Morgunblaðið - 13.12.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.12.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2005 31 UMRÆÐAN Í FYRRI grein minni um hlutdeild Íslendinga í stríðs- rekstri á undan- förnum árum fjallaði ég um ábyrgð Banda- ríkjastjórnar að upp- lýsa um þau sönn- unargögn sem hún á sínum tíma kvað rétt- læta innrás í Afgan- istan haustið 2001 og í kjölfarið samsvarandi ábyrgð íslenskra stjórnvalda, sem lýstu stuðningi við innrás- ina. Hinn 12. september 2001, daginn eftir hryðjuverkin í New York og Washington, kom fastaráð NATÓ saman til fundar og lýsti því yfir að ef það sannaðist að aðilar ut- an Bandaríkjanna bæru ábyrgð á hryðjuverkunum jafngiltu þau árás á Bandaríkin og þar með árás á öll NATÓ-ríkin. Bandaríkjastjórn kvaðst geta fært sönnur á mál sitt. Aðalritari NATÓ tók undir með Bandaríkjastjórn og lýsti því yfir að ríkisstjórnum NATÓ-ríkjanna hefðu verið kynnt sönnunargögn um ábyrgð Al Qaeda á árásunum í New York og Wash- ington hinn 11. september árið 2001. Á grundvelli þessara gagna samþykkti utanríkisráðherra Ís- lands, fyrir hönd allra Íslendinga, að styðja árásir Bandaríkjanna á Afganistan. Víða hafa mannréttindahópar og einstaklingar gengið fram fyrir skjöldu og krafið stjórnvöld upp- lýsinga um þessi sönnunargögn. Alls staðar hefur verið á brattann að sækja í því efni, ekki síður hér á landi en annars staðar, nema það kunni ef til vill að vera enn torveld- ara hér en í ýmsum öðrum ríkjum að krefja ráðamenn sagna. Elías Davíðsson tónskáld hefur óskað eftir því að sjá gögnin sem lágu að baki þeirri ákvörðun Ís- lands að styðja stríðið og ritaði hann utanríkisráðuneytinu bréf þar sem hann krafðist upplýsinga um þetta efni. Elías hefur jafnframt lagt fram kæru á hendur Davíð Oddssyni, fyrrverandi forsætisráð- herra, og Halldóri Ásgrímssyni, fyrrum utanríkisráðherra, fyrir meinta hlutdeild í stríðsglæpum ár- ið 1999. Tilefnið var ákvörðun leið- togafundar NATÓ í Washington hinn 23. apríl 1999 að heimila árás- ir á fjölmiðla í Serbíu en þann fund sátu þeir báðir og tóku þátt í þeirri ákvörðun. Árás var gerð þennan dag á sjónvarpsstöðina RTS í Belgrad þar sem 16 óbreyttir starfs- menn létu lífið. Elías færir ítarleg rök fyrir því að árásin og ákvörðunin um að heimila fleiri slíkar árásir séu alvarleg brot gegn alþjóðlegum mannúðarlögum, auk þess sem hlutdeild ís- lenskra ráðamanna sé brot á íslenskum hegn- ingarlögum. Íslenskir ráðamenn axli ábyrgð Frá því er skemmst að segja að rík- issaksóknari vísaði máli Elíasar Davíðs- sonar frá með rök- semdum sem að mínu mati geta vart talist fullnægjandi. Menn fyrtast jafnframt við að einhverjir skuli dirfast að tengja íslenska ráðamenn stríðsglæpum. En ef þetta er fráleitt og út í hött er mér spurn, hvernig á því standi að ákæruvaldið þorir ekki að vefengja fullyrðingar Elíasar og þær stað- reyndir sem hann færir fram og eftirláta dómstólum að kveða upp úr með lögmæti þeirra gerða sem ráðherrar hafa verið sakaðir um? Og hvers vegna fær Elías Dav- íðsson ekki umbeðin gögn, sönn- unargögn sem jafnframt voru rétt- lætingin á því að árás var gerð á Afganistan árið 2001? Hvar eru sönnunargögnin? Hvers vegna er Elíasi Davíðssyni ekki svarað? Að lokum þetta: Stefnubreyting NATÓ á síðustu árum, ábyrgð ís- lenskra ráðamanna á hernaðar- aðgerðum í fyrrum Júgóslavíu, samþykki og stuðningur við innrás í Afganistan og Írak auk þess sem íslenskir ráðherrar bera nú ábyrgð á íslenskum mönnum undir vopn- um erlendis; allt þetta sýnir að sú ábyrgð sem á íslenskum ráðamönn- um hvílir, er raunveruleg. Krafa um að þeir axli þá ábyrgð, rök- styðji gerðir sínar, sýni gögn sem þeir byggðu ákvarðanir sínar á, er ekki eins fjarlæg og áður heldur þvert á móti kemur hún nú upp sem fylgifiskur þessara nýju að- stæðna. Hvers vegna er Elíasi Davíðssyni ekki svarað? Ögmundur Jónasson kallar eftir svörum við því hvers vegna ríkisstjórn Íslands studdi innrásina í Írak Ögmundur Jónasson ’… allt þettasýnir að sú ábyrgð sem á ís- lenskum ráða- mönnum hvílir er raunveruleg.‘ Höfundur er formaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. ÉG HEF verið unnandi sinfóníu- hljómsveitarinnar frá fyrstu tón- leikum hennar í Austurbæjarbíói. Þar lék m.a. Rögnvaldur Sigurjónsson 3. píanókonsert Beethovens. Hrifning áheyrenda leyndi sér ekki og gleðitár blikuðu á hvörmum Ragnars í Smára og Páls Ísólfssonar. Síðan þá hef ég sótt allflesta tónleika hljómsveit- arinnar og verið fastur áskrifandi um áratugaskeið. Við sem það höfum gert höfum þraukað með henni á ýmsum stigum á langri vegferð. Við höfum fylgst með henni eflast og þroskast frá upphafi. Í dag er hún það dýrmæt- asta í tónlistarlífinu sem við eigum. En nú segi ég mig úr vinafélaginu, svo og súpukvöldunum og allri ann- arri starfsemi á hennar vegum og sæki aðeins þá tónleika sem ég kýs. Sjálf harma ég þetta mest. Hver er ástæðan? Jú, hún er sú að hljómsveitin okkar er notuð í fáfengi- leik og snobb. Þeir sem þarna ráða ferð skynja ekki raunverulegt gildi hennar. STEINUNN THEODÓRSDÓTTIR Hagamel 16, Reykjavík. Opið bréf til stjórnar Sinfóníuhljómsveitar Íslands Frá Steinunni Theodórsdóttur: BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is FYRIR nokkru lá fyrir stjórn- sýslukæra frá heyrnarlausum vegna þess að fræðsluyfirvöld í Reykjavík neituðu að greiða túlkaþjónustu fyrir heyrnarlausa foreldra sem boðaðir voru af hálfu skóla á foreldrafund. Lyktir urðu þær að héraðsdómur dæmdi heyrnarlausum í vil þ.e. skólayfirvöldum ber að greiða fyrir túlkaþjón- ustu. Með þessum dómi var staðfest að brotið hefði verið á skýlausum rétti heyrnarlausra. Það skondna í þessu er að yfirvöld virðast hafa verið tilbúnari að borga frekar nokkur hundruð þúsund kr. í máls- kostnað í fyrir fram töpuðu máli frekar en þær 6.000 krónurnar sem túlkaþjón- ustan kostaði – eingöngu vegna þess að Reykjavíkurborg og ríki náðu ekki samkomulagi um hvor átti að borga brúsann. Illa farið með almenningsfé. Það er ekki langt síðan túlkamál heyrnarlausra fóru öll í uppnám vegna þess að peningar til þeirrar þjónustu voru uppurnir. Eftir japl jaml og fuður tókst að skrapa saman tíu milljónum á ári í þrjú ár til að bjarga þessum málum fyrir horn – í bili. Þetta fé er veitt umfram laga- skyldu og þess vegna engin trygging fyrir áframhaldi eftir það. Nú eru 10 milljónirnar fyrir árið 2005 upp urnar og heill mánuður eftir af árinu, mán- uður fjölskylduhátíða og samveru. Ég er ekki viss um að fólk geri sér al- mennt grein fyrir því að sjaldnast kann fjölskylda hins heyrnarlausa táknmál. Það er því hætt við að hinn heyrnarlausi verði einangraður í fjöl- skylduboðum, nema hann hafi túlk. Dæmi er um heyrnarlausa konu sem á stórafmæli í desember. Þar verður stórfjölskyldan samankomin og ræð- ur fluttar afmælisbarninu til heiðurs. Þessi kona sótti um að fá túlkaþjón- ustu af þessu tilefni svo hún gæti skil- ið það sem til hennar yrði talað en fékk neitun. Ástæðan var að 10 millj- ónirnar voru búnar. Hvers vegna ger- ist það trekk í trekk að öryrkjar þurfa að grípa til þess örþrifaráðs að kæra yfirvöld fyrir meint brot? Hvers vegna er ekki hægt að tryggja þeim daglegt öryggi á borð við aðra? Það er hægt að taka öll svör til greina önnur en þau að ekki séu til peningar. Það er sorglegt að horfa upp á að ein ríkasta þjóð í heimi skuli ekki hafa efni á að tryggja öryrkjum sínum mannsæmandi líf sérstaklega í ljósi þess að við virðumst hafa efni á að borga himinháar upphæðir í svokall- aða starfslokasamninga hjá þeim sem síst þurfa á meiri peningum að halda. Það þarf ekki annað en að líta í kring- um sig til þess að sjá að það eru til nægir peningar í þessu þjóðfélagi. Spurningin er bara í hvað er þeim eytt og hvar einstaklingurinn og/eða verkefnið er í forgangsröðinni. Það er ljóst að túlkaþjónusta heyrnarlausra er aftarlega í forgangsröðinni ef hún er þá á forgangslista. Hvað veldur því? Allir sem vilja skilja, sjá að þeir þurfa þessa nauðsyn- legu hjálp til að tengjast þjóðfélagi heyrandi fólks. Getur það virki- lega verið svo að þeir sem ráða yfir fjármagn- inu séu svo skyni skroppnir að halda að heyrnarlausir geti bara lesið af vörum eða skrif- að það sem þeir þurfa að segja? Þá vil ég biðja viðkomandi að fylgjast með fréttum í sjónvarp- inu án þess að hafa hljóðið á. Varalestur er ekki náðargáfa sem af sjálfu sér þróast upp hjá heyrnarlausum eða þeir hljóta sérstaklega í vöggugjöf. Þegar heyrnarlausum foreldrum er neitað um opinbera greiðslu fyrir túlkaþjónustu til að geta sótt for- eldrafund vegna barns síns er það svipað og boða mann í hjólastól á nauðsynlegan opinberan fund á fimmtu hæð í lyftulausu húsi og ætla honum sjálfum að koma sér upp stig- ana. Heyrnarlausir geta ekki sótt fundi eða átt nein mannleg tjáskipti úti í þjóðfélaginu án túlka. En hvers vegna að fara í mál til að sækja rétt- indi sín? Eru þessi réttindi til? Sam- kvæmt dómi héraðsdóms er það vilji löggjafans að stuðla að því að allir njóti jafnra réttinda og upplýsinga- miðlun fari óhindruð til þegnanna. Þessi vilji endurspeglast ekki síst í grunnskólalögum samanber: „Fjöl- skylda, skóli og nánasta umhverfi eru sterkustu áhrifavaldar í mótun ein- staklings. Gagnkvæm og virk upplýs- ingagjöf milli foreldra og starfsfólks skóla stuðlar að gagnkvæmu trausti milli aðila. … Það er mjög mikilvægt að foreldrar fylgist vel með skóla- göngu barna sinna, líðan þeirra í skóla, námsárangri og framförum. Brýnt er að skólar gefi reglulega skýrar og góðar upplýsingar um skólastarfið og áætlanir liggja fyrir um starfsemi skólans. Þetta má gera með ýmsum hætti eins og í foreldra- viðtölum … á sameiginlegum kynn- ingafundum með foreldrahópum …“ Heyrnarlausir geta þetta ekki nema með aðstoð túlka. Eiga þeir að borga það úr eigin vasa? Er ekki trygg- ingakerfi okkar hugsað sem örygg- isnet ef örorka kemur í veg fyrir möguleika okkar á að afla fullra tekna? Eitt er víst, heyrnarlausir hafa ekki efni á að borga túlkaþjón- ustu frekar en aðrir öryrkjar hafa efni á að standa straum af sinni ör- orku. Það er löngu kominn tími á að heyrnarlausum sé tryggð túlkaþjón- usta með lagasetningu, nokkuð sem heyrnarlausir hafa barist fyrir árum saman. En það kostar peninga. Eru ekki stjórnmálamenn að segja að það sé afgangur í ríkissjóði? Er ekki bannað með lögum að mismuna fólki? Valdís Ingibjörg Jónsdóttir fjallar um nauðsyn túlkaþjón- ustu fyrir heyrnarlausa ’Það er ljóst að túlka-þjónusta heyrnarlausra er aftarlega í forgangs- röðinni ef hún er þá á forgangslista.‘ Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Höfundur er talmeinafræðingur. ... svo í borg sé leggjandi – stæði fyrir alla Á bíl í jólaösinni í miðborg Reykjavíkur. Hvað má bjóða þér? Miðastæði, stöðu- mæli eða bílahús. Viltu greiða með korti eða krónum, eða kannski gsm símanum þínum? Tímamiðar úr miðamælum gilda áfram þegar lagt er við stöðumæli innan sama gjaldsvæðis. Ótakmarkaður tími býðst á stöðu- mælum í miðborginni. Ertu að leita að gjöf? N æ st Bílahúsin eru nú opin tveimur klukku- stundum lengur en verslanir í miðborginni en frá 15. desember og fram til jóla verða þau opin til kl. 24:00. Gleðilega aðventu!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.