Morgunblaðið - 13.12.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.12.2005, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FA L L E G H Ö N N U N F R U M L E G H U G S U N Bankastræti 14 Úr Verinu á morgun Ekkert svartnætti BORIST hefur eftirfarandi yfirlýs- ing frá sjálfstætt starfandi barna- og unglingageðlæknum: „Yfirlýsing heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins sem birtist í Morgunblaðinu 10. desember sem svar við opnu bréfi sjálfstætt starf- andi barna- og unglingageðlækna til Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráð- herra og birtist í sama blaði deginum áður gefur tilefni til athugasemda og leiðréttinga: Yfirlýsing og upplýsingar ráðu- neytisins eru þakkarverðar. Þær staðfesta og taka af allan vafa um réttmæti fullyrðinga barna- og ung- lingageðlækna þess efnis að heil- brigðisyfirvöld ákváðu með samn- ingi sem þau gerðu 21. desember 2004 að skerða um fimmtung heil- brigðisþjónustu sjálfstætt starfandi barna- og unglingageðlækna við börn og ungmenni með geðræn vandamál. Ráðuneytið velur að gera samninganefnd lækna ábyrga fyrir þessari niðurstöðu. Það er ekki stór- mannlegt. Í yfirlýsingunni gætir alvarlegs misskilnings ef það er þá ekki hrein rangtúlkun: Þar er því haldið fram að barna- og unglingageðlæknar væni ráðherrann um ósannindi varð- andi fullyrðingar hans um að lækn- arnir hafi ekki nýtt umsamdar ein- ingar undanfarin ár. Það er ekki mergur málsins og í raun er það svo að það eru börn og ungmenni sem nýta sér þessar einingar en ekki læknarnir. Að því leiðréttu er mik- ilvægt að árétta að það hefur ekki verið ágreiningur um nýtingu ein- inganna. Barna- og unglingageð- læknar hafa sagt ráðherra hafa farið með rangt mál þegar hann, að eigin frumkvæði, t. d fullyrti við frétta- stofu Ríkisútvarpsins að heilbrigðis- yfirvöld hafi sett sig í samband við [barna]geðlækna og tryggt að þjón- usta við börn og unglinga sem þurfi geðlæknishjálp haldi áfram út árið. Ráðherrann hafði þá áður á Alþingi og í blöðum haft uppi svipaðar full- yrðingar. Þar fór hann með rangt mál. Áður hefur verið fjallað um ástæð- ur þess að einingar nýttust ekki að fullu árið 2004 og hvers vegna það ár var ekki vel til fallið til viðmiðunar og ekki þörf á að endurtaka enn einu sinni. Ráðuneytið velur hins vegar enn á ný að beina kastljósinu frá að- alatriðum og segir það vekja undrun og áhyggjur að barna- og unglinga- geðlæknar hafi þá ekki haft áhyggj- ur af þessari þróun. Því er til að svara að margir einstaklingar og fé- lagasamtök lýstu áhyggjum sínum um neikvæð áhrif kennaraverkfalls- ins. Barna- og unglingageðlæknar deildu þeim áhyggjum en gátu lítið aðhafst á þeim tíma annað en að sinna þeim sem leituðu aðstoðar m.a. vegna afleiðinga verkfallsins. Verk- fallið skýrir einnig að hluta aukna ásókn eftir aðstoð í byrjun þessa árs. Barna- og unglingageðlæknum hefur alla tíð verið það ljóst að ráð- herra semur ekki við lækna og að samninganefnd HTR gerir ekki sér- samninga við einstakar sérgreinar meðan hún og samninganefnd lækna eiga í viðræðum. Það er hins vegar óneitanlega einkennileg staða ef heilbrigðisráðherrann, æðsti yfir- maður heilbrigðismála, hefur ekkert hlutverk þegar vanda ber að höndum og þörf á að leiðrétta augljós mistök. Ofannefndur „misskilningur“ skýrir e.t.v. hvers vegna ekki hefur verið mögulegt að halda uppi mál- efnalegri umræðu við ráðuneytið sem ítrekað hefur valið að ræða vandann út frá óljósum tæknilegum atriðum um útfærslu samningsins en ekki út frá hlutverki þess og ábyrgð á þjónustu við veika einstaklinga. Barna- og unglingageðlæknar láta því þessari opinberu umræðu lokið í bili.“ Yfirlýsing sjálfstætt starfandi barna- og unglingageðlækna  segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims JÓLALEGU pósthúsi hefur verið komið upp á Miklu- brautinni til móts við Kringluna. Þar er þó ekki ver- ið að taka á móti jólabögglum né kortum heldur ver- ið að auglýsa Póstinn á frumlegan máta í einu af mest notuðu strætóskýlum borgarinnar. Jólapóst- húsið er mjög svo lokkandi og hver veit nema að farþegum Strætó eigi eftir að fjölga við uppátækið. Einar Hermannsson, framkvæmdastjóri hjá AFA – J. C. Decaux sem sér um strætisvagnaskýlin á höf- uðborgarsvæðinu, segir að þetta sé skemmtilegt verkefni og að von sé á öðru skýli í svipuðum dúr í vikunni. Morgunblaðið/Ómar Lokkandi jólapósthús

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.