Morgunblaðið - 13.12.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.12.2005, Blaðsíða 22
„ÉG ER yngst af sex systkinum og þetta er eiginlega eina jólaskrautið sem ég fékk að eiga sjálf,“ segir Elva Ósk Ólafsdóttir leikkona um uppá- haldsjólaskrautið sitt. „Þetta er al- gjört uppáhald og var alltaf hengt fyrir ofan rúmið mitt um hver jól. Ég var tveggja eða þriggja ára þegar ég fékk hann og það hefur verið mjög sterkt samband á milli okkar, jóla- sveinsins og mín.“ Elva segir að jóla- sveinninn hafi verið henni til ýmissa hlutur nýtur. „Ég trúði honum fyrir leyndarmálum og kyssti hann góða nótt á hverju kvöldi. Það kom líka fyrir að ég nartaði í nebbann á hon- um.“ Jólasveinninn á ennþá heið- urssess á heimili Elvu. „Það má eig- inlega segja að hann hafi verið fyrsti kærastinn minn. Þetta tengir mig mjög sterkt við æskuna og mér finnst mjög gaman að hengja jóla- sveinslampann fyrir ofan rúmið hjá krökkunum mínum og þeim þykir vænt um að eiga hann í dag.“ Líka í útlöndum Sveinki hefur ferðast með Elvu víða. „Ég hef einu sinni haldið jól í Árósum og hann var með mér þar. Hann hefur alltaf fylgt mér og er alltaf hengdur upp. Ein jólin fékk ég ekki peru í hann en hann var samt hengdur upp.“ Elva segir að þetta sýni hvað litlir og kannski ómerki- legir hlutir eignist stundum stóran sess í lífi fólks. „Það er svo gaman að sjá hvað sumir hlutir verða tilfinn- ingalega tengdir manni, alveg burt- séð frá veraldlegum verðmætum.“ Í bæinn eftir skötuna „Ég hef aldrei verið háð van- anum,“ segir Elva aðspurð um fastar hefðir á aðventunni. „Mér finnst þetta alveg frábær tími og maður hittir marga góða vini, ef maður bara gefur sér tíma.“ Elva hefur samt oft verið mjög upptekin á aðventunni. „Ég hef oft verið að vinna í Þjóðleik- húsinu, í jólasýningum, þannig að stundum hefur desembermánuður farið alveg fram hjá mér. Þá er mað- ur að æfa dag og kvöld og allur tím- inn fer í það. Þegar þannig hefur staðið á að ég er ekki að sýna um jólatímann get ég notið aðventunnar miklu betur. Þá getur maður dundað með krökkunum við jólaundirbún- inginn og þess lags. Ég stressa mig aldrei fyrir jólin.“ Elvu finnst þó skatan ómissandi. „Skötuveislan er ýmist hjá mér eða vinum. Svo þegar búið er að borða skötuna er algjörlega nauðsynlegt að fara í bæinn. Miðbærinn er svo yndislegur á Þorláksmessu.“ Elva lenti í því í fyrra að þurfa að sjóða skötuna í eldhúsi þar sem ekki var vifta. Viftuleysið gerði það að verkum að skötulyktin var ríkjandi í íbúðinni í fulllangan tíma. „Ég óska eftir húsráði um hvernig maður losn- ar við skötulyktina. Ég las einhvern tímann um eitthvað tengt ediki, hvort það var að nudda barmana á pottinum upp úr ediki eða hvað, ég bara man það ekki og vona að ein- hver geti gefið mér slíkt húsráð. Ég get nefnilega alls ekki verið án sköt- unnar á Þorláksmessu.“ Alltaf nóg að gera Elva hefur undanfarið verið í sýn- ingunni Edith Piaf. „Við erum að klára Edith Piaf núna á sunnudaginn og svo er ég að fara að leika í tveim- ur bíómyndum eftir áramót, það eru Mýrin og Köld slóð. Ég tek mér árs- leyfi frá Þjóðleikhúsinu á meðan.“ Elva Ósk er líka í hinni stór- skemmtilegu hljómsveit Heim- ilistónum. „Við vorum að klára jóla- myndband, við stelpurnar, erum að gefa út eitt jólalag. Þetta er nokkurs lags jólamerkimiði með diski innan í. Hægt er að nota miðann til að merkja pakka því það stendur á mið- anum „til og frá“ og lagið er Jólaást með Heimilistónum. Þetta er ný- komið úr vinnslu og við erum að selja þetta núna sjálfar. Við gerðum bara 500 eintök.“ Og lagi fylgir auð- vitað myndband. „Við gerðum svo í kjölfarið myndband sem fer í sýn- ingu núna eftir helgi. Þetta er voða sætt lítið jólalag.“  JÓLASTEMNINGIN | Elva Ósk Ólafsdóttir hefur átt í ástarsambandi við jólasvein í tæp 40 ár Fyrsti kærastinn minn Morgunblaðið/Ásdís Elva Ósk hefur átt lampann frá því að hún var tveggja eða þriggja ára. Eftir Sigrúnu Ásmundar sia@mbl.is daglegtlíf ídesember JARÐARBER UM JÓLIN DANSAÐ Í PARÍS JÓLA- BALL MARGAR þjóðsögur eru til um jólastjörnuna, pottaplöntuna með fagurrauðu laufunum, og hvers vegna hún gegnir mikilvægu hlut- verki sem tákn um jólin. Ein sagan segir af fátækri stúlku í Mexíkó, að nafni Ines, sem langaði að koma til kirkju sinnar um jólin með fallegt blóm til heið- urs Jesúbarninu. Hún átti ekki peninga til að kaupa blóm af blómasölum og leit- aði því blóma í nágrenninu. Hún leitaði lengi án þess að finna blóm sem henni þótti sæma frels- aranum, enda hávetur og blómin öll í dvala. Eftir langa mæðu ákvað hún að taka með sér trjá- grein inn í kirkjuna. Hún lagði greinina við styttu af Jesúbarninu og þar sem hún kraup í bæn til frelsara síns heyrði hún raddir sem dáðust að blómum þeim sem hún hefði fært honum. Aldrei, hvorki fyrr né síðar, sögð- ust raddirnar hafa augum borið aðra eins fegurð. Ines leit í kringum sig og sá engan í kirkjunni. Hún sá hins- vegar að trjágreinin sem hún hafði komið með hafði breyst í fagurrautt blóm. Hún hélt heim á leið glöð í bragði, enda sannfærð um að Jesú hefði líkað gjöfin, þar sem hann hafði breytt trjágrein í fallegasta blóm veraldar, sjálfa jólastjörn- una.  JÓLASTJARNAN Þjóðsagan í Mexíkó Morgunblaðið/Árni Sæberg  Jólastjörnur geta verið ofnæm- isvaldar og valdið ofnæm- isviðbrögðum og óþægindum. „Jólastjarnan er eitruð,“ segir Guðrún Helgadóttir, garð- yrkjutæknir hjá Landbúnaðarhá- skóla Íslands. KRISTNAR fjölskyldur í Írak koma saman á aðfangadag jóla og eitt barnanna les um fæðingu Krists. Hinir í fjölskyldunni hlýða á barnið og halda á logandi kertum. Eftir lesturinn er kveikt í bál- kesti úr þyrnirunnum og fólkið syngur. Ef bálkösturinn brennur til ösku boðar það gæfu á komandi ári. Þegar eldurinn er slokknaður stökkva allir þrisvar sinnum yfir öskuna og óska sér einhvers. Á jóladag er kveikt í öðrum bál- kesti í garði umhverfis kirkjuna. Biskup, sem heldur á mynd af Jesúbarninu, stjórnar athöfninni. Að henni lokinni blessar hann ein- hvern í hópnum með snertingu. Sá sem fær blessun biskupsins snertir þann næsta og snertingin er látin ganga þar til allir hafa fundið „snertingu friðarins“. „Snerting friðarins“ í Írak  JÓL LÍKAMSRÆKT er góð fyrir heilann að því er tilraunir á mús- um gefa til kynna. Líkams- ræktin gerir það að verkum að próteinum sem vernda heila- frumurnar fjölgar, eins og vís- indamenn í Madrid komust að þegar þeir gerðu tilraunir þess efnis í músum. Í Politiken er greint frá því að niðurstöður rannsóknarinnar út- skýri hvers vegna mýs sem hreyfa sig mikið halda andlegri heilsu lengur en kyrrsetumýs. Líkamsræktin gerir það að verk- um að magn próteinsins megal- íns eykst til muna og hjálpar til við að flytja skaðleg prótein úr heilanum og inn í blóðið.  HEILSA Líkams- rækt góð fyrir heilann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.