Morgunblaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 35
ERLA Sigurðardóttir hjá IMG dreif sig á skíði með fjölskylduna til Akureyrar í byrj- un nóvember. – Með hverjum fórstu? „Við fórum litla fjölskyldan, maðurinn minn og átján mánaða dóttir.“ – Hvernig fóruð þið? „Við ókum norður á fjallabílnum á föstu- degi og til baka á sunnudegi og vorum fimm klukkustundir á leiðinni norður. Veð- urspáin var reyndar leiðinleg fyrir föstu- daginn en sem betur fer rættist hún ekki. Færðin var fín alla leiðina þar til við kom- um á Öxnadalsheiðina. Þar var bylur en þetta gekk allt vel.“ – Hvar gistuð þið? „Við gistum hjá vinum. Þetta var heim- sókn til þeirra en tilgangurinn var að fara á skíði í Hlíðarfjalli.“ – Hvernig var skíðafærið? „Við lentum í yndislegu veðri í fjallinu á laugardegi. Færið var frábært, með ný- föllnum mjúkum púðursnjó, búið að troða allar brekkur, sólskin, logn og sex stiga frost. Það gat ekki verið betra og ótrúlegt að þetta var í byrjun nóvember.“ – Hvað með birtuna svona í skammdeg- inu? „Það var rosalega bjart í sólinni eins og myndirnar bera með sér. Við vorum í fjall- inu frá ellefu um morguninn til þrjú og hefðum getað verið lengur en það var að- eins farið að rökkva.“ – Farið þið oft á skíði hér heima? „Já, við förum þegar hægt er og þá á snjóbretti en annars förum við til útlanda þegar við komumst. Hlíðarfjall er mjög boðlegt og sambærilegt við þau skíðalönd sem við höfum farið til erlendis enda keyr- um við þangað þegar við getum. Þar eru heldur aldrei neinar bið- raðir eins og til dæmis í Skálafelli. Lyfturnar eru svo fínar. Svo er eins og Akureyringar drífi sig ekki í fjallið á skíði þrátt fyrir gott veður. Kannski er það vegna þess að stutt er í fjallið og þeir hafa það alltaf fyrir augunum.“ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 35 DAGLEGT LÍF | FERÐALÖG Nýr ferðamöguleiki Nýlega var opnað bókunar- og þjónustufyrirtæki hér á landi sem sér um að bóka í ferðir út um allan heim. Fyr- irtækið heitir Ferð.is ehf og er á vefslóð, www.ferd.is. Í fréttatilkynningu frá fyr- irtækinu kemur fram að öll þjónusta þess sé á Netinu, svo viðskiptavinir geta sjálfir pantað sínar ferðir á hvaða tíma sem er. Bókunarkerfið er beinlínutengt við Amadeus bókunarkerfið. Ferð.is ehf er í samvinnu við Ticket2Travel sem eru samtök rúmlega 50 danskra ferðaskrifstofa. Hægt er að bóka flugmiða til meira en fjögur þúsund borga um allan heim og í boði eru ótal hótel á góðu verði . Viðskiptavinir geta pantað sér bílaleigubíl hjá við- urkenndum bílaleigum og með þessu móti getur fólk sett saman ferðir eftir eigin höfði. Einnig er hægt að bóka skipulagðar ferðir með leið- sögn. Ferðaskrifsofurnar fara yf- ir allar bókanir til að athuga hvort allt sé rétt og hafa síð- an samband annað hvort í síma eða með tölvupósti. Allir sem fara með í pakkaferðir eru á ábyrgð hjá Dansk Rejsegarantifond þegar við- skipti eru í gegnum Tic- ket2Travel og Ferð.is. Sumarhús og íbúðaleiga Þá er ferð.is einnig með bókunarþjónustu fyrir Guid2- hotel, og Holiday Hotels, bíla- leigur um allan heim með Holiday Autos og bjóða einn- ig upp á sumarhús og sum- aríbúðir í Evrópu frá Novasol og Dansommer. Á netinu veitir Ferð.is þjón- ustu í gegnum MSN og SKYPE þar sem fólk getur hringt eða skrifað. Ferð.is ehf er íslenskt fyr- irtæki, en Islandsrejser er skráð í Danmörku. Slóðirnar eru www.ferd.is og www.is- landsrejser.is Kynning á gönguferðum Sunnudaginn 27. nóv. verð- ur kynning á gönguferðum ÍT ferða erlendis 2006. Fund- urinn verður í Íþrótta- miðstöðinni í Laugardal og hefst kl. 17:00. Hjördís Hilm- arsdóttir kynnir ferðir til Búlgaríu, Slóveníu og Pýre- neafjalla sem verða í júní og næsta haust.  HVAÐAN ERTU AÐ KOMA? Á skíðum í Hlíðarfjalli Erla Sigurðardóttir brá sér á snjóbretti í Hlíðarfjalli. Vera Helgadóttir, 18 mánaða lætur fara vel um sig á snjóþot- unni í fyrstu skíðaferðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.