Morgunblaðið - 06.12.2005, Page 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
„Meistarastykki!“
-F.G.G., Fréttablaðið
„Tilvalin
fjölskylduskemmtun
sem auðgar
andann!“
-S.P., Rás 1
„Sjón er sögu ríkari!“
-H.J., Mbl
Þar sem er vilji,
eru vopn. S.V. MBL
Þar sem er vilji, eru vopn.
S.V. MBL
H.J. Mbl.
V.J.V. topp5.is
Þau eru góðu
vondu gæjarnir.
Sýnd bæði með
íslensku og ensku tali.
Þegar maður er þetta lítill verður maður að hugsa
stórt.
Harry Potter og Eldbikarinn kl. 6 - 8 og 10 B.i. 10 ára
Green Street Hooligans kl. 5.45 - 8 og 10.15
Lord of War kl. 5.30 - 8 og 10.20 B.i. 16 ára
La Marche De L'empereur kl. 6 og 8
Litli Kjúllinn kl. 6 Íslenskt tal
Tim Burton´s Corpse Bride kl. 10 Gæti vakið ótta ungra barna!
H.J. Mbl.
V.J.V. Topp5.is
Er frábær staður til að uppgötva sjálfan sig upp á nýtt.
er komin. Kýldu á þessa.
Stranglega bönnuð innan 16 ára.
Stattu á þínu og láttu það vaða.
Jólalegasta jólamynd ársins er komin með Óskarsverðlauna-
hafanum, Susan Sarandon, blómarósinni Penelope Cruz ásamt
frábærum leynileikara sem á eftir að koma öllum á óvart.
Hörkulegasta kvikmynd ársins
er komin. Kýldu á þessa.
Stranglega bönnuð innan 16 ára.
Stattu á þínu og láttu það vaða.
FÓTBOLTABULLUR (hooligans),
eru í sviðsljósinu í mynd sem fer
bærilega af stað með kraftmiklum
og áhugaverðum miðkafla en lypp-
ast að lokum niður í afleitt meló-
drama.
Matt (Wood), aðalpersóna Green
Street Hooligans, er bandarískur
háskólanemi í blaðamennsku, sem í
myndarbyrjun er rekinn frá Har-
vard þegar hann tekur á sig alvar-
legt brot herbergisfélaga síns. Matt
brestur kjark til að segja karli föður
sínum frá brottrekstrinum, hann er
virtur blaðamaður sem hefur haft
lítinn tíma fyrir Matt eftir hann
skildi við móður hans, sem er látin,
né systur hans Shannon (Forlani),
sem býr í London ásamt manni sín-
um Steve (Warren). Þangað flýr
Matt, sem á fyrsta degi verður vitni
að hatrömmum átökum milli bræðr-
anna Steve og Pete (Hunnam). Sá
síðarnefndi er harður í horn að taka
og fara leikar svo að Matt fer með
honum á leik á milli West Ham og
Birmingham, íþrótt framandi
Bandaríkjamanninum.
Það kemur í ljós að Pete er
fremstur í flokki harðkjarna aðdá-
endahóps Hammers, GSE. Hann
sendir Matt heim að leik loknum, en
ekki tekst betur til en svo að Matt
lendir í klónum á fótboltabullum sem
fylgja Birmingham, er barinn og ber
frá sér. Pete og félagar koma honum
til hjálpar og allt í einu er hægláti
Bandaríkjamaðurinn orðinn vinur
og félagi hörðustu fótboltabullnanna
í hverfinu.
Að vísu verða sinnaskipti Wood
aldrei trúverðug, til þess er leik-
arinn alltof meinleysislegur, og ekki
hjálpar einkar illa skrifað hlutverkið
þar sem lítið er gert til að útskýra
umskipti mélkisunnar sem lætur
troða á sér í Harvard en gerist síðan
útkýldur ofbeldisseggur. Á hinn
bóginn eru Pete og félagar hans í
GSE, eins og sprottnir úr gömlum
fréttamyndum um það ófélega fyr-
irbrigði, bullurnar, sem fylgja, eða
öllu frekar fylgdu öllum félögum,
ekki síst út úr fátækrahverfunum.
Þetta er yfirleitt lítið brot stuðnings-
mannahópanna, en sá sem gjarnan
lætur mest á sér bera og hefur oft-
sinnis komið óorði á klúbbana sína.
Með þeim grófustu eru bulluhóp-
ur West Ham og Millwall, annars
Lundúnafélags, sem frægast er af
endemum. Þessum hópum lýstur
saman í lokauppgjöri myndarinnar,
afleitum, hádramatískum kafla sem
sækir fyrirmyndina frekar í velluna
West Side Story en glórulítið of-
stæki breskra fótboltabullna. Með
einni undantekningu þó, sem er
Geoff Bell, sem leikur forsprakka
Millwallbullna á trúverðugan hátt.
Allt í einu er þessi slúbbertalýður
orðinn samnefnari fyrir samheldni,
bræðralag og vináttu á henni jörð.
Bandaríska liðleskjan orðinn slags-
málahundur og ekki nóg með það
heldur beinlínis örlagavaldur í at-
burðarásinni sem kostar mann-
fórnir. Til að bæta gráu ofan á svart
kemur systir hans til skjalanna á
Rangernum sínum, með kornabarn í
farteskinu. Og enn finnst handrits-
höfundum ekki nóg komið af vellu
því þeir ljúka myndinni á að hreinsa
Matt af brottrekstrarsökinni frá
Harvard á klisju sem var löngu orðin
ofnotuð árið eftir tilkomu vasaseg-
ulbandstækisins.
Úr Harvard í „Hamrana“
KVIKMYNDIR
Sambíóin, Háskólabíó
Leikstjóri: Lexi Alexander. Aðalleikarar:
Charlie Hunnam, Claire Forlani, Elijah
Wood, Leo Gregory, Marc Warren, Henry
Goodman, Geoff Bell, Rafe Spall.110
mín. Bretland. 2005
Green Street Hooligans „Að vísu verða sinnaskipti Wood aldrei trúverðug, til þess er leikarinn allt-
of meinleysislegur, og ekki hjálpar einkar illa skrifað hlutverkið.“
Sæbjörn Valdimarsson
UPPSELT er á fyrirhugaða tónleika
Hætta!-hópsins hinn 7. janúar næst-
komandi, en alls hafa selst 5.500
miðar á þessa stórtónleika að sögn
Gríms Atlasonar tónleikahaldara.
Hann sagði það mjög ánægjulegt
hversu fljótt hefði selst upp á tón-
leikana.
„Það er alltaf erfitt að fylla Laug-
ardalshöllina en það hefur nú tek-
ist,“ segir Grímur. „Það er greinilegt
að fólki finnst málefnið verðugt og
tónleikarnir spennandi.“
Tilefni tónleikanna er að vekja at-
hygli á náttúru Íslands og umgengni
okkar um hana. Með tónleikunum
vilja skipuleggjendur og listamenn
beina athyglinni að náttúrunni og að
hún sé ekki sjálfsögð uppspretta raf-
orkuvera eða álvera. Fjöldi erlendra
og innlendra tónlistarmanna koma
fram á tónleikunum, meðal annars
Ham, Damien Rice, Lisa Hannigan,
Magga Stína og hljómsveit, Múm,
Sigur Rós, Hjálmar, KK, Rass,
Björk, Zeena Parkins, Ghostigital,
Damon Albarn og Egó auk óvæntra
uppákoma.
Allir listamenn sem koma þarna
fram, skipuleggjendur og þorri
starfsmanna gefa vinnu sína í þágu
málstaðarins. Verði hagnaður af tón-
leikunum mun hann renna í sér-
stakan sjóð Hætta!-hópsins sem not-
aður verður til að efla náttúruvernd
á Íslandi.
Tónlist | Tónleikar gegn virkjunum
Uppselt í Höllina
Damien Rice sækir Íslendinga heim
og mótmælir virkjanastefnu í nátt-
úru landsins.
TILKYNNT var í Ósló
í gær, að drengurinn,
sem þau Mette-Marit,
krónprinsessa Noregs,
og Hákon krónprins
eignuðust á laug-
ardagsmorgun verði
skírður Sverrir Magn-
ús. Haraldur kon-
ungur, afi drengsins,
tilkynnti þetta á rík-
isráðsfundi.
Sverrir er gamalt
norskt konunganafn en
það er einnig að finna í
fjölskyldu Mette-
Marit. Hákon krón-
prins heitir einnig
Magnús.
Fólk | Nýfæddi norski prinsinn
Fær nafnið Sverrir Magnús
Reuters
Mynd af norska prinsinum Sverri Magnúsi eins dags gömlum.
BRASILÍSKA ofurfyrirsætan Gis-
ele Bundchen grípur hér knöttinn
fyrir leik New England Patriots og
New York Jets í Amerískum ruðn-
ingi.
Leikurinn fór fram síðastliðinn
sunnudag í Foxbro í Massachusetts
að viðstöddu fjölmenni, enda um að
ræða eina vinsælustu íþróttagrein í
Bandaríkjunum.
Reuters
Gisele grípur!