Morgunblaðið - 13.12.2005, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.12.2005, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Í JÓLAÆVINTÝRI Hugleiks byggt á sögu eftir Charles Dickens sem sýnt er um þessar mundir í Tjarnarbíói heimsækja draugar hinn níska og kaldlynda Ebenezer Scrooge og leiða hann í sannleika um hvernig komið er fyrir honum. Sjálfsagt er þetta ævintýri til í ótal útgáfum; hér er farin sú leið að útskýra draugana með drykk sem Ebenezer er byrlað svo vinnufólkið á heimili hans geti haldið jólin í friði, en í drykknum eru ofskynjunar- sveppir og fleira þvíumlíkt. Þar sem Ebenezer vaknar úr vímusvefninum breyttur maður, fullur iðrunar og elskar alla í kring- um sig, má lesa þann boðskap úr sýningunni að vímuefni geti leitt til góðs. Sá sem er vondur þurfi aðeins réttu efnin fyrir heilann á sér, helst ofskynjunarlyf, til að sjá allt í nýju og betra ljósi. Er þetta ekki vafasamur boð- skapur fyrir börn, nú þegar fíkni- efnin flæða yfir landið sem aldrei fyrr? Nei, ég er bara að grínast. Boð- skapur verksins er auðvitað sá að margur verði af aurum api og að það sé ástin og kærleikurinn sem sé að- alatriðið í lífinu. En það sögðu hipparnir líka og þeir voru á kafi í eiturlyfjum sem lét þeim líða fjarskalega vel. Svo þótt ég sé að gera að gamni mínu með því að lesa vafasöm skilaboð úr leik- ritinu, þá fylgir öllu gríni nokkur al- vara. Persónulega fannst mér gör- ótti drykkurinn sem Ebenezer fær óþarfi í verkinu; það hefði alveg ver- ið hægt að útskýra draugana á ein- hvern annan hátt. En svo það sé á hreinu þá skemmti ég mér konunglega á sýn- ingunni, sem var sl. laugardag. Húmorinn var allsráðandi og draug- arnir voru kostulegir. Tónlistin var afar áberandi og er hún eftir þá Snæbjörn Ragnarsson og Þorgeir Tryggvason. Í lok sýningarinnar buðu nokkrir leikarar áhorfendum geisladiska með músíkinni til sölu, og ég gat ekki betur séð en að það væri slegist um þá. Og ekki að undra, því tónlistin er sérlega skemmtileg og minnir dálít- ið á Bellmann, sem samdi m.a. Gamla Nóa. Vissulega er flutning- urinn viðvaningslegur, enda fæstir leikaranna skólaðir söngvarar eða hljóðfæraleikarar. En stefin eru fal- leg og útsetningarnar litríkar og ég trúi ekki öðru en að músíkin falli í kramið hjá yngstu áheyrendunum. Kannski hefði mátt sleppa sumu á geisladiskinum eins og innskoti falskrar fiðlu, sem var fyndið á sýn- ingunni en virkar síður þegar maður sér ekki fiðluleikarann. Og djöf- ullegur hlátur lítilla púka verður fremur kjánalegur þegar púkarnir sjást ekki. Fleiri dæmi mætti telja upp og því má álykta að geisladisk- urinn standi ekki alveg á eigin fót- um; hann sé fyrst og fremst minja- gripur handa þeim er hafa séð sýninguna. En sem slíkur er hann fyrsta flokks. Vímusvefninn væni TÓNLIST Íslenskur geisladiskur Höfundar: Snæbjörn Ragnarsson og Þorgeir Tryggvason. 2005. Tónlistin úr Jólaævintýri Hugleiks Jónas Sen JÓLATÓNLEIKAR KaSa hópsins á sunnudagskvöld fóru fram við frekar dræma aðsókn eða 1⁄3 sætanýtingu. Benti til það dæmigerðrar „aðstand- endamætingar“; trúlega einkum vegna piltanna í Drengjakór Reykja- víkur. Enda mátti og gruna af klappi milli verkþátta að hlustendur væru fæstir ýkja tónleikasjóaðir. Annars var synd að fleiri skyldu ekki koma, því tónleikahaldið var talsvert metn- aðarfullt og fjölbreytt, og hefðu sennilega fleiri séð sér færi á virkum vikudegi. Strengjasveit Tónlistarskóla Reykjavíkur hefur undir stjórn Marks Reedman afrekað ýmislegt eftirtektarvert um dagana. Að minni reynslu frækilegast þegar ég heyrði hana leika gott ef ekki var Diverti- mentó Bartóks í útvarpi fyrir mörg- um árum – og það svo glæsilega að ég hélt fyrir afkynningu að þar gæti að- eins farið erlend atvinnuhljómsveit á heimsmælikvarða. Því miður hefur mestöll spilamennska hennar farið fram hjá mér síðan, en áðurtalin upp- lifun hefur þó ávallt setið blýföst eftir í endurminningunni sem ósvikið snilldarbragð. En svo ku eins með skólahljómsveitir sem skólakóra að árgangar eru misjafnir, og m.a.s. aldrei gulltryggt að náist að skipa jafnt í raddir. Þannig voru nú aðeins 3 nemendur í I.–II. fiðlu og 1 í víólu, en aftur heilir 3 í sellóum á móti ein- um kontrabassa, og heildarhljóm- urinn – þótt prýðilegur væri útaf fyrir sig – reyndist varla nema skugginn af fyrrnefndum hátindi. Engu að síður var í mörgu ánægju- legt að heyra STR (ásamt að vísu ei- lítið loppnum ungnemablæstri á 2 óbó og 2 horn) leika fallega samtaka und- ir með öruggum flautuleik Áshildar Haraldsdóttur í velþekktu Andante Mozarts. Og sízt versnaði í C-dúr Konserti Bachs fyrir 3 sembala og strengi næst á eftir. Hann var á til- urðartíma meðal verkefna á laug- ardagstónleikum Bach-fjölskyld- unnar og stúdentasveitar Collegium Musicum í Kaffihúsi Zimmermanns í Leipzig seint á 4. áratug 18. aldar. Konsertinn er talinn umritun Bachs á glötuðum konsert hans fyrir þrjár fiðlur og upprifjanlegastur fyrir stef- rænan samkeim miðþáttar við „Vem kan segla förutan vind“ og (ögn fjær) loka-Allegrósins við „Burtu með sorg og sút“ Bellmans (Bacchi Tempel 17). Lukkaðist allt ljómandi vel í hníf- jafnri verkefnaskiptingu Bachs milli hljómborða – auðvitað burtséð frá þeirri bláköldu staðreynd að þrjár voldugar nútímaslaghörpur hefðu þurft a.m.k. helmingi stærri strengja- sveit sér til mótvægis, alveg sama hversu bráðflinka píanistatríóið gætti hófs á benzíngjöfinni. Tónleikaskráin hélt upptekinni tízku síðustu missera og fjallaði að- eins um flytjendur. En Nína Margrét Grímsdóttir bar þó í bætiflákann m.þ.a. kynna munnlega verk Bachs og næsta atriði, 4. Lundúnatríó Ha- ydns af 5, er Áshildur, Sif Tulinius og Sigurður Bjarki léku í ljúfléttum skemmtianda heimilistónlistar. Að endingu sungu 37 ungir með- limir Drengjakórs Reykjavíkur í Wienersängerknabenslegum matr- ósafötum sjö jólalög. Síðustu þrjú með fulltingi 15 tenóra og bassa úr Karlakór Reykjavíkur að brezkri fornkórahefð og hljómuðu víða gletti- lega vel, þó að stundum vantaði herzl- umun frekari reynslu hjá hinum yngstu. Hitt var augljóst, að með auknu úthaldi ætti strákunum senn að verða fátt til fyrirstöðu. Fyrir nú utan hvað ungum piltum er ómet- anlegt að kynnast fimbulgleði radd- sönglistar af eigin raun í öguðu hóp- efli. Enda löngu mál til komið að afsanna þá hégilju að aðeins stálp- aðar stelpur ráði við vandaðan ung- mennakórsöng! Morgunblaðið/RAXKaSa hópurinn á æfingu fyrir tónleikana í Salnum síðastliðinn sunnudag. 37 raddprúðir jólasveinar TÓNLIST Salurinn Mozart: Andante í C K315. J.S. Bach: Þre- faldur sembalkonsert í C BWV 1064. Ha- ydn: London-tríó nr. 4. Ýmis jólalög. Ás- hildur Haraldsdóttir flauta, Sif M. Tulinius fiðla, Sigurður Bjarki Gunnarsson selló; Miklós Dalmay, Peter Máté og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó ásamt Strengjasveit Tónlistarskólans í Reykjavík u. stj. Marks Reedman. Drengjakór Reykjavíkur og félagar úr Karlakór Reykja- víkur u. stj. Friðriks S. Karlssonar. Sunnu- daginn 11. desember kl. 16. Jólatónleikar Ríkarður Ö. Pálsson Stóra svið Salka Valka Mi 28/12 kl. 20 Su 8/1 kl. 20 Woyzeck Fi 29/12 kl. 21 Fö 30/12 kl. 21 Lau 7/1 kl. 20 Su 15/1 kl. 21 Kalli á þakinu Má 26/12 kl. 14 Su 8/1 kl. 14 Su 15/1 kl. 14 Carmen Fi 12/1 kl. 20 FORSÝNING miðav. 2.000- kr Fö 13/1 kl. 20 FORSÝNING miðav. 2.000- kr Lau 14/1 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT Nýja svið/Litla svið Þrjár systur e. Tsjekhov Nemendaleikhúsið Aðeins sýnt í desember Í kvöld kl. 20 Fö 16/12 kl. 20 Lau 17/12 kl. 20 Su 18/12 kl. 20 Manntafl Mi 28/12 kl. 20 Alveg brilljant skilnaður Fi 29/12 kl. 20 AUKASÝNING Fö 30/12 kl. 20 AUKASÝNING Síðustu sýningar! GJAFAKORT GEFÐU EFTIRMINNILEGA UPPLIFUN GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ GILDA ENDALAUST Miðasala á netinu Borgarleikhúsið hefur opnað miðasölu á netinu Einfalt og þægilegt á vefsíðunni www.borgarleikhus.is Miðasala í síma 4 600 200 / www.leikfelag.is Fullkomið brúðkaup Fös. 16.des. kl. 20 UPPSELT Lau. 17.des. kl. 19 Örfá sæti Lau. 17.des. kl. 22 AUKASÝNING Mið. 28.des. kl. 20 Örfá sæti Fim. 29.des. kl. 20 Örfá sæti Fös. 30.des. kl. 20 Nokkur sæti Lau. 7.jan. kl. 19 AUKASÝNING Gjafakort í leikhúsið - góð jólagjöf! Miðasalan opin virka daga frá 13-17 og allan sólarhringinn á netinu. Snjór í fjallinu! bókasalur: Upplestur Í dag KL 12:15 Árni Þórarinsson Tími nornarinnar Blóðrauð rauðrófusúpa á veitingastofu Á MORGUN Yrsa Sigurðardóttir Þriðja táknið MEÐ FYRIRVARA UM FORFÖLL laus sæti laus sæti laus sæti örfá sæti laus laus sæti uppselt 15.12 16.12 17.12 27.12 28.12 29.12 fim. fös. lau. þri. mið. fim. Landsbankinn er stoltur bakhjarl sýningarinnar. GJAFAKORT - TILVALIN JÓLAGJÖF MIÐASALA: www.midi.is og í Iðnó s. 562 9700

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.