Morgunblaðið - 06.12.2005, Qupperneq 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
NORÐMENN hafa 12 mílna lög-
sögu við Svalbarða. Ágreiningur er
um ákvæði „Svalbarðasáttmála“ um
yfirráð yfir veiðum ut-
an 12 mílna. „Stjórn-
lausar“ veiðar hafa
verið túlkaðar sem
ógnun við fiskistofna.
En hvaða faglegar vís-
bendingar eru um eitt-
hvað „hættulegt“? Eru
þessar aðstæður hugs-
anlega tækifæri en
ekki ógnun?
Uppbygging þorsk-
stofna, með friðun hef-
ur alls staðar mistekist
í N-Atlantshafi. Það
virðist tölfræðileg
blekking að þorskur sé
„ofveiddur“ þegar
stofnar minnka vegna
hungurs. Frá útfærslu
landhelgi í 200 mílur
fyrir 30 árum hefur
alltaf ríkt djúpstæður,
óuppgerður, ágrein-
ingur meðal fræði-
manna, um hvort veið-
ar fiskimanna séu
stærsti áhættuþáttur
fiskveiða, eða hvort
takmörkuð fæða í haf-
inu sé langtum stærri
áhættuþátturinn?
Álitaefnið er hvort áhættugreiningin
sé röng.
Faglegum ágreiningi fræðimanna
hefur verið sópað undir teppið allt of
lengi. Fjöldi fræðimanna í líffræði
og fiskifræði telur að takmörkuð
fæða hamli uppbyggingu fiskistofna
en ekki veiðar. Þessum „minnihluta“
fræðimanna hefur verið haldið fjarri
faglegri umræðu – af klíku innan
ICES (Alþjóða hafrannsóknaráðs-
ins). Útvaldir fræðimenn með „rétt-
ar“ skoðanir er einungis hleypt að í
faglegri umræðu.
Nýjasta dæmið um hvernig klíka
ICES starfar er ráðstefna sem hald-
in var hérlendis í tilefni 40 ára af-
mælis Hafrannsóknastofnunar.
Valdir voru m.a. „valinkunnir og
virtir sérfræðingar“ frá Kanada!
Hvað í ósköpunum getum við lært af
Kanadamönnum, sem virðast hafa
slegið öll met í að drepa eigin stað-
bundna þorskstofna við Labrador úr
hungri! (sjá gögn um vaxtarhraða
þorsks á veiðisvæðum 2J, 3K, og
3L.) Hverjum datt í hug að fá klúðr-
ara frá Kanada til að „kenna“ okkur
ennþá stærra klúður með þorsk-
stofninn hérlendis? Er ekki klúðrið
nóg og stórt?
Svo er það lykilspurningin: Af
hverju er ekki tækifærið nýtt í dag –
og gerður samningur um vísinda-
legar rannsóknir – með sýnatökum í
afla fiskiskipa við Svalbarða – hverj-
ar verði mánaðarlegar breytingar á
vaxtarhraða og lifr-
arhlutfalli þorsks við
Svalbarða við frjálsar
veiðar nú? Varla eru
slíkar faglegar rann-
sóknir bannaðar – er
það? Til grundvallar
mætti nota t.d. 33% af
þessu umdeilda haf-
svæði utan 12 mílna við
Svalbarða næstu ár?
Rannsóknarefnið er:
Getur aukið veiðiálag
aukið vaxtarhraða og
frjósemi fiskistofna.
Eru veiðar fiskimanna
stórlega ofmetinn
áhættuþáttur við fisk-
veiðar?
Yfirstjórn rannsókn-
arinnar getur varla ver-
ið á vegum klíku ICES
og ekki borgar sig að
blanda veiðieftirliti í
slíkt mál. Best væri að
útgerðarmenn stjórn-
uðu rannsókninni sjálfir
samkvæmt sérstökum
samningi. Faglegar
rannsóknir með skipu-
lögðum sýnatökum
mánaðarlega, af veidd-
um afla skipa þarna gætu skilað okk-
ur mikilvægum upplýsingum um
breytingar á vaxtarhraða, lifrarhlut-
falli, nýliðun og frjósemi þorsks, við
extra mikið veiðiálag á tiltekið svæði
– 33% eða bara 25%. Eykst frjósemi
við aukna sókn – það er grundvall-
arspurning? Við erum varla á réttri
leið í dag í blindri friðun – hvort sem
fæða er í hafinu eða ekki?
Rannsóknargögn ætti að bera
mánaðarlega saman við sambærileg
gögn um vaxtarhraða fiska á meira
friðuðum og alfriðuðum svæðum
(Labrador) Hver verður mismunur?
Þetta eru þær faglegu spurningar
sem vantar svör við til að rökræða
mikilvægt ágreiningsefni.
Svo mætti samhliða taka afmörk-
uð hafsvæði hérlendis – og gera
sambærilegar tilraunir með aukið
veiðiálag á afmarkað svæði t.d. með
„stjórnlausum“ línuveiðum. Er ekki
farsælla að halda upp á 40 ára af-
mælið með faglegum rannsóknum,
30 ára gamalt deiluefni um grund-
vallaratriði um áhættuþætti af aukn-
um þorskveiðum?
Ógnun
eða tækifæri?
Kristinn Pétursson fjallar um
fiskveiðistjórnun við Svalbarða
Kristinn
Pétursson
’Fjöldi fræði-manna í líffræði
og fiskifræði er
þeirrar skoð-
unar að það sé
takmörkuð fæða
sem hamli upp-
byggingu fiski-
stofna.‘
Höfundur er fiskverkandi
á Bakkafirði.
„HVAÐ er að gerast hjá Samfylk-
ingunni?“ spurði vinkona mín mig á
dögunum, en hún er stödd erlendis í
námi. Átti hún þar við fréttir fjölmiðla
um nýja skoð-
anakönnun Gallup á
fylgi íslenzku stjórn-
málaflokkanna, en Sam-
fylkingin hefur bók-
staflega verið í frjálsu
falli í þeim efnum allt
síðan í maí á þessu ári.
Ég svaraði því til að
flokkurinn hefði skipt
um formann. Það væri
ekki að sjá að neitt ann-
að gæti útskýrt þessa
þróun betur, enda hófst
hún um leið og Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir
tók við sem formaður
hans af Össuri Skarphéðinssyni. Ingi-
björg væri auk þess búin að misstíga
sig í fjölda mála síðan hún settist í for-
mannsstólinn og verða ítrekað að at-
hlægi af þeim sökum.
Eins og menn annars muna pantaði
Ingibjörg formannsstólinn í Samfylk-
ingunni árið 2003 og fór síðan í nám til
London. Á þeim tveimur árum sem
liðu frá því og þar til hún var loks kos-
in formaður má gera fastlega ráð fyrir
að ófáir stuðningsmenn hennar bæði
innan flokksins og utan hans hafi
byggt upp miklar vonir um það að hún
myndi færa honum nýja og betri tíð
þegar hún hefði tekið við sem formað-
ur. Tvö ár eru mjög langur tími í póli-
tík og nógur tími til að byggja upp há-
ar skýjaborgir sem lítil sem engin
innistæða er síðan fyrir þegar á reyn-
ir.
Ófáir stuðningsmenn Ingibjargar
Sólrúnar höfðu á orði að þegar hún
tæki við myndi það hafa í för með sér
mikla fylgisaukningu fyrir Samfylk-
inguna. Að vísu átti það sama að ger-
ast fyrir síðustu alþingiskosningar
2003, en þá var hún sem kunnugt er
forsætisráðherraefni flokksins í stað
Össurar sem þó var formaður hans.
En útreið Samfylkingarinnar þá undir
forystu Ingibjargar virtist ekki hafa
mikil áhrif á stuðningsmenn hennar
sem hafa sjálfsagt kennt Össuri um
allt saman. Hann var jú formaður
flokksins þótt ekki hafi borið mikið á
honum í kosningabaráttunni. A.m.k.
langt því frá eins mikið og Ingibjörgu
sem sjá mátti á ótölulegum fjölda aug-
lýsinga og veggspjalda svo minnti á
persónudýrkun í fyrrum austantjalds-
ríkjum.
Svo rættist draumurinn loksins sl.
vor fyrir stuðningsmenn Ingibjargar
og hún varð formaður
Samfylkingarinnar m.a.
með dyggum stuðningi
Fréttablaðsins. Síðan
fór fylgið strax að reyt-
ast af flokknum. Fylgið
var 34% í maí þegar
landsfundur Samfylk-
ingarinnar var haldinn
og Ingibjörg kosin for-
maður. Í júní var það
33%, í júlí 32% og í ágúst
var það svo komið niður
í 30% eða minna en kjör-
fylgi flokksins úr síðustu
kosningum sem var
31%. Viðbrögð forystu-
manna Samfylkingarinnar voru þau
sömu í allt sumar. Það væri ekkert að
marka fylgið yfir sumartímann á með-
an mestallt pólitískt starf lægi niðri.
Þetta myndi allt breytast þegar kæmi
fram á haustið og þing kæmi saman.
Gott og vel. Haustið kom og hvað
gerðist? Fylgi Samfylkingarinnar fór
niður í 29% í september. Og ballið var
þar með ekki búið. Í október mældist
fylgi flokksins 28% og í síðustu könn-
un Gallup var það komið í 25% sem er
minna en fylgi Samfylkingarinnar í
kosningunum 1999 þegar hún fékk
27% atkvæða! Samt er þingið komið
saman og hefur auk þess verið starf-
andi í fleiri vikur. Það þarf að fara aft-
ur til ágústmánaðar árið 2002 til að
finna jafn slæma útkomu hjá Samfylk-
ingunni í könnunum Gallup og nú, en
þá var fylgi flokksins 24%. Fylgið hef-
ur nú hrunið af Samfylkingunni í sex
mánuði í röð! Og þvílík tilviljun að
þetta skuli einmitt byrja þegar Ingi-
björg Sólrún hefur tekið við sem for-
maður flokksins ef menn halda virki-
lega að sú sé raunin.
Nei, þetta er sko engin tilviljun. Og
hver skyldu svo viðbrögðin úr her-
búðum Samfylkingarinnar vera núna?
Það er ekki hægt að kenna sumrinu
um lengur. Reyndar er víst ekki mikið
um viðbrögð að ræða við síðustu könn-
uninni nema það að Ingibjörg segir
„unnið að innra starfi“ Samfylking-
arinnar og „að þessar tölur muni
breytast“. Það er nefnilega það. Fróð-
legt væri að vita hvað hefði klikkað
svona hressilega í innra starfi flokks-
ins sl. sex mánuði ef það er skýringin á
þessum ósköpum. En hvað sem því
líður þá má sennilega gera fastlega
ráð fyrir því að skýjaborgir stuðnings-
manna Ingibjargar séu nú orðnar að
martröð.
Sápukúlan Ingibjörg Sólrún
Hjörtur J. Guðmundsson fjallar
um málefni Samfylkingarinnar ’Fylgið hefur nú hruniðaf Samfylkingunni í sex
mánuði í röð! ‘
Hjörtur J.
Guðmundsson
Höfundur er einn af ritstjórum
vefritsins íhald.is.
Hulda Guðmundsdóttir: „Ég
tel að það liggi ekki nægilega
ljóst fyrir hvernig eða hvort
hinn evangelísk-lútherski vígslu-
skilningur fari í bága við það að
gefa saman fólk af sama
kyni …“
Birgir Ásgeirsson: Opið bréf til
vígslubiskups Skálholtsstiftis,
biskups Íslands, kirkjuráðs og
kirkjuþings.
Jakob Björnsson: Útmálun hel-
vítis. „Álvinnsla á Íslandi dregur
úr losun koltvísýrings í heim-
inum borið saman við að álið
væri alls ekki framleitt og
þyngri efni notuð í farartæki í
þess stað, og enn meira borið
saman við að álið væri ella fram-
leitt með raforku úr eldsneyti.“
Þorsteinn H. Gunnarsson
fjallar um rjúpnaveiðina og aug-
lýsingu um hana, sem hann telur
annmarka á.
Eggert B. Ólafsson: Vegagerð-
in hafnar hagstæðasta tilboði í
flugvallarrútuna.
Örn Sigurðsson: Bornir eru
saman fjórir valkostir fyrir nýj-
an innanlandsflugvöll.
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
Rakarastofan
Klapparstíg
S: 551 3010
Hair play frá
Rakarastofan
Klapparstíg
Föt fyrir
allar konur
á öllum aldri
Nýbýlavegi 12,
Kópavogi,
sími 554 4433
Opið virka daga kl. 10-18,
laugardaga kl. 10-16