Morgunblaðið - 13.12.2005, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
VIÐBÚNAÐUR í Örfirisey stenst
allar kröfur um öryggi og gott betur.
Yrði sprenging sem eyðilegði
slökkvikerfið við olíutankana væri
þó úr vöndu að ráða og væntanlega
yrði að flytja slökkvifroðu sér-
staklega frá útlöndum til að hægt
yrði að ráða við eldinn. Litlar líkur
eru á slíku og aldrei er hægt að gera
ráð fyrir öllum hugsanlegum að-
stæðum sem upp kynnu að koma.
Þetta er mat Jóns Viðars Matthías-
sonar, slökkviliðsstjóra Slökkviliðs
höfuðborgarsvæðisins.
Í Örfirisey eru að jafnaði geymdir
um 70 milljónir lítra af eldsneyti,
samkvæmt upplýsingum frá Olíu-
dreifingu og Skeljungi. Tankarnir í
hinni landföstu eyju geta þó geymt
mun meira magn eða um 140 millj-
ónir lítra.
Aðspurður hvort hann teldi að við-
búnaður í Örfirisey væri nógu mikill
til að bregðast við eldsvoða af svip-
aðri gerð og varð í Buncefield-
olíubirgðastöðinni norður af Lond-
on, sagði Jón Viðar að á móti mætti
spyrja hvort menn teldu að eldsvoði
af þeirri stærð gæti orðið hér á
landi. Þá yrði einnig að hafa í huga
að birgðastöðin í Örfirisey væri
helmingi minni en sú í Buncefield.
Jón Viðar sagði ljóst í Örfirisey væri
farið eftir öllum reglum sem gilda
um þessa starfsemi og gott betur.
„En ef svona atburður á sér stað
eins og í Englandi, þar sem verður
sprenging, þá held ég að það skipti
ekki máli hversu vel við erum í stakk
búnir til að takast á við hlutina, við
myndum ekki ná yfirhöndinni fyrr
en eftir ákveðinn tíma og yrðum, líkt
og Englendingarnir, að safna að
okkur froðu og hugsanlega láta
fljúga með hana hingað frá útlönd-
um,“ sagði hann.
Mikil froða geymd í Örfirisey
Að sögn Jóns Viðars eru um
32.000 lítrar af slökkvifroðu í Örfiris-
ey og er froðan tengd við slökkvi-
kerfi sem er innbyggt í olíutankana.
Brjótist út eldur er froðunni dælt yf-
ir olíuna til þess að stöðva uppgufun
og þar með kæfa eldinn. Slökkvilið
höfuðborgarsvæðisins ræður yfir
mun minna magni eða um 3–4 þús-
und lítrum. Færi svo að slökkvikerf-
ið yrði óvirkt og verulegur hluti froð-
unnar eyðilegðist yrði því að flytja
hana sérstaklega inn frá útlöndum
en Jón Viðar sagði óverulega hættu
á slíku. Froðan væri í sérstaklega
vörðum húsum og á völdum stöðum.
Þá þyrfti ekki að taka langan tíma að
fá froðu frá útlöndum því framleið-
andi froðunnar ætti flutningaflug-
vélar til að bregðast við slíkum til-
fellum.
Hægt að flytja
búnað með bátum
Kvikni mikill eldur í Örfirisey
þyrfti væntanlega að rýma allstórt
svæði, því stærra eftir því sem veður
er óhagstæðara. Sérstaklega væri
óheppilegt fyrir slökkvilið ef vind-
urinn væri norðanstæður og lægi yf-
ir aðkomuleiðina að birgðastöðinni
en Jón Viðar sagði að í slíkum til-
fellum væri hægt að flytja búnað
með skipum og bátum sem gætu lagt
upp við Eyjagarð. Reyndar gæri
orðið erfitt að flytja dælubílana en
þá yrði að hafa í huga að í Örfirisey
væru öflugar dælur.
Jón Viðar sagði að Reykjavík-
urborg og olíufélögin væru að leita
að framtíðarlausn fyrir olíu-
birgðastöðina, m.a. væri verið að
huga að flutningi stöðvarinnar eða
a.m.k. hluta hennar. Það yrði m.a. að
hafa í huga að mikið eldsneyti væri
notað á höfuðborgarsvæðinu og því á
margan hátt hentugt að hafa olíu-
birgðastöð í borginni.
SAMTÖK um betri byggð sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem þau
minntu á erindi sem samtökin sendu í ársbyrjun 2001 til borgarráðs
Reykjavíkur og níu annarra stofnana á sviði samgangna, borgarskipulags,
heilbrigðis og samfélagsöryggis vegna hættumats á Reykjavíkurflugvelli
og í olíubirgðastöð í Örfirisey.
Í tilkynningunni segir að helmingur stofnananna hafi brugðist við hluta
spurninganna. Engin efnisleg svör hafi þó borist og svörin verið rýr. Af
viðbrögðunum að dæma væru bæði flugvöllurinn og olíuhöfnin ósnert-
anleg og í sjálfu sér óæskileg og óþægileg umfjöllunarefni.
Olíuhöfnin og flugvöllurinn
óæskileg umfjöllunarefni
VIKTOR B. Kjartansson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í
Reykjanesbæ, segir að bruninn í Buncefield-birgðastöðinni norður af
London minni á nauðsyn þess að flugvélaeldsneyti verði geymt í Helguvík
en ekki í Örfirisey. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem hann sendi
fjölmiðlum í gær.
Viktor minnir á að í sumar hafi fulltrúar Reykjanesbæjar og FL-group
ritað undir viljayfirlýsingu um að flytja flugvélaeldsneyti úr Örfirisey í
Helguvík en þar séu til staðar nýlegir niðurgrafnir tankar með leiðslum frá
Helguvík upp í Leifsstöð. Með minnkandi umsvifum varnarliðsins minnkar
þörf þess á tönkunum og því tilvalið að nýta þá fyrir flugvélaeldsneyti sem
nú sé keyrt úr Reykjavík eftir Reykjanesbrautinni með tilheyrandi kostn-
aði, hættu og sliti á vegum.
Flugvélaeldsneyti verði geymt
í Helguvík en ekki Örfirisey
Slökkviliðsstjórinn SHS telur litlar líkur á stórbruna í Örfirisey í líkingu við eldinn í Buncefield
Í Örfirisey eru að jafnaði geymdir um 70 milljón lítrar af eldsneyti en þar er pláss fyrir allt að helmingi meira magn. Þetta er eina olíubirgðarstöðin á höfuðborgarsvæðinu.
Stenst kröfur um öryggi og gott betur
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
EITT elsta stéttarfélag landsins,
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
(VR), hefur ákveðið að efna til sam-
keppni um nýtt nafn á félagið.
VR var stofnað árið 1891 og er
stærsta aðildarfélag Alþýðusam-
bands Íslands með um 23 þúsund fé-
lagsmenn.
„Við höfum verið að sameinast fé-
lögum úti á landi og eftir að við tók-
um upp samstarf við Verslunar-
mannafélagið í Hafnarfirði með
sameiningu í huga er nafnið Reykja-
vík farið að trufla einhverja. Síðan
stendur orðið verslunarmaður fyrir
þrengri skilgreiningu en það gerði í
árdaga. Ennfremur truflar setan [í
Verzlunarmannafélag] suma. Þann-
ig að við ákváðum að láta slag standa
og efna til samkeppni um nýtt nafn,“
sagði Gunnar Páll Pálsson, formaður
VR.
Gunnar Páll sagðist ekki vera í
vafa um að margir kæmu til með að
sakna gamla nafnsins. Það stæði
heldur ekki til að
breyta nafninu nema
að fram kæmi nafn
sem væri jafngott eða
betra en það gamla.
Ennfremur kæmi til
greina að að skoða
nýja útfærslu á
skammstöfuninni
VR.
Færri versl-
unarmenn
Gunnar Páll sagði
að þegar horft væri á
félagsmenn í fullu
starfi störfuðu innan
við 20% félagsmanna
við verslun og starfssvæði VR teygði
sig langt út fyrir Reykjavík. VR hef-
ur sameinast Verslunarmannafélagi
Akraness og hefur undirritað sam-
komulag um nánari samvinnu við fé-
lögin í Vestmannaeyjum og Hafn-
arfirði með sameiningu að
markmiði. Í tilkynningu frá VR seg-
ir að nafn félagsins sé barns síns
tíma og ekki lengur lýsandi fyrir
starfsemi þess. Gunnar
Páll sagði að samsetning
félagsmannahópsins
hefði breyst mikið á síð-
ustu 15 árum, m.a. vegna
breytinga í verslun.
„Ástæðan fyrir því að
vissar verslunarkeðjur
náðu árangri hér á landi
á sínum tíma er sú að
þær komu með nýja
verslunarhætti sem
leiddi til þess að það
fækkaði mjög fólki sem
starfaði við verslun. Á
árunum 1989–1993
fækkaði fólki sem starf-
aði við verslun um 20–
25%. Það er reyndar fleira sem hef-
ur þarna áhrif eins og strikamerk-
ingar.“
Vegleg verðlaun er í boði fyrir
vinningsnafnið eða 300 þúsund krón-
ur.
Hægt er að skila inn tillögum und-
ir dulnefni á www.vr.is eða senda
þær til VR, Húsi verslunarinnar.
Skilafrestur er til 15. janúar nk.
Vilja skipta um nafn á Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur
Gamla nafnið ekki leng-
ur lýsandi fyrir starfið
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
Gunnar Páll Pálsson