Morgunblaðið - 13.12.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.12.2005, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN NÚ Í haust eru gefnar út tvær bækur um sama manninn, Jörund þann sem nefndur var hundadaga- konungur. Önnur þeirra er eftir enska konu, Sarah Bakewell, og hin eftir undirritaðan. Þetta er óvenjuleg tilviljun en þó ekki síður hitt að kápuforsíður bókanna eru svo keimlíkar í út- liti að hætt er við að hugsanlegir kaup- endur sem sjá þær út undan sér í jóla- bókaflóðinu ruglist á því hvor er hvað. Út- gáfa tveggja bóka á sama tíma um sama manninn er þó til marks um að hann er áhugaverð persóna. Hins vegar eru bækurnar tvær harla ólíkar og eiga fátt sameig- inlegt. Í skáldsögu minni, Eldhug- anum, hef ég einbeitt mér að því að lýsa tveimur merkisárum í lífi Jör- undar, þ.e. árunum þegar Ísland var efst í huga hans en þá stóð hann óumdeilanlega á hátindi lífs síns. Bók Bakewell lýsir aftur á móti ævi hans frá vöggu til grafar og spannar því 61 ár. Meginhluti bókarinnar fjallar um líf Jörundar í öðrum lönd- um en Íslandi, einkum Danmörku, Englandi og Ástalíu en Íslandsferð- unum er lýst í stuttu máli. Efni bók- anna skarast því óverulega. Innan á kápu bókar Bakewell er grein gerð fyrir Jörundi og komist m.a. svo að orði um athafnir hans á Íslandi: „Framið var fráleitt valda- rán …“ Með þessum orðum er við- horfi höfundar til stjórnarbyltingar Jörundar réttilega lýst og kemur ekki á óvart því að í allnokkrum bók- um sem komið hafa út um Jörund eftir enska og danska höfunda er yfirleitt rætt heldur háðulega um athafnir hans á Íslandi og þeim líkt við fáránlegan skopleik. Þegnum stór- þjóða hefur löngum þótt sjálfstæðisbarátta landsmanna óraunhæft brölt. Ég ritaði einmitt skáldsögu mína um Jörund til að sýna manninn og gerðir hans á Íslandi í réttu sögulegu ljósi út frá sjónarhól Íslendinga og þvert á þá „sagnfræði“ sem grasserað hef- ur í ýmsum þýddum bókum og rekja má til andstæðinga hans en margt af því eru rakin ósannindi eins og til dæmis sú fullyrðing að varðliðar hans hafi komið úr hópi fanganna sem hann gaf frelsi. Þau ósannindi voru upphaflega spunnin upp Jör- undi til háðungar til að sverta mann- orð hans í augum Englendinga og Dana en þykja bersýnilega góð og gild vara enn í dag. Markmið mitt var ekki síst að lýsa því á raunsannan hátt hvernig Ís- lendingar tóku honum og hvern stuðning hann hlaut meðal lands- manna, t.d. er þess yfirleitt ekki get- ið í dönskum og enskum bókum um Jörund að margir merkir Íslend- ingar studdu hann, m.a. skáldið Benedikt Gröndal, sem gerðist hægri hönd hans við stjórnarstörfin, en Gröndal hafði verið einn æðsti embættismaður landsins og gegnt embætti yfirdómara. Sjálfur var Jörundur fjörmaður og sannarlega ekki gallalaus, gat jafnvel verið nokkuð grallaralegur. En út frá sjónarhól Íslendinga var byltingin sem hann stóð fyrir ekki fáránlegur skopleikur heldur ramm- asta alvara, sprottin af knýjandi nauðsyn. Jörundur veitti Íslendingum verslunarfrelsi og ferðafrelsi. Hann hvatti þá fyrstur manna til að end- urreisa Alþingi með almennum kosningarétti jafnt fyrir ríka sem fá- tæka og boðaði fyrstur manna að Ís- land ætti að verða lýðveldi. Hann var því boðberi frelsis og lýðræðis. Sú stefna var hugsjón framfarasinn- aðra manna um alla álfuna og var ekki „fráleit“ þótt hann lyti í lægra haldi fyrir afturhaldssinnuðum mönnum sem studdu einveldi og ófrelsi af gömlum vana. „Fráleitt valdarán“ eða jákvæð umbylting? Ragnar Arnalds fjallar um tvær bækur um Jörund hundadagakonung ’Jörundur veitti Íslend-ingum verslunarfrelsi og ferðafrelsi.‘ Ragnar Arnalds Höfundur er rithöfundur og höfundur Eldhugans, sögulegrar skáldsögu um Jörund hundadagakonung og byltingu hans á Íslandi. ÞAÐ ER alrangt hjá Hjálmtý Heiðdal (sjá grein hans í Mbl. 9. des.) að mér sé eitthvað í mun að útskúfa vinstri mönnum eins og sá garður allur leggur sig. Það er reginmunur á Vinstri grænum og Ingibjörgu Sólrúnu. Ég er alger- lega á öndverðum meiði við Vinstri græna í mörgum atriðum en það kemur ekki í veg fyrir að ég beri virðingu fyrir þeim. Það er auðvelt að bera virðingu fyrir Steingrími Sigfússyni. Hann er rökhyggjumaður, skoðar flest mál í samhengi og skoðar þau vel, flytur mál sitt ágætlega og hvikar ekki frá stefnumálum sínum, eins þótt sú staðfesta kosti hann kjör- fylgi. Hann hyggur að málefnum og sneiðir hjá persónulegu skít- kasti – ef undan er skilinn sá ógleymanlegi dagur þegar hann missti stjórn á skapi sínu og hag- aði sér eins og drukkinn sjimp- ansi í ræðustól Alþingis. En það er óþarfi að erfa þann atburð við Steingrím – menn eru skyldir öp- um og einhvers staðar hlýtur það að koma fram. Það er óhollt fyrir lýðræðið að úthýsa fylkingum manna frá þjóðstjórninni. Það er gott að gervallt litróf lífsviðhorfa og stjórnmálaskoðana fái að njóta sín. Öðru hvoru þarf að opna glugga og fá inn ferskan gust í svefnherbergið. Hollt væri að fá fyrr en síðar einhver vinstri við- horf í þjóðstjórnina. Vinstri grænir eru alveg tilbún- ir að axla slíka ábyrgð. Við vitum hvar þeir standa. Það er auðvelt að semja við slíka menn. Þeir myndu áreiðanlega sinna sínum málaflokkum af heiðarleika. Samfylkingin er hinsvegar sundruð hjörð og ókræsileg. Ingi- björg Sólrún komst upp með að ráðskast með Reykvíkinga í ára- tug og sökkti borginni í hyldjúpar skuldir. Nú þarf hún skyndilega að standa fyrir málaflokkum og þá kemur í ljós að hún er bæði illa upplýst og laus í rásinni. Hrokinn og sú árátta hennar að snúa mál- efnalegri umræðu í skítkast mæltist vafalaust vel fyrir hjá R- listanum á sínum tíma en er óþol- andi í landsmálum og setur frá- hrindandi yfirbragð á allan flokk- inn. Ingibjörg er vel máli farin, kemur að mínum dómi næst á eft- ir Össuri af þeim er nú sitja á þingi – en sá hæfileiki nýtist ekki þegar innihaldið er eins og það er. Ég hvet Hjálmtý Heiðdal til þess að fá einhvern skynsaman mann í lið með sér næst þegar hann ber við að lesa dagblöð. Baldur Hermannsson Hjálmtýr Heiðdal í hlekkjum hugarfarsins Höfundur er eðlisfræðingur. SINFÓNÍUHLJÓMSVEITIN hélt nýlega sérstaka tónleika með stórsöngvaranum Bryn Terfel fyrir viðskiptavini KB banka og forseta- embættið. Almenn- ingi stóð ekki til boða að kaupa miða á þessa tónleika. Þetta vekur ýmsar spurn- ingar. Geta rík fyr- irtæki keypt með þessum hætti þjón- ustu ríkisstofnana og tekið hana frá fyrir sig og sína gesti? Sin- fóníuhljómsveitin æf- ir ekki eða spilar fyr- ir almenning á meðan hún sinnir þessu verkefni. Hvað þýðir þetta fyrir aðrar ríkisstofnanir? Geta þær með sama hætti selt þjónustu sína þeim einkaaðilum sem hafa efni á að borga án tillits til meginmarkmiða með rekstri stofnananna? Getur KB banki keypt forgang á biðlistum spít- alanna fyrir sína viðskiptavini? Eða sérstaka vernd lögreglunnar? Er Námsgagnastofnun heimilt að taka að sér útgáfu á spennusögum fyrir viðskiptavini KB banka og láta náms- efnisgerðina bíða á meðan? Hvar eru mörkin? Ég viðurkenni fúslega að þessi skrif byggjast ekki eingöngu á áhyggjum mínum af skráðum og óskráðum reglum sem gilda um sam- skipti og samstarf opinberra aðila við einkamarkaðinn. Ég hef lengi verið einlægur aðdáandi Bryn Terfel og látið mig dreyma um að komast ein- hvern tíma á tónleika og heyra hann syngja í eigin persónu. Væntanlega er svo um fleiri venjulega Íslendinga sem eiga ekki stórar eignir í KB banka. Það eru því skelfileg vonbrigði að lesa það í blaðinu sínu að hann sé að syngja úti í Háskólabíói og fá ekki einu sinni tækifæri til að kaupa miða. Var ekki hægt að fá manninn til að syngja á tvennum tón- leikum, þessum fyrir út- valda og öðrum fyrir al- menning? Í lögum um Sinfón- íuhljómsveitina segir m.a.: „Starf Sinfóníuhljómsveit- arinnar miði að því að auðga tónmenningu Ís- lendinga, efla áhuga og þekkingu á æðri tónlist og gefa landsmönnum kost á að njóta hennar …“ Vonandi verður þessi setning túlkuð þannig fram- vegis að öllum landsmönnum skuli gefinn kostur á að njóta tónleika Sin- fóníuhljómsveitarinnar. Fyrir hverja er Sin- fóníuhljómsveitin? Ingibjörg Ásgeirsdóttir fjallar um tónleika Sinfóníuhljóm- sveitarinnar og Bryn Terfel Ingibjörg Ásgeirsdóttir ’Geta rík fyrirtækikeypt með þessum hætti þjónustu ríkisstofnana og tekið hana frá fyrir sig og sína gesti?‘ Höfundur er forstjóri ríkisstofnunar og Bryn Terfel-aðdáandi. Hulda Guðmundsdóttir: „Ég tel að það liggi ekki nægilega ljóst fyrir hvernig eða hvort hinn evangelísk-lútherski vígsluskilningur fari í bága við það að gefa saman fólk af sama kyni …“ Birgir Ásgeirsson: Opið bréf til vígslubiskups Skálholtsstiftis, biskups Íslands, kirkjuráðs og kirkjuþings. Jakob Björnsson: Útmálun hel- vítis. „Álvinnsla á Íslandi dreg- ur úr losun koltvísýrings í heim- inum borið saman við að álið væri alls ekki framleitt og þyngri efni notuð í farartæki í þess stað, og enn meira borið saman við að álið væri ella fram- leitt með raforku úr eldsneyti.“ Þorsteinn H. Gunnarsson fjallar um rjúpnaveiðina og aug- lýsingu um hana, sem hann tel- ur annmarka á. Eggert B. Ólafsson: Vegagerð- in hafnar hagstæðasta tilboði í flugvallarrútuna. Örn Sigurðsson: Bornir eru saman fjórir valkostir fyrir nýj- an innanlandsflugvöll. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar AÐ UNDANFÖRNU hafa borist fréttir af ráðstefnu þjóða heims um aðgerðir til að mæta þeirra ógn sem jörðu stafar af loftslagsbreyt- ingum. Mönnum er að verða æ ljós- ara að loftslagsbreytingar eru ekki hugsanlegur framtíðarvandi. Þær eru eitt brýnasta málefni samtím- ans. Viðfangsefnið nú er að móta hugmyndir um að- gerðir til að bregðast við þessu risavaxna verkefni. Margt er hægt að gera til úrbóta ef vilji er fyrir hendi en að- gerðir verða að byggj- ast á vísindalegum grunni. Rannsóknir benda til að ef koma á í veg fyrir óæskilegar breytingar á loftslagi jarðar þurfi að draga úr notkun kolefnaelds- neytis um liðlega helming. Hagkerfi heimsins eru í dag háð því að fá ódýra orku úr kolum, olíu og jarð- gasi. Ef ekki tekst að bæta veru- lega orkunýtni og finna fjárhags- lega hagkvæma staðgengla fyrir þessa mengandi orkugjafa blasir við víðtæk og langvarandi vist- kreppa með afar neikvæðar afleið- ingar fyrir mannkynið. Það vekur áhyggjur hve hraði breytinga í loftslagi og náttúru er mikill, ekki síst á norðlægum slóð- um. Því hraðari sem breytingar verða, því erfiðara verður fyrir vist- kerfi og mannleg samfélög að að- lagast. Það skortir verulega upp á að hraði samfélaga við að taka ákvarðanir um aðgerðir til að tak- marka losun gróðurhúsalofttegunda sé í samræmi við þær hraðfara breytingar sem merkja má á lofts- lagi. Á þessu þarf að verða breyting því hvort sem menn taka mark á vísindalegum niðurstöðum eða að- hyllast eigin trú í þess- um efnum er ljóst að aðgerðaleysi er ekki valkostur. Ekki í þetta skiptið. Of mikið er í húfi. Eins og svo mörg umhverfismál eru loftslagsmálin hnatt- ræn í eðli sínu og þekkja engin landamæri. Íslendingar standa enn tiltölulega vel hvað losun gróð- urhúsalofttegunda varðar miðað við margar aðrar þjóðir þar sem stórum hluta af innlendri orkuþörf er mætt með endurnýjanlegum orkugjöfum, þökk sé vatnsorku, jarðvarma og íslensku hugviti. Þrátt fyrir þetta vill oft gleymast í þessari umræðu að með því að taka þátt í vestrænu nútíma samfélagi erum við Íslendingar einnig hlut- fallslega ábyrgir fyrir þeirri meng- un sem hlýst af iðnaðarframleiðslu annars staðar í heiminum, einfald- lega vegna þess að við flytjum inn vörur sem eru framleiddar annars staðar og notum þær hér. Þetta á bæði við um fullunnar vörur sem og vörur sem fluttar eru inn sem hrá- efni til fullnaðarvinnslu á Íslandi. Ábyrgð á losun gróðurhúsaloftteg- unda er þannig ekki eingöngu bundin við framleiðsluland vara heldur hvílir hún einnig á not- endum. Loftslagsbreytingar eru án efa eitt vandasamasta viðfangsefni þessarar aldar, en tæknilega leys- anlegt. Það kallar á aðgerðir Ís- lendinga á alþjóðavettvangi en þar höfum við margt fram að færa. Til að sá málflutningur sé trúverðugur verður einnig að grípa til aðgerða hér heima. Greina þarf hvað má gera hér á landi, finna raunhæfar skynsamlegar aðgerðir og afla þeim stuðnings. Þetta hefur verið mark- mið loftslagsverkefnis Landverndar sem unnið hefur verið að síðast lið- in tvö ár. Mótaðar hafa verið fjöl- þættar rökstuddar tillögur um að- gerðir sem geta haft umtalsverð áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi og bindingu kolefnis í jarðvegi og gróðri. Niðurstöður eru kynntar á heimasíðu samtakanna www.landvernd.is Það er ánægjulegt að Íslendingar skuli hafa hlotið viðurkenningu á nýafstaðinni loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Montreal. Ein meginniðurstaða loftslagsverk- efnis Landverndar er að við getum gert mikið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda af manna völdum á Íslandi og því kjörið að nýta þessa vinnu til að fylgja ár- angrinum eftir. Þetta misserið er Landvernd að koma tillögum sam- takanna á framfæri við íslensk stjórnvöld, bæði ráðuneyti og sveit- arstjórnir. Við væntum þess að stjórnvöld og aðrir viðkomandi að- ilar í einkageiranum kynni sér þess- ar hugmyndir vel og vinni að því að koma þeim í framkvæmd. Land- vernd mun leggja sitt af mörkum til að veita þessu mikilvæga verkefni þann forgang sem það þarf. Loftslagið í forgang Björgólfur Thorsteinsson fjallar um loftlagsbreytingar ’Loftslagsbreytingareru án efa eitt vanda- samasta viðfangsefni þessarar aldar, en tæknilega leysanlegt.‘ Björgólfur Thorsteinsson Höfundur er rekstrarhagfræðingur og formaður Landverndar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.