Morgunblaðið - 06.12.2005, Qupperneq 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÉG HEF haldið því fram að
undir forustu Matthíasar Johann-
essen og Styrmis Gunnarssonar
hafi Morgunblaðið orðið opið mál-
þing og þjóðfundur Íslendinga.
Ég hef haldið því fram að undir
ritstjórn þeirra varð Morgunblaðið
miðja frjálsra skoðanaskipta og
lýðræðislegrar umræðu í landinu.
Ég hef haldið því fram að Morg-
unblaðið sé helsti vettvangur og
trygging lærðra og leikra til op-
inberra skoðanaskipta. Opinber
skoðanaskipti eru forsenda virks
lýðræðis.
Morgunblaðið er nú eina flokks-
pólitíska blaðið í landinu og
ástæðulaust að gera athugasemdir
við það. Blaðið hefur oft upplýst
að það birti pólitík sína; í leiðara
og Reykjavíkurbréfi og Stak-
steinum. Það birtir ekki pólitík
sína í dularklæðum. Það gengst
við vígum sínum.
Þó að Morg-
unblaðið gangist við
pólitískum skrifum
sínum og iðki ekki
þann heigulshátt að
leggja til andstæð-
inga sinna úr nafn-
lausu launsátri, þá
ber samt að gera þá
sjálfsögðu kröfu til
þess, að efnistök
blaðsins og máls-
meðferð sé ekki
óvönduð.
Kamarinn
Á árum áður var landlægur sá
ósiður að krota á veggi og hurðir
á klósettum og kömrum alls kyns
sóðavísur og kúk og piss brand-
ara. Líka var krotað háð og níð og
dylgjur um kunnar persónur.
Svona skrif voru kölluð kamar-
krot, og þóttu skítleg.
Þegar gömlu flokks-
blöðin lögðust í per-
sónuleg heiftarskrif
með dylgjum, skít-
kasti og rógi um and-
stæðingana og fylg-
ismenn þeirra. Þá var
það líka kallað kamar-
krot.
Þessi fyrrum sóða-
skrif gömlu flokks-
blaðanna hafa rifjast
upp fyrir mér þegar
ég hef lesið Stak-
steina Morgunblaðsins und-
anfarnar vikur. Þar hafa verið
birtar aðdróttanir, rangtúlkanir og
illkvittnar dylgjur um einstaklinga
og hópa, sem ógna Sjálfstæð-
isflokknum.
Oft eru skrifin studd aula-
rökum, sem blaðið sækir í eigin
útúrsnúninga – dylgjurnar lifa
sjálfbærar.
Vinir Morgunblaðsins
Þessi skrif Staksteina eru langt,
langt fyrir neðan virðingu blaðs-
ins. Þau eru rætin og rógskennd
og koma óorði á það. Þau rýra
trúverðugleika þess og valda vin-
um þess og velunnurum raunum.
Eins og sjá má af þessari grein
er ég velunnari Morgunblaðsins.
Ég á sæti í flokksstjórn Samfylk-
ingarinnar og hef verið og er enn
óspar að hvetja fólk til að kaupa
blaðið. Ég hef fært fyrir því þau
rök að Morgunblaðið sé besti vett-
vangur sem opinn er almenningi
til þátttöku í þjóðmálaumræðu og
skýrasta þversnið þjóðarsál-
arinnar. Lýðræðissinnum beri því
að kaupa Morgunblaðið.
Þegar horft er til Morgunblaðs-
ins í heild og faglegs ferils þess er
erfitt að trúa að einhverjir af rit-
stjórum þess standi að lágkúru
Staksteina þó að þeir taki auðvita
á sig ábyrgðina. Við þá vil ég því
segja að lokum: Hlífið vinum og
velunnurum Morgunblaðsins við
þeirri raun að ganga undir högg
fyrir afturhvarf Staksteina til
gamla kamarkrotsins.
„Kamarkrot“ í Morgunblaðinu
Birgir Dýrfjörð gerir at-
hugasemdir við Staksteina
Morgunblaðsins ’…er erfitt að trúa aðeinhverjir af ritstjórum
þess standi að lágkúru
Staksteina…‘
Birgir Dýrfjörð
Höfundur situr í flokksstjórn
Samfylkingarinnar.
UNDANFARINN áratug hafa
bæjaryfirvöld í Kópavogi byggt
upp hafnaraðstöðu í Kópavogi í
samvinnu við Atlantsskip. Nýr
samningur milli bæjarins og skipa-
félagsins er nú til
meðferðar í stjórn-
kerfi Kópavogs. Nýi
samningurinn gerir
ráð fyrir umtalsverðri
stækkun á höfninni og
gámasvæði henni
tengdu, með það fyrir
augum að tvö stór
gámaflutningaskip
geti legið við bryggju
í einu. Samningurinn
er til 20 ára og í hann
er bundið að gjaldskrá
Kópavogshafnar verði
alltaf sú lægsta á höf-
uðborgarsvæðinu. Með því er bæj-
arstjórnum nágrannasveitarfélag-
anna í raun afhent vald til að
ákveða hafnargjöld í Kópavogi.
Breytt starfsemi
Hér er um mikla útþenslu á
starfsemi hafnarinnar að ræða og í
algerri andstöðu við það sem bæj-
arbúum var lofað í upphafi. Þá
sögðu forsvarsmenn Framsóknar-
og Sjálfstæðisflokks að hér væri að
mestu leyti um umskipunarhöfn að
ræða, vörur sem skipað væri upp
færu aldrei af hafnarsvæðinu. Þær
hugmyndir sem hér eru kynntar
eru af allt öðrum toga og ljóst að
aukinni starfsemi
fylgir enn þyngri um-
ferð um íbúðargötur í
vesturbæ Kópavogs.
Samfylkingin leggst
algerlega gegn hug-
myndum um stækkun
stórskipahafnar á
Kársnesi og mun
mæla gegn samn-
ingnum á vettvangi
bæjarins. Það er skoð-
un Samfylkingarinnar
að nú þegar samn-
ingar eru lausir á
hafnarsvæðinu eigi að
nota tækifærið og horfa til upp-
byggingar á svæðinu með fram-
sæknum hætti.
Framsæknar hugmyndir
Samfylkingin leggur til að boðað
verði til samstarfs atvinnurekenda,
íbúa og annarra um uppbyggingu á
svæðinu með það fyrir augum að
nýta hafnarsvæðið með öðrum
hætti. Á svæðinu á að blanda sam-
an íbúðarbyggð, og menningar- og
atvinnustarfsemi, með áframhald-
andi starfsemi smábátahafnarinnar.
Atvinnustarfsemi af ákveðnum toga
og önnur starfsemi getur þrifist í
góðu nábýli auk þess sem umferð-
artoppar eru misjafnir eftir starf-
semi.
Svæðið vestast á Kársnesi er
dýrmætt land sem á að nýta með
framsýnum hætti bæjarbúum til
góðs. Þarna hafa Kópavogsbúar
tækifæri til að skipuleggja gott og
eftirsótt íbúðarhverfi sem samrým-
ist þeirri íbúðarbyggð sem fyrir er
á Kársnesi. Nú er tækifæri til að
snúa við blaðinu í skipulagi Kárs-
nessins og Samfylkingin vill nýta
það.
Tækifæri á Kársnesi
– íbúar í stað gáma
Flosi Eiríksson fjallar um
skipulagsmál í Kópavogi ’Samfylkingin leggstalgerlega gegn hug-
myndum um stækkun
stórskipahafnar á
Kársnesi.‘
Flosi Eiríksson
Höfundur er oddviti
Samfylkingarinnar í Kópavogi.
EITT AF því áhugaverðasta sem
kom út úr seinasta landsfundi sjálf-
stæðismanna var jákvætt viðhorf
flokksins til flats
tekjuskatts, en flokk-
urinn vill þegar í stað
hefja starf sem miðar
að því að slíkur skattur
geti verið tekinn upp.
Fróðlegt er að skoða
áhrif slíks skatts á
launamun því flatur
skattur hefur engin
tekjujöfnunaráhrif
eins og núverandi
skattur. Launamunur
hefur nefnilega vaxið
gífurlega hérlendis á
seinustu 10 árum og
hafa t.d. ráðstöf-
unartekjur launahærri
helmings hjóna hækk-
að u.þ.b. helmingi
meira en hjá launa-
lægri helmingnum. Ís-
land hefur þannig farið frá því að
vera með einn minnsta launamun í
heimi í að vera með töluvert meiri
launamun en öll hin Norðurlöndin.
Flatur skattur mun enn auka á
launamun. Ef fram heldur sem horf-
ir og skatturinn verður tekinn upp
þá verður launamunur á næsta ári
aðeins hærri í Bandaríkjunum meðal
velmegandi þjóða. Þá verður Gini-
stuðull fyrir ráðstöfunartekjur hjóna
(mælikvarði launamunar) kominn í
36 og aðeins Bandaríkin með hærra
gildi af þeim 20 þjóðum sem búa við
bestu lífskjör í heiminum samkvæmt
nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóð-
anna.
Því hefur nefnilega ekki verið
haldið nægjanlega vel til haga að
launamunur er minnstur meðal vel-
megandi þjóða. Á því er þó ein und-
antekning sem eru vaxtarþjóðir As-
íu, en þar er launamunurinn enn
minni. Það eru því sterkar líkur á því
að minni launamunur bæti lífskjör
en aukinn launamunur skerði lífs-
kjör. Aukinn launamunur hérlendis
ætti því að vera áhyggjuefni fyrir þá
sem vilja bæta lífskjör þjóðarinnar.
Áhrifin af hinum aukna launamun
virðast einnig vera að koma fram í
dagsljósið núna, t.d. í stefnu sjálf-
stæðismanna til
menntamála. Þeir sem
hafa meira milli hand-
anna sætta sig ekki
lengur við almenna
skóla og eru því einka-
grunnskólar eitt aðal
baráttumál sjálfstæð-
ismanna í borginni (sem
eflaust munu innheimta
skólagjöld). Einnig vill
flokkurinn taka upp
skólagjöld í háskólum.
Þetta mun að öðru
jöfnu færa okkur
bandarískt ástand í
menntamálum, þar sem
börn auðugri foreldra
eru 6 sinnum líklegri en
börn þeirra fátækari til
að ljúka háskólanámi.
Þannig verða línurnar
milli sjálfstæðismanna og jafn-
aðarmanna varla skýrari, en við vilj-
um að aðgangur að menntun sé al-
gerlega óháður fjárhag foreldra.
Enda felst hrein sóun á mannauði og
lífskjaraskerðing í því að veita fá-
tækum börnum minni tækifæri til
menntunar en þeim ríkari.
Eftir að Þjóðhagsstofnun var lögð
niður varð það hlutverk Hagstof-
unnar að upplýsa landsmenn um
þróun launamunar. Það gera allar
aðrar hagstofur í löndunum í kring-
um okkur en hérlendis hafa menn
ekki séð neina ástæðu til þess. Það
er óskiljanlegt af hverju menn þar á
bæ vilja halda leyndri þeirri byltingu
sem er að eiga sér stað í tekjudreif-
ingu landsmanna. Það hefur leitt til
þess að enn er til fólk sem trúir því
ekki að gífurleg aukning á launamun
hafi átt sér stað og enn eru til stjórn-
málamenn sem halda fram hinu
gagnstæða.
Flatir skattar
og launamunur
Guðmundur Örn Jónsson
fjallar um áhrif flats skatts
Guðmundur Örn
Jónsson
’Flatur skatturmun enn auka á
launamun.‘
Höfundur er verkfræðingur.
NÚ LIGGUR fyrir Alþingi
frumvarp um fjarskiptasjóð. Þar
er um að ræða sjóð með um 2,5
milljörðum króna.
Hlutverk hans er
skýrt: Koma Íslend-
ingum öllum í
fremstu röð á sviði
fjarskipta. Framfarir
á þessu sviði hafa
verið ótrúlegar á
allra síðustu árum.
Fyrir 5–6 árum settu
menn sér það mark-
mið að koma ISDN-
sambandi á flest
heimili landsmanna
fyrir árslok 2002. Það
markmið náðist að
mestu en nú hefur tækninni fleygt
fram, kröfur aukist og ADSL er
orð dagsins – hið minnsta. Þessi
tæknibylting hefur haft endalausar
afleiðingar og þær flestar jákvæð-
ar. Hún hefur stuðlað að hækkuðu
menntastigi, rofið einangrun inn-
anlands og alþjóðlega – hún hefur
í raun minnkað landið en stækkað
fólkið. Og áfram skal haldið.
Samkvæmt fjarskiptaáætlun Al-
þingis er ætlunin að efla fjarskipti
um land allt á næstu
tveimur árum. Fram-
sóknarflokkurinn bók-
aði sérstaklega í
tengslum við sölu
Símans að komið yrði
á fót sérstökum fjar-
skiptasjóði til að
tryggja aðgang lands-
manna allra að nú-
tíma fjarskiptum. Nú
er hann orðinn að
veruleika. Boðin
verða út þau svæði
sem enn á eftir að
tengja almennilega
um landið. Gildir það jafnt um
gsm-samband sem netsamband.
Íslendingar elska að ferðast um
land sitt en vilja jafnframt vera
tengdir hvar sem þeir eru. Fólk
vill geta malað í síma hvenær sem
er og fólk vill komast á netið
vegna vinnu sinnar, náms eða til
að vera í sambandi við vini og ætt-
ingja. Þetta er í raun spurning um
jafnrétti til nútímans. Fólk á að
geta tengst hvar sem er á landinu.
Fólkið sem býr í sveitum, fólkið í
sumarbústöðum, fólkið á ferðalög-
um. Með metnaðarfullri fjar-
skiptaáætlun er lagður enn traust-
ari grunnur að þeim skilyrðum. Á
næstu mánuðum má búast við að
vinna hefjist á grundvelli þessa og
er hún í raun hafin með hinni öfl-
ugu samkeppni sem ríkir á þessu
sviði. Þannig má sjá þessa dagana
meðfram Vesturlandsveginum
vinnu við lagningu strengs á veg-
um Orkuveitu Reykjavíkur. Mun
hann eiga að teygja sig alla leið
upp að Bifröst. Engum blöðum
þarf um það að fletta hvílík lyfti-
stöng öflugra netsamband hefur
fyrir samfélagið á Vesturlandi
vegna þeirra framkvæmda. Net-
byltingin mun breiðast um allt
land og hafa meiri áhrif á innviði
samfélagsins en nokkurn órar fyr-
ir. Fjarskiptasjóður mun gegna
þar mikilvægu hlutverki.
Netbyltingin
Hjálmar Árnason fjallar um
fjarskiptasjóð og netsamband ’Netbyltingin munbreiðast um allt land og
hafa meiri áhrif á inn-
viði samfélagsins en
nokkurn órar fyrir.‘
Hjálmar Árnason
Höfundur er alþingismaður.
ATVINNA
mbl.is