Morgunblaðið - 13.12.2005, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 13.12.2005, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. GUNNAR Egilsson bílasmiður og breskir félagar hans settu í gær heimsmet þegar þeir urðu fljót- astir manna til að ná á suðurpól- inn frá Patriot Hills á Suð- urskautslandinu á landfarartæki. Náðu þeir á pólinn á 70 klukku- stundum en höfðu sett sér það markmið að komast þangað á að- eins 60 stundum. Fór Gunnar leiðina á sérútbúinni jeppa- bifreið, sex hjóla Ford Econoline, sem hann útbjó sérstaklega til fararinnar. Með Gunnari í för eru fimm aðrir pólfarar sem þekkja vel til Suðurskautslandsins. Þeir höfðu þjálfað saman fyrir leið- angurinn og fóru m.a. í tíu jökla leiðangur hérlendis á síðasta ári og í Grímsfjöll fyrir skemmstu til að undirbúa leiðangurinn. Leiðin frá Patriot Hills að suð- urpólnum er um 1.200 km. Gunnar sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ferðin hefði gengið eins og í sögu og gaman hefði verið að fá að gera þetta, smíða bílinn og fylgja honum eftir alla leið. Það eina sem kom upp á var að eitt dekkjanna affelgaðist og tók um tvo tíma að koma dekkinu á aftur. Sagði hann veðrið hafa verið mjög gott allan tímann og blankalogn alla dagana. „Mesta frostið sem við sáum var 12 gráður. Nú stend ég við hliðina á fánaborginni á suðurpólnum og frostið er 9 gráð- ur. Hér vinna um 300 manns og fólkið kemur út á inniskónum. Það man ekki eftir öðru eins. En færð- in hefur verið slæm allan tímann.“ Gunnar sagði að bíllinn hefði eytt mun meiri olíu en ráðgert hafði verið vegna þess að færðin var svo slæm. „Mönnum fannst mjög gaman að sjá bílinn koma hérna að pólnum því yfirleitt er það gönguskíðafólk sem leggur leið sína hingað,“ bætti Gunnar við. Síðan lagt var af stað á hádegi föstudaginn sl. hafði Gunnar einungis sofið í tvo klukkutíma. Sagði Gunnar að stefnt yrði að því að hvílast í um fimm tíma og svo yrði heimferðin undirbúin. Jap- aninn Shinji Kazama átti fyrra heimsmet en hann fór leiðina á 24 dögum og náði hann þangað hinn 3. janúar 1992 á sérútbúnu Yamaha mótorhjóli. Með Kazama í för var snjóbíll með neyðarútbúnaði. Slæm færð og meiri olíu- eyðsla en reiknað var með Gunnar Egilsson og Sverrir Hilmarsson gera við dekk sem affelgaðist í leiðangri þeirra á Gríms- fjall á Vatnajökli. Slíkt hið sama gerðist í ferð Gunnars á suðurpólinn um helgina. Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl.is Gunnar Egilsson og breskir félagar hans settu heimsmet í ferð sinni á suðurpólinn & $% B / /O ) /  &'( )' ( '( &*( +'(,              !                  " # $  % &     FREYR Jónsson, tæknifræðingur og suðurskautsfari, segir að í för sem þessari reyni mikið á bíla, sér- staklega drifbúnaðinn. Bíll Gunn- ars sé sérstakur því bætt hafi verið við einni hásingu að aftan þannig að bíllinn sé sex hjóla sem dreifi álag- inu mjög vel. „Ég hef verið þarna uppi á hásléttunni og eftir því sem maður fjarlægist ströndina því erf- iðari verður færðin. Nálægt strönd- inni er verra veður og það lemur snjóinn niður og þéttir hann og svo eru þarna rifskaflar því þegar veðr- ið er vont þá rífur það upp snjóinn á köflum. En uppi á hásléttunni snjó- ar lítið og þar er ekkert veður sem lemur snjóinn niður og því er færð- in verri þar,“ segir Freyr. „Mér finnst þetta geysilegt afrek hjá Gunnari vegna þess að hann er eini Íslendingurinn og leiðangurinn stendur og fellur með honum. Ef það kemur eitthvað upp á, og á suð- urskautinu gerast ólíklegustu hlut- ir, þá eru þeir ekki með annan bíl með sér. Gunnar þekkir bílinn mjög vel og hefur unnið mikið í svona bíl- um. Ef eitthvað kemur upp á þá verður Gunnar að redda málunum.“ „Geysilegt afrek“ ÞAÐ er ýmislegt hægt að gera í Árbæjarsafni þótt nútímaþægindi séu þar ekki alltaf í fyr- irrúmi. Yfir vetrarmánuðina koma skólakrakkar í heimsókn og kynna sér lifnaðarhætti fyrri tíma. Þessir krakkar virðast skemmta sér einkar vel þar sem þau fá far með hestvagninum. Morgunblaðið/RAX Hestaferð í Árbæjarsafni VÍSITALA neysluverðs hækkaði meira milli nóvember og desember en greiningardeildir viðskiptabank- anna höfðu gert ráð fyrir og er verð- bólgan því meiri en deildirnar spáðu. Vísitalan hækkaði um 0,36% en um 0,22% ef húsnæðisliður vísitöl- unnar er ekki tekinn með. Verðbólgan síðastliðna tólf mán- uði mælist nú 4,1%, en var 4,2% í síð- asta mánuði. Verðbólgan er því enn yfir efri þolmörkum Seðlabanka Ís- lands. Verðbólgan án húsnæðisliðar neysluverðsvísitölunnar er nú 0,7%. Þetta kemur fram í mælingu Hag- stofu Íslands. Í hálf fimm fréttum greiningar- deildar Kaupþings banka í gær segir að birting verðbólgutalnanna hafi haft mikil áhrif á markaði. Ávöxtun- arkrafa verðtryggðra skuldabréfa hafi lækkað en óverðtryggðra hækk- að og gengi krónunnar styrkst tölu- vert, eða sem nemi 0,5%. Greiningardeild Landsbanka Ís- lands segir í vefriti sínu, Vegvísi, að greinilegt sé að nokkuð vanti upp á að hagstætt gengi skili sér að fullu til neytenda. „Frá því í janúar hefur verð á innfluttum vörum hækkað að jafnaði um 0,4% á meðan viðskipta- vegið gengi erlendra gjaldmiðla hef- ur lækkað (krónan hækkað) um 5,5%,“ segir í Vegvísinum. Verðbólgan meiri en bankarnir spáðu  Verðbólgan | 16 ÞRJÚ til fjögur björg féllu á veginn um Óshlíð við Bolungarvík um kl. 18 í gær og varð að loka veginum tíma- bundið. Enginn var þar á ferð þegar skriðan fór af stað sem hlýtur að telj- ast mildi. Að sögn Geirs Sigurðsson- ar, rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Ísafirði, rann grjótið úr bakka fyrir ofan veginn, þar sem hann liggur undir Sporhamri, en kom ekki ofan úr Traðarhyrnu. Hvert bjarg vó um 2–4 tonn og varð að fá hjólaskóflu til að ryðja veginn. Stórgrýti féll á Ós- hlíðarveg MINNA virðist vera af þorski á Íslandsmiðum nú en á sama tíma í fyrra. Stofnvísitala þorsks hefur minnkað frá haustmælingunni ár- ið 2004 eftir að hafa aukizt jafnt og þétt frá árinu 2001. Þetta er í samræmi við spár þar sem ár- gangurinn frá 2001, sem mældist mjög lélegur, er að koma inn í veiðina. Lengdardreifing þorsksins gef- ur til kynna að árgangurinn frá 2005 sé lélegur, en mælist þó stærri en árgangurinn frá 2004, samkvænt nýafstöðnum haustleið- angri Hafrannsóknastofnunar. Meðalþyngd 2–4 ára þorsks eft- ir aldri hefur lækkað lítillega frá árinu 2004, en aukizt hjá 5–10 ára þorski. Holdafar þorsks á norðursvæði rýrnaði og er nú svipað og mældist árið 1997. Magn loðnu í þorskmögum jókst frá árinu 2004, en var samt mjög lítið miðað við fyrri ár. Fæðuat- huganirnar sýna einnig að heild- arfæðumagn í þorskmögum hefur minnkað og er með því minnsta síðan mælingar hófust. Mest var af loðnu í þorskmögum út af Vestfjörðum og fyrir norðan land. | 15 Þorskurinn rýr í roðinu FJÓRÐA myndin um galdrastrák- inn Harry Potter er mest sótta mynd helgarinnar í íslenskum kvik- myndahúsum þriðju vikuna í röð. Hafa nú fleiri en 40.000 manns lagt leið sína á Harry Potter og eldbik- arinn hérlendis. Hæsta nýja myndin á lista er spennugamanmyndin Ice Harvest sem situr í þriðja sæti. | 48 Fleiri en 40.000 á Potter

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.