Morgunblaðið - 13.12.2005, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
KÁPUR, JAKKAR, BOLIR, PILS,
JAKKAPEYSUR, SKINNKRAGAR
Hafnarstræti 97, 600 Akureyri.
Sími 462 3505
Opið virka daga 10-18
laugardag kl. 10-22
sunnudag kl. 13-17Christa
JÓLAGJAFIR - JÓLAFATNAÐURI
AKUREYRI
AUSTURLAND
Seyðisfjörður | „Ég er nýkomin að
utan og keypti mest af vörunum í
litlu þorpi í Suður-Indlandi sem ég
kalla mína heimaborg,“ segir Þóra
Bergný Guðmundsdóttir, arkitekt
og annar eigandi Draumhússins á
Seyðisfirði. Draumhús er óvenju-
lega verslun, smekkfull af ind-
versku handverki í formi fatnaðar,
skartgripa, fylgihluta, skrautmuna,
textíls, vefnaðar, útsaums o.fl.
„Kannski nær ekki allt sem ég
keypti núna síðast til landsins fyrir
jól, en töluvert af því verður komið.
Ég var raunar að frétta að send-
ingin mín hefði verið tekin úr skipi í
Colombo á Sri Lanka og þetta er nú
það erfiðasta við reksturinn; að
senda varninginn heim, þetta er jú
hinum megin á hnettinum. Það
kemur samt fyrir rest. Hér er m.a. á
boðstólum handmálað jólaskraut
frá Kasmír, dúkar, mikið af silki-
slæðum og hlýjum ullarslæðum, föt
og bara ofsalega mikið af fínu dóti.“
Þóra segist kaupa sinn varning í
ákveðnum verslunum í Indlandi.
„Þetta sem ég er að kaupa er ekki á
túristaverði. Ég læt líka skraddara
og smiði vinna fyrir mig fatnað,
húsgögn og ýmislegt sérstakt.
Núna síðast hafa málarar verið að
vinna fyrir mig, ég kom með hand-
máluð jólakort úr eggjaskurn og
önnur rissuð í tin og sérstaklega bú-
in til fyrir Draumhús.“
Þóra segir það mest vera konur
sem versli í búðinni.
„Þetta er nú mest dót fyrir konur
og er algjör sælgætisbúð fyrir þær.
Fólk kemur víða að, gerir sér m.a.
ferð frá Akureyri til að koma hing-
að.“
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Handofið kasmírullarsjal Þóra
Bergný Guðmundsdóttir hand-
fjatlar fínerí í Draumhúsinu.
Sælgætis-
búð fyrir
konur
Egilsstaðir | Bæjarstjórn Fljótsdals-
héraðs hefur samþykkt fjárhags-
áætlun sveitarfélagsins fyrir árið
2006. Íbúafjölgun, uppbygging og al-
mennur vöxtur einkenna rekstur
sveitarfélagsins á komandi ári og er
gert ráð fyrir að rekstur þess verði
jákvæður um 82 milljónir króna. Ei-
ríkur Björn Björgvinsson, bæjar-
stjóri Fljótsdalshéraðs, segist
ánægður með niðurstöðu fjárhags-
áætlunarinnar og þau fjölmörgu
verkefni sem sveitarfélaginu sé kleift
að ráðast í. Lögð sé áhersla á að nýta
fjármuni sem best til verkefna sem
áfram geti skilað sveitarfélaginu
vexti á komandi árum. „Við erum í
senn að sækja fram og láta íbúa njóta
með beinum hætti styrkleika sveitar-
félagsins um þessar mundir,“ segir
Eiríkur.
„Dæmi um það er lækkun fast-
eigna- og leikskólagjalda á næsta ári.
Svæðið er í heild að sækja fram og
Fljótsdalshérað gegnir veigamiklu
hlutverki í því. Grunngerð sveitarfé-
lagsins er sterk. Samt erum við stöð-
ugt að leita leiða til úrbóta. Þannig
höfum við á þessu ári lagt mikla
vinnu í að þróa stjórnsýslu hins nýja
sveitarfélags auk þess sem við gerum
ráð fyrir að ljúka við mótun á fram-
sækinni stefnu fyrir það á fyrri hluta
næsta árs. Markmiðið er að þjónust-
an við íbúana verði góð og þannig vilj-
um við hafa hana á komandi árum.“
Samkvæmt áætluninni verða
rekstrartekjur A- og B- hluta sam-
anlagt 1.936 milljónir króna á kom-
andi ári og veltufé frá rekstri 289
milljónir króna. Skatttekjur hafa far-
ið vaxandi í sveitarfélaginu á yfir-
standandi ári og sú þróun mun halda
áfram á næsta ári en höfuðástæða
þess er íbúafjölgun. Íbúar eru nú
tæplega 4000 talsins, þar af um 800 á
vinnusvæði Kárahnjúkavirkjunar.
Tekjur sveitarfélagsins frá Jöfnunar-
sjóði sveitarfélaga lækka hins vegar
um 94 milljónir frá yfirstandandi ári.
Engar lántökur verða hjá sveitar-
sjóði á árinu 2006 en um 95 milljónir
hjá B-hluta sveitarfélagsins, þ.e.
þeim fyrirtækjum eða stofnunum
sem eru að hálfu eða í meirihluta í
eigu sveitarfélagsins. Afborganir
lána nema samanlagt um 136 millj-
ónum króna á árinu 2006 og hand-
bært fé er áætlað 149 milljónir króna
í árslok.
Fasteignagjöld lækka
Álagningarprósenta fasteigna-
gjalda af íbúðar- og atvinnuhúsnæði
lækkar, þ.e. úr 0,46% í 0,41% hvað
íbúðarhúsnæðið varðar og úr 1,15% í
1% í atvinnuhúsnæði. Með því móti
kemur sveitarfélagið með beinum
hætti til móts við hækkandi fast-
eignamat húsnæðis og álögur á íbúa
af þeim sökum. Þá lækka leikskóla-
gjöld um 10% vegna skólaársins 2006-
2007 og sömuleiðis verður sérstöku
framlagi, 10 milljónum króna, varið til
að fjölga leikskólarýmum. Virkir bið-
listar hafa undanfarið einungis verið
vegna eins árs barna og er stefnt að
því að draga megi úr þeim eða eyða
alveg.
Fjárhagsáætlun samþykkt á Fljótsdalshéraði
Fjölgun og uppbygging
einkenna reksturinn
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Egilsstaðir á aðventu Afkoma Fljótsdalshéraðs virðist góð og sveitarfé-
lagið í áframhaldandi sókn.
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
steinunn@mbl.is
Barnabækur | Barnabóka-
höfundarnir Eyrún Ingadóttir
og Sigrún Eldjárn lesa upp úr
bókum sínum á Amts-
bókasafnið á Akureyri í dag og
á morgun. Eyrún les upp úr
bók sinni Ríkey ráðagóða í dag,
þriðjudaginn 13. desember, kl.
11 og 13, og Sigrún les úr bók-
unum sínum Kuggur – jólaleg
jól og Steinhjartað kl. 10, 11 og
13 á morgun, miðvikudaginn
14. desember. Skólar hafa þeg-
ar boðað komu nokkurra
bekkjardeilda, en upplestr-
arnir eru öllum opnir.
NÝR fíkniefnaleitarhundur er
væntanlegur til lögreglunnar á Ak-
ureyri næsta vor og mun hann
þjóna Norðurlandi. Fullþjálfaður
hundur kostar um 2 milljónir
króna og hafa KEA og Sparisjóður
Norðlendinga tekið höndum saman
og tryggt fjármögnun á slíkum
hundi.
Norskur hundaþjálfari, Rolf van
Krog velur og þjálfar hunda og
hefur hann að sögn Daníels Guð-
jónssonar, yfirlögregluþjóns hjá
lögreglunni á Akureyri augastað, á
alls fjórum hundum sem til greina
koma, „þar af eru tveir mjög góðir,
hann lofaði því að fengjum besta
hundinn,“ sagði Daníel þegar und-
irritaður var samningur um að
KEA og sparisjóðurinn myndu
fjármagna kaup á fíkniefnaleitar-
hundi. Hann sagði hundinn mundu
koma að góðum notum, ágæt
reynsla væri komin á notkun fíkni-
efnaleitarhunds hjá lögreglunni, sá
hundur sem fyrir væri hefði sann-
að gildi sitt við rannsóknir og upp-
ljóstrun mála auk þess að hafa for-
varnargildi. Hundurinn mun að
öllum líkindum koma frá Bret-
landi. Þjálfaðir hundar af þessu
tagi geta m.a. tekið þátt í leit
fíkniefna á fjölmennum stöðum,
s.s. skemmtistöðum og útisamkom-
um, en sá hundur sem fyrir er á
Akureyri hefur takmarkaða leit-
argetu á þessu sviði, þ.e. að leita
innan um fólk, hefur aðeins hlotið
þjálfun í að leita í farangri, frami
og þess háttar.
Morgunblaðið/Kristján
Samningur KEA og Sparisjóður Norðlendinga hafa tryggt fjármögnum
vegna kaupa á fíkniefnaleitarhundi, f.v. Halldór Jóhannsson, Baldur Dýr-
fjörð, Daníel Guðjónsson og Örn Arnarson.
Sameinast um
kaup á fíkniefna-
leitarhundi
KEA og Sparisjóður Norðlendinga
MISMUNUN hefur viðgengist inn-
an launakerfis Akureyrarbæjar
hvað varðar greiðslu fyrir yfirvinnu
og í mörgum tilvikum er um að ræða
allnokkrar greiðslur fyrir óunna yf-
irvinnu. Kynjamunur er einnig um-
talsverður í sumum tilfellum, þannig
fengu tæplega 19% karlkyns starfs-
manna bæjarins greidda fasta yfir-
vinnu, en aðeins 5,5% kvenkyns
starfsmanna, þrátt fyrir að konur
séu rúmlega 73% starfsmanna bæj-
arins.
Bæjarráð Akureyrar fjallaði um
yfirlit nefndar sem skipuð var í byrj-
un þessa árs og hafði það hlutverk
að innleiða nýtt fyrirkomulag á yf-
irvinnu hjá starfsmönnum bæjarins.
Í erindisbréfi hópsins var lagt upp
með að öll vinnubrögð í kjaramálum
starfsmanna bæjarins skuli vera
gegnsæ, réttlát og sanngjörn, heim-
ildir stjórnenda skýrar, eftirlit auð-
velt og að greitt sé fyrir raunveru-
legt vinnuframlag.
Fram kemur í samantekt um yf-
irvinnumál að um 40 starfsmenn
hafi fengið launauppbætur í formi
stöðuhlutfalls umfram viðveru-
skyldu,
verulegur munur var á fastri yf-
irvinnu stjórnenda, um 20–25 starfs-
menn fengu greidda unna yfirvinnu
yfir 1.000 klukkustundir árið 2004
og álíka margir 600–1.000 klukku-
stundir. Þá fengu hátt í 20 starfs-
menn greidda alla unna yfirvinnu of-
an á fasta yfirvinnu og á einu
vinnustað var greidd föst yfirvinna í
stað vaktaálags, stórhátíðakaups og
annarar yfirvinnu, en fasta yfirvinn-
an var langt umfram kjarasamn-
ingsbundnar launagreiðslur. Þá kom
einnig fram við athugun nefndarinn-
ar að sumir stjórnendur bæjarins
fengu ekki fasta yfirvinnu en aðrir
voru með allt upp í 77,5 tíma fasta á
mánuði, en yfirvinnan var mismikið
unnin. Þá fengu um 40 starfsmenn
einhvers konar launauppbót í formi
stöðuhlutfalls umfram viðveru-
skyldu og tveir stjórnendur fengu
greidd mun hærri grunnlaun en
kjarasamningur sagði til um. Fastur
bílastyrkur var greiddur til 18 starf-
manna og var hann mishár.
Nefndin hafði einkum tvö atriði að
leiðarljósi við vinnu sína, að öll mis-
munun í álagsgreiðslum ofan á
kjarasamningsbundin laun sem ekki
byggist á málefnalegum forsendum
er brot á jafnréttislögum. Síðara at-
riðið var að nýtt starfsmat hjá fé-
lögum í Einingu-Iðju og Kili leiði til
þess að öll mismunun milli fé-
lagsmanna þessara stéttarfélaga,
sem ekki er samkvæmt kjarasamn-
ingi og starfsmati, er hreint jafn-
réttis- og jafnræðisbrot.
Nefndin lagði m.a. til að allri
fastri yfirvinnu yrði sagt upp og
greitt samkvæmt unninni yfirvinnu,
að stöðuhlutfalli umfram viðveru-
skyldu yrði sagt upp og að sérkjör-
um sem felast í röngum grunnlaun-
um verði einnig sagt upp svo allir
starfsmenn fái greidd grunnlaun
samkvæmt réttum kjarasamningi.
Þá lagði nefndin til að hámark yf-
irvinnu yrðu 500 klukkustundir á
næsta ári og að greitt verði fyrir
skráðan akstur starfsmanna í stað
fastrar akstursgreiðslu.
Breytingar á grundvelli tillagna
yfirvinnunefndar hefur að hluta til
verið hrint í framkvæmd, en aðrar
koma til framkvæmda á komandi
mánuðum. Aðlögun breytinga á
launakjörum einstakra starfsmanna
verður allt upp í tvö ár, en breyting-
arnar snerta á einhvern hátt 210
starfsmenn af 1.800 föstum starfs-
mönnum Akureyrarbæjar. Þessar
breytingar hafa að mati nefndarinn-
ar ekki í för með sér lækkun út-
gjalda bæjarins, þvert á móti hækk-
un þegar starfsmat, kjarasamn-
ingar, nýráðningar vegna fjölgunar
starfa og fleiri þættir eru teknir með
í reikninginn. Það er og mat hennar
að þegar allar samþykktir bæjarins
varðandi breytingarnar verði komn-
ar til framkvæmda verði launakerfi
bæjarins gegnsæt og réttlátt.
Breytingar á launakerfi Akureyrarbæjar næstu mánuði
Kerfið verði gegnsætt,
réttlátt og sanngjarnt
Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur
maggath@mbl.is
Breytingarnar snerta um 210 starfsmenn af 1.800