Morgunblaðið - 13.12.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.12.2005, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Töfraráð til að gera ferskjarðarber enn betri erað skera þau í tvennt,strá sykri yfir þau, sítrónusafa og … … skvettu af rauðvíni. Ástæða þess að nauð- synlegt er að skera berin í tvennt er sú að þannig ná hjálparefnin að síga inn í ávöxtinn. Rauðvínið dýpkar berjabragðið og gerir að verkum að hver jarð- arberjabiti verður algjört lostæti. Safinn sem myndast ef sykur, sí- trónusafi og rauðvín er látið liggja á berjunum í klukkutíma eða svo, er ótrúlega ljúffengur. Gæta ber hófs í rauðvíns- notkun, því of mikið rauðvín get- ur eyðilagt annars góðan eft- irrétt. Hæfilegt er að setja um eina matskeið af rauðvíni út á 10 ber. Séu berin látin liggja of lengi í leginum soðna þau og líkj- ast þá meira niðursoðnum jarð- arberjum. Hálftími til tveir klukkutímar er hæfilegt. Súkkulaðihjúpuð jarðarber Jarðarber hjúpuð súkkulaði er mikið lostæti og hentar bæði fyr- ir mat og eftir, auk þess að vera sígildur milliréttur sem hentar hvenær dags sem er. Ef ætlunin er að drekka áfengi með súkku- laðihjúpuðum jarðarberjum má mæla með sætu hvítvíni eða sætu freyðivíni. Rauðvín getur líka hentað, en þurr vín hæfa síður. Þegar jarðarber eru keypt, ætti að velja dökkrauð ber og ekki endilega mjög stór. Litlu berin eru oft bragðmeiri en þau stóru. Ennfremur ber að huga að því að í Evrópu eru jarðarberin best í upphafi sumars, en að vetr- arlagi er líklegt að bestu berin komi úr fjarlægum heimsálfum. Misjafnt er hvort og hversu mikið af eiturefnum eru notuð við rækt- un ávaxta, svo ávallt ætti að skola berin vel. Jarðarber á að skola áður en þau eru skorin og áður en græni stilkurinn er fjar- lægður, því annars dregur vatnið úr berjabragðinu. Standa við stofuhita Ef jarðarberin eru ljós að ofan, hafa þau ekki náð nægum þroska og þá borgar sig að láta þau standa við stofuhita í nokkra daga, en þó þannig að þau séu ekki hvert ofan á öðru, heldur fremur hlið við hlið. Annars er aukin hætta á að mygla myndist og engan langar að finna myglu- bragð sem gæðir sér á gómsætum jarðarberjum. Ef ætlunin er að súkku- laðihjúpa jarðarber er mælt með súkkulíki eða súkkulaðidropum sem hægt er að kaupa í neyt- endapokum í öllum matvöruversl- unum, t.d. frá Odense. Þetta súkkulaði storknar fljótt og því tekur stutta stund að hjúpa berin. Ef venjulegt suðusúkkulaði er brætt og notað til að hjúpa berin er nauðsynlegt að halda þeim á lofti um stund, meðan súkkulaðið stífnar, áður en þau eru lögð á bökunarpappír eða disk. Bragð- munurinn á suðusúkkulaði og góðu súkkulíki er óverulegur.  MATUR | Jarðarber Sykur, sítróna og rauðvínssletta Jarðarberin eru hreint lostæti þegar þau eru hjúpuð súkkulaði og ekki er verra að strá yfir þau sykri, sítrónu og rauðvínsdropa. Brynja Tomer hefur viðað að sér fróðleik um jarðarber. Höfundur er matgæðingur. Morgunblaðið/Árni Torfason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.