma ekki matinn, pabbi gerir það“. Svona á að tala ís- lensku. Í einu orði sagt ber að forð- ast það sem heitan eldinn að nota það sem ég vil kalla samsetta nútíð, þar sem það á alls ekki við og sú einfalda dugir og segir allt sem segja þarf. Vonandi er les- endum þessarar grein- ar þegar orðið fullljóst hvert ég er að fara. Ég hygg að við verð- um að horfast í augu við þá dapurlegu stað- reynd að bögubósum fer ört, já ótrúlega ört fjölgandi hér á landi. Og hvað er til ráða til að stemma stigu við þeirri óheillaþróun? Nú er í fyrsta lagi að treysta grunninn til muna t.d. með því að fjölga kennslustundum í ís- lensku í öllum skólum landsins og svo sakaði ekki að skora á útvarps- stjóra að ráða á ný góðan íslensku- fræðing til að stjórna þætti í líkingu við Daglegt mál, sem naut svo mik- illa vinsælda á sínum tíma og var hlustendum til ómetanlegs fróðleiks og gagns. Mér er ennfremur spurn hvort æðsti presturinn í musteri ís- lenskrar tungu eins og RÚV var stundum kallað, vilji ekki leggja sitt af mörkum til að endurreisa þennan gamla og góða menningarþátt. Það yrði stofnuninni áreiðanlega til mik- ils álitsauka, enda er ekki of mælt að ylhýra málið sé búið að vera þar of lengi, já alltof lengi úti í kuldanum. Við skulum svo rétt vona að hin skel- egga mér liggur við að segja ofvirka sparnaðarstýra í menntamálaráðu- neytinu, sem er svo víða með putt- ana standi ekki í vegi fyrir því. Að lokum sakar ekki að geta þess að ritstjórn Morgunblaðsins á svo sannarlega heiður skilinn fyrir að hafa hlúð betur að ylhýra málinu en RÚV með pistlum um íslenskt mál í áratugi fyrst í umsjón Gísla heitins Jónssonar en nú í umsjón Jóns Frið- þjófssonar og ekki ber á öðru en að sjá síðarnefndi ræki starf sitt af jafnmikilli kostgæfni og vandvirkni og fyrirrennari hans. Aðrir fjölmiðlar sem vilja láta taka sig alvarlega mættu gjarnan taka sér Morgunblaðið til fyr- irmyndar og láta eitthvað að sér kveða á þessum vettvangi. Ég er að standa mig að því að láta mér ekki standa á sama Halldór Þorsteinsson fjallar um íslenskt mál ’Ég hygg að við verðumað horfast í augu við þá dapurlegu staðreynd að bögubósum fer ört, já ótrúlega ört fjölgandi hér á landi.‘ Halldór Þorsteinsson Höfundur er skólastjóri Málaskóla Halldórs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.