Morgunblaðið - 06.12.2005, Side 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
F
yrir mörgum árum
sagði góður vinur
minn mér frá því að
hann hefði ein-
hverju sinni farið
með dóttur sína, sem þá hefur
líklega verið tveggja eða þriggja
ára, niður að Tjörninni í Reykja-
vík að gefa öndunum á sunnu-
dagseftirmiðdegi. En hann
kvaðst hafa flýtt sér að drita
brauðinu í fuglana og forðað sér.
Það hefði nefnilega runnið upp
fyrir sér að fólk sem sæi þau
feðginin myndi halda að hann
væri helgarpabbi. Og það vildi
þessi vinur minn ekki að fólk
héldi.
Ég spurði hann ekki hvers
vegna hann vildi ekki að fólk
héldi það. Og ég spurði hann
heldur ekki hvers vegna hann
hafi haldið að fólk héldi það. Því
síður spurði ég hann hvers
vegna honum væri ekki skítsama
hvað fólk héldi. Enda hefðu svör
hans við þessum spurningum
ekki skipt neinu máli – hann
hafði einfaldlega sagt mér hvaða
tilfinningar hann upplifði, og það
er ekkert vit í því að vega og
meta hvort það hafi verið rétt
eða rangt af honum að hafa
þessar tilfinningar. Og þar að
auki var ég ekki orðinn pabbi
sjálfur og hefði ekki átt séns í að
skilja svarið.
Þessi frásögn vinar míns rifj-
aðist upp fyrir mér um daginn
þegar ég var einn með dóttur
mína, sem er á svipuðum aldri
og dóttir hans var þá, á al-
mannafæri. Og ég fór að hugsa
eins og vinur minn hafði hugsað
við Tjörnina þarna fyrir mörgum
árum: „Skyldi einhver sem tekur
eftir okkur halda að ég sé helg-
arpabbi?“ Eins og ég nefndi eru
mörg ár liðin síðan vinur minn
var við Tjörnina með dóttur sína
(hún er orðin mamma og hann
þar með afi, sagði hann mér um
daginn) og kannski hefur tíð-
arandinn breyst. Ég lagði að
vísu ekki á flótta, en samt: Ég
skil núna hvað hann átti við
þarna um árið.
Þetta voru auðvitað fordómar
í okkur báðum: Við gerðum ráð
fyrir að annað fólk hugsaði á
einhvern tiltekinn hátt. Og það
má líka segja að þetta hafi verið
óþarfa viðkæmni – kannski sér-
staklega í mér, þar sem tíð-
arandinn er svo sannarlega
breyttur.
Eða hvað? Þetta er spurning
um almennt viðhorf í samfélag-
inu til föðurhlutverksins. Undir
þá spurningu falla aðrar þrengri
spurningar eins og til dæmis sú,
hvort karlmenn séu jafnhæfir og
konur til að ala upp börn, og
einnig hvort það teljist karl-
mannlegt að njóta þess að eiga
börn. Þetta er svo auðvitað á
endanum mjög mikilvægt atriði í
jafnréttisumræðunni. Og ég er
ekki frá því að kannski hafi
verið, og sé enn, einhver fótur
fyrir fordómum okkar vinanna.
Hér koma tvær sögur sem
benda til þess að kannski hafi
tilfinningar okkar ekki verið al-
veg út í hött (um leið og við-
urkennt skal fúslega að tvö
dæmi eru ekki sönnun á neinu):
Fyrir stuttu barst í tal hjá
kunningja mínum sem á barn
með konu sem hann býr ekki
með að barnið yrði hjá honum
um komandi helgi – að hann
væri altso helgarpabbi þessa
barns. Ung kona sem heyrði á
tal okkar greip þetta á lofti og
sagði hátt, snjallt og glað-
hlakkalega: „Svona eru þessir
karlmenn! Troðandi typpinu á
sér hvar sem er!“ Þessi unga
kona hafði ekki hugmynd um að-
stæður kunningja míns eða for-
sendur þess að hann var helg-
arpabbi barnsins síns. Samt lét
hún sig hafa það að dæma hann
hástöfum, að því er virðist fyrst
og fremst fyrir það að vera karl-
maður.
Víst voru orð hennar alhæfing
og sem slík ekki marktæk, og
segja má kunningja mínum til
hróss að hann virti þau að vett-
ugi. En ég verð að viðurkenna
að sjálfum hefur mér þótt þessi
kona fremur ómerkilegur pappír
síðan. Í orðum hennar fólst það
viðhorf að hvað börn varðaði hafi
karlmenn ekki áhuga á öðru en
samförunum sem leiða til barna.
Um daginn skrifaði svo Guð-
rún Guðlaugsdóttir grein í
Morgunblaðið (10. nóv.) og hélt
því fram að börn væru að öllu
jöfnu betur komin hjá móður en
föður. Það væri einfaldlega
spurning um „líkamlega gerð
mannfólks“. Ef að er gáð kemur
í ljós að röksemdafærslan í grein
Guðrúnar er í grundvall-
aratriðum sú sama og liggur að
baki því viðhorfi að það sé æski-
legra að karlmenn fari með
stjórnun – bæði í samfélaginu og
fyrirtækjum – eins og best megi
sjá af því að þannig hafi málum
verið háttað frá aldaöðli. Það sé
einfaldlega staðreynd að karlar
hafi jafnan verið duglegri við að
mynda ríkisstjórnir og stofna
fyrirtæki og stýra þeim, og fái
enda miklu hærra kaup en kon-
ur. Þetta síðasta er svo sagt
endanleg sönnun þess að karlar
séu hæfari til stjórnunarstarfa
en konur: Fyrst þeir fá hærra
kaup hljóta þeir að vera starfinu
betur vaxnir. Hér er ekki pláss
til að útlista hvað er athugavert
við þessa lógík. (Það er efni í
annan pistil). Viðhorf Guðrúnar
er klassísk íhaldshyggja í sam-
félagsmálum.
Þessi tvö dæmi held ég að
dugi til að útskýra hvers vegna
vinur minn forðaði sér frá Tjörn-
inni og hvers vegna frásögn
hans af því rifjaðist upp fyrir
mér mörgum árum síðar. Innst
inni óttumst við að ef fólk heldur
að við séum helgarpabbar álíti
það þar með að við séum menn
sem höfum enga stjórn á typp-
inu á okkur og sitji nú uppi með
afleiðingarnar – barn sem við
eðlis okkar vegna sem karlmenn
getum ekki veitt það sem það
helst þarfnast, alveg sama
hversu mikið við elskum það og
hversu mikla ástúð og kærleika
við veitum því. Og þá væri eðli-
legt að fólk færi að vorkenna
okkur. Kannski hugsar það: En
sætt að hann skuli þó reyna …
Við frábiðjum okkur slíka
meðaumkun. En umfram allt
frábiðjum við okkur þá fordóma
sem birtast í glaðhlakkalegri yf-
irlýsingu ungu konunnar og
grein Guðrúnar Guðlaugsdóttur.
Eru karlar
svona?
„Svona eru þessir karlmenn! Troðandi
typpinu á sér hvar sem er!“
VIÐHORF
Kristján G. Arngrímsson
kga@mbl.is
S
vanasöngur Schuberts, –
lagaflokkurinn Schwan-
enegesang verður við-
fangsefni þeirra Kristins
Sigmundssonar og Jón-
asar Ingimundarsonar á tónleikum
þeirra í Salnum í kvöld.
Svanasöngur er ekki ljóðaflokkur
í eiginlegum skilningi – eins og til
dæmis Vetrarferðin og Malara-
stúlkan fagra, þar sem heil saga er
sögð frá fyrsta til síðasta tóns.
Svanasöngur er síðasta stórvirki
Schuberts í sönglistinni og ljóðin
eru eftir rómantíkerana Heine og
Rellstab og mynda því ekki eig-
inlega heild.
Íslendingar sem komnir eru af
barnsaldri þekkja vel lagið: Við
brunninn bak við hliðið, sem MA
kvartettinn gerði ódauðlegt á sínum
tíma, og Kristinn Sigmundsson man
vel eftir því. Ár og dagar eru síðan
þetta var, - en þó svo stutt... og þá
var þetta eitt af örfáum lögum
Schuberts sem Íslendingar þekktu.
„Mér fannst það mjög fallegt og það
var í uppáhaldi á mínu heimili, eins
og sjálfsagt víðar.“ Í dag er Schu-
bert ekki einungis þekktur hér á
landi af þessu eina indæla lagi, held-
ur líka öllum hinum hundruðum
laga hans sem við höfum heyrt ótal
sinnum síðan þá. Þeir Kristinn og
Jónas hafa verið manna ötulastir við
að kynna okkur þau. Kristinn segir
að tíu ár séu liðin frá því þeir Jónas
fluttu Svanasöng síðast, og þeim
hafi þótt kominn tími á að syngja
það aftur. „Þótt það sé ekki sama
heildin yfir þessu og Vetrarferðinni,
finnst mér eitthvað svo stórt í þessu
verki að mér finnst ég þurfa að
skerpa á því aftur, þó ekki væri
nema fyrir sjálfan mig. Schubert
var ekki í neinni afturför þegar
hann dó, blessaður, og þarna eru
stórkostleg lög eins og Der Dopp-
elgänger – [Tvífarinn], – sáraeinföld
en dáleiðandi sterk; lag eins og Die
Stadt – [Borgin], þar sem níólu-
hreyfingin í píanóinu hermir eftir
gjálfrinu sem heyrist þegar ræð-
arinn stingur árunum gegnum
vatnsflötinn. Þetta virkar á mig eins
og nútímatónlist; Schubert er svo
langt, langt á undan sinni samtíð.
Þetta er svo myndrænt og sterkt.“
Eins og Schubert ætlaðist til
Kristinn segir sumpart erfiðara
að syngja Svanasöng en ljóðaflokk-
ana sem byggjast á samfelldri sögu.
Hann segir að því hafi verið haldið
fram að Svanasöngur sé vísir að
tveimur slíkum ljóðaflokkum, en að
Schubert hafi ekki enst aldur til að
ljúka þeim. „Ef ljóð Heines eru
sungin ein og sér og raðað aðeins
öðruvísi upp en þau eru í Schubert-
útgáfunni, – en eins og þau koma
fyrir í ljóðum Heines, þá mynda þau
vissa „mini“ Vetrarferð. Þannig hef-
ur Schubert líka að öllum líkindum
lesið þau. Við flytjum þau í þeirri
röð – eins og þau koma fyrir í ljóða-
bók Heines, og ég er viss um að
Schubert ætlaðist til þess að hafa
það þannig. Rellstab ljóðin eru
sundurleitari – ég finn ekkert sér-
stakt kerfi í þeim. Þau eru strófísk-
ari – endurtekningar á sama lagi
gegnum öll erindin, og þess vegna
stundum erfiðari. Það er greinilegt
að Heine hefur tekið Schubert fast-
ari tökum.“
Þegar Kristinn er spurður um ást
Schuberts á ljóðlist verður hann
þögull. „Ja, nú veit ég ekki. Maður
hefði þurft að vera uppi á þeim tíma
til að geta svarað því. Ég býst við að
ljóðið hafi verið miklu sterkari þátt-
ur í menningunni en það er núna.
Það er ljóst að Schubert er meist-
arinn í ljóðatónlistinni og greinilegt
að hans músík er alltaf náttúruleg
og eðlileg. Þar eru engir stælar, –
þetta kemur allt frá hjartanu. Bæði
Rossini og Mayerbeer sömdu lög
við sum ljóðanna sem Schubert not-
ar í Svanasöng – en þau eru bara
froða miðað við það sem Schubert
gerði og varla þessi virði að taka
þau sér í munn. Það er erfitt að
svara spurningunni með analýt-
ískum hætti, en Schubert virkar á
mig og fleiri eins og þetta komi allt
mjög eðlilega frá honum. Und-
irspilið er til dæmis ekki til þess
eins að halda söngvaranum í tónteg-
undinni, – Schubert er alltaf að búa
til andblæ, eins og leikmynd. Maður
heyrir í læknum, vindinum, eða
hvað sem það er.“
Falleg sýning á Rómeó og Júlíu
Kristinn er nýkominn heim frá
New York þar sem hann söng í
nýrri uppfærslu á Rómeó og Júlíu
eftir Gounod í Metrópólitanóper-
unni, en auk þess hefur hann verið í
Genf að syngja í Tannhäuser eftir
Wagner. Eftir áramótin syngur
hann í Valkyrjunni eftir Wagner í
Feneyjum, Rómeó og Júlíu og Fid-
elio eftir Beethoven í Metrópólit-
anóperunni – þar sem hann syngur
Rocco undir stjórn James Levine, –
Brottnáminu úr kvennabúrinu eftir
Mozart í Trieste, Rósariddaranum
eftir Richard Strauss í München og
Ítölsku stúlkunni í Alsír eftir Ross-
ini í Vínaróperunni. Eftir frumsýn-
inguna í Metrópólitan á dögunum
skrifaði gagnrýnandi New York
Times dóm um sýninguna og var
frekar óhress með fólkið í burð-
arhlutverkunum, en hældi þeim
mun meira söngvurunum í litlu hlut-
verkunum, þar með talið Kristni.
En það var þó ekki alveg að marka,
því stjarna kvöldsins, franska sópr-
ansöngkonan Natalie Dessay hafði
boðað forföll og afleysinga-
söngkonan hafði þurft að stökkva
inn í hlutverkið á frumsýningu án
þess að hafa fengið æfingar með
samsöngvurum og hljómsveit, þótt
hún kynni hlutverkið mætavel.
„Þetta var mjög gaman og ég kann
mjög vel við mig í þessu húsi. Sýn-
ingin er ofboðslega falleg, en hlut-
verkið mitt er ekki stórt. Samstarfs-
fólkið var allt elskulegt og þægilegt.
Natalie er algjörlega frábær og þau
bæði reyndar hún og Ramón Var-
gas. Fólk í New York er vant öllu
því besta sem til er. Allt er borið
saman við það besta. Sminkarinn
minn hefur unnið þarna í 40 ár og
hefur sminkað alla og hlustað á alla.
Hann talaði um Franco Corelli sem
besta söngvarann í hlutverki Róm-
eós. Fólk gerir sér ákveðna mynd af
hlutunum og oft eru það fyrstu hug-
hrifin sem standa lengst. Ramón
Vargas er þó mjög flottur söngv-
ari.“
Spurður um samkeppnina í óp-
erubransanum – og samkeppni milli
óperuhúsanna segir Kristinn hana
vissulega vera til staðar. „Já,“ segir
hann fljótt og ákveðið spurður um
það hvort það skipti máli gagnvart
öðrum óperuhúsum, að hafa sungið í
Metrópólitan. „Metrópólitanóperan
lítur stórt á sig – alls ekki í nei-
kvæðum skilningi – þeir líta á sig
sem leiðandi óperuhús í heiminum,
og ég held að þeir séu það. Þótt allt
sé að fara fjandans til í peninga-
málum út um allan heim, geta þeir
keypt það sem þeir vilja. Þetta sýn-
ir sig í því að fólk er reiðubúið til að
syngja þar þótt dollarinn hafi veikst
mikið gagnvart öðrum gjaldmiðlum
að undanförnu. Þótt ég sé með gott
kaup í dollurum talið, er ég undir
sömu sök seldur og fiskútflytjendur
og fleiri hér á Íslandi, að mínar
tekjur frá Bandaríkjunum eiga að
nýtast til framfærslu á Íslandi. Doll-
arinn er allt of lágt skráður, og
krónan of hátt skráð. Mínir samn-
ingar við Metrópólitan eru gerðir
langt fram í tímann og miðast að
einhverju leyti við hvað ég fæ borg-
að í evrum, þegar ég syng í Evrópu.
En síðan þessir samningar voru
gerðir hefur þróunin orðið sú að ég
er að syngja fyrir talsvert lægra
kaup en ég samdi um, þegar doll-
arinn var hagstæðari. En þetta gera
fleiri. Metrópólitanóperan er aðal-
húsið. Það skiptir miklu í þessum
bransa að komast í samband við
menn eins og James Levine og
syngja með Domingo og því liði öllu
saman. Það segir sitt. Ég hef heldur
aldrei upplifað aðra eins hljómsveit
og við Metrópólitanóperuna. Þeir
eru svo flinkir, að þeir gætu hljóð-
ritað fyrstu æfingu og gefið út á
geisladiski. Þeir eru ótrúlegir, – og
nú með Íslending innanborðs, Stef-
án Höskuldsson flautuleikara.“
Kristinn segist eiga fáa ef nokkra
drauma óuppfyllta þegar kemur að
óperuhúsum sem hann dreymir um
að syngja við. „Ég hef að vísu ekki
sungið í Sydney, – og jú, mig langar
að syngja í nýju óperunni í Kaup-
mannahöfn – ja það væri þá ekki
nema óperan í Kópavogi!“ segir
Kristinn og hlær.
Tónleikarnir í kvöld marka upp-
haf Ljóðaakademíu Salarins en
Kristinn og Jónas verða með nám-
skeið í túlkun sönglaga fyrir söngv-
ara á morgun og fimmtudag. Þeir
félagar hafa fleiri járn í eldinum, því
um þessar mundir kemur líka út
plata með flutningi þeirra á tveimur
öndvegisverkum Schumanns; Lie-
derkreis op. 39 og söngvum við ljóð
Kerners op. 35. Tónleikarnir hefjast
kl. 20.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Schubert er svo langt, langt á undan sinni samtíð. Þetta er svo myndrænt
og sterkt.“ Jónas og Kristinn í Salnum.
Tónlist | Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson
flytja Svanasöng Schuberts í Salnum í kvöld
Bara froða miðað
við Schubert
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is