Morgunblaðið - 06.12.2005, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ DagbjörtBjörnsdóttir
(Dallý) Meistara-
völlum 23, fæddist í
Reykjavík 2. nóv-
ember 1950. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans
laugardaginn 26.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Björn
Jónasson, f. 12.
september 1928, d.
29. nóvember 1999,
og Sesselja Einars-
dóttir, f. 29. september 1928, d.
9. júní 1972. Systkini Dagbjartar
eru Einar Helgi, f. 19. júlí 1948,
og Herdís, f. 5. júní 1953.
Dagbjört giftist Sebran Wesl-
ey Kemp, f.18. ágúst 1953. Þau
skildu. Synir þeirra eru Leon
Sebran Kemp, f.
11. maí 1972, og
Joseph Björn
Kemp, f. 26. maí
1977.
Dagbjört starfaði
í fiskvinnslu, bæði í
Vestmannaeyjum
og Reykjavík, en
fluttist ung til
Bandaríkjanna og
var búsett þar í 18
ár. Eftir að hún
fluttist til Íslands
aftur, starfaði hún
bæði við fisk-
vinnslu og á veitingahúsum.
Eftrlifandi sambýlismaður henn-
ar er Guðmundur Sigursteins-
son.
Útför Dagbjartar fór fram í
kyrrþey, að ósk hinnar látnu,
mánudaginn 5. desember.
Elsku Dagbjört mín. „Rokkarnir
eru þagnaðir“ stendur einhvers
staðar, en ég hef þá trú að þínir
rokkar þagni seint. Varla eru til
nógu sterk lýsingaorð til að lýsa
manngæsku þinni, vina mín. Alltaf
skein ljós þar sem þú varst og fórst.
Þú vissir ekki hvað var að hallmæla
fólki, hjálpsemi og fórnfýsi í garð
vina og vandamanna var þér í blóð
borin. Öll höfum við bresti, bæði
meðfædda og áskapaða en af þeim
hafðir þú fáa, sem vart bitnuðu á
öðrum eins og oft vill verða með
okkur sem höfum ekki alltaf ratað
rétta veginn.
Mína dýpstu samúð votta ég að-
standendum og vinum. Starfsfólki
Líknardeildar Landspítalans í
Kópavogi þakka ég sérstaka
umönnun og hlýhug. Sérstakar
þakkir fær Gísli Ásmundsson fyrir
aðstoð og alúð á þessum þungbæru
stundum. Með brottför þinni frá
okkur lýkur kafla sem erfitt er að
sætta sig við að lokið sé. Guð fylgi
þér ávallt. Ég sakna þín, Dagbjört.
Þinn vinur,
Guðmundur Sigursteinsson.
Elsku Dagbjört mín, nú skilur
leiðir að sinni. Mikið var ljósið sem
umkringdi þig og okkur þegar þú
varst að kveðja þetta líf. Fegurðin í
því augnabliki var ólýsanleg, þú
varst svo falleg og friðsæl á sama
tíma. Þetta augnablik er greypt í
hjarta mitt að eilífu.
Takk fyrir allt, elsku Dagbjört
mín.
Þegar við vorum litlar stelpur þá
kenndi mamma okkur þessa fallegu
kvöldbæn:
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesú mæti.
Þín systir
Herdís.
Nú er hún dáin, hún mágkona
mín, hún Dagbjört. Hún átti bæði
viðburðaríka og erfiða ævi, sem um
mætti skrifa stóra bók.
Við kynntumst fyrst þrettán ára
gömul á Austurbarnum og höfum
fylgst að nánast alla tíð síðan. Við
skutum okkur hvort í öðru á ung-
lingsárum og hún var fyrsta stelpan
sem ég hélt í höndina á í bíó. Ein-
hverju sinni komumst við að því í
eldhúsinu hjá ömmu í Skipasundi,
að við værum frændsystkin, þótt
langt aftur í ættir væri, og ung-
lingshugurinn brást þannig við
þeim fregnum að samband okkar
þróaðist í vináttu sem hefur staðið
óslitin síðan.
Dagbjört flutti ung til Bandaríkj-
anna og upplifði þar allt sem hægt
var, bæði að hafa lítið eða ekkert og
að lifa í vellystingum. En bréfin
þaðan lýstu henni alltaf vel. Þar bað
hún ekki „að heilsa öllum“, heldur
taldi upp hvern einasta einstakling,
hvert einasta nafn, því að henni
þótti vænt um hvern og einn sér-
staklega.
Dagbjört var einstök sál. Hún var
umfram allt stór kærleiksbangsi,
því að hún hugsaði alltaf um aðra
umfram sjálfa sig. Hún var sígef-
andi, bæði andlega og veraldlega,
alltaf að hjálpa öðrum og hugsa um
aðra. Og gjafirnar voru aldrei ein í
einu, heldur margar, því að aldrei
þótti henni nógu vel gert við vini
sína og fjölskyldu. Hún reyndist
mér ómetanleg á erfiðum stundum
og þann kærleik og vináttu fæ ég
aldrei fullþakkað.
Einurð Dagbjartar lýsti sér með
ýmsum hætti. Þegar tengdafaðir
minn dó fór hún að gefa mér alls
kyns gjafir sem ég skildi ekki hvað
áttu að fyrirstilla. Fyrsta árið svart-
hvítan fótbolta og þá hélt ég að væri
farið að slá út í fyrir vinkonu minni.
Næsta ár kom KR-húfa, svo KR-
trefill og þar með var ljóst að hún
hafði ákveðið að taka við því starfi
af föður sínum að gera mig að KR-
ingi, og það hlutverk tók hún alvar-
lega.
Guðirnir leggja mest á þá sem
þeim þykir vænst um og Dagbjört
fékk sinn skerf af erfiðleikum í líf-
inu. Sjúkdómurinn sem við áttum
sameiginlegan varð henni þungur í
skauti, en ólíkt flestum öðrum var
Dagbjört aldrei reið eða sár yfir því
sem á undan hafði gengið. Hún leit
aldrei um öxl, heldur horfði áfram
og hélt áfram sínu lífi. Hún hall-
mælti heldur aldrei nokkrum manni
eða tók þátt í slæmu umtali. Og
ólíkt mörgum öðrum sem þannig er
ástatt fyrir hélt hún alltaf sambandi
við gömlu vinina, sem voru margir
og góðir og henni þótti vænt um.
Við Dagbjört vorum saman á
Vogi, hvort í sinni grúppunni eins
og kallað er, en töluðum auðvitað
mikið saman. Fólk tók eftir þessum
vinskap okkar og fljótlega fór fólk
úr hennar grúppu að koma til mín
og spyrja hvort hún hefði virkilega
lent í öllum þeim hremmingum, sem
hún sagði frá í grúppunni þeirra.
Fólk trúði varla þeim lýsingum, en
þó hefur Dagbjört örugglega dregið
úr þeirri ótrúlegu sögu allri frekar
en hitt. Það var ævintýralegt lífs-
hlaup.
En hún var full æðruleysis gagn-
vart óláni sínu. Ég man að við vor-
um eitt sinn á heimleið af AA-fundi
þegar hún sagði upp úr eins manns
hljóði: „Heyrðu, Bjarni minn, þeir
eru varla byrjaðir að drekka, þeir
sem eru með okkur á fundum.“
Þannig upplifði hún samanburðinn
við sitt eigið líf, en svo var það ekki
frekar rætt.
Hin seinni árin náði Dagbjört
betra jafnvægi í lífi sínu, sérstak-
lega eftir að hún kynntist Gúnda,
sem hefur verið henni mjög góður
og traustur. Sama má segja um
aldavin hennar, Gísla, sem sýndi
henni mikla alúð og virðingu í veik-
indum hennar.
Dagbjört lék sérstakt hlutverk í
fjölskyldu minni; ekki einasta var
hún fyrsta unglingsskotið mitt,
heldur var hún æskuvinkona fyrri
konu minnar, Jennýjar, og systir
núverandi konu minnar, Herdísar.
Dætur mínar, Katrín og Bjarney,
voru miklar vinkonur hennar og
nutu örlætis hennar, vináttu og
kærleiks alla tíð enda var ekkert
kynslóðabil til hjá Dagbjörtu.
Ég hef stundum sagt að ef Dag-
björt hefði aldrei smakkað vín hefði
hún örugglega orðið einn af mátt-
arstólpum samfélagsins. Og ég
kann ekki að lýsa því betur en svo,
að hún er besti meðkokkur í jóla-
steikinni sem ég hef haft.
Í þeim jólaveislum verður nú
mikið tómarúm. Hennar verður sárt
saknað, en þeim söknuði fylgir ein-
lægur hlýhugur og væntumþykja.
Dagbjört dó með mikilli reisn,
ekki úr sjúkdómnum sem setti
mark sitt á líf hennar, heldur
krabbameini. Undir lokin sagði hún
við systur sína að jarðarfarir væru
svo erfiðar fyrir eftirlifendur að hún
vildi verða jörðuð í kyrrþey. Meira
að segja undir lokin var hún að
hugsa um fólkið sitt – hún vildi ekki
leggja of mikið á það.
Ég bið systkinum Dagbjartar og
sonum styrks í sorginni.
Bjarni Geir Alfreðsson.
Elsku besta frænka mín. Elsku
Dagbjört mín, við höfum átt margar
góðar og skemmtilegar stundir
saman. Þú varst alltaf svo góð við
alla og varst alltaf að gefa öllum
eitthvað.
Þegar ég var lítil passaðirðu mig
oft, sem mér þótti alveg ofsalega
gaman. Við vorum mjög oft saman
og gerðum margt skemmtilegt. Við
fórum líka nokkrum sinnum út á
DAGBJÖRT
BJÖRNSDÓTTIR
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Aðeins 1.350 kr. á mann.
Perlan
ERFIDRYKKJUR
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur,
bróðir, tengdasonur, tengdafaðir og afi,
VIÐAR SÆVALDUR VILHJÁLMSSON
vélstjóri,
Túngötu 11,
Ólafsfirði,
verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju miðviku-
daginn 7. desember kl. 13:00.
Lóa S. Helgadóttir,
Sigríður Viðarsdóttir, Björn Rúnar Sigurðsson
Lára Viðarsdóttir, Ebeneser Jónsson,
Ellen H. Viðarsdóttir, Erlendur Konráðsson,
Sigríður Gísladóttir,
Helgi Sveinsson,
Anna Vilhjálmsdóttir, Sveinn Sæmundsson,
Svanlaug Vilhjálmsdóttir, Þorsteinn Jóhannesson
og barnabörn.
Maðurinn minn og faðir minn, tengdafaðir, fóstur-
faðir og afi,
PÁLL HALLGRÍMSSON
fyrrv. sýslumaður
á Selfossi,
andaðist laugardaginn 3. desember.
Svava Steingrímsdóttir,
Drífa Pálsdóttir, Gestur Steinþórsson,
Kristinn Ingvarsson, Anna Hjartardóttir,
og barnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn,
MAGNÚS VALUR ÞORSTEINSSON,
Gaukshólum 2,
Reykjavík,
lést á Líknardeild Landspítala Landakoti sunnu-
daginn 4. desember.
Útförin auglýst síðar.
Súsanna Pálsdóttir.
Áskær eiginkona, móðir, systir og amma,
ANNA BALDVINA VILHJÁLMSDÓTTIR
PERPINIAS,
er látin.
Útförin fer fram í Luckeby í Svíðþjóð föstudaginn
9. desember.
Minningarathöfn fer fram í Brautarholtskirkju á
Kjalarnesi sama dag kl. 14.00.
Theo Perpinias,
Teresa Perpinias,
Victoría Perpinas Allenbakk, Martin Allenbakk,
Jón Beck Vilhjálmsson,
Kristján Þór Vilhjálmsson,
Linda Björk Vilhjálmsdóttir,
Sonja Vilhjálmsdóttir,
barnabarn
og fjölskylda hinnar látnu.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir,
SIGURÐUR HÁKONARSON
danskennari,
Ástúni 8,
Kópavogi,
varð bráðkvaddur á heimili sínu laugardaginn
3. desember.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 12.
desember kl. 13.00.
Ásdís Sigurðardóttir, Kristinn J. Reimarsson,
Halldór Bogi Sigurðsson,
Kristófer Rúnar, Sylvía Ósk og Líney Lára,
Stefán Stefánsson, Dalía Marija Morkunaite,
Pétur Jökull Hákonarson, Kolbrún Ólafsdóttir
og aðrir ástvinir.