Morgunblaðið - 13.12.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2005 33
MINNINGAR
um í þínu lífi og ég man sérstaklega
eftir honum Manga gamla og nest-
isboxinu á smurstöðinni. Þú sagðir
mér sögur af ömmu minni og hversu
mikil frú hún var og þú sýndir mér
líka fjölskyldumyndbandið góða. Þú
varst mér sem annar faðir og besti
vinur því alltaf var gott að leita til
þín og hafa gaman af. Ég man líka
sérstaklega eftir skólaferðalaginu
hjá mér í 5. bekk þar sem við mátt-
um bjóða foreldrum með og ég tók
hann elsku afa minn með og var sú
eina sem tók einhvern með, það eru
nú til skondin saga af þessari bless-
uðu ferð þar sem öll rútan festist í
drullunni og þú, afi minn, og rútubíl-
stjórinn unnuð hörðum höndum við
að reyna að koma okkur heim aftur.
Afi, þú hefur alltaf verið svo mikill
herramaður í þér, þú virtir kven-
fólkið mikils og var alltaf gott að
hlaupa til þín þegar eitthvað bjagaði
á sem krakki því ekki skammaðir þú
mig. Elsku afi minn, þú átt alltaf eft-
ir að lifa í mínum huga og ég mun
varðveita okkar minningar alla mína
ævi.
Elsku afi minn, ég kveð þig í bili
og verði guð með þér og blessi.
Sonja Hafdís.
Elsku langafi, núna ertu kominn
upp til guðs og langömmu en ég vildi
þakka þér fyrir mig því að þú varst
svo skemmtilegur og barngóður. Ég
og mamma mín komum til þín á
Hrafnistu einu sinni og héldum að
þú værir rúmfastur, en nei, nei, þá
fórst þú bara að leika við okkur Atla
og Önju og því ætla ég sko ekki að
gleyma og mun mamma mín hjálpa
mér að rifja upp góða tíma með þér
og segja mér sögur af þér þegar ég
verð aðeins stærri. Ég var meira að
segja svo dugleg að kyssa þig þó að
þú værir farinn.
Guð geymi þig, minn besti langafi.
Amelia April Steele.
Hinsta kveðja úr sveitinni.
Elsku afi. Það eru svo ótal margar
minningar sem fljúga um hugann
þegar hugsað er til baka. Minningar
þegar þú bjóst í fína húsinu í „sveit-
inni“ þ.e. Mosfellssveitinni. Garður-
inn var svo fallegur og það var svo
skemmtilegt að leika sér þar, mér
fannst þá að þetta hlyti að vera
stærsti skógur í heimi. Svo var það
Sogavegurinn, það voru svo mörg
herbergi og svo ótal margir felu-
staðir fyrir okkur frændsystkinin til
að fela okkur á. Það eru einmitt
þessar minningar sem ylja, þegar öll
fjölskyldan var samankomin í heim-
sókn hjá afa. Þetta voru skemmti-
legar stundir. Allir töluðu ofan í alla
og allir kepptust við að hlæja sem
hæst og borða sem mest. Alltaf var
nóg að borða og ekki vantaði nú
brjóstsykurinn, alltaf lumaði afi á
brjóstsykri.
Það var margt sem einkenndi afa,
alltaf svo kátur og stutt í hláturinn
og svo voru það handahreyfingarnar
einstöku, hvernig hann gat teygt úr
puttunum aftur fyrir öxl þegar hann
lagði áherslu á orð sín.
Afi var líka alltaf svo fínn til fara,
bíllinn alltaf stífbónaður og aldrei
mátti sjá ryk hvorki á gólfi né hill-
um. Snyrtimennska var nokkuð sem
hann hafði tamið sér.
Þar sem búseta mín færðist norð-
ur í land hitti ég afa alltof sjaldan sl.
ár. En upphafsorðin voru alltaf þau
sömu þegar við hittumst: Sæl elskan
mín, hvað er nú að frétta úr sveit-
inni? Skepnur voru miklir vinir þínir
og oft gátum við rætt mikið saman
þeim tengt.
Þú varst alveg sérlega minnugur
á afmæli. Aldrei leið sá afmælisdag-
ur að þú værir ekki mættur þar í
fínu fötunum með blóm í hendinni.
Það finnst mér sýna hversu umhug-
að þér var um þína fjölskyldu.
Fjölskyldan var líka þér við hlið
þennan síðasta sprett sem þú töltir í
gegnum erfiðan sjúkdóm og ég veit
að börnin þín syrgja þig sárt.
Elsku afi, ég bið guð að geyma þig
og ég veit að þín verður sárt saknað
við leiðið hennar ömmu á aðfanga-
dag. En ég veit að þú munt syngja
Heims um ból með okkur, en bara
núna við hlið ömmu.
Kveðja úr sveitinni.
Sigríður Fjóla Viktorsdóttir.
✝ Sigríður Krist-insdóttir fædd-
ist í Miðkoti í V-
Landeyjum 29. maí
1925. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi
4. des. síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Kristinn Þor-
steinsson, bóndi í
Miðkoti, f. 19. mars
1899, d. 30. des.
1983, og kona hans,
Anna Ágústa Jóns-
dóttir, f. 29. ágúst
1901, d. 23. nóv. 1997. Systkini
Sigríðar voru: Tómas f. 16. sept.
1920, d. 21. nóv. 2001, Ísak, f. 4.
júní 1923, d. 27. des. 1985, Guðlín,
f. 20. sept. 1926, var gift Kristjáni
B. Guðjónssyni, f. 15. sept. 1920, d.
11. apríl 1999, býr í Reykjavík,
Karl, f. 15 feb. 1928, kvæntur
Bjarndísi Friðriksdóttur, f. 18.
des. 1927, búa í
Reykjavík, Þor-
steinn, f. 25. ágúst
1931, d. 1932, Ásdís,
f. 7. júlí 1942, gift
Þóri Ólafssyni, f. 16.
apríl 1943, búa í
Miðkoti.
Sigríður fór ung
til Reykjavíkur í vist
eins og þá var siður.
Hún vann ýmis
störf, var lengi mat-
ráðskona hjá Bæjar-
útgerð Reykjavíkur
og vann þar einnig
árum saman í fiskvinnu.
Sigríður var gift Karli Vil-
mundarsyni, f. 6. des. 1909, d. 2.
júní 1983. Eftirlifandi sambýlis-
maður hennar er Haraldur Brynj-
ólfsson, f. 24. maí 1922.
Útför Sigríðar verður gerð frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Seiður lífs uppurinn, andans slokknað ljós.
Eldur elju slunginn, eflir marga rós.
Er nú leið á enda, andans brostna boð,
þar er ljúft að lenda við Landeyjanna goð.
(K.G.K.)
Spor liðinna daga koma í hugann
þegar vitundin meðtekur að hún
systir mín hefur lokið göngu sinni.
Hún setur ekki lengur sporin sín í
minningarsjóð þeirra sem með henni
hafa gengið lífsveginn. Við vorum sitt
á hvoru árinu og ólumst því upp sam-
an. Þær eru bjartar minningarnar
frá Miðkoti þegar hlaupið var um tún
og engi. Nú þegar leiðir skilja um
sinn er hugurinn fullur af góðum
dögum frá því við vorum hnátur í
sveitinni hjá pabba og mömmu heima
í Miðkoti. Oft var glatt á hjalla og
ærslast og hlegið. Sigga var fjörkálf-
ur og gleðigjafi og setti sitt mark á
systkinahópinn. Hún var stundum
rifjuð upp sagan, þegar við vorum öll
í kös að fljúgast á í gamla bænum og
pabba þótti nóg um og kallaði hvat-
skeytlegri röddu: ,,Hættið þessum
andsk. látum, þið eruð eins og skríkj-
andi ánamaðkahrúga í kálgarði.“
Við veltum því vísast oft fyrir okk-
ur hvenær pabbi hefði séð skríkjandi
ánamaðkahrúgu!
Nú eru þau horfin á braut, Tommi,
Ísi og Sigga, ásamt Þorsteini, sem
ekki náði því að ærslast með okkur
hinum systkinunum. Sigga gekk sín
spor oft með þunga byrði og gerði
hana að því sem hún var. Nú veit ég
að léttleikinn og glaðværðin fá að
ríkja. Það er sú mynd sem ég vil
minnast og vona að samferðafólk
okkar Siggu hafi í huga sér, þegar við
minnumst hennar.
Það er stutt að líta til baka um far-
inn veg en samt eru það að verða
áttatíu ár. Sigga átti margar af sínum
góðu stundum í Miðkoti. Eftir að hún
flutti til Reykjavíkur og hóf búskap
þar fór hún í áratugi á jólum, heim í
sveitina sína til pabba og mömmu og
síðar hjá Ásdísi og Þóri. Kannski var
það svo að barnssálin fór aldrei að
heiman. Nú er hún komin á fund
feðra sinna og bið ég þess að þar
verði hún vernduð og byrðum hennar
létt af henni. Ég votta Halla mína
einlægustu samúð um leið og hans er
þakklætið fyrir allt sem hann var
henni.
Guðlín (Lína) systir.
Kæra Sigga frænka. Þá er kominn
tími til að kveðja.
Sigga frænka er dáin, hún elsku
frænka okkar sem alltaf kom með jól-
in. Mikið af okkar æskuminningum
um jólin er tengt Siggu frænku, það
voru ekki komin jól fyrr en Sigga
frænka var komin í sveitina til okkar.
Hún var jólasveinninn okkar, kom á
aðfangadag, með fullan bíl af pökkum
og var hjá okkur yfir jólin. „Mamma,
kemur ekki Sigga? Hvenær kemur
hún?“ heyrðist oft í litlum barna-
röddum rétt fyrir jól. Og alltaf kom
hún, hvernig sem viðraði og hvernig
sem færið var, alltaf kom hún. Ég
minnist þess ekki að hana hafi vantað
ein einustu jól öll uppvaxtarár okkar
systkinanna. Henni fylgdi ferskleiki í
skammdeginu, gleði og dillandi hlát-
urinn, sem allir gátu hlegið með og
því var jafnan hlegið mikið.
Klukkan sex voru jólin hringd inn
og þá var hækkað í útvarpinu, síðan
hlustuðu Sigga og amma á jólamess-
una og jólakveðjunar, og þá máttum
við ekki hafa hátt. Svo kom maturinn
og pakkarnir, já, allir pakkarnir. Hún
Sigga skildi nú ekki hvað þetta væri
eiginlega mikið af pökkum, það yrði
nú aldrei búið að taka allt upp! Og
svo byrjaði hún að hlæja og allir tóku
undir, já, það voru svo engin jól í Mið-
koti án Siggu.
En nú eru breyttir tímar, við farin
að búa og Sigga heldur jól með öðr-
um. Nú eru að koma jól og nú verður
Sigga hjá okkur öllum og hlær með
okkur öllum. Já, minningarnar um
Siggu eru tengdar gleði og hlátri, því
alltaf þegar hún kom í heimsókn var
hlegið.
Elsku Halli, systkini, frænkur og
frændur, Sigga er í hjarta okkar og
mun halda áfram að hlæja með okkur
frá himnum. Blessuð sé minning
hennar.
Kristinn, Bóel Anna,
Ólafur, Vikar Hlynur og
Þórdís í Miðkoti.
SIGRÍÐUR
KRISTINSDÓTTIR Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
ELSA ÁGÚSTSDÓTTIR,
Digranesheiði 45,
Kópavogi,
lést á Landspítalanum við Hringbraut miðviku-
daginn 30. nóvember. Útför hennar hefur farið
fram í kyrrþey.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabba-
meinsfélag Íslands.
Þökkum auðsýnda vinsemd og hlýhug. Innilegar þakkir til lækna og
hjúkrunarfólks á deild 11G fyrir góða aðhlynningu í veikindum hennar.
Garðar Jóhannesson,
Sigurlaug Garðarsdóttir, Sigvaldi Gunnarsson,
Jóhanna Ólöf Garðarsdóttir, Axel Guðjónsson,
Dagrún Linda Garðarsdóttir, Daníel J. Pálsson
Bryndís Garðarsdóttir,
barnabörn og fjölskyldur.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
SÓLVEIG ÁGÚSTA RUNÓLFSDÓTTIR,
til heimilis í Laufbrekku 17,
Kópavogi,
lést á Sjúkrahúsinu á Selfossi fimmtudaginn
8. desember síðastliðinn.
Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 16. desember kl. 13.00.
Guðmundur Örn Árnason,
Árni Guðmundsson,
Aðalheiður Guðmundsdóttir,
Úlfur Guðmundsson,
Hróbjartur Örn Guðmundsson,
Sigurveig Guðmundsdóttir,
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
Faðir okkar, afi og langafi,
(STEFÁN) ÖRN ÓLAFSSON,
Lönguhlíð 3,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut miðviku-
daginn 7. desember.
Örn verður kvaddur með athöfn frá Fossvogs-
kirkju miðvikudaginn 14. desember kl. 11.00.
Guðrún Arnardóttir,
Jón Örn Arnarson, Sigurlaug Kristmarsdóttir,
Þorbjörg Íris Arnardóttir,
Ingólfur Arnarson,
Ægir Arnarson,
Þorsteinn Örvar Arnarson, Liss Wenche,
afabörn og langafabörn.
Útför mannsins míns, föður, tengdaföður og afa,
STEFÁNS REYNIS KRISTINSSONAR
framkvæmdastjóra Spalar,
Aflagranda 17,
Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum laugardaginn 10. des-
ember, verður gerð frá Dómkirkjunni föstudaginn
16. desember kl. 13.00.
Guðríður Þorsteinsdóttir,
Ingibjörg Stefánsdóttir, Gísli Hrafn Atlason,
Nína Guðríður Sigurðardóttir, Þorbjörg Anna Gísladóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og systir,
MARÍA ERLA KJARTANSDÓTTIR,
Vogatungu 85a,
Kópavogi,
lést miðvikudaginn 7. desember sl.
Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju föstu-
daginn 16. desember kl. 15.00.
Kjartan Árnason, Edda Ólafsdóttir,
Helga Aðalbjörg Árnadóttir, Finnur Frímann,
ömmubörn, systkini og
fjölskyldur þeirra.
Elskuleg móðir okkar, systir, amma og lang-
amma,
FANNEY ANDRÉSDÓTTIR
frá Þórisstöðum,
Gufudalssveit,
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu miðviku-
daginn 14. desember kl. 15.00.
Magnús Hansson, Kolbrún Þórðardóttir,
María Guðmundsdóttir, Gylfi Ólafsson,
Jensína Andrésdóttir,
ömmu- og langömmubörn.