Morgunblaðið - 13.12.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.12.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2005 27 kynnti mikilvægi þessa samnings í Þjóðmenningarhús- inu í gær. Dr. Lars P. Phram, forstjóri Veðurtunglastofnunar Evrópu, segir það hafa komið nokkuð á óvart þegar ljóst var að með nýrri tækni mætti nýta myndir úr gervitunglum sem staðsett eru yfir miðbaug við veð- urrannsóknir svo norðarlega á hnettinum, en fagnaði því að Íslendingar hafi nú gerst samstarfsaðilar Veð- urtunglastofnunarinnar. Aðildin er til reynslu næstu fimm árin, en að þeim loknum er reiknað með að Ís- land verði fullgild aðildarþjóð. Almenningur fær aðgang Veðurstofan ætlar að tryggja aðgengi almennings að upplýsingum úr veðurathugunarkerfinu, t.d. verður hægt að skoða nýjar gervitunglamyndir reglulega á vef Veðurstofunnar. Einnig verður opinberum stofn- unum veittur aðgangur að upplýsingum án endur- gjalds, sem og einkaaðilum sem ekki ætla að selja upp- lýsingar til þriðja aðila. Aðrir munu geta fengið aðgengi að upplýsingunum gegn endurgjaldi, að sögn Magnúsar. væntanlega gera veðurfræðingum kleift að spá mun nákvæmar fyrir um veður, enda sé upplausnin á gervi- tunglamyndunum margfalt betri en á eldri gervitungl- um sem notast hafi verið við til þessa. 96 myndir á sólarhring Þau gervitungl sem hafi verið notuð hingað til hafi ein- ungis átt leið yfir Norður-Evrópu um 10 sinnum á sól- arhring, og því er mikill munur á því þegar hægt verð- ur að fá nýja mynd með 15 mínútna millibili, eða 96 sinnum á sólarhring, segir Magnús. Einnig stefnir Veðurtunglastofnunin á að skjóta á loft nýju gervi- tungli sem ætlað er að hreyfast milli Norður- og Suð- urpólsins, svipað og þau tungl sem notast hefur verið við hingað til hafa gert. „Gögn úr gervihnöttum hafa valdið byltingu í veð- urspágerð, og nú er svo komið að yfir 90% af þeim gögnum sem notuð eru í tölvureiknaðar veðurspár koma utan úr geimnum. Það hljómar kannski svolítið skringilega miðað við rekstur veðurathugunarkerfa sem við erum með á landi, en gagnamagnið utan úr geimnum er svo mikið,“ sagði Magnús þegar hann hluti af enn- agn- egir til na eða egir mul henni, sem 11 ríki í ur gervi- gja a stað. num á hægt er íslegar tig lofts o.fl., muni eðurtunglastofnun Evrópu ngli Veðurtunglastofnunar Evrópu, sem tekur myndir á 15 mínútna fresti, sýnir skýjamyndir yfir hafsvæðinu suðvestur af rnir við landið eru úrkoma sem mældist á veðurradar á Miðnesheiði. Hvaða gjaldmiðil ertu með?“spyr afgreiðslumaður íniðurníddu steinhúsi íbænum Rumbek í Suður- Súdan. Þetta er ein af mörgum litlum verslunum á markaðinum í bænum. „Ha, ég er með kenýska shillinga. Er það ekki í lagi?“ svara ég og dreg upp veskið. Maðurinn segir það vera í fínu lagi og bendir sposkur á að ég hefði getað viljað velja eitthvað ann- að. Einhver gæti haft efasemdir um að mögulegt væri að nota gjaldmiðil sem lagður var af fyrir sex árum. Sá hinn sami ætti að skella sér til Rumbek – upplagt einmitt svona á aðventunni. Í Rumbek eru gömul súdönsk pund enn í fullri notkun og það þótt rík- isstjórnin hafi lagt þau af árið 1999. Hún kynnti þá til sögunnar nýjan gjaldmiðil, súdanskan dínar. „Já, já, en það þarf nú ekkert að hætta að nota gömlu peningana!“ seg- ir afgreiðslumaðurinn og skellir upp úr: „Það þarf nú ekkert að koma gjaldmiðlinum í gröfina og moka yfir, þótt stjórnin fyrir norðan tilkynni ein- hverja nýja seðla, ha?“ Gjaldmiðlaskiptin áttu sér stað í borgarastyrjöldinni á milli ríkis- stjórnarinnar í norðri og uppreisnar- manna í suðri. Íbúar Suður-Súdan neituðu að hætta að nota gamla gjald- miðilinn. Og þar við sat. Heimsmet slegin í Suður-Súdan Borgarastyrjöldinni lauk formlega í janúar og Suður-Súdan er í dag sjálfsstjórnarsvæði. Viti menn, sam- kvæmt friðarsamningunum er nýr gjaldmiðill í sjónmáli: Nefnilega nýtt súdanskt pund. Og hvað er þá að segja um þann sem hummar enn og hæjar á mark- aðinum og reynir að ákveða hvaða gjaldmiðil hann á að nota? Ja, hann getur haldið áfram að vandræðast því auk gömlu súdönsku pundanna, ke- nýsku shillinganna og súdanska dín- arsins sem sunnanmenn taka orðið við eftir að friðarsamningarnir voru undirritaðir, gæti hann viljað reiða fram bandaríska dollara eða shillinga frá Úganda. Já, og hvernig væri að fara aðeins austar og reyna að nota eþíópísk birr? Suður-Súdan með sína mörgu gjaldmiðla slær ýmis met. Borgara- styrjöldin var sú lengsta í allri Afríku. Hjálparaðgerðirnar voru sögulega kostnaðarsamar. Í Suður-Súdan er vannæring barna undir 5 ára aldri ein sú mesta í veröld- inni. 21,5% barnanna eru alvarlega vannærð. Eitt af hverjum fjórum börnum deyr fyrir 5 ára aldur. 1% stúlkna í landinu lýkur grunnskóla. Hverjar eru þá líkurnar á að vera óv- annærð og ganga menntaveginn? Í Suður-Súdan er hægt að skoða fram og til baka margvíslegar sláandi töl- ur. Sjálf get ég auðveldlega gleymt mér í slíkri tölfræði og rýnt í prósent- ur og línurit, alveg þangað til bros- andi barn pikkar í bakið á mér og spyr mig hvort á Íslandi séu ljón eða ekki og eldri kona veltir fyrir sér hvað fólkið þar rækti. Manneskjurnar á bak við tölfræðina verða fólk af holdi og blóði sem velta fyrir sér ljónum á Fróni og spyrja hvort uppskeran hafi verið góð. Mæðgin á sama skólabekk Í borgarastyrjöldinni í Suður-Súd- an létust á bilinu 1,5 til 2 milljónir fólks. Styrjöldin snerti margfalt fleiri. Hún hindraði alla uppbyggingu í landinu í áraraðir. Hún kom við fólk eins og sjálfa mig. Hún var veruleiki konu eins og Priscillu sem verður einskonar mamma mín þar sem ég dvelst í litlu þorpi úti á landi. Hún snerti manneskjur á borð við ungu konuna Soru sem á fjögur börn og segir mér að hún og sonur sinn séu bæði í fjórða bekk í grunnskóla. „Ég ákvað að læra líka,“ segir hún stolt og minnir á hversu örfáar súdanskar stúlkur mennti sig. Styrjöldin í Suður-Súdan kom við fólk eins og Rebekku og Gordon og sendi á flótta konur á borð við hana Aluek. Hún fæddi af sér börn eins og stúlkuna Nyriak sem segir mér að nafnið sitt merki einfaldlega barn sem fætt sé í stríði. Þetta fólk var ekki í einhverju tómi meðan barist var. Það var ýmist í flóttamannabúðum eða fór hvergi og lifði við byssuskot. Það barðist sjálft eða flúði til annarra landa. Konurnar eignuðust börn sem uxu úr grasi. Þær elduðu og þrifu og þær áttu góðar stundir og slæmar. „Og nú er kominn friður og við get- um bara vonað það besta,“ segja þær í byrjun desember 2005 og krossleggja hendur á brjósti. Síðan strjúka þær yfir höfuðið á mér og finnst mikið til um síða hárið sem er miklu fíngerð- ara og ljósara en þeirra eigið. „Þú ert með allt öðruvísi hár en við!“ segja þær og hlæja. Síðan verð- ur ein alvarleg. „Við erum samt eins – þótt hárið á þér sé öðruvísi. Við þurf- um að borða. Við þurfum allar að drekka vatn. Og engin okkar vildi stríð.“ Morgunblaðið/Sigríður Víðis Jónsdóttir Ungir og brosmildir Súdanar stilla sér upp fyrir myndatöku. Sex ár í gröf- inni og enn á lífi Á fáum stöðum í heiminum er jafnmikil vannær- ing á meðal ungra barna og í Suður-Súdan. Á fáum stöðum er sömuleiðis hægt að nota jafn- marga gjaldmiðla þegar keypt er inn og einmitt þar. Sigríður Víðis Jónsdóttir er í Súdan. sigridurv@mbl.is SIGRÍÐUR Lillý Baldursdóttir, framkvæmdastjóri þróun- arsviðs TR, segir undirbúning að þróun rafræns aðgengis að upplýsingum og þjónustu TR á netinu hafinn, enda sé rafræn þjónustugátt stofnunarinnar hluti af þró- un í átt að rafrænni stjórnsýslu á vegum ríkisstjórnarinnar. Sigríður segir að verið sé að stíga fyrstu skrefin en að óljóst sé hvenær slík þjónusta yrði að fullu komin í gagnið. „Að opna fyrir aðgang að heilsufars- upplýsingum er ekki það fyrsta sem við munum gera og þessi rafræna þjón- ustugátt hefur með ýmislegt fleira að gera,“ segir hún. „Ýmiss konar rafræn samskipti munu fara fram í gegnum hana. Fólk mun geta skoðað stöðu sína og sótt um vissa hluti á netinu og heilbrigðisstéttir munu geta haft samskipti við okkur á rafrænan hátt. Þetta er þegar hafið en meiningin er að auka þetta allt saman.“ Sigríður segir að niðurstöður Gyðu sýni að fólk líti raf- rænan aðgang að upplýsingum jákvæðum augum. „Við erum þjónustustofnun og viljum auðvitað þjóna fólki og gera því auðveldara um vik bæði við að koma upplýs- ingum til okkar og fá þær frá okkur,“ segir hún. „Ef vel tekst til ætti þetta að koma sér vel fyrir báða aðila.“ Sigríður segir að opnun fyrir aðgengi að heilsufarsupplýs- ingum sé þó stórt skref til að stíga. „Við teljum þetta áhugavert en mjög vandasamt og það koma til dæmis upp ýmsar spurningar um hvernig skuli geyma og uppfæra heilsufarsupplýsingar,“ segir hún. „Margir telja það réttindamál hvers og eins að fá að vita hvað er skráð um hann af slíkum upplýsingum hér og þar í kerfinu. Sumir telja að slíkur aðgangur ætti að vera opinn en flestum finnst að hann ætti að vera takmarkaður með ein- hverjum hætti. Það eru ákveðin lög sem varða þetta. Fólk á að fá ákveðnar upplýsingar en það er spurning á hvaða formi. Við erum að hefja leit að því hvernig best verður stað- ið að þessu og verkefni Gyðu var mikilvægur þáttur í því.“ Verið að stíga fyrstu skrefin Sigríður Lillý Baldursdóttir nar, rði u ýs- yðu é - „Fólk þekkir þetta ekki af raun en óskar eftir þess- ari þjónustu,“ segir hún. Gyða segir einnig athyglisvert hve miklu minni að- gang örorkulífeyrisþegar hafi að tölvum en aðrir, en þeir reyndust almennt hlynntari aðgangi að upplýs- ingum og töldu frekar en aðrir að hann myndi koma að gagni við samskipti við þjónustuna, ákvarðanir um meðferð og fleira. „Þeir hafa reynslu og vita hvað þá vantar,“ segir Gyða. „Ég tel að TR ætti að geta nýtt niðurstöðurnar við að sjá hvaða þætti fólk leggur áherslu á að fá að- gang að og hvað það setur í forgang. Þarna er kominn grunnur sem síðan má vinna frekar út frá.“ ng að upplýs- ngastofnunar Megináherslur í hugmyndafræði verkefnisins eru á gott stjórnkerfi sem grunn að góðum ár- angri í þjónustu við notendur. Líkanið er sett fram í myndgerð plöntu, sem tákn hringrásar og mikilvægi þess að hafa heildarsýn á heil- brigðis- og almannatryggingaþjónustuna. Plantan er gróðursett í jarðveg stjórnkerfis og skipulags miðað við þekkingu heilbrigðis- og félagsvísinda, laga, stjórnunar, tækni og reynslu. Stöngullinn er upplýsingatækni not- enda heilbrigðisþjónustu sem flytur blóminu orku með framkvæmd upplýsingatækninnar. Byggt er á aðföngum jarðvegs og forða lauf- blaða til að skapa aðgengi notenda að upplýs- ingum og þjónustu. Blómið sjálft er útkomu- þátturinn með notendur sem útgangspunkt. Útgeislun blómkrónunnar og vöxtur plönt- unnar endurspeglar árangur og áhrif þjón- ustu á notendur og útkoman er samofin skiln- ingi þeirra, viðhorfum og óskum. Lykilstefið í árangursríkri þjónustu er styrking notenda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.