Morgunblaðið - 13.12.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.12.2005, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kristjana Hilm-arsdóttir fæddist í Hafnarfirði 8. des- ember 1973. Hún lést á sjúkrahúsi í Groningen í Hol- landi 2. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Hilmar Ægir Arn- órsson, f. 16. júní 1928 og Hafdís Guð- mundsdóttir, f. 17. maí 1937. Systkini Kristjönu eru Krist- ín Halla, f. 16. janúar 1957, Ásthildur, f. 16. júní 1958, sambýlismaður Anders Egriell, og Guðmundur, f. 25. nóvember 1961, maki Sigríður Kristjánsdóttir. Unnusti Kristjönu er Ben Fogge, f. 24. október 1958. Kristjana fluttist til Hollands fyrir 13 árum. Hún fór þang- að sem skiptinemi en frá því hún hóf kynni við Ben fyrir tíu ár- um settist hún að í Groningen í Hol- landi. Þar rak hún meðal annars, ásamt unnusta sínum, kaffihúsið Kaffi Reykjavík og skemmtistaðinn Storm. Minningarathöfn um Kristjönu verður í Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst hún klukkan 13. Útför hennar fór fram í Gron- ingen 6. desember síðastliðinn. Viku fyrir 32. ára afmælisdaginn sinn kvaddi elskulega systir mín hún Sjana þennan heim. Fjölskyldunni heima á Íslandi bárust þær harma- fregnir að Sjana hefði veikst alvar- lega á heimili sínu í Groningen og sólarhring síðar var hún farin frá okkur. Stórglæsileg kona í blóma lífsins, full af fjöri með glæsileg framtíðarplön var tekin frá okkur fyrirvararlaust og eftir sitjum við í djúpri sorg, örvingluð yfir óréttlæt- inu. Af hverju Sjana? Þessi engill sem allir elskuðu, dáðu og dýrkuðu. Sjana var gimsteinn allt frá því hún kom í heiminn og til dauðadags. Það eru ekkert til nema góðar og glæsilegar minningar af henni Sjönu. Hún leitaði á vit ævintýranna og hélt til Hollands ung að árum í skiptinám og örlögin höguðu því þannig að hún eyddi síðustu 13 árum ævi sinnar í landi blómanna. Sjana kynntist Ben fyrir áratug síðan, manni sem elskaði hana afar heitt. Með þeim bundust sterk bönd og er missir Ben því mjög mikill. Það er gott til þess að vita að Sjana átti yndislega ævi. Hún lifði hamingjusömu og skemmtilegu lífi með þeim sem hún unni mest, Ben og fjölskyldunni. Mamma og pabbi ásamt okkur systkinunum og börn- um okkar voru Sjönu afar kær. Væntumþykja Sjönu í garð foreldra okkar var aðdáunarverð sem lýsti sér í fjölmörgum heimsóknum til þeirra og saman fóru þau í margar ferðir til framandi landa. Systkina- börnin áttu frábæra frænku sem allt fyrir þau gerði og hjá þeim öllum er Sjana glæsileg fyrirmynd sem þau munu aldrei gleyma. Ég er heppinn að hafa fengið að kynnast jafn yndislegri persónu og Sjana hafði að geyma og nú þegar hún er orðin að engli í faðmi guðs finn ég fyrir miklum tómleika. Engin Sjana systir á leið heim til að halda jólin og engin Sjana kemur til Ís- lands í sumar til að vera með okkur. Ég kveð Sjönu mína með djúpum söknuði. Minningin um yndislega systur mun lifa í hjarta mínu að ei- lífu. Guð varðveiti þig elsku Sjana. Takk fyrir allt. Þinn bróðir Guðmundur. Ó, elsku Sjana, því varstu tekin í burtu frá okkur sem elskuðum þig svo mikið? Ung kona í blóma lífsins, hamingjusöm, góðhjörtuð, alltaf brosandi, vildi allt fyrir alla gera og mátti ekkert aumt sjá. Sjana var ótrúlega falleg kona jafnt að innan sem utan. Hvert sem hún fór var tek- ið eftir henni. Hún hafði eitthvert ótrúlegt aðdráttarafl, fólk hreinlega sogaðist að henni. Hún gaf öllum jafn mikið af sér enda allir jafnir fyrir henni. Það fór ekki fram hjá neinum að Sjönu þótti afar vænt um foreldra sína og var hún augasteinn pabba síns. Það var aðdáunarvert að sjá þegar þau voru að horfa saman á sjónvarpið þá kúrði hún hjá honum eins og litla stelpan hans. Hún og Ben unnusti hennar til tíu ára voru óþreytandi að bjóða þeim með sér í utanlandsferðir og fóru þau saman m.a. til Kanaríeyja, Taílands og nú síðast til Karíbahafsins og komu þau úr þeirri ferð aðeins þremur dögum áður en Sjana lést og eru foreldrar hennar óendanlega þakklát fyrir þann tíma sem þau áttu með henni þar. Einnig voru Sjana og Ben dug- leg að heimsækja okkur á Íslandi. Á hverju sumri og um hver jól. Alltaf sama tilhlökkunin að fá þau til okkar, þó sérstaklega hjá börnunum okkar. Þau dýrkuðu hana enda ekkert skrýtið því betri frænku er ekki hægt að hugsa sér og er söknuður þeirra mikill. Sjana mín, þegar þú varst meðal okkar á þessari jörðu varstu engill í mannsmynd. Núna ertu engill á himnum. Elsku Hafdís, Hilmar, Ben, Didda, Obba og Gummi, missir ykkar og harmur er mikill en minningin um yndislega dóttur, unnustu og systur mun lifa í hjörtum ykkar að eilífu. Hver blundar svona blítt í húmi nætur. Ó, barnið mitt þú sefur vært og rótt. Því Drottinn sjálfur litla hvarma lætur lokast í hljóðum draumi þessa nótt. Og hjá þér stendur Jesúbarnið bjarta og brosir til þín litla vina mín. Því auðmýktin sem er í þínu hjarta, hún opnað getur sjálfan himininn. (Gunnar Dal.) Ég kveð þig nú, elsku Sjana, með söknuði. Þín mágkona Sigríður. Það er skelfileg staðreynd að hún Sjana, yngsta barn stóru systur okk- ar, er dáin. Þessi unga, fallega frænka okkar sem var hvers manns hugljúfi, öllum góð og leit á alla sem jafningja. Hún fór til Hollands 19 ára gömul sem skiptinemi og heillaðist af landi og þjóð og hefur verið búsett þar síð- an. Þar kynntist hún honum Ben sín- um sem bar hana á höndum sér, elskaði hana og dáði og var það gagnkvæmt. Það var að morgni 1. desember sem hún vaknaði hress og kát en eins og hendi væri veifað var hún orðin helsjúk og látin að morgni 2. desem- ber. Við fengum alltaf fréttir af henni Sjönu hjá foreldrum hennar sem voru svo stoltir af stelpunni sinni, enda voru hún og Ben þeim afar góð. Fegurðin er frá þér barst, fullvel þótti sanna, að yndið okkar allra varst, engill meðal manna. Hlutverk þitt í heimi hér, þú hafðir leyst af hendi. Af þeim sökum eftir þér, Guð englahópa sendi. Sú besta gjöf er gafst þú mér, var gleðisólin bjarta, sem skína skal til heiðurs þér, skært í mínu hjarta. (B.H.) Með þessum orðum kveðjum við þig elsku Sjana og biðjum guð að styrkja Ben, Hafdísi, Hilmar og aðra ástvini á þessum erfiðu tímum. Vilborg, Kristín, Ágústa, Hrefna og fjölskyldur Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Elsku hjartans Ben, Hilmar og Haddý, Didda mín, Obba, Guðmund- ur, Sigríður og systkinabörn öll. Megi Guð almáttugur hjálpa ykk- ur yfir þennan mikla missi. Minningin um yndislegu, glaðlegu og fallegu Kristjönu lifir. Hugur minn og fjölskyldu minnar er svo sannarlega hjá ykkur öllum. Guð geymi ykkur. Okkar dýpstu samúð, Kristín G. Hjartardóttir og fjölskylda. Fljótlega eftir að ég frétti af frá- falli Kristjönu fór að koma upp djúpt úr viðjum hugans fullt af minning- um. Minningar frá því að við Kristjana vorum litlar stelpur að leika okkur saman í stigaganginum á Breiðvangi 32 og þau skipti sem við fengum að gista saman, ég og hún og stundum Kolla systir líka. Ég veit ekki mikið um það hvernig lífi hún hefur lifað á fullorðinsárum sínum, hvað hún hefur gengið í gegn- um og upplifað en alltaf þegar ég hef hitt hana í gegnum árin hefur hún með geislandi brosinu sínu virst ljóma af hamingju og ég vona að það hafi verið raunin. Elsku Kristjana, mér þykir svo sárt og ósanngjarnt að þú skulir vera fallin frá svona ung, ég vona að þú sért á góðum stað og að við hittumst aftur þegar minn tími kemur. Elsku Hafdís, Hilmar, Didda, Haf- dís yngri, Gummi og aðrir aðstand- endur, ég votta ykkur samúð mína og bið þess að æðri máttur styrki ykkur í þessari miklu sorg. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir. Sjana var ein af mínum nánustu og bestu vinkonum í æsku og þykir mér erfitt að trúa því að hún sé nú farin. Leiðir okkar skildu þegar Sjana flutti til Hollands rétt fyrir tvítugt en Didda og mamma hennar voru ávallt duglegar að skila kveðju og fréttum af hvor annarri. Þrátt fyrir að Sjana sé löngu hætt að vera hluti af mínu daglegu lífi þá lifir sagan og þær mörgu minningar sem við sköpuðum saman á unglingsárunum. Þín glitr- andi bláu augu og breiða bros mun halda áfram að búa í hjarta mínu og huga um ókomna tíð, elsku vinkona. Hér rétt í lokin vil ég láta eitt af hennar uppáhaldsljóðum frá ung- lingsárunum fylgja með til heiðurs minningu hennar. Til eru fræ, sem fengu þennan dóm: Að falla í jörð, en verða aldrei blóm. Eins eru skip, sem aldrei landi ná, og iðgræn lönd, er sökkva í djúpin blá, og von sem hefir vængi sína misst, og varir, sem að aldrei geta kysst, og elskendur, sem aldrei geta mæst og aldrei geta sumir draumar ræst. Til eru ljóð, sem lifna og deyja í senn, og lítil börn, sem aldrei verða menn. (Davíð Stefánsson.) Elsku Hafdís, Hilmar og fjöl- skylda, ég votta mína innilegustu samúð á þessum erfiðu tímum, farið vel með ykkur, bestu kveðjur, Dagbjört. Ég hef alltaf ímyndað mér það að við séum ferðalangar sem komu hér til að læra, og okkar alvöru heimili er á himnum, þar sem engar sorgir eru til, en finnum þar bara vellíðan og gleði. Ég hugsa að himnaríki sé yndislegur stað- ur þar sem ekki er til sársauki, aðeins þægindi og ylur, staður þar sem fjölskylda og vinir hittast aftur. Trúðu því að þið munið hittast aftur. Ástvinir þínir eru ekki glataðir að eilífu. Láttu vonina og styrkinn af ást þinni hjálpa þér gegn um erfiðu tímana. (Höfundur óþekktur.) Kristín Halla og Ásthildur. Hæ Kristjana, ferjumaðurinn kallaði á þig, tók þig burt frá öllum draumunum þínum, á gylltri ferju hans siglir þú með því að tíminn þinn hér var búinn. Hæ Kristjana, þú varst enn svo ung og sólin þín skein enn svo skært. En ferjumaðurinn spyr ekki um ald- ur því að hann þekkir aðeins skyldu sína. Hæ Kristjana, bíddu augnablik. Það er enn svo margt eftir að segja en vindurinn er þegar farinn að þenja seglin og eykur hraðann á bátnum. Hæ, Kristjana, heyrir þú í okkur? Á meðan við hlaupum meðfram bakkanum og reynum að kalla á þig á móti vindinum hversu gott það var að þekkja þig. Hæ, Kristjana, Lola litla hefði líka gjarnan hitt þig en ég mun segja henni seinna af stelpunni með vík- ingablóðið. Stelpunni sem þekkti álfana og tröllin sem bar allar sögurnar inni í sér og með brosi sínu um hverja ein- ustu sögu fældi burt dökku hliðar allra. Hæ Kristjana, tönn fyrir tönn, því að þó þú þolir ekki væl þá ætla ég samt að biðja Heklu í kvöld um að láta Ásgarð brenna þangað til him- inninn fær lit. Hæ Kristjana, ég má ekki fara lengra, ég er hræddur um að þú verður að halda áfram ein en ég verð hér til að vinka þér bless, hér á enda bryggjunnar nem ég staðar. Hæ Kristjana, trén og blómin hafa lofað að eigna þér hvert vor eftir kuldann að vetri og blómstra sér- staklega fyrir þig. Hæ Kristjana, ég gleymi oft og mörgu en hvað sem mun fölna, minn- inguna um hversu góð þú varst mun ég alltaf bera með mér. Hæ Kristjana, sofnaðu nú því að nóttin er köld og ferðin enn löng. En þangað sem þú ferð, þar ertu vel- komin, óttastu það ekki. Kees. KRISTJANA HILMARSDÓTTIR Elsku Sjana mín. Þú varst allt- af svo góð við mig. Ég elskaði þig og Ben alltaf svo mikið. Ég ætla allt mitt líf að hugsa til þín og þú lifir í hjarta mínu. Þú ert mín fyr- irmynd og ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór. Ég man þegar ég fékk að greiða þér hárið alveg eins og ég vildi og svo fannst mér gam- an að skrifast á við þig í tölv- unni. Þú átt alltaf stað í hjarta mínu. Kveðja. Þín frænka, Arna Sif. Elsku Sjana. Þú varst besta frænkan mín. Þú varst alltaf svo góð við alla, sama hverjir það voru. Ég mun sakna þín HINSTA KVEÐJA alla ævi. Guð geymi þig, elsku Sjana. Viktor. Elsku Sjana mín. Þetta voru alveg frábærar stundir sem ég eyddi með þér og þú varst alltaf ótrúlega góð, skemmtileg og mjög lífsglöð manneskja. Ég er glaður að hafa verið mjög náinn þér. Ég á mjög góðar minn- ingar um þig og þær munu aldrei gleymast í mínum huga. Þetta er mikill missir fyrir mig og aðra í fjölskyldunni að þú skulir ekki vera lengur á meðal okkar. Sagt er að guð taki til sín það sem honum þykir vænst um, elskulegt fólk eins og þig. Ég vona að þú sért núna á góð- um stað og megi guð geyma þig, elsku besta frænka. Arnór. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ELÍNAR SIGURÐARDÓTTUR, Skipasundi 43, Reykjavík. Einnig færum við þakkir til starfsfólks á Drop- laugarstöðum fyrir umönnun og hlýju til hinnar látnu. Stefán Karl Linnet, Sigríður S. Júlíusdóttir, Helga Júlíusdóttir, Arnfinnur R. Einarsson, Kristján Karl Linnet, Sigríður Anna Guðbrandsdóttir, Sigurður Karl Linnet, Erla Einarsdóttir, Mark Cohagen og barnabörn. Hugheilar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og vinarþel við andlát og út- för eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, EINARS ODDSSONAR fyrrverandi sýslumanns, Úthlíð 6, Reykjavík. Halla Þorbjörnsdóttir, Karl Einarsson, Kristín Bragadóttir, Páll Einarsson, Andrea Ösp Karlsdóttir, Berglind Ýr Karlsdóttir og Birkir Örn Karlsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.