Morgunblaðið - 13.12.2005, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
30.000 LÁTNIR Í ÍRAK?
George W. Bush Bandaríkja-
forseti sagði í gær að líklega hefðu
um þrjátíu þúsund Írakar fallið í val-
inn á þeim tíma sem liðinn er síðan
Bandaríkjamenn réðust inn í Írak í
mars 2003. Þetta er í fyrsta skipti
sem Bush nefnir opinberlega tölur
um hugsanlegt manntjón í Írak, en
embættismenn Bandaríkjastjórnar
hafa jafnan verið tregir til að nefna
tölur í því samhengi.
Samkeppni í jólapökkum
Hörð samkeppni virðist ríkja fyrir
jólin í flutningum jólapakka milli
landshluta. Verð og þjónusta er mis-
munandi eftir fyrirtækjum en al-
gengt er að fólk þurfi að greiða um
500 krónur fyrir að koma pakka-
sendingu til skila. Fólk er þegar far-
ið að huga að því að koma send-
ingum sínum á áfangastað en reikna
má með að mest verði að gera í flutn-
ingunum í næstu viku.
Náðu á suðurpólinn
Gunnar Egilsson bílasmiður og fé-
lagar hans settu í gær heimsmet
þegar þeir urðu fljótastir manna til
að ná á suðurpólinn frá Patriot Hills
á Suðurskautslandinu á landfar-
artæki. Náðu þeir á suðurpólinn á 70
klukkustundum en höfðu sett sér
það markmið að komast þangað á
aðeins 60 klukkustundum. Leiðin frá
Patriot Hills að suðurpólnum er um
1.200 km.
Ófriðlegt í Líbanon
Þekktur líbanskur þingmaður,
Gibran Tueni, týndi lífi ásamt þrem-
ur öðrum í sprengjutilræði í Beirút,
höfuðborg Líbanons, í gær. Morðið á
Tueni kemur í kjölfar þess að Rafik
Hariri, fyrrverandi forsætisráð-
herra Líbanons, var veginn í febrúar
síðastliðinn en hann var einnig and-
stæður áhrifum Sýrlendinga í
Líbanon.
Y f i r l i t
Í dag
Fréttaskýring 8 Umræðan 30/31
Úr verinu 15 Bréf 31
Viðskipti 16 Minningar 32/36
Erlent 17/18 Dagbók 40
Akureyri 20 Víkverji 40
Austurland 20 Velvakandi 41
Suðurnes 21 Staður og stund 42
Landið 21 Menning 44/49
Daglegt líf 222/25 Bíó 46/49
Forystugrein 26 Ljósvakamiðlar 50
Viðhorf 28 Veður 51
Listir 28/29 Staksteinar 51
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is
Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga
Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson
Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
MILLJÓN vinnustundir hafa verið
unnar við uppbyggingu álvers á
Reyðarfirði án fjarveruslysa, þ.e.
slysa þar sem starfsmaður hefur
ekki getað snúið til vinnu á næstu
reglulegu vakt. Segja yfirmenn
Bechtel, sem byggir álverið fyrir Al-
coa, þetta vera met í íslenskum
byggingariðnaði. Voru í gær stofnuð
hagsmunasamtök um bætt öryggi í
samfélaginu, þ.á m. á vinnustöðum,
af þessu tilefni.
Í hófi sem Bechtel bauð til í starfs-
mannaþorpi Fjarðaáls á Reyðarfirði
í gær, var árangrinum fagnað og
sagði Trevor Adams, verkefnisstjóri
Alcoa á Íslandi, að ein milljón vinnu-
stunda jafngilti að 100 manns hefðu
unnið í fimm ár án slysa eða 500
manns í heilt ár. „Þetta er langur
tími, mikil vinna og merkilegt afrek
að ná þessu án fjarveruslysa,“ sagði
Adams. „Það hefur oft verið sagt að
öryggi dragi úr framleiðni en hér
hefur það sýnt sig að svo er ekki
þrátt fyrir að öryggi sé haft í háveg-
um og hér hefur sannast að hægt er
að vinna hratt og vel án vinnuslysa.
Einbeittan vilja, þjálfun og vel virkt
kerfi þarf til.“ Afhenti Adams Andy
Cameron, staðarstjóra Bechtel í
Fjarðaálsverkefninu, og starfs-
mönnum hans m.a. viðurkenningu
frá Bernt Reitan, aðstoðarforstjóra
Alcoa og forstjóra frumvinnslu fyr-
irtækisins.
Cameron segir góða liðsheild hafa
þurft til að ná slíkum árangri og
ástæða væri til að fagna honum sér-
staklega. Legði þetta grunn að starfi
næsta árs og væri mikil áskorun til
allra þeirra sem kæmu að Fjarðaáls-
verkefninu.
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar-
og viðskiptaráðherra, var meðal við-
staddra. „Þessi mikli árangur skiptir
ekki aðeins máli fyrir fyrirtækin,
heldur og fyrir Ísland og framtíð-
aruppbyggingu á landinu,“ sagði
Valgerður.
Við sama tækifæri voru stofnuð
samtök hagsmunaaðila um öryggis-
mál í samfélaginu, þ.á m. á vinnu-
stöðum. Í samtökunum munu sitja
fulltrúar víða úr íslensku atvinnu- og
athafnalífi og hefur fjöldi aðila lýst
vilja til að taka þátt í samstarfi af
þessum toga, auk Alcoa á Íslandi og
Bechtel.
Samtök um bætt öryggi í samfélaginu stofnuð með þátttöku Alcoa og Bechtel
Settu met í öryggi á vinnustað
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Joe Zoghbi, yfirmaður öryggismála, og Andy Cameron, staðarstjóri hjá
Bechtel, ásamt Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
steinunn@mbl.is
HJÓNIN Herdís Jónsdóttir víóluleikari og Steef van Oos-
terhout slagverksleikari hvíla sig stundum frá aðalstarf-
inu, sem er að spila í Sinfóníuhljómsveit Íslands, og
skemmta börnum með tónlist. Þau spiluðu á tónleikum
með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands á Akureyri á laug-
ardagskvöldið og notuðu ferðina norður til þess að
skemmta krökkunum á leikskólanum Síðuseli í gær-
morgun. Krakkarnir voru augljóslega hrifnir af gest-
unum; Steef framkallaði hin undarlegustu hljóð og Her-
dís lék á víólu sína auk þess að syngja og segja sögur og
krakkarnir tóku virkan þátt þegar taka átti undir. „Tón-
leikar í tösku“ segir Herdís að þau kalli uppákomuna,
enda koma þau með alls kyns sérkennileg „hljóðfæri“ á
staðinn. Hollendingurinn Steef spilar t.d. á tréklossa frá
heimalandi sínu og ferðasteinaspil sem vinur þeirra, Páll
á Húsafelli, gaf hjónunum. „Það er gaman að sýna
krökkum að það er hægt að spila á ýmislegt fleira en
hefðbundin hljóðfæri,“ sagði Herdís í gær. „Sinfóníu-
hljómsveit Íslands er dálítið fjarlægt hugtak; það er líka
gaman að brúa bilið á milli hennar og krakkanna.“
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Slagverkstónleikar í tösku
BANASLYS varð á Svalbarðsstrand-
arvegi í Eyjafirði við bæinn Sætún í
fyrrinótt þegar fólksbíll fór út af vegi
með þeim afleiðingum að ökumaður,
sem var á fertugsaldri, lést. Eftir út-
afaksturinn kviknaði í bílnum, að
sögn lögreglunnar á Akureyri sem
hóf frumrannsókn á tildrögum slyss-
ins í gær.
Ummerki á vettvangi bentu til þess
að bílnum hefði verið ekið til suðurs
og hann farið út af veginum og oltið.
Vegfarandi sem átti leið hjá lét lög-
regluna vita um slysið klukkan 5.13 í
fyrrinótt. Slökkviliðið á Akureyri og
lögreglan fóru þegar í stað á vettvang
og fannst þá hinn látni í bílnum.
Ekki er unnt að birta nafn hans að
svo stöddu.
Morgunblaðið/Kristján
Vettvangsrannsókn fór fram á slys-
stað skammt frá Sætúni.
Banaslys á
Svalbarðs-
strandarvegi
AUSTUR-þýskir iðnaðar- og
verkamenn sem hafa unnið á veg-
um fyrirtækisins Tveir + einn í
Hafnarfirði hafa verið hlunnfarnir,
að sögn formanns Verkalýðsfélags-
ins Hlífar. Þeim hafi m.a. verið
sagt að á Íslandi væri laugardagur
virkur dagur og dregið var frá
launum þeirra ef þeir þóttu ekki
nægilega vandvirkir. Sýslumaður-
inn í Hafnarfirði innsiglaði síðdegis
í gær húsnæði fyrirtækisins vegna
vangoldinna vörsluskatta og
gjalda. Þessu neitar eigandi fyr-
irtækisins.
Að sögn Kolbeins Gunnarssonar,
formanns Hlífar, er Tveir + einn í
ýmiss konar starfsemi, m.a. reki
það starfsmannaleigu. Hjá starfs-
mannaleigunni starfi um 70 austur-
þýskir verka- og iðnaðarmenn en
hafi þegar mest var verið um 100.
Þeir hafi verið leigðir út til flestra
stærstu byggingafyrirtækjanna á
höfuðborgarsvæðinu undanfarna
mánuði. Hlíf og Félag iðn- og
tæknigreina (FIT) hafa verið í
sambandi við mennina og segir
Kolbeinn að ýmislegt hafi þá komið
í ljós, m.a. hafi í mörgum tilfellum
ekki verið gerður greinarmunur á
dagvinnu og yfirvinnu og menn
verið látnir vinna á dagvinnukaupi
sex daga vikunnar. Í einu tilfelli
virðist sem vanti 600.000 krónur
upp á að rétt laun hafi verið greidd
og er þá miðað við markaðslaun.
Þá séu dæmi um að allt að 20%
af launum hafi verið dregin af
mönnunum ef kvartanir bárust um
frammistöðu þeirra. Slíkt sé að
sjálfsögðu ólöglegt enda séu menn-
irnir launamenn en ekki verktakar.
Í einhverjum tilfellum hafi húsa-
leiga verið dregin af þeim, þrátt
fyrir að fyrirtækið sem þeir voru
leigðir til hafi útvegað húsnæði
þeim að kostnaðarlausu.
Óttast að fá ekki greidd laun
Kolbeinn segir að verkalýðs-
félögin hafi haldið fund með starfs-
mönnunum fyrir um mánuði þar
sem farið var yfir launakjör og
réttindi starfsmanna. Á fundinum
hafi eigandi fyrirtækisins lofað úr-
bótum en þær hafi ekki látið á sér
kræla. Mennirnir hafi fengið
greidd laun fyrir október en þeir
eigi inni laun fyrir nóvember sem
þeir óttist að verði ekki borguð út.
Neitar ásökunum
Frank Witascheck, eigandi
Tveir + einn sagði í samtali við
Morgunblaðið að Tveir + einn ræki
ekki starfsmannaleigu heldur væri
hún á vegum annars fyrirtækis
sem hann hefði stofnað í samvinnu
við annan mann. Það væri ekki rétt
að hann hefði hlunnfarið starfs-
menn, þvert á móti, hann hefði
greitt meira en honum hefði borið.
Hann vildi ekki tjá sig frekar um
málið í gærkvöldi og sagði að frek-
ari fyrirspurnum yrði að beina til
lögmanns síns.
Starfsmönnum var sagt að
laugardagur væri virkur dagur
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is