Morgunblaðið - 06.12.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.12.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2005 17 ERLENT Nýherji hf. · Borgartúni 37 · 105 Reykjavík Sími 569 7700 · www.nyherji.is Gefðu ómótstæðilegar myndavélar og hagkvæma prentara í jólagjöf Ógleymanlegar stundir með Canon Canon jólapakki Einstök Ixus myndavél og þráðlaus prentari á ótrúlegu jólaverði Ixus 55 • 5 milljón pixla myndflaga. • 3x aðdráttur á linsu. • DIGIC II örgjörvi og iSAPS tækni sem eykur hraða og gæði. • 15 tökustillingar. • USB 2.0. iP5200R • Upplausn: Allt að 9600x1200 dpi. • Svarthvít prentun: Allt að 30 bls. á mín. • Litaprentun: Allt að 24 bls. á mín. • Ljósmyndaprentun: 10x15 myndir á 36 sek. • Styður Wi-Fi og Ethernet fyrir þráðlausa og netprentun. • Single Ink blekhylkjakerfi sem stuðlar að lægri rekstrarkostnaði. Tilboðsverð 59.800 kr. Verð 79.800 kr. Ixus i zoom stafræn myndavél Glæsilega hönnuð með fimm milljón pixlum • 2.4x aðdráttur á linsu. • DIGIC II örgjörvi og iSAPS tækni sem eykur hraða og gæði. • 16 tökustillingar. • VGA kvikmyndir í allt að 60 mín. • USB 2.0. • Fæst í fjórum litum. Tilboðsverð 29.900 kr. Verð 44.900 kr. 15.000 kr. Þú sparar Canon A410 stafræn myndavél Auðveld í notkun á frábæru verði • 3.2 milljón pixla myndflaga. • 3.2x aðdráttur á linsu. • Þyngd aðeins 150 gr. án rafhlöðu. • DIGIC II örgjörvi og iSAPS tækni sem eykur hraða og gæði. • 14 tökustillingar. • VGA kvikmyndir í allt að þrjár mín. • USB 1.0. Tilboðsverð 14.900 kr. Verð 19.900 kr. 5.000 kr. Þú sparar Canon A520 stafræn myndavél Einföld í notkun fyrir fjölskylduna • 4.0 milljón pixla myndflaga. • 4x aðdráttur á linsu. • DIGIC II örgjörvi og iSAPS tækni sem eykur hraða og gæði. • 20 tökustillingar. • VGA kvikmyndir í allt að þrjár mín. Tilboðsverð 21.900 kr. Verð 29.900 kr. 8.000 kr. Þú sparar Canon MP500 fjölnotatæki Þín eigin framköllunarstofa • Upplausn prentunar: 9600x2400 dpi í ljósmyndagæðum. • Svarthvít prentun: 29 bls. á mín. í svörtu. • Litaprentun: 19 bls. á mín. með texta og grafík. • Ljósmyndaprentun: 10x15 myndir á 51 sek. • ChromaLife100 kerfi sem eykur endingu ljósmynda. • DVD og CD prentun. Sjálfvirk prentun á báðar hliðar (duplex). Tilboðsverð 23.900 kr. Verð 29.900 kr. 6.000 kr.Þú sparar 20.000 kr. Þú sparar París. AFP. | Kínverjar undirrituðu í gær samning um kaup á 150 Air- bus-320 flugvélum að loknum fundi Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, og Dominique de Villepin, forsætis- ráðherra Frakklands, í París. Er um að ræða stærsta flugvélasamning sem Kínverjar hafa gert í Evrópu og er hann metinn á tæpa 10 milljarða dollara, um 630 milljarða króna. Fjarhæðin gæti þó orðið lægri vegna magnafsláttar. Alls munu sex kínversk flugfélög kaupa þoturnar sem venjulega taka um 150 farþega. Airbus hefur lengi stefnt að því að hnekkja veldi banda- rísku Boeing-verksmiðjanna á flug- vélamarkaði Kína en bandaríska fyrirtækið er nú með um 60% hlut- deild þar. Airbus er með um 33%. Wen kom til Frakklands á sunnu- dag og hóf hann ferð sína á því að skoða verksmiðjur Airbus. Wen átti einnig fund með Jacques Chirac Frakklandsforseta í forsetahöllinni, Elysee, í gær. Chirac sagði að gerð- ur hefði verið mikilvægur samn- ingur um frekara samstarf Airbus og kínverskra flugfélaga, kæmi jafn- vel til greina að reist yrði Airbus- samsetningarverksmiðja í Kína. Auk samninganna við Airbus var ákveðið að Kína myndi í samstarfi við fyrirtækið Eurocopter, sem er dótturfyrirtæki Airbus, framleiða 6–7 tonna þyrlu. Myndi framleiðsla hefjast árið 2011. Kínversk flugfélög kaupa 150 Airbus-320-þotur Reuters Jacques Chirac Frakklands- forseti fagnar Wen Jiabao, for- sætisráðherra Kína, í garði Elysee-hallar í gær. FIMMTUNGUR Spánverja dregur fram lífið undir skil- greindum fátæktarmörkum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Tölfræðistofnunar Spánar (INE), sem dagblaðið El País greindi frá í gær. 20,8% kvenna á Spáni búa við fátækt samkvæmt skilgrein- ingu þessari en 19% karla. Erf- iðust eru kjör þeirra, sem náð hafa 65 ára aldri. Teljast 29,6% þess hóps búa við fátækt. Hvað konur varðar er hlutfallið í þessum aldurshóp 31,8% en 26,7% karla eldri en 65 ára búa við kjör, sem undir fátæktar- mörkum. Mest er fátæktin í tveimur sjálfstjórnarhéruðum, Extrem- adura (37% íbúa) og Andalúsíu (31,1%). Minnst er hún hins vegar í Madríd (9,5%) og Baskalandi (11%). Skýrsla Tölfræðistofnunar- innar á við um árið í fyrra. Sam- kvæmt henni er tímakaup karla á Spáni 17,3% hærra en kvenna. Meðalárstekjur heim- ila voru í fyrra 21.551 evra, sem svarar til rúmlega sextán hundruð þúsund króna. Meðal- tekjur einstaklings yfir árið reyndust hins vegar 7.591 evra eða 575.000 krónur. Um 20% Spán- verja búa við fátækt Osló. AFP. | Yfirvöld í Noregi hafa látið loka tímabundið einum af virt- ustu veitingastöðum Osló-borgar en eftirlit leiddi í ljós að hreinlæti var þar mjög ábótavant. Um er að ræða Le Canard, einn af örfáum veit- ingastöðum í Noregi sem aðstand- endur Michelin-veitingavísisins fræga hafa talið svo góðan að hann verðskuldaði stjörnu fyrir matar- gerðina. Matvælaeftirlitið norska ákvað að heimsækja níu veitingastaði í Osló í liðinniviku án þess að gera boð á undan sér. Mun sitthvað athugavert hafa fundist á öllum stöðunum. „Við urðum vitni að brotum á lögum um hreinlæti á öllum stöðunum, verstar voru þó aðstæður á veitingastaðn- um Le Canard,“ sagði Christoffer Nielsen, talsmaður Matvælaeftir- litsins. Kom fram í máli Nielsen að rottudrit hefði fundist í herbergi samliggjandi eldhúsi Le Canard en enginn veggur eða þil skilur her- bergið frá eldhúsinu. Rottudrit veldur lokun Hreinlæti ábótavant á einum virtasta veit- ingastað Osló-borgar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.