Morgunblaðið - 26.11.2005, Side 69
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 69
Til sölu Musso, árg. 1998, ekinn
82.000 km. Einn eigandi – tjón-
laus. 550.000 staðgreitt.
Stigahlíð 72, símar 825 7216
og 821 0003.
VW Golf Stw 1800 árg. '96, ek.
143.000 km. Skoðaður '06. Sumar/
vetrardekk. Toppeintak. Verð kr.
350 þús. Sími 840 6045, Óli.
Toyota Yaris árg. 2004. Sjálf-
skiptur. Vel með farinn. Ekinn 15
þ. km. Góður bíll. Uppl. í síma 565
7656, 863 7656 og 898 7656.
Toyota Landcruiser 90 disel gx
08/'99, 3000 cc. slagrými. Bein-
skiptur, ek. 129 þús. Dráttarkúla,
CD, heilsársdekk. Verð 1.890 þús.
Sími 820 6263 eða 557 3481.
Toyota Corolla L/B árg. '93.
Sjálfsk., 1600cc, álfelgur, nýleg
heilsársdekk, nýleg tímareim, CD/
MP3-spilari, dráttarkúla, rafm. í
rúðum og speglum. Verð 160 þ.
staðgr. Uppl. í s. 664 1099.
Til sölu Toyota Landcruiser 90
VX, skr. júlí 1999, 3,0 dísel. Ekinn
185.000. Gull sanseraður, leður,
topplúga, sjálfskiptur, krókur, góð
negld vetrardekk, 1 eigandi. Verð
kr. 2,3 millj. Upplýsingar í síma
820 1122.
Til sölu ML-320 SPORT árg.
2000. Stórglæsilegur ML 320, ek.
aðeins 41 þús. km. Mjög vel bú-
inn s.s. leiðsögutölva, innb. sími,
leður, lúga, cd o.fl. Gott verð!
Upplýsingar í síma 899 5555.
Til sölu Ford Mustang Premier,
2004, ekinn aðeins 19.500 km.
Stórglæsilegur, sjálfsk., cd, loft-
kæling, vindskeið o.fl. Mjög gott
verð. Uppl. í síma 899 5555.
Til sölu Dodge Ram 3500 árg.
Skr. júní 2005. 5,9 l Cummings
Diesel 325 hp. Ek. 8.000 km. Sem
nýr. Hvítur. Larami útgáfa, húðað-
ur pallur, leður, GPS útvarp o.fl.
Verð 4,3 millj. Uppl. í s. 820 1122.
Pajero V6, árg. '98 á 500 þús.
+ lán (650 þús.), afb. 29 þús.
Er með góðann Pajero til sölu,
ekinn 111 þús. Góð nagladekk +
sumardekk á álfelgum.
Upplýsingar gefur Bjarni í síma
847 1566, bgud@vdsl.is .
Nýr Mercedes Benz Sprinter
316 CDI. Sjálfskiptur, ESP, tvöföld
loftkæling. Einn með öllu.
Sendibíll eða 8-15 sæta.
Kaldasel ehf.
s. 544 4333 og 820 1070.
Þjónustuauglýsingar 5691100
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
FRÉTTIR
STARFSSVIÐ úrskurðarnefndar í
vátryggingamálum víkkar um ára-
mótin og úrskurðar nefndin þá um
ágreining sem fellur undir ákvæði
laga um vátryggingarsamninga auk
bótaskyldu, samkvæmt nýjum sam-
þykktum nefndarinnar sem undir-
ritaðar voru í gær. Endurskoðunin
var einkum til komin vegna nýrra
laga um vátryggingarsamninga
sem taka gildi 1. janúar nk., en í
lögunum er úrskurðarnefndarinnar
getið og því var talið nauðsynlegt
að uppfæra samþykktirnar. Nefnd-
in starfar samkvæmt samkomulagi
viðskiptaráðuneytisins, Neytenda-
samtakanna og Sambands ís-
lenskra vátryggingafélaga.
Ekki þótti ástæða til mikilla
breytinga á samþykktum nefndar-
innar en á meðal þeirra má nefna
að reglur um greiðslu málskots-
gjalds voru skýrðar frekar, felld
var niður skylda málskotsaðila til
að skjóta máli fyrst til tjónanefnd-
ar vátryggingafélaganna áður en
því er skotið til úrskurðarnefndar í
vátryggingamálum og nú skal
nefndin birta alla úrskurði sína
ásamt öðrum upplýsingum um
starfsemi nefndarinnar í stað birt-
ingar samantektar úrskurða áður.
Einnig var betur skilgreint
hverjir geta skotið máli til nefnd-
arinnar og því bætt inn í sam-
þykktirnar að vátryggingafélög
sem ekki ákveði að hlíta úrskurði
nefndarinnar þurfi nú að rökstyðja
ákvörðun sína.
Breyttar samþykktir úrskurðar-
nefndar í vátryggingamálum
VINNUSTAÐIR Sólheima og íbúar hafa opnað
jólamarkað að Laugavegi 45 í Reykjavík. Meðal
þess sem fólki gefst kostur á að sjá og kaupa eru
myndir úr tré, kynjaverur, hljóðfæri, púsluspil,
tréleikföng, kerti í öllum stærðum og gerðum,
mottur, dúkar, treflar, veggteppi og listmunir úr
leir s.s. vasar, ílát, diskar og bollar. Handgerð
tækifæris– og jólakort, túss- og olíulistaverk,
skálar úr pappamassa og útsaumur.
Handgerðar sápur, sjampó og hárnæring er
einnig á boðstólnum frá Jurtastofu Sólheima. Í
boði eru einnig sérstakar jólasápur. Garð-
yrkjustöðin Sunna býður upp á niðursuðuvörur.
Fólki stendur til boða að lita sín eigin kerti á
Jólamarkaði Sólheima. Handverks- og jólamark-
aður Sólheima er opinn alla daga fram að jólum.
Handverks- og
jólamarkaður
Sólheima
FJÖGURRA ljósa skálina frá Stelt-
on má skreyta með aðventuna í
huga og ekki síður í takt við aðrar
árstíðir og tilefni, eins og framleið-
endurnir hafa einmitt hugsað sér
að fólk geri.
Þess vegna hefur Epal fengið
blómaskreytinn Elísabetu Halldórs-
dóttur til að skreyta Stelton-skálina
og gefa viðskiptavinum Epal í
Skeifunni 6 kost á að sjá hvernig
nota megi hana ekki aðeins sem að-
ventuskreytingu heldur sem fallega
skreytingu fyrir heimilið allt árið
um kring.
Elísabet fór í Garðyrkjuskólann
og útskrifaðist sem blómaskreytir.
Hún stundaði tveggja ára verknám
í Noregi og lauk þar sveinsprófi í
faginu, þar sem áhersla var lögð á
þekkingu á afskornum blómum og
pottaplöntum auk alls annars sem
lýtur að blómaskreytingum, m.a.
stílsögu og fagurfræðigreina.
Verknámið fór fram í Blomst-
erhaven på Karl Johan í Osló, í
verslunarmiðstöðinni Paleet. Á
meðan Elísabet var í Noregi tók
hún tvisvar þátt í Oslómeist-
arakeppninni í flokki lærlinga og
varð í 7. sæti fyrra árið en í því 3.
seinna árið, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Stelton-
skálin
skreytt í
Epal
JÓLAÞORPIÐ er risið í Hafn-
arfirði, en tuttugu lítil jólahús eru
nú komin á nýuppgert Thorspl-
anið. Verið er að skreyta húsin og
allt umhverfi þeirra og skógur
jólatrjáa mun rísa í Jólaþorpinu á
næstu dögum.
Hafnfirsk leikskólabörn láta
ekki sitt eftir liggja við jólaskreyt-
ingarnar. Um 700 leikskólabörn
mættu í gær í Jólaþorpið og
skreyttu jólatrén með jólaskrauti
sem þau hafa verið að búa til und-
anfarnar vikur.
Að sögn Helgu H. Magnúsdóttur,
verkefnisstjóra Jólaþorpsins, er
mikil eftirspurn eftir leigu á hús-
unum og komast færri að en vilja.
Boðið verður upp á ýmiss konar
varning er tengist jólunum, sem
gleðja mun stóra sem smáa, svo
sem jólasíld, handverk, bækur,
jólaskreytingar, kerti og spil og
margt fleira.
Jólaþorpið verður opnað í dag,
laugardag, kl. 12 og er opið til kl.
18 alla laugar- og sunnudaga fram
til jóla og til kl. 22 á Þorláksmessu.
Í dag kl. 14 verður kveikt á jóla-
trénu á Thorsplani og verður veg-
leg skemmtidagskrá í boði báða
opnunardagana.
Morgunblaðið/Ómar
Krakkarnir í Tjarnarási skreyta stóra jólatréð í Jólaþorpinu í Hafnarfirði.
Jólaþorpið rís