Morgunblaðið - 26.11.2005, Síða 69

Morgunblaðið - 26.11.2005, Síða 69
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 69 Til sölu Musso, árg. 1998, ekinn 82.000 km. Einn eigandi – tjón- laus. 550.000 staðgreitt. Stigahlíð 72, símar 825 7216 og 821 0003. VW Golf Stw 1800 árg. '96, ek. 143.000 km. Skoðaður '06. Sumar/ vetrardekk. Toppeintak. Verð kr. 350 þús. Sími 840 6045, Óli. Toyota Yaris árg. 2004. Sjálf- skiptur. Vel með farinn. Ekinn 15 þ. km. Góður bíll. Uppl. í síma 565 7656, 863 7656 og 898 7656. Toyota Landcruiser 90 disel gx 08/'99, 3000 cc. slagrými. Bein- skiptur, ek. 129 þús. Dráttarkúla, CD, heilsársdekk. Verð 1.890 þús. Sími 820 6263 eða 557 3481. Toyota Corolla L/B árg. '93. Sjálfsk., 1600cc, álfelgur, nýleg heilsársdekk, nýleg tímareim, CD/ MP3-spilari, dráttarkúla, rafm. í rúðum og speglum. Verð 160 þ. staðgr. Uppl. í s. 664 1099. Til sölu Toyota Landcruiser 90 VX, skr. júlí 1999, 3,0 dísel. Ekinn 185.000. Gull sanseraður, leður, topplúga, sjálfskiptur, krókur, góð negld vetrardekk, 1 eigandi. Verð kr. 2,3 millj. Upplýsingar í síma 820 1122. Til sölu ML-320 SPORT árg. 2000. Stórglæsilegur ML 320, ek. aðeins 41 þús. km. Mjög vel bú- inn s.s. leiðsögutölva, innb. sími, leður, lúga, cd o.fl. Gott verð! Upplýsingar í síma 899 5555. Til sölu Ford Mustang Premier, 2004, ekinn aðeins 19.500 km. Stórglæsilegur, sjálfsk., cd, loft- kæling, vindskeið o.fl. Mjög gott verð. Uppl. í síma 899 5555. Til sölu Dodge Ram 3500 árg. Skr. júní 2005. 5,9 l Cummings Diesel 325 hp. Ek. 8.000 km. Sem nýr. Hvítur. Larami útgáfa, húðað- ur pallur, leður, GPS útvarp o.fl. Verð 4,3 millj. Uppl. í s. 820 1122. Pajero V6, árg. '98 á 500 þús. + lán (650 þús.), afb. 29 þús. Er með góðann Pajero til sölu, ekinn 111 þús. Góð nagladekk + sumardekk á álfelgum. Upplýsingar gefur Bjarni í síma 847 1566, bgud@vdsl.is . Nýr Mercedes Benz Sprinter 316 CDI. Sjálfskiptur, ESP, tvöföld loftkæling. Einn með öllu. Sendibíll eða 8-15 sæta. Kaldasel ehf. s. 544 4333 og 820 1070. Þjónustuauglýsingar 5691100 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl FRÉTTIR STARFSSVIÐ úrskurðarnefndar í vátryggingamálum víkkar um ára- mótin og úrskurðar nefndin þá um ágreining sem fellur undir ákvæði laga um vátryggingarsamninga auk bótaskyldu, samkvæmt nýjum sam- þykktum nefndarinnar sem undir- ritaðar voru í gær. Endurskoðunin var einkum til komin vegna nýrra laga um vátryggingarsamninga sem taka gildi 1. janúar nk., en í lögunum er úrskurðarnefndarinnar getið og því var talið nauðsynlegt að uppfæra samþykktirnar. Nefnd- in starfar samkvæmt samkomulagi viðskiptaráðuneytisins, Neytenda- samtakanna og Sambands ís- lenskra vátryggingafélaga. Ekki þótti ástæða til mikilla breytinga á samþykktum nefndar- innar en á meðal þeirra má nefna að reglur um greiðslu málskots- gjalds voru skýrðar frekar, felld var niður skylda málskotsaðila til að skjóta máli fyrst til tjónanefnd- ar vátryggingafélaganna áður en því er skotið til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum og nú skal nefndin birta alla úrskurði sína ásamt öðrum upplýsingum um starfsemi nefndarinnar í stað birt- ingar samantektar úrskurða áður. Einnig var betur skilgreint hverjir geta skotið máli til nefnd- arinnar og því bætt inn í sam- þykktirnar að vátryggingafélög sem ekki ákveði að hlíta úrskurði nefndarinnar þurfi nú að rökstyðja ákvörðun sína. Breyttar samþykktir úrskurðar- nefndar í vátryggingamálum VINNUSTAÐIR Sólheima og íbúar hafa opnað jólamarkað að Laugavegi 45 í Reykjavík. Meðal þess sem fólki gefst kostur á að sjá og kaupa eru myndir úr tré, kynjaverur, hljóðfæri, púsluspil, tréleikföng, kerti í öllum stærðum og gerðum, mottur, dúkar, treflar, veggteppi og listmunir úr leir s.s. vasar, ílát, diskar og bollar. Handgerð tækifæris– og jólakort, túss- og olíulistaverk, skálar úr pappamassa og útsaumur. Handgerðar sápur, sjampó og hárnæring er einnig á boðstólnum frá Jurtastofu Sólheima. Í boði eru einnig sérstakar jólasápur. Garð- yrkjustöðin Sunna býður upp á niðursuðuvörur. Fólki stendur til boða að lita sín eigin kerti á Jólamarkaði Sólheima. Handverks- og jólamark- aður Sólheima er opinn alla daga fram að jólum. Handverks- og jólamarkaður Sólheima FJÖGURRA ljósa skálina frá Stelt- on má skreyta með aðventuna í huga og ekki síður í takt við aðrar árstíðir og tilefni, eins og framleið- endurnir hafa einmitt hugsað sér að fólk geri. Þess vegna hefur Epal fengið blómaskreytinn Elísabetu Halldórs- dóttur til að skreyta Stelton-skálina og gefa viðskiptavinum Epal í Skeifunni 6 kost á að sjá hvernig nota megi hana ekki aðeins sem að- ventuskreytingu heldur sem fallega skreytingu fyrir heimilið allt árið um kring. Elísabet fór í Garðyrkjuskólann og útskrifaðist sem blómaskreytir. Hún stundaði tveggja ára verknám í Noregi og lauk þar sveinsprófi í faginu, þar sem áhersla var lögð á þekkingu á afskornum blómum og pottaplöntum auk alls annars sem lýtur að blómaskreytingum, m.a. stílsögu og fagurfræðigreina. Verknámið fór fram í Blomst- erhaven på Karl Johan í Osló, í verslunarmiðstöðinni Paleet. Á meðan Elísabet var í Noregi tók hún tvisvar þátt í Oslómeist- arakeppninni í flokki lærlinga og varð í 7. sæti fyrra árið en í því 3. seinna árið, segir í fréttatilkynn- ingu. Stelton- skálin skreytt í Epal JÓLAÞORPIÐ er risið í Hafn- arfirði, en tuttugu lítil jólahús eru nú komin á nýuppgert Thorspl- anið. Verið er að skreyta húsin og allt umhverfi þeirra og skógur jólatrjáa mun rísa í Jólaþorpinu á næstu dögum. Hafnfirsk leikskólabörn láta ekki sitt eftir liggja við jólaskreyt- ingarnar. Um 700 leikskólabörn mættu í gær í Jólaþorpið og skreyttu jólatrén með jólaskrauti sem þau hafa verið að búa til und- anfarnar vikur. Að sögn Helgu H. Magnúsdóttur, verkefnisstjóra Jólaþorpsins, er mikil eftirspurn eftir leigu á hús- unum og komast færri að en vilja. Boðið verður upp á ýmiss konar varning er tengist jólunum, sem gleðja mun stóra sem smáa, svo sem jólasíld, handverk, bækur, jólaskreytingar, kerti og spil og margt fleira. Jólaþorpið verður opnað í dag, laugardag, kl. 12 og er opið til kl. 18 alla laugar- og sunnudaga fram til jóla og til kl. 22 á Þorláksmessu. Í dag kl. 14 verður kveikt á jóla- trénu á Thorsplani og verður veg- leg skemmtidagskrá í boði báða opnunardagana. Morgunblaðið/Ómar Krakkarnir í Tjarnarási skreyta stóra jólatréð í Jólaþorpinu í Hafnarfirði. Jólaþorpið rís
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.