Morgunblaðið - 13.12.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.12.2005, Blaðsíða 23
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2005 23 SVÍNAKJÖT er alltaf vinsæll jóla- matur en það er nokkuð misjafn eftir fjölskyldum hvernig svínakjöt er á borðum. Gömul finnsk/sænsk aðferð er að pækla svínslæri tveimur vikum fyrir jól, krydda pækilinn og steikja kjötið síðan á Þorláksmessu til þess að hafa það kalt á aðfangadagskvöld. Hildigunnur Jónsdóttir í Lyng- brekku í Þingeyjarsveit vandist þess- ari aðferð í sínum uppvexti en móðir hennar er finnsk og hafði alltaf kryddpæklað svínslæri á jólum. Kjöt- ið er borðað með ofnbökuðum rófum, síldarsalati og soðnum kartöflum. Hildigunnur setti kjötið í pækilinn nú um helgina og er að þessu sinni með 11 kg læri sem hún keypti hjá Kjarnafæði á Svalbarðseyri. Venjan er að hafa lærið stórt því margt fólk er á aðfangadagskvöld í mat. Það er einnig borðað á jóladag og síðan er af- gangurinn frystur og borðaður seinna eða skorinn í sneiðar til þess að hafa ofan á brauð. Kryddpækill fyrir svínakjöt 45 g nítrítsalt 120 g sykur 20 g allrahanda 10 g svartur pipar 2½ lárviðarlauf 5 stórir rauðlaukar 2 tsk. engifer 1¼ kg salt Aðferð: Fimm lítrar af vatni eru settir í pott ásamt kryddinu og rauðlauknum sem er grófbrytjaður. Pækillinn er soðinn og kældur og síðan þynntur með fimm lítrum af vatni í viðbót. Svínslærið sett í bala eða annað ílát og pæklinum hellt yfir. Látið liggja í tvær vikur í pæklinum á svölum stað. Gott er að snúa lærinu á nokkurra daga fresti í pæklinum. Lærið er steikt í ofni við 100°C hita í 5–6 tíma. Kryddpæklað svínslæri í jólamatinn  MATUR Morgunblaðið/Atli Vigfússon Hildigunnur leggur svínslæri í pækil tveimur vikum fyrir jól. ÞAÐ getur minnkað líkurnar á krabbameini í meltingarfærum að búa við þröngan kost fyrstu æviár- in. Á norska vísindavefnum for- skning.no er greint frá niðurstöðum nýrrar rannsóknar þess efnis að Norðmenn sem fæddir eru í seinni heimsstyrjöld eiga síður á hættu að fá krabbamein í meltingarfæri en þeir sem fæddir eru rétt fyrir og rétt eftir seinni heimsstyrjöld. Greint er frá því í doktorsritgerð Elisabeth Svensson að orkusnautt fæði á fyrstu mánuðum eða árum ævinnar getur haft nokkuð jákvæð áhrif til lengri tíma, þ.e. minni hættu á þarmakrabbameini síðar á ævinni. Þeir sem fæddust í seinni heims- styrjöldinni komu í heiminn á erf- iðum tíma. Börnin urðu léttari og lægri en meðalbörn sökum þess hve erfitt var að fá nógan mat. Sýnt hefur verið fram á sömu áhrif stríðsins í Eistlandi en hins vegar ekki í Svíþjóð og Danmörku þar sem fólk átti auðveldara með að ná í mat. Krabbamein og fátækt  HEILSA UM síðustu helgi var haldið jóla- ball íslenskuskólans í dönsku kirkjunni í París og fjölmenntu Ís- lendingar og fjölskyldur þeirra. Nokkrar alíslenskar fjölskyldur voru á svæðinu, þar á meðal starfsmenn SÍF í Frakklandi. Einnig voru á ballinu börn, allt frá tveggja ára aldri sem veigr- uðu sér ekki að skipta um tungu- mál eftir því hvort foreldrið var nálægt. Inn á milli sást glitta í forvitna Frakka sem lagt hafa stund á ís- lenskunám hjá kennaranum Starkaði Barkarsyni og voru þau mætt til að upplifa alvöru, ís- lenska jólastemningu. Þau urðu ekki fyrir vonbrigðum þar sem á boðstólum voru ýmsar veit- ingar, þar á meðal íslenskar smákökur og meira að segja heimatilbúið túnfisksalat. Börnin biðu í ofvæni eftir íslensku jólasveinunum, eða líklega frekar eftir íslenska namminu sem þeir kynnu að gefa. Jólasvein- arnir Ket- krókur og Skyr- gám- ánægðir með að hafa flutt búferl- um. „Við höldum samt íslensk jól,“ segir Stefán aðspurður hvernig sé að halda jólin í Frakklandi. „Já, við fáum í skóinn og opnum jólapakkana einum degi á undan hinum,“ segir Pétur stoltur en í Frakklandi er venja að börn opni jólapakkana að morgni 25. desem- ber. Í matinn er hefðbundinn, ís- lenskur jólamatur. „Amma og afi senda okkur pakka,“ segir Addi og segist glaður borða hangikjöt. Talið berst að því hvers þeir sakni mest frá Íslandi. „Í byrjun var erfitt að flytja hingað, frá fjölskyldunni og vin- unum,“ segir Stefán. „En svo er veðrið svo gott, það er mikið heit- ara hér,“ bætir hann við. Pétur segir það venjast vel, þó að hann sakni kannski að hafa ekki snjó á jólunum. „Svo er til dæmis ekki hægt að fá sterkan brjóstsykur og lakkrís,“ segir Pétur og er það mikið hjartans mál, eins og blaðamaður hefur kynnst oftar en einu sinni í spjalli við Íslendinga sem lagt hafa í vík- ing. Í þessu segir Addi hátíðlega að það sé einmitt nammidagur í dag. Það er heppilegt því á þeirri stundu fara þeir Skyrgámur og Ketkrókur að dreifa íslenskum nammipokum til barnanna áður en þeir kveðja til að fljúga til baka til Íslands til hinna í jóla- sveinafjölskyldunni. Eitt augnablik gengur blaða- maður aftur í barndóm og tekur við poka frá Skyrgámi, næstum skömmustulega en þráin eftir heimahögunum getur verið skyn- seminni yfirsterkari.  PARÍS | Jólaball með íslenskum jólasveinum Beðið eftir nammipokunum Morgunblaðið/Sara M Kolka Það vakti mikla kátínu þegar íslensku jólasveinarnir mættu á jólaballið. Eftir Söru M. Kolka sara@mbl.is ur gengu svo loks inn í salinn í rauðu búningunum sínum, góðlát- legir þó það hafi gengið erfiðlega að þýða nafn Ketkróks yfir á frönsku. Tekið var til við að ganga í kringum einiberjarunn að íslenskum sið við undirspil þeirra sveina. Enginn lakkrís í París Mættir alla leið frá Boulogne voru bræðurnir Pétur og Addi Sigurðssynir, 11 og 6 ára ásamt vinum sínum Tómasi Kristjáns- syni, 6 ára, og Stefáni Guðmunds- syni, 9 ára. Þeir hafa allir búið í Frakklandi undanfarin 3 ár og reyndar fæddist Tómas hér. Foreldrar strákana starfa hjá SÍF og þeir segjast  Vinirnir Stefán og Pétur mættu í eins skyrtum og Tómas og Addi voru sérlega ánægðir með nammipokana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.