Morgunblaðið - 13.12.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.12.2005, Blaðsíða 40
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÉG GERÐI ÞÉR GREIÐA MEÐ ÞVÍ AÐ FARA ÚT AÐ GANGA MEÐ ODDA SVO GERÐI ÉG SJÁLFUM MÉR GREIÐA... ... MEÐ ÞVÍ AÐ SKILJA HANN EFTIR HÚN ER FARIN! LITLA RAUÐHÆRÐA STELPAN ER FLUTT Í BURTU OG ÉG ÞORÐI EKKI AÐ SEGJA NEITT HEFURÐU ENGAR TILFINNINGAR. HVERNIG GETURÐU HUGSAÐ UM MAT ÉG HEF MIKLAR TILFINNINGAR EN MAGINN MINN ER LAUS VIÐ SVOLEIÐIS ERTU VAKNAÐUR? ERU KOMIN JÓL? JÁ ÞAÐ ERU JÓL! FÖRUM OG VEKJUM MÖMMU OG PABBA. SVO OPNUM VIÐ PAKKANA ÆTTUM VIÐ EKKI AÐ LEYFA ÞEIM AÐ SOFA ÚT FYRST ÞAÐ ERU NÚ JÓL? SVONA VAKNIÐ ÞIÐ! ÞAÐ ERU KOMIN JÓL! MIG LANGAR AÐ OPNA PAKKANA! KORTER Í SEX. HANN VAKTI OKKUR SEINT Í ÁR ÞAU SEGJAST EIGA ÞRJÁ KRAKKA OG ÞAU SÉU ÖLL Í HÁSKÓLANUM... ... ÞANNIG AÐ ÞAU BIÐJA OKKUR UM AÐ KOMA AFTUR ÞEGAR KRAKKARNIR ERU ÚTSKRIFAÐIR ÞETTA ER GUSTUR, HANN ER Í SLÖKKVI- LIÐINU ÉG SKIL VEL AÐ ÞÚ SÉRT ÞREYTTUR ER EKKI Í LAGI ÞÓ ÉG NOTI STURTUNA YKKAR? ÉG VIL LOSNA VIÐ HANA Í DAG, ÞÓ ÞÚ SÉRT ÞREYTTUR SJÁLFSSKOÐUNAR- NÁMSKEIÐIÐ VAR FULL BÓKAÐ EN LEITT GETURÐU SAMT EKKI SKRÁÐ ÞIG Í EITTHVAÐ ANNAÐ Í STAÐINN JÚ, AUÐVITAÐ ÆTLI ÉG SKRÁI MIG EKKI Í MYNDLIST ÉG VAR NÚ AÐ VONAST EFTIR „LÆRÐU AÐ ÞRÍFA HÚSIÐ ÞITT HRAÐAR“ ÞÚ SVEIFLAR ÞÉR Á MILLI HÚSA HELMINGINN AF NÓTTINNI OG ERT ANDVAKA HINN HELMINGINN Dagbók Í dag er þriðjudagur 13. desember, 347. dagur ársins 2005 Víkverji elskar góðarjólaplötur út af líf- inu. Sérstaklega gaml- ar og góðar með Óm- ari Ragnarssyni, Glámi og Skrámi og Hurðaskelli og Stúf, þar sem unnið var út frá einhvers konar þema og skemmtilega stemmningin mynd- aðist. Jólaplötur sem hægt er að skella á fóninn aftur og aftur. Jólaplötur sem vekja minningar um ynd- isleg jól æskunnar. Dóttir Víkverja fær seint að reyna þessa dásemd, þar sem undanfarin ár hefur jólaplötuút- gáfa verið með metnaðarlausasta móti sem hægt er að hugsa sér. Ein- tómar ábreiðuplötur þar sem lands- þekktir söngvarar renna sér í löngu útjaskaðar lummur með sykursætum undirleik og of-framleiddum stíl. Víkverja blöskrar þessi algeri skortur á framtakssemi, frumleika, húmor og hugrekki hjá íslenskum tónlistarmönnum og útgefendum. Hvað þurfum við að bíða lengi eftir skemmtilegri, einlægri og vel sam- inni jólaplötu þar sem einhver smá- áhætta er tekin? Víkverji verður bara að viðurkenna að honum finnst ekkert spennandi við það að íslensk- ar söngstjörnur dags- ins í dag geri lítið ann- að en að endurvinna gamla slagara æ ofan í æ og sleppi því alfar- ið að prófa eitthvað nýtt. Honum er skapi næst að hringja í liðið og baula á það í sím- ann. En Víkverji á sem betur fer góða vini sem eru í hljómsveit, en þeir gefa út nýja og skrýtna jólaplötu um hver jól. Þessir vinir eru ekkert frægir, en þeir gefa sínar jóla- plötur út af eintómri einlægni og náungakærleik og ganga meira að segja svo langt að gefa plöturnar þeim sem vilja, en selja þær ekki. Víkverji kann vel að meta slíkan anda. Í ár ætla vinirnir að tilnefna eitthvert gott málefni og vísa á bankareikning sem viðtakendur plöt- unnar geta gefið beint í. Eitthvað eins og Rauða krossinn eða hjálp- arstarf kirkjunnar, heyrði Víkverji vini sína segja. Það er miklu betra en að láta 20% af andvirði hverrar seldr- ar plötu renna í slíkt starf. Eða það finnst allavega Víkverja. Víkverji hlakkar til að fá jólaplötuna sína frá vinunum og hlakkar líka til að gefa einhvern pening til hjálparstarfs. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is        Tónlist | Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, kemur fram á aðventutónleikum í Mosfellskirkju á miðvikudaginn kl. 20.30. Eins og undanfarin ár fylgir henni blásarasextett sem skipaður er klarínettuleikurunum Sigurði I. Snorrasyni og Kjartani Óskarssyni, hornleikurunum Emil Friðfinnssyni og Þorkeli Jó- elssyni og fagottleikurunum Brjáni Ingasyni og Birni Árnasyni. Á efnisskránni eru verk m.a. eftir Bach, Händel, Mozart, Mascagni og Atla Heimi Sveinsson. Þetta er í níunda sinn sem þessi hópur kemur fram á árleg- um aðventutónleikum á vegum menningarmálanefndar Mosfellsbæjar og eru tónleikarnir orðnir fastur liður í menningarlífi bæjarins. Morgunblaðið/Ásdís Diddú og drengirnir MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Og Jesús gekk til þeirra, talaði við þá og sagði: „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu.“ (Mt. 28, 18.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.