Morgunblaðið - 06.12.2005, Page 27

Morgunblaðið - 06.12.2005, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2005 27 ÁTAKIÐ Verndum bernskuna er nú komið vel á veg en það hófst í september með samstilltu átaki forsæt- isráðuneytisins, þjóðkirkjunnar, umboðsmanns barna, Velferðarsjóðs barna og Heimilis og skóla. Í áramóta- ávarpi mínu í sjónvarpinu fyrir rétt rúmu ári sagði ég m.a.: „Við vitum að börn þarfnast umhyggju foreldra sinna og tíma fyrir leik og samræðu. Nútímaþjóð- félagið hefur breytt lífsmynstrinu og í kjölfarið hafa samverustundir fjölskyldunnar tekið breytingum. Hverju er um að kenna? Langur vinnudagur margra er auðvitað nærtæk ástæða, en örugglega ekki eina skýringin. Er mögulegt að ýmiss konar afþreying tefji svo fyrir börnum og fullorðnum að heimanám, elsku- legur agi og uppeldi líði fyrir? Er ástæða til að sjá fjöl- skyldugerð fyrri tíma í hillingum? Hefur stórfjölskyldan gefið um of eftir? Lát- um við aðra um uppeldi barna okkar – dýrmætustu eignina í lífinu? Það er bjargföst trú mín að samheldin og ástrík fjölskylda sé kjarninn í hverju þjóðfélagi. Þann kjarna þarf að styrkja og treysta.“ Daginn eftir flutti biskup Íslands, séra Karl Sigurbjörnsson, ávarp sitt og kom þar einnig inn á þessi sömu mál með svipaðar áherslur. Þessi samhljómur í áramótaávörpum okkar er upphaf þessa átaks sem gengur undir nafninu „Verndum bernskuna“. Nú er hátíð barnanna á næsta leiti, sjálf jólin. Fjórða heilræðið af tíu er nú birt, það er stutt en í felst mikill sannleikur; Verum til staðar fyrir börnin. Þetta heilræði rímar vel við þær áhyggjur sem ég lét í ljós hinn 31. desember. Við verðum að muna að börnin okkar þurfa tíma og við þurfum að gefa þeim þann tíma. Við megum ekki gleyma okkur í jólaundirbúningnum, megum ekki gleyma börnunum. Í bæklingi sem aðstandendur átaksins sendu inn á hvert heimili nú í haust segir m.a. um heilræði desembermánaðar: „Það er mikilvægt að þú gefir þér tíma til að njóta samvista við barnið þitt, takir eftir því sem það er að gera og deilir með barninu gleði þess og sorg- um.“ Síðar segir: „Barnið þarf að finna skjól og öryggi á heimili sínu. Þú vinnur traust og trúnað barnsins með því að vera til staðar þegar það þarf á þér að halda. Náin samskipti og tengsl á milli ykkar eru dýrmætari en nokkuð annað.“ Við þurfum að takast á við þetta verkefni, að styrkja fjölskylduna og gefa okkur tíma fyrir alla meðlimi hennar. Stór þáttur þess er að vera til staðar fyrir börnin. Slík nærvera getur oft reynst besta jólagjöfin. Nærveran er besta jólagjöfin Eftir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra Halldór Ásgrímsson rustan og óðagotið sem unum. Við viljum þeim m. En yfirsést gjarna sú a, athygli, tími. Og ur tekur sér. síns. Hvar sem hann hvort sem ég var nú að ersstaðar nær á þöglan ið stjóra, sálin átti í m það sem sérhverju ma og pabbi, afi eða arnið við og lítur upp til gjarna að vita. vægt að mamma og ur og sýnir mömmu eða ðfestingu þess að það ma að það er barnið rnir sjái það eins og rnið MIÐLUN fjármagns og önnur fjármálaþjónusta hefur á und- anförnum árum og áratugum orðið æ alþjóðlegri. Þessu valda stórstígar framfarir í upplýsingatækni og aukið frelsi í fjármálastarfsemi, opnun markaða og frjáls flutningur fjár- magns milli landa. Við blasir nýtt umhverfi fjöl- þjóðlegra fjármálafyr- irtækja sem starfa í mörgum löndum og á mörgum sviðum fjár- málaþjónustu í senn. Norðurlönd og Eystrasaltslönd Fjármálamarkaðir á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndum eru glöggt dæmi um þessar breytingar. Þeir hafa vaxið með þeim hætti á síðustu árum að þeir eru ekki lengur bundnir hver sínu þjóðríki. Bankar sem teygja starfsemi sína yfir landamæri á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjum hafa orðið til við samruna fyrirtækja og eig- endaskipti. Verulegur hluti banka- kerfis í Eystrasaltsríkjunum þremur er reyndar með beinum eða óbeinum hætti í eigu norrænna banka. Þannig hafa myndast fjölþætt fjármálafyr- irtæki sem starfa þvert á landamæri og viðskiptasvið. Íslenskir bankar taka virkan þátt í þessari framvindu mála. Þrír stærstu viðskiptabankar á Íslandi eiga og reka fjármálafyr- irtæki um öll Norðurlönd auk starf- semi í Bretlandi og á meginlandi Evrópu. Á sama tíma hefur orðið mikil samþjöppun í bankastarfsemi í öllum löndunum átta, sem hér er sérstaklega fjallað um, með fækkun fyrirtækja og útibúa. Stöðugleiki fjármálamarkaðarins á þessu ný- myndaða markaðssvæði veltur í reynd á örfáum bönkum. Ástæða er til að velta sérstaklega fyrir sér tveimur hliðum þessara breytinga á fjármagnsmarkaði. Örvun hagvaxtar Fyrst nefni ég örvandi áhrif þess- ara breytinga á hagvöxt. Mikilvæg- ustu áhrif af samruna í fjármálaþjón- ustu á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndum eru án alls efa þau að samruninn stuðlar að aukn- um hagvexti. Hið tvíþætta hlutverk fjármálamarkaðarins – að beina framleiðsluþáttum til ábatasamra verkefna og gera almenningi kleift að ná góðri ávöxtun á sparnað – verður sífellt mikilvægara. Skilvirk- ur fjármálamarkaður er ekki síst nauðsynlegur fyrir Eistland, Lett- land og Litáen. Þessi lönd hafa á síð- ustu árum náð mjög örum hagvexti með 6-7% aukningu þjóðarfram- leiðslu á ári frá aldamótum. Norð- urlöndum hefur á sama tíma vegnað betur en öðrum tekjuháum iðnríkj- um Evrópu þótt vöxtur þeirra sé mun hægari en Eystrasaltsland- anna. Ísland hefur hér nokkra sér- stöðu með hinn öra hagvöxt allra síð- ustu ára. Til þess að Norðurlönd og Eystrasaltslönd haldi hlut sínum framvegis – og jafnvel bæti hann – er mikilvægt að lítil og miðlungi stór fyrirtæki, einkum útflutningsfyr- irtæki, dafni. Fyrir þessi fyrirtæki er góð bankaþjónusta sérlega mik- ilvæg. Fjármálamarkaðurinn er ekki síð- ur mikilsverður fyrir alþjóðavæðingu fyr- irtækja á Norð- urlöndum og í Eystrasaltslöndum. Alþjóðavæðing er eina leiðin sem fær er til langvarandi hag- vaxtar fyrir lítil og opin hagkerfi eins og þessi lönd búa við. Á því leikur enginn vafi að samruni fjár- málamarkaða hefur greitt fyrir fjárfest- ingu og viðskiptum yfir landamæri innan svæðisins, en það er einmitt snar þáttur í hagvaxt- arferlinu í opnum hagkerfum. Fjármálaeftirlit Seinna álitaefnið og hið vanda- samara varðar opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Norðurlönd og Eystrasaltsríkin þrjú hafa nú í raun myndað eitt bankakerfi sem lýtur þó eftirliti a.m.k. átta umsjónarstofnana í jafnmörgum löndum. Að vísu hafa fjármálaeftirlitsstofnanir landanna átta með sér víðtækt og vaxandi samstarf, en skýr ákvæði skortir um það hver beri endanlega ábyrgð lendi fjölþjóðabankar í þessum lönd- um í alvarlegum greiðslukröggum eða gjaldþroti. Að þessu leyti er eyða í umsjónarkerfinu sem styðst annars við reglur Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins um eft- irlit heimalands með banka hvar sem hann starfar í Evrópu. Hér er úrbóta þörf. Fækkun og stækkun bankanna og flókin gerð fjölþjóðabanka felur í sér aukna hættu á því að einstakir bank- ar verði svo umfangsmiklir að skakkaföll í rekstri þeirra og efna- hag feli í sér áhættu fyrir fjár- málakerfið í heild í heimalandi bank- ans. Þar með kann að rísa sá vandi sem þannig er lýst á enskri tungu að banki sé „too big to fail“; hann sé svo stór að ekki verði liðið að hann kom- ist í þrot. Þessu fylgir ærinn vandi. Með bankastarfsemi án landamæra kann að bætast við enn þyngri þraut, að stjórnvöld í lögformlegu heima- landi fjölþjóðabanka hafi ekki ein sér bolmagn til þess að bjarga slíkum banka úr kröggum. Bankarnir verði of stórir til að þeim sé bjargandi – „too big to save“ – (og ef til vill einn- ig of útlendir) frá sjónarmiði ein- stakra landa. Verðbréfaviðskipti eru annar snar þáttur á fjármagnsmarkaði. Þau verða stöðugt mikilvægara svið fjár- málaþjónustu um alla Evrópu. Sam- runi norrænna verðbréfamarkaða og markaða Eystrasaltsríkjanna er þegar hafinn og viðskipti með hluta- bréf og skuldabréf þvert á landa- mæri færast stöðugt í vöxt. Kauphallarviðskipti hafa farið hraðvaxandi á Íslandi á síðustu ár- um. Önnur hlið á þessu sama ferli er ör vöxtur lífeyrissjóða. Hlutabréfa- kaup þeirra eru snar þáttur í aukn- um umsvifum íslenskra fyrirtækja og fjárfesta bæði heima og erlendis á undanförnum árum. Þessar gagn- geru breytingar á fjármagnsmarkaði gera miklar kröfur til fyrirtækjanna, sem honum tengjast, um gagnsæi og heiðarleik í viðskiptum og til árvekni af hálfu opinberra eftirlitsfyrirtækja á sviði fjármálaþjónustu og sam- keppni. Svæðisbundið samstarf Fjölgun aðildarríkja Evrópusam- bandsins og þar af leiðandi stækkun Evrópska efnahagssvæðisins, sem Ísland er aðili að fyrir tilstilli EES- samningsins, felur í sér þörf fyrir aukið svæðisbundið samstarf milli aðildarríkja, sér í lagi hinna fámenn- ari ríkja í Norður-Evrópu. Efling svæðisbundins samstarfs Norð- urlanda og Eystrasaltsríkja er nauð- synleg til þess að styrkja stöðu þeirra í Evrópusamstarfinu. Fjár- málastarfsemi er mikilvægur vett- vangur fyrir samvinnu af þessu tagi. Farsælt samstarf Norðurlanda og Eystrasaltslanda á þessu sviði gæti jafnvel haft víðtæk áhrif í evrópsku samhengi sem fyrirmynd fyrir aðrar þjóðir. Samþætting fyrirtækja í mik- ilvægum atvinnugreinum yfir landa- mæri er reyndar algengari í þessum löndum en annars staðar í Evrópu og því næsta eðlilegt að þessi hópur ríkja hafi forgöngu um nánara sam- starf á sviði löggjafar og eftirlits með fjármálastarfsemi. Til þess að tryggja til frambúðar öflugan hagvöxt á Norðurlöndum og í löndunum við Eystrasalt þarf að efla samstarf ríkisstjórna á sviði fjármálastarfsemi svo að það taki mið af þeim grundvallarbreytingum sem þegar eru orðnar í einkageir- anum þar sem landamæri setja við- skiptum æ minni skorður. Ekki er síst mikilvægt að ríkin átta samhæfi betur opinbert eftirlit með fjármála- starfsemi, þannig að það taki mið af raunverulegum aðstæðum á fjár- málamarkaði. Markaðurinn er nú í reynd óskiptur, en eftirlitið er marg- skipt. Réttur tími til sameiginlegra aðgerða í þessum efnum er meðan allt leikur í lyndi og hagur fyrirtækja er yfirleitt góður – eins og nú á við um bankana – en ekki þegar að kreppir og búskellur vofir yfir. Bankar án landamæra Eftir Jón Sigurðsson ’Ekki er síst mik-ilvægt að ríkin átta samhæfi betur opin- bert eftirlit með fjár- málastarfsemi…‘ Jón Sigurðsson Höfundur er fv. bankastjóri Norræna fjárfestingarbankans, alþingismaður og viðskipta- og iðnaðarráðherra. tt og heldur því eftir um 95 þúsund m. Og enn annað: Stuðningur við ein- oreldra í hópi öryrkja í formi barnabóta abóta hefur dregist saman frá árinu essi stuðningur var þá 18.9% af heildar- en lækkaði í 2.6% árið 2004. ging launa og lífeyris fgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1996 ákvað órnin að aftengja þróun launa og bóta. na aðgerð kom í veg fyrir að lífeyr- slur til aldraðra og öryrkja héldi í við róunina í landinu. Þess vegna hafa líf- gar ekki fengið sinn réttmæta hlut í aupmáttaraukningu sem síðan hefur Það er ótrúlegt en satt að góðærið hefur rið notað til að auka jöfnuð og velsæld amfélaginu. Þvert á móti hefur svig- yrir ójöfnuð verið aukið. útkominni skýrslu Stefáns Ólafssonar ors um örorku og velferð á Íslandi eru upplýsingar sem varpa skýru ljósi á inu aðgerð. Þar kemur fram að kaup- ráðstöfunartekna á mann í landinu ði frá 1995–2004 um ríflega 50%. Á sama ækkaði kaupmáttur ráðstöfunartekna pra öryrkja og öryrkja í sambúð um 0% en kaupmáttur einstæðra foreldra í yrkja um nærri 30%. skerða bætur l umræða hefur verið um það að und- u hversu mikill fengur væri að því að fá í hlutastörf t.d. í verslunum eða leik- . Fáir hafa hins vegar orðið til að benda það er eftir litlu að slægjast fyrir aldr- fa. Ég sá nýverið dæmi frá Lands- ndi eldri borgara um einhleypan ellilíf- ga sem er með 50 þús. kr. greiðslu úr sjóði og fær um 82 þús. kr. frá Trygg- fnun. Þegar hann er búinn að greiða efur hann liðlega 110 þús. í ráðstöf- kjur. Það er erfitt að ná endum saman með þessar tekjur og hann langar því að auka þær. Honum býðst hálft starf fyrir 70 þús. kr. á mánuði en þegar betur er að gáð þá verður sú tekjuaukn- ing til þess að greiðslurnar frá Trygg- ingastofnun lækka um liðlega 45 þúsund, skatt- greiðslur aukast og þegar allt er tekið saman hefur hann liðlega 126 þúsund í ráðstöf- unartekjur. Með hálfu starfi tekst honum að auka ráðstöfunartekjur sínar um 16 þúsund á mánuði! Hver vill vinna hálfan daginn upp á þau býti? Samfylkingin Þegar Samfylkingin mætti til þings nú í haust lagði hún megináherslu á málefni lífeyr- isþega. Fyrsta mál flokksins var þingsályktun um að samið yrði um afkomutryggingu fyrir lífeyrisþega og tekin upp tenging launa og líf- eyris að nýju. Lagt er til að fyrsta skrefið í af- komutryggingunni verði að hækka grunnlíf- eyri og fulla tekjutryggingu um 12 þús. kr. á mánuði til að raungildi lífeyrisgreiðslna verði það sama í dag og það var á árinu 1995. Þá leggjum við til að dregið verði úr þeirri skerð- ingu bóta sem lífeyrisþegar verða fyrir ef þeir bæta einhverju við sig í tekjum. Mjög mik- ilvægt er að ná þessu fram þar sem það eykur bæði svigrúm aldraðra og öryrkja til virkrar atvinnuþátttöku sem og fyrirtækja og stofnana til að fá gott fólk til starfa. Við afgreiðslu fjárlaga hefur Samfylkingin jafnan lagt til að farin verði leið í skattamálum sem tryggir meiri jöfnuð en leið ríkisstjórn- arinnar. Við viljum hækka skattleysismörkin og lækka virðisaukaskatt á matvörum úr 14% í 7%. Öll þurfum við að borða og matvöruverð er einfaldlega alltof hátt á Íslandi og íþyngjandi fyrir þá tekjulægstu. Samfylkingin er flokkur jafnaðarstefnu á Ís- landi en í því felst að flokkurinn er ábyrgur í af- stöðu sinni til atvinnulífs og verðmætasköp- unar en setur líka fram þá skýlausu stefnu að verðmætaaukning sé notuð til að auka velsæld allra og rétta hag þeirra sem verst eru settir. Og þar skilur á milli Samfylkingarinnar og rík- isstjórnarflokkanna. góðærið hefur ekki verið ð til að auka jöfnuð og æld allra í samfélaginu. ‘ Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Verndum bernskuna ðinga er tals- ldi fólks tt með u. Jafn- pinberir gju óð- um betri r það ð tíma- rf- g sérstök u kalla á nd frá m með- líknar- nstök . Í raun ur í jóla- ök. kross Íslands styrkir úthlutunina með fjárframlagi og sjálfboðaliðum. Öryrkjabandalag Íslands og Vel- ferðarsjóður barna veita einnig fjármuni til starfseminnar. Mörg fyrirtæki hafa um árabil gefið rausnarlega til jólaaðstoðarinnar, og við vonum að með samstarfinu verði þeim gert auðveldara fyrir en áður. Enda þótt viss samkeppni ríki milli margs konar hjálp- arsamtaka um fjáröflun til starfa er ekki æskilegt að samkeppni ríki í úthlutun og dreifingu. Markmiðið er ekki að búa til eft- irspurn heldur líkna, létta undir og hjálpa til sjálfshjálpar. Í þess- um anda hefur verið unnið og til vitnis um það eru m.a. Fataút- hlutun Rauða krossins, nytja- markaður Góða hirðisins, sem rekinn er af Sorpu í samstarfi við hjálparstofnanir, Kaffistofa Sam- hjálpar og jólamáltíðir Hjálpræð- ishersins. Þarna hefur orðið verkaskipting í góðri samstöðu sem ástæða er til að hlúa að eftir mætti. Mæðrastyrksnefnd Reykjavík- ur og Hjálparstarf kirkjunnar þakka dyggan stuðning á und- anförnum árum og heita á fyr- irtæki, félagasamtök og ein- staklinga að duga vel fyrir komandi jól. Allar gjafir koma að góðum notum þar sem þörf er fyrir þær. ’…og heita á fyrir-tæki, félagasamtök og einstaklinga að duga vel fyrir komandi jól.‘ Höfundar eru stjórnarformenn Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur og Hjálparstarfs kirkjunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.