Morgunblaðið - 26.11.2005, Page 35

Morgunblaðið - 26.11.2005, Page 35
ERLA Sigurðardóttir hjá IMG dreif sig á skíði með fjölskylduna til Akureyrar í byrj- un nóvember. – Með hverjum fórstu? „Við fórum litla fjölskyldan, maðurinn minn og átján mánaða dóttir.“ – Hvernig fóruð þið? „Við ókum norður á fjallabílnum á föstu- degi og til baka á sunnudegi og vorum fimm klukkustundir á leiðinni norður. Veð- urspáin var reyndar leiðinleg fyrir föstu- daginn en sem betur fer rættist hún ekki. Færðin var fín alla leiðina þar til við kom- um á Öxnadalsheiðina. Þar var bylur en þetta gekk allt vel.“ – Hvar gistuð þið? „Við gistum hjá vinum. Þetta var heim- sókn til þeirra en tilgangurinn var að fara á skíði í Hlíðarfjalli.“ – Hvernig var skíðafærið? „Við lentum í yndislegu veðri í fjallinu á laugardegi. Færið var frábært, með ný- föllnum mjúkum púðursnjó, búið að troða allar brekkur, sólskin, logn og sex stiga frost. Það gat ekki verið betra og ótrúlegt að þetta var í byrjun nóvember.“ – Hvað með birtuna svona í skammdeg- inu? „Það var rosalega bjart í sólinni eins og myndirnar bera með sér. Við vorum í fjall- inu frá ellefu um morguninn til þrjú og hefðum getað verið lengur en það var að- eins farið að rökkva.“ – Farið þið oft á skíði hér heima? „Já, við förum þegar hægt er og þá á snjóbretti en annars förum við til útlanda þegar við komumst. Hlíðarfjall er mjög boðlegt og sambærilegt við þau skíðalönd sem við höfum farið til erlendis enda keyr- um við þangað þegar við getum. Þar eru heldur aldrei neinar bið- raðir eins og til dæmis í Skálafelli. Lyfturnar eru svo fínar. Svo er eins og Akureyringar drífi sig ekki í fjallið á skíði þrátt fyrir gott veður. Kannski er það vegna þess að stutt er í fjallið og þeir hafa það alltaf fyrir augunum.“ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 35 DAGLEGT LÍF | FERÐALÖG Nýr ferðamöguleiki Nýlega var opnað bókunar- og þjónustufyrirtæki hér á landi sem sér um að bóka í ferðir út um allan heim. Fyr- irtækið heitir Ferð.is ehf og er á vefslóð, www.ferd.is. Í fréttatilkynningu frá fyr- irtækinu kemur fram að öll þjónusta þess sé á Netinu, svo viðskiptavinir geta sjálfir pantað sínar ferðir á hvaða tíma sem er. Bókunarkerfið er beinlínutengt við Amadeus bókunarkerfið. Ferð.is ehf er í samvinnu við Ticket2Travel sem eru samtök rúmlega 50 danskra ferðaskrifstofa. Hægt er að bóka flugmiða til meira en fjögur þúsund borga um allan heim og í boði eru ótal hótel á góðu verði . Viðskiptavinir geta pantað sér bílaleigubíl hjá við- urkenndum bílaleigum og með þessu móti getur fólk sett saman ferðir eftir eigin höfði. Einnig er hægt að bóka skipulagðar ferðir með leið- sögn. Ferðaskrifsofurnar fara yf- ir allar bókanir til að athuga hvort allt sé rétt og hafa síð- an samband annað hvort í síma eða með tölvupósti. Allir sem fara með í pakkaferðir eru á ábyrgð hjá Dansk Rejsegarantifond þegar við- skipti eru í gegnum Tic- ket2Travel og Ferð.is. Sumarhús og íbúðaleiga Þá er ferð.is einnig með bókunarþjónustu fyrir Guid2- hotel, og Holiday Hotels, bíla- leigur um allan heim með Holiday Autos og bjóða einn- ig upp á sumarhús og sum- aríbúðir í Evrópu frá Novasol og Dansommer. Á netinu veitir Ferð.is þjón- ustu í gegnum MSN og SKYPE þar sem fólk getur hringt eða skrifað. Ferð.is ehf er íslenskt fyr- irtæki, en Islandsrejser er skráð í Danmörku. Slóðirnar eru www.ferd.is og www.is- landsrejser.is Kynning á gönguferðum Sunnudaginn 27. nóv. verð- ur kynning á gönguferðum ÍT ferða erlendis 2006. Fund- urinn verður í Íþrótta- miðstöðinni í Laugardal og hefst kl. 17:00. Hjördís Hilm- arsdóttir kynnir ferðir til Búlgaríu, Slóveníu og Pýre- neafjalla sem verða í júní og næsta haust.  HVAÐAN ERTU AÐ KOMA? Á skíðum í Hlíðarfjalli Erla Sigurðardóttir brá sér á snjóbretti í Hlíðarfjalli. Vera Helgadóttir, 18 mánaða lætur fara vel um sig á snjóþot- unni í fyrstu skíðaferðinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.