Morgunblaðið - 13.12.2005, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Páll Hallgríms-son fæddist í
Reykhúsum í
Hrafnagilshreppi í
Eyjafirði 6. febrúar
1912. Hann lést á
Selfossi 3. desember
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin María Jóns-
dóttir, húsfreyja, f.
19. ágúst 1874, d. 2.
júní 1954, og Hall-
grímur Kristinsson,
fyrrverandi forstjóri
Sambands íslenskra
samvinnufélaga, f. 6. júlí 1876, d.
30. janúar 1923. Systkini Páls eru
Jón, f. 30. september 1903, d. 25.
febrúar 1993, Kristinn, f. 12. maí
1905, d. 20. mars 1997, og Sigríður,
f. 5. júlí 1907.
Fyrri kona Páls var Áslaug Þór-
dís Símonardóttir, f. 27. mars 1910,
d. 24. október 1987. Foreldrar
hennar voru hjónin Sigríður Sæ-
mundsdóttir og Símon Jónsson.
Þau skildu.
Seinni kona hans var Svava
Steingrímsdóttir, f. 8. september
1921. Foreldrar hennar voru hjón-
in Steingrímur Árni Björn Davíðs-
son og Helga Dýrleif Jónsdóttir.
Fyrri maður hennar var Ingvar
Björnsson, f. 18. júní 1912, d. 28.
apríl 1963.
Páll eignaðist eina dóttur með
fyrri konu sinni, Drífu Pálsdóttur,
skrifstofustjóra í dóms- og kirkju-
málaráðuneytinu, f. 8. apríl 1945,
lögfræðistörf og endurskoðun.
Hinn 1. janúar 1937 var hann skip-
aður sýslumaður í Árnessýslu og
tók við því embætti 1. október það
ár, þá 25 ára að aldri og gegndi því
samfellt til ársins 1982, í hálfan
fimmta áratug. Hann var síðasti
konungsskipaði sýslumaðurinn hér
á landi. Páll var jafnframt bæjar-
fógeti á Selfossi frá 1978 til 1982.
Þá var hann þingmaður Árnesinga
á sumarþingi 1942 fyrir Framsókn-
arflokkinn í Árnessýslu, en gaf
ekki kost á sér til frekari setu á Al-
þingi.
Jafnframt sýslumannsembætti
gegndi Páll margvíslegum trúnað-
arstörfum, bæði í héraði og á lands-
vísu. Hann var m.a. í stjórn Kaup-
félags Árnesinga um áratugaskeið
og formaður stjórnarinnar um ára-
bil og endurskoðandi Sambands ís-
lenskra samvinnufélaga í sex ár. Þá
var hann formaður stjórnar
Sjúkrahúss Suðurlands í ríflega
áratug og var kjörinn í yfirkjör-
stjórn Suðurlandskjördæmis. Hann
sat einnig í skólanefnd Héraðsskól-
ans á Laugarvatni í tuttugu ár enda
hafði hann forgöngu um uppbygg-
ingu og rekstur skólasetra þar.
Hann studdi og hafði forystu um
viðreisn Þorlákshafnar og bygg-
ingu Sjúkrahúss Suðurlands á Sel-
fossi, svo nokkuð sé talið.
Páll var lengi í stjórn Héraðs-
dómarafélags Íslands og Sýslu-
mannafélags Íslands og formaður
um skeið. Þá var hann fyrsti heið-
ursfélagi Sýslumannafélagsins og
heiðursfélagi í Dómarafélagi Ís-
lands.
Minningarathöfn um Pál fór
fram í Selfosskirkju laugardaginn
10. desember. Jarðsett verður að
Grund í Eyjafirði í dag.
gift Gesti Steinþórs-
syni, skattstjóra í
Reykjavík. Börn
þeirra eru Páll, verk-
fræðingur, kona hans
er Dagrún Árnadóttir
og eiga þau þrjú börn,
Steinunn, lektor við
KHÍ, maður hennar
er Atli Freyr Magnús-
son og eiga þau tvö
börn, og Steinþór,
flugnemi.
Sonur Svövu og
fóstursonur Páls er
Kristinn Ingvarsson,
ljósmyndari, f. 13. apríl 1962,
kvæntur Önnu Hjartardóttur
hjúkrunarfræðingi. Börn þeirra
eru Ívar, Íris og Harpa, öll grunn-
skólanemar. Önnur börn Svövu
eru: 1) Steingrímur Hólmgeir,
verkfræðingur, f. 13. nóvember
1939, kvæntur Jóhönnu Maríu
Þórðardóttur og eiga þau fjögur
börn. 2) Björn Sævarr, rafvirki, f.
10. apríl 1942, kvæntur Sigurveigu
Sigurðardóttur og eiga þau eitt
barn. 3) Ingvar, aðstoðarskóla-
stjóri, f. 28. apríl 1946, kvæntur
Gunnhildi Hannesdóttur og eiga
þau eitt barn. 4) Helga, bókari, f.
31. janúar 1950, gift William Mc
Manus og eiga þau tvö börn.
Páll varð stúdent frá Mennta-
skólanum á Akureyri árið 1931 og
lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Ís-
lands vorið 1936. Um eins árs skeið,
1936–1937, starfaði hann hjá Sam-
bandi íslenskra samvinnufélaga við
Heiðursmaðurinn Páll Hallgríms-
son tengdafaðir minn er fallinn frá í
hárri elli, tæpra níutíu og fjögurra
ára. Falls er von af fornri eik.
Að tengjast Páli fyrir næstum
fjörutíu árum þegar Drífa dóttir hans
og ég gengum í hjónaband er mesta
gæfuspor í lífi mínu. Þar var vinur
fyrir og margt af honum að læra á
langri samleið. Það eru mikil forrétt-
indi að fá að verða samferða svo
gegnheilum manni, sem af stafar
hæverska, orðheldni og trúmennska
yfir því, sem honum er falið. Slíkir
mannkostir eru of sjaldgæfir í heimi
sem oft einkennist af óvæginni sam-
keppni og sókn eftir fjármunum og
völdum þar sem þeim brögðum er
beitt sem hentast þykir hverju sinni
og litlu skeytt hvernig það kemur við
samferðamennina.
Á löngum embættisferli, en hann
var sýslumaður Árnesinga í hálfan
fimmta áratug, reyndist hann sýsl-
ungum sínum traustur leiðsögumað-
ur og studdi framfaramál héraðs-
manna. Um mörg þeirra hafði hann
forgöngu eins og viðreisn Þorláks-
hafnar, uppbyggingu og rekstur
skólaseturs á Laugarvatni og sjúkra-
húsið á Selfossi, svo fátt eitt sé nefnt.
Páll var samvinnumaður eins og
Hallgrímur faðir hans og föðurbræð-
ur og fleiri ættmenn. Kaupfélagi Ár-
nesinga var ekki lítill liðstyrkur í Páli
þegar hann var þar í stjórn í hartnær
þrjátíu ár og þar af formaður í átta
ár.
Eðlilega kom það í hlut hans sem
sýslumanns og dómara að leysa úr
ágreiningi manna í millum. Hann var
mannasættir og setti niður deilur
með þeim hætti að hann óx sjálfur af
þeim skiptum og aðrir sem áttu hlut
að máli gátu haldið fullri reisn og
virðingu, jafnvel þótt þeir hafi sjálfir
verið búnir að koma sér í erfiða stöðu.
Eftir svo langan og farsælan emb-
ættisferil, auk allra þeirra framfara-
mála héraðsins sem hann lét til sín
taka, var oftar en einu sinni vakið
máls á því að veita honum Fálkaorðu.
Í hógværð sinni gaf hann lítið fyrir
slíkt prjál og taldi sig ekki hafa gert
meira en honum hefði verið falið og
fannst slíkt fráleitt.
Það var gestkvæmt á sýslumanns-
setrinu á Hörðuvöllunum og á Aust-
urvegi 21c eftir að Páll lét af störfum
sýslumanns vegna aldurs árið 1982.
Var þá oft glatt á hjalla og minnumst
við Drífa margra skemmtilegra sam-
ferðamanna og kátlegra tiltækja.
Páli lét vel að hafa líf í kringum sig
þótt hann hefði sig ekki alltaf mikið í
frammi. Þetta reyndu börnin okkar
þegar þau voru yngri en hann var
farinn að halda sig til hlés þegar
barnabörnin fóru að koma en alltaf
hafði hann jafn gaman af að hitta þau.
Þegar Drífa var að alast upp sinnti
hann henni mikið þótt leiðir foreldra
hennar skildi enda var hún löngum
með honum. Hafði hann gaman af að
taka hana og allan stelpnahópinn
sem henni fylgdi og strákana stund-
um líka – með sér í bíltúr eða í óvissu-
ferðir. Ekkert var gefið upp um hvað
í vændum var og alið var á eftirvænt-
ingunni með ýmsu látbragði. Oft end-
aði ferðin á Eyrarbakka og Stokks-
eyri þar sem upplokið var
leyndardómum fjörunnar eða í sum-
arbústaðnum í Þrastaskógi, sem var
ævintýraheimur, eða þá að hann fór
með allan hópinn í leikhús til Reykja-
víkur og síðar á tónleika og í slíkri för
komst Drífa fyrst í kynni við óperu-
tónlist. Þessar ferðir voru oftast um
helgar enda var Páll oft kallaður
sunnudagapabbi í vinahópi Drífu.
Páls verður ekki minnst án þess að
geta um útivistar- og ferðamennsku
hans. Hann stundaði laxveiðar um
áratugaskeið og fáir þekktu betur
ýmsa veiðistaði en hann eins og
Tangann í Ölfusá, enda hafði hann
næma tilfinningu fyrir náttúrunni og
landinu. Við áttum þess kost að
ferðast með honum hér innanlands
og eru þær ferðir ógleymanlegar.
Hann var einstakur ferðafélagi og
miðlaði okkur samferðamönnum sín-
um fróðleik um land og þjóð. Fór
hann víða um bæði utanlands og inn-
an, oft um ótroðnar slóðir og ófáar
átti hann ferðirnar á Ingólfsfjall. Var
það honum létt ganga enda hvatur í
spori. Á yngri árum stundaði hann
fimleika og var í sýningarhópi Ár-
manns sem sýndi víða bæði hér á
landi og erlendis. Páll var fríður mað-
ur, dökkur yfirlitum og bar sig vel
svo eftir var tekið. Hann var dags-
farsprúður og skipti sjaldan skapi en
hafði ákveðnar skoðanir og fylgdi
þeim vel eftir.
Seinni kona Páls, Svava Stein-
grímsdóttir, kom inn í líf hans fyrir
rúmum þrjátíu árum og var með ung-
an son sinn með sér, Kristin Ingvars-
son, en eldri börn Svövu voru þá upp-
komin. Þau áttu góða daga saman.
Svava var Páli ómetanleg stoð og
stytta þegar kraftar hans fóru þverr-
andi þótt hann héldi andlegum styrk
allt til loka. Fyrir alla þá alúð og nær-
gætni þökkum við Drífa af alhug.
Rætur Páls voru í Eyjafirði og
þangað er síðasta ferðin farin. Nú
fær hann hvílu í eyfirskri mold á
Grund við hlið bræðra sinna, en sú
var ósk hans.
Ég kveð Pál tengdaföður minn
með virðingu og mikilli þökk fyrir allt
það sem hann hefur verið mér og fjöl-
skyldu minni.
Guð blessi minningu hans.
Gestur Steinþórsson.
Afi á Selfossi var einstakur maður
sem átti að baki langa og merka ævi.
Allt of fáar heimildir eru til um ótelj-
andi afrek hans, en það var ekki siður
afa að miklast af sjálfum sér og sín-
um. Þó er það ljóst að ýmislegt hefur
á daga hans drifið í gifturíku starfi
sem sýslumaður Árnesinga allt frá 25
ára aldri þar til hann var sjötugur. Í
dag er skrýtið að hugsa sér að svo
ungur maður taki að sér embætti
sýslumanns í víðlendri og marg-
mennri sýslu og axli þá ábyrgð sem
því fylgir. Þrátt fyrir margvísleg æv-
intýri og svaðilfarir á langri ævi kom
það í ljós að nú undir lokin, þegar afi
var kominn á tíræðisaldur, að hann
átti ekki einu sinni sjúkraskrá. Hafði
aldrei á spítala komið.
Þegar við minnumst afa minnumst
við manns sem var reisnarlegur og
kíminn, sem visku, hlýju, gáska og
góðmennsku stafaði frá í senn. Það
var alltaf sérlega notalegt að heim-
sækja afa og Svövu í sýslumannsbú-
staðinn og á Austurveginn. Þó eiga
minningarnar úr Sýsló sérstakan
sess í barnaminningunum. Þótt
Steini sé of ungur til að muna eftir
þeim tímum minnumst við eldri
systkinin þeirra í sérstökum ævin-
týraljóma. Sýsló var herragarður
með endalausum stórum herbergjum
og rangölum. Þar var hátt til lofts og
vítt til veggja og flötin fyrir framan
var svo stór að manni fannst að það
myndi taka megnið af deginum að
ganga hana á enda. Ýmsum höfðingj-
um, vinum afa og Svövu, kynntist
maður í Sýsló, meðal annars Sigga
Ba sem sprellaði við okkur og sýndi
töfrabrögð. Afi passaði fullkomlega
inn í þessa mynd. Hann var glæsi-
legur maður og það fór ekki fram hjá
okkur, ekki einu sinni þegar við vor-
um lítil, að hann naut hvarvetna virð-
ingar. Þrátt fyrir þennan virðuleika
var afi alltaf fyrst og fremst hlýlegi
og glettni afi okkar. Í hvert skipti
sem hann sá okkur, allt frá því að
heimsóttum hann í Sýsló og þar til við
hittum hann á sjúkrahúsinu undir
lokin, fórnaði hann höndum, brosti
kímnislega og það kom glampi í aug-
PÁLL
HALLGRÍMSSONElskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og bróðir,
HELGI LOFTSSON,
Krummahólum 57,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík
fimmtudaginn 15. desember kl. 13.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim, sem vilja
minnast hans, er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins, sími 543 3724.
Ólöf Waage,
Ingólfur Örn Helgason, Edda Bryndís Örlygsdóttir,
Ævar Páll Helgason, Maribeth Ycot,
Guðbjörg Helgadóttir,
barnabörn
og systkini hins látna.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
ÓMAR S. ZÓPHÓNÍASSON,
Fögruhlíð 5,
Hafnarfirði,
lést á heimili sínu aðfaranótt mánudagsins
5. desember.
Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
fimmtudaginn 15. desember kl. 13.00.
Kristín Theódórsdóttir,
Theódór K. Ómarsson, Hafdís Sigursteinsdóttir,
Marta G. Ómarsdóttir, Höskuldur Ragnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÞÓRDÍS ÞORGRÍMSDÓTTIR,
lést á Hrafnistu í Reykjavík fimmtudaginn 8. des-
ember.
Útför hennar verður gerð frá Ólafsvíkurkirkju
laugardaginn 17. desember kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Styrktarfé-
lag vangefinna.
Anna Þórarinsdóttir, Sigursteinn Sævar Hermannsson,
Sólveig Jóhannesdóttir, Ívar Steindórsson,
Þorgrímur Benjamínsson, Kristín Björg Kjartansdóttir,
Rúnar Benjamínsson, Ragnhildur Albertsdóttir,
Sigrún M. Arnarsdóttir, Kristján Sturluson,
Ólína B. Kristinsdóttir, Þórður Stefánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn,
MAGNÚS VALUR ÞORSTEINSSON
fyrrverandi sjómaður,
Gaukshólum 2,
Reykjavík,
sem lést á líknardeild Landspítala Landakoti
sunnudaginn 4. desember sl., verður jarðsung-
inn frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 14. des-
ember og hefst athöfnin kl. 13.00.
Súsanna Pálsdóttir
og synir.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
BENEDIKT KJARTANSSON (MARJÓNS)
málarameistari,
Hrafnistu, Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju mið-
vikudaginn 14. desember kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknar-
stofnanir.
Ingibjörg Benediktsdóttir,
Haraldur Benediktsson, Elín Jakobsdóttir,
Benedikt Benediktsson, Elín Kristín Björnsdóttir,
Viðar Benediktsson, Eva Guttesen,
Birna Benediktsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.